Þjóðólfur - 24.06.1910, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.06.1910, Blaðsíða 1
62. árg. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ BOGI BRYNJÓLFSSON ♦ X yflrréttarmálafiutningsmaður X ♦ er fluttur í Austurstræti 3 (fyrv. Ý ♦ afgreiðsla Þjóðólfs). ♦ X Tals. 140. Helma 1 1 — 12 og 4—5. J ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Búnaðarritið 1910. Það er sjaldgæft, að Búnaðarritið flytji ritgerðir, er mikill veigur sé í, síðan það komst 1 hendur Búnaðarfélags Islands; mest hefir það verið allskonar skýrslur til félagsins, flestar ómerkilegar og leiðin- legar. En í þessu hefti þess, sem er 2. og 3. hefti af 24. árg., er undantekning frá þeirri meginreglu ritsins, að flytja rusl eitt, og eru nokkrar góðar ritgerðir þar á meðal, hafa líklega slæðst óvart með. Fyrsta ritgerðin er um kornyrkju á Is- landi að fornu, og er hún eftir prófessor Björn M. Ólsen, blátt áfram og látlaust rituð, en fróðleg mjög, hiklaust fróðleg- asta ritgerðin um þetta efni. Höf. sannar það, skýrt og ljóst, með heimildum í fornbréf og gjörninga, og svo með örnefnum og staðarheitum, að kornyrkja hefir verið almenn hér á landi til forna, einkum hefir hún verið almenn á Suðurlandi, sýna það fornir máldagar Og skjöl. Ritgerðinni er skift í tvo aðalkafla, fyrst vitnisburðir, er snerta landið í heild sinni, og svo vitnisburðir, er snerta ein- Staka staði. Bæarnöfn þau, er höf. telur benda til kornyrkju, eru fyrst og fremst Akurnöfnin, svo og »gerði« og »traðir«. Um gerðin farast höf. svo orð: »Eg get þess hér þegar (bls. 7) að bæarnöfnin Gerði eru oft stytt fyrir Akurgerði, sem lfka er haft um bæarnafn. Slík nöfn geta þó mint á akuryrkju, enda eru þau lang- almennust f þeim sveitum, þar sem korn- yrkja var helst stunduð. Eg set þau því á örnefnaskrárnar hér á eftir, sem fylgja hverri sýslu, ekki af því, að eg þori að fullyrða að þau öll beri vott um korn- yrkju, heldur til að benda á þau, ef svo kynni að vera, og gefa kunnugum mönn- um, þar sem örnefnin eru, tilefni til að athuga, hvort þar sjáist nokkrar leifar sáðgarða eða akra, og tek eg þakklátlega á móti öllum vísbendingum í því efni«. Sama er að segja um traðarnöfnin. Þau benda ekki skilyrðislaust til korn- yrkju, og geta verið dregin af tröður = stígur = gata. í Norðlendingafjörðungi finnur höf. enga gamla vitnisburði um kornyrkju, nema sagnir úr Islendingasögum viðvíkj- andi Eyafjarðarsýslu, og svo örnefnin, er sum bera órækan vott um kornyrkju. Aftur eru órækar sannanir og heimildir fyrir kornyrkju í Sunnlendingafjórðungi, þar má nær því heita, að kornyrkja hafi verið almenn um 1300, og alt fram til ^Soo finnast órækar sannanir fyrir korn- yrkju þar. En oss finst að eigi sé unt að skilja máldaga kirkjunnar á Mel í Miðfirði á arðra lund en þá, að þar hafi kornyrkja verið, því í maldögum hennar bæði 1318 og 1397 segir »þetta j mat þriar vætter miöls*; væri það einkennileg hending, ef sá matarforði hefði verið jafnmikill bæði árin, auk þess sem mjöl er hvergi nefnt í máldögum norðlensku kirkjanna, nema Hóladómkirkju, — svo vér höfum orðið varir. Gæti ekki akurinn á Mel hafa gefið af sér þrjár vættir mjöls? Og gæti það ekki verið, að bærinn dragi nafn af grasinu Melur? Um mjöl Hóladómkirkju er það að segja, að íslenskt mjöl lftur út fyrir að það sé, því matarforði þar er íslenskur: smjör, harðfiskur, hákarl o. s. frv., lægi það hendi næst að álíta, að það hefði verið eftirgjöld (sbr. bls. 84), því eftir ör- nefnum að dæma, hefir kornyrkja verið á nokkrum stólsjörðum í Skagafirði. Og svo virðist sem kornyrkja hafi enn verið í Blönduhlíð árið 1476, því er Jón Jússason telur peninga þá, er hann lét bera í kirkjuna í Miklabæ í Blönduhlíð, telur hann ýms matvæli, svo sem fimm vættir smjörs, kýrþjó tvö, hákarlslykkj- ur, skötu, rikling, o. fl. Þar á meðal »mjöl í stampi«, og þar sem öll mat- vælin, nema þá mjölið, eru íslensk, þá virðist rétt að líta svo á, sem það hafi og verið það, einkum er þess er gætt, að Akranöfnin þar í sveitinni sanna ómót- mælanlega, að kornyrkja hefir verið þar. í örnefnatölu höf. vantar talsvert, enda eigi við öðru að búast, og ókleyft að safna því öllu, en svo ætti samt að gera. Þessi örnefni höfum vér ekki fundið: I Eyafjarðarsýslu: Töðugerði(frá Hóli í Svarfaðardal), Sandgerði (frá Hnjúki Vallahr.), Kringlugerði. (frá Þúfnavöllum, Skriðuhr.) og Harðmagagerði (frá Völlum í Saurbæarhr.). Spónsgerði, er höf. nefnir á bls. 37, hefir heitið svo mjög lengi, en hét fyr Skúmsgerði. I Skagafjarðarsýslu: Háfagerði (frá Brekkukoti Tungusveit) Álfgeirsvalla- gerði(bls.4oefst), þau eru þar tvö, Strábeins- staðagerði, Holtmúlagerði, Hafsteinsstaða- gerði og Elínargerði, öll í Staðarhrepp; Beingarður, jörð í Rípurhrepp, og Graf- argerði, eyðihjáleiga í Hólahreppi, bygt 1666, og síðar, og þá nefnd svo, en í Jarðatali Johnsen er hjáleiga þessi nefnd Grafarkot. í Húnavatnssýslu: Geldingagerði (sbr. Tímarit J. Pét., II., bls. 48). Á bls. 66 til 68 skýrir höf. frá, á hvern hátt notkun akursins hefir verið, hversu mikið hafi verið tröð og hversu mikið sáðland, telur hann þar, að helmingur akursins hafi jafnan verið f tröð, en efa- samt verðum vér að telja að svo hafi ver- ið, heldur aðeins fjórðungur, og þá þrír fjórðu akursins sáðland; að minsta kosti er svo í ræktunaraðferð þeirri, er Danir nefna »firevangsbrug« og höf. nefnir á bls. 66. Næsta greiriin er um »Hrossarækt« eft- ir Pál Zóphóníasson frá Viðvík, sýnir hann, að íslensku hestarnir séu ekki einvörð- ungu norskir, heldur blandaðir írsku kyni. Ymiskonar fróðleikur er í ritgerð þeirri og góðar bendingar til hestamanna. Þá tekur við grein um grasmaðkinn eftir Einar Helgason garðyrkjufiæðing, góð hugvekja og vel rituð. Væri það mikils vert, ef unt væri að losa landið grasmaðks-pláguna. Þá taka við ýmsar smærri greinar, sumar góðar, þar á meðal er fyrirlestur sá, er Sigurður ráðunautur Sigurðsson hélt um búnaðarframfarir síðustu ára, fróðleg grein, er flytur margt þarft og kemur víða við. Verði mörg hefti Búnaðarritsins sem þetta, verður ritið meira metið en oft hefir verið áður. Ummæli um fyrirlestur Bjarna Jónssonar frá Vogi. Þjóðólfur flutti nýlega símskeyti, þar sem sagt var frá því, að Wulff grasafræð- ingur og háskólakennari í Stokkhólmi vítti harðlega framkomu Bjarna frá Vogi í Stokkhólmi. Dönsk blöð flytja ágrip af ummælum háskólakennara þessa, og finst oss rétt að birta þau, einkum og sérstaklega vegna þess, að þau gætu jafnframt verið góð ádrepa til vor Islendinga, að gera meira en gert hefur verið til þess að bæta »ltafnir vorir o. fl. Eftir að dr. Wulff hefir tekið fram, sem var óþarfi, að hann ekki þekki nákvæmlega til á íslandi, byrjar hann svo: »Það er hiklaust rétt, er hr. Bj. Jóns- son segir, að margt er það, er mætti flytja beina leið frá Svíþjóð til íslands, en beinar gufuskipaferðir gætu þó trauðla borið sig. Hinn litli fólksfjöldi (1909 : 82000) á svo stóru landi sem íslandi (104,785 □ kíló- metrar) þarf eðlilega eigi svo mikið héðan, að það svari kostnaði að hafa beinar gufu- skipaferðir, og það er mjög dýrt að flytja vörur til íbúanna vegna þess, að vegir og samgöngutæki yfir höfuð — eru mjög slæm. Skipin verða að elta hvern smáfjörð til þess að skipa í land nokkr- um sekkjum hér og nokkrum sekkjum þar. Það er með öðrum orðum megnasta tímatöf og eykur mjög aukaútgjöld vegna þess, að skipin geta ekki fengið sig af- greidd við fáeinar aðalhafnir. Eg er ennfremur undrandi yfir því, að ísleudingar sk,uli vera að óska eftir versl- unarviðskiftum við aðrar þjóðir, en þó samtímis gera jafnlltið til þess að geta veitt skipunum, er þeir óska eftir, al- mennilegar viðtökur. Á flestum stöðum á Islandi eru hafnirnar mjög slæmar og lélegar, meira að segja Reykjavlk hefur eiginlega enga höfn, heldur verða skipin að létta akkerum á opnum firði, hér um bil 1—2 kílómetra frá landi. Þessi höfn er opin fyrir næstum öllum vindum, hvað- an sem þeir koma, og oft er mjög erfitt með út- og uppskipun, og eins með far- þegaflutning. Og það sem ennþá meir undrar oss er, að til vöruflutuinga milli skips og lands eru eingöngu notaðir smá- prammar, sem er róið með hand- afli (!). Og þetta er á þeim tímum, þeg- ar hreyfivélarnar eru orðnar jafn-fullkomn- ar sem nú. Á ströndinni í Reykjavík, er engin almennileg bryggja. í Noregi er að minsta kosti eins mikill munur á flóði og fjöri og á Islandi; þó eru þar alstaðar góðar hafnir. A meðan ísland hefir ekki bætt hafn- irnar, er ekki hægt að hugsa um veru- lega góðar skipaferðir. Það er llka öldungis nauðsynlegt fyrir Island, svo fljótt sem auðið er, að auka og bæta vitana. Það er næstum hneyksli eins og nú er«. Svo útskýrir hann á hvern hátt hann álítur að haga beri samgöngum við Sví- þjóð, hyggur ráðlegast fyrir stjómina hér að semja við vin sinn Thore. Svo held- ur hann áfram: »Það getur vel verið, að þá er stund- ir líða, geti orðið talsverður flutningur hingað af Islenskum hestum. Þeir mundu vera einkar hentugir handa smábændun- um, enda kemur það fyrir, að nú þegar er hægt að lesa auglýsingar um þá í bún- aðarblöðunum«. Dr. Wulff þessi álítur, að íslensku foss- arnir séu verðlausir nema frá ferðamann- legu sjónarmiði, vegna þess fyrst og fremst, að hér sé ekkert efni til þess að láta þá vinna úr, og engin skilyrði fyrir iðnaði. Til þess að sanna þessa skoðun sína, segir hann meðal annars: Vér höfum séð Ijóst og skýrt dæmi þess að íslendingar sjálfir treysta ekki fossun- um sínum (meðal annars af því að þeir geti frosið að vetri til, korni ekki úr stöðu- vötnum og geti því minkað). Það er ann- ars mjög einkennilegt dæmi. Það er verið að byggja gasstöð í Reykjavík, sem á að reka með — enskum k o 1 u m. Og þetta skeður á þeim tímum, þegar fram- íarirnar og þroskunin er öll í þá átt, að efla rafmagnið, en minka gasið. Auk þess á höfuðstaður Islands fallega á og fossa á heppilegum stað og skamt frá«. Margt fleira má segja. — Eg held að það væri hægt að auka talsvert verslun milli Islands og Svlþjóðar til hagnaðar fyrir báða málsaðila, en eg hygg, að hr. Bj. Jónssson sé ekki sá rétti maður til þess að senda út af örk- inni til þess að auka áhuga vor Svíanna á íslenskum málum. Eins og íslending- um hættir mjög við, þá talaði hann lengi og allítarlega um þann skaða, er ísland hefði haft af einokunarversluninni. En bæði þessi og annar yfirgangur dönsku stjórnarinnar á þeim tímum, er nú búinn og hefir enga stjórnarfarslega né fjárhags- lega þýðing á vorum tímum. — íslendingar verða að llta á hlutina eins og þeir eru nú « . Þetta eru nokkur atriði úr ræðu Wulffs, atriði er ekki þarfnast nánari skýringar, en sem eru sum þannig vaxin, til dæmis hafnarmálið, að nauðsyn er, að þeim sé hreyft hér heima, og það alvarlega. Höfn 1 Reykjavík er stórnauðsyn fyrir alt landið. Þetta svar dr. Wulffs mun hafa gert það að verkum, að hr. Bjarni frá Vogi afboðaði fyrirlestur sinn í Kaup- mannahöfn. Svo segja dönsk blöð.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.