Þjóðólfur - 24.06.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.06.1910, Blaðsíða 2
102 ÞJOÐOLFUR. 100 ára qfmœli c76ns Siguréssonar. Ný frímerki. Að ári er ioo ára afmæli Jóns heit. Sigurðssonar. Það & að halda hátlðlegt af öllum og alstaðar á landinu. % Það verðskulda öll stjórnmála-afskifti Jóns heitins. Búðir ættu að vera lokaðar, og dagur- inn sem helgur dagnr. En það á að gera meira en halda dag- inn hátfðlegan. Það verður að gera eitthvað það, er heldur minningu hans á lofti eftirleiðis, bæði hér og annarstaðar. Þá ætti myndastytta að koma og vera afhjúpuð. En út á við dugar það ekki. Þar er margt annað betra. En best eru þó frí- merki, og þau á að nota. Þau eru handhæg. Þau eru ódýr og þau flytjast um allan heim og geymast hjá frímerkjasafnendunl og útbreiða þann- ig þekkingu á Jóni Sigurðssyni. Þegar Bandarlkjamenn héldu Lincoln hátfð sína, gáfu þeir út e i 11 nýtt frí- merki til minningar um hann; það var 2 centa frímerki, og var selt að eins í viku og upplagið ekki mikið, að eins svo, að reiknað var, allir frímerkjasafnendur þar í landi gætu eignast það. Hið sama gerðu þeir, er Hudsonshá- tíðin var, og í fleiri löndum hefir slfkt gert verið. Svo á og að gera hér. Gefa út eitt minningarfrfmerki, 3., 4. eða 5 aura frí- merki og selja aðeins vikutfma. Kostn- aður sá, er landið hefði af þvf, yrði eng- inn, er öll kurl kæmu til grafar, einkum, ef upplagið er ekki haft of stórt. — Þess verður að gæta. Máli þessu hefir áður verið hreyft í blöðunum bæði í vetur og fyr, en þar er því haldið fram, að gefa út fleiri tegund- ir minningarmerkja; en það er óheppi- legra f alla staði, enda er það siðvenja, ef svo er gert (t. d. Columbus-frímerkin) að sín myndin sé af atburði hverjum, en það mun varla unt hér, Vér vonum að þeir, er völd hafa í þessu efni, athugi mál þetta og komi því í framkvæmd. ílver er mest lesni rithöfund- urinn d Norðurlöndum? Strax eftir lát Björnstjerne Björnsson fluttu norsku blöðin mjög mikið af alls- konar upplýsingum viðvíkjandi stjórnmála- og fagurfræðislegra áhrifa hans. Á meðal þessara upplýsinga var það, að alls og alls hefðu verið gefin út ah að 500,000 eint. af bókum hans smærri og stærri hér á Norðurlöndum. Til samanburðar við þessar upplýsingar hefir verið safnað skýrslum um aðra mikið lesna rithöfunda, og hefir þá orðið sú raun á, að mest lesinn af öllum rithöfund- um Norðurlanda er norska skáldið J ó n a s L i e. í Danmörku og Noregi eingöngu hafa alls verið gefin út 848,000 eintök af bókum hans, og auk þess hefir mikið verið gefið út í Svfþjóð. Annars er útbreiðsla á bókum hans þannig: »Familien paa Gilje« hæst með 51,750 eintök, svo »Dyre Rein« með 49,000, þá »Livsslaven« með 43,500, »Den Fremsynte« roeð 41,000, »Lodsen og hans Hustru* 34,500, »Naar Jern- tæppet falder* 30,000. Ibsen og Kielland eru næstir, báðir framar en Bj. Björnsson. Ólyktin frd Porsteini Erlingssyni. Eins og getið var í síðasta blaði, lögðu heimastjórnarmenn blómsveig á leiði Jóns heit. Sigurðssonar á afmælisdag hans, gerðu það strax um morguninn. Stjórnarmönnum fanst það ófært, að þeir eigi gerðu slíkt hið sama og lögðu á stað þangað með lúðraþyt um kvöldið með tvo blómsveiga. Gengu þeir í fylk- ingu þar suður, en mest var það ung- lingar og kvenfólk, alt að 500 manns. Jafnframt og kransarnir voru lagðir á leiðið, talaði Þorsteinn skáld af landsjóðs náð nokkur orð; var margt af því, er hann sagði, allvel sagt, t. d. um sam- lyndi stjórnmálaflokkanna, og, að ef þess- um sið væri haldið áfram eftirleiðis, að flokkarnir legðu þá sveigana á leifiið sam- tímis, en væru ekki hver að pukra sér í horni. En smekkleysurnar í ræðunni voru þó enn meiri, og það svo, að undravert má heita. ef hr. Þ. E. verður oftar valinn til þessa starfs, nema ef neyð er — eng- inn fæst. Að Jón Sigurðsson sé lofaður, það last- ar enginn. 'En að lofa J. S. með því að lasta aðra — það er vesaldar lof. Og það var sterka hliðin á ræðu hr. Þ. E. Hann var að tala um »skítalykt«, er legði at leiðum þeirra, er verið hefðu andstæðir Jóni heit. Sig. í skoðunum. Slík ummæli dæma sig sjálf; af slík- um ummælum og höfundi þeirra leggur óþef og hann megnan. Þeir, er öndverðir voru J. S., vildu fóst- urjörð sinni eins vel og hann, hafa elsk- að hana eins heitt og hann, þótt þær 1 e i ð i r, er þeir álitu að væru til mestra þjóðþrifa, væru aðrar. Baráttan var þá hörð, alveg eins og nú, en meðulin, er þá voru notuð, bæði af Jóni Sigurðssyni og mótstöðumönnum hans, þau voru heið- arleg og því engin ástæða til þess að kasta steini til þeirra fyrir skoðanir þeirra. Enda hafa margir mótstöðumenn J. Sig. unnið íslandi stórt og mikið gagn, og skráð nafn sitt 1 sögu íslands með óaf- máanlegu gullnu letri; væri hægt að til- færa hér mörg dæmi þess; en alveg ó- þarft, því það vita allir — jafnvel hr. Þ. E. Og seint mun hr. Þ. E. ná með tærnar, þar sem þeir Pétur biskup eða Grfmur Thomsen höfðu hælana. En verið getur, að Stór-Daninn Þor- steinn Erlingsson miklist nú 1 hjarta sínu, þar sem hann er einn á meðal hinna útvöldu frægu Dana 1 bláu bókinni hans Kraghs, og líti niður til vor Islending- anna! Hr. Þ. E. var að tala um, hvað menn legðu nú 1 sölurnar í sambandsmálinu. Hvað leggur hann sjálfur í sölurnar? Hann var lfka að hnýta í embættis- mennina. En því hefði hann átt að fresta, á meðan Alþingi greiðir honum talsverða hjálp árlega fyrir að gera ekkert. Hann, sem hefir kaup fyrir að gera ekkert, hnýtir í þá, er vinna fyr- ir kaupi sínu, finst það líklega bannsett- ur óþarfi að vera að vinna, þótt land- sjóður greiði mönnum árskaup. En ætli hr. Þ. E. vildi ekki líka hætta að tala opinberlega; það getur vel ver- ið, að þingið vildi þa eitthvað hækka ársstyrkinn hans, því þá yrði þó óneitan- lega færri smekkleysur sagðar. V i k a r. Cggert (Slaessen ylrrÉttiriálalntningsiíflir. Pósthússtraeti 17. Venjulega heima kL ro—11 og 4—5. Tals. 16. Bláa bókin og ráðherra. ísafold slðasta getur þess, að ráðherra B. J. hafi því að eins viljað láta sín get- ið í dönsku bláu bókinni hans Kraghs, að titli bókarinnar yrði breytt. Vel getur það hugsast, þó ótrúlegt sé, að ísaf. skýri hér rétt frá, þvf líklega marka þeir svo roótmæli hr. B. J., að þeir birti hann þar eigi honum að nauðugu, einkum þar sem vér höfum vissu fyrir því, að mót- mæli annara hafa gild verið tekin, svo sem Boga Melsteðs, Jóns Þorkelssonar og Hannesar Þorsteinssonar. En bókin sjálf mótmælir þessu, því 1 formála hennar segir, að sérhver er þar stendur hafi fengið próförk af því, er hann snertir, og þar með fylgdi titillinn. Þetta er öllum vit- anlegt. Og vill nú ekki ísafold, sem heiðvirt blað, skýra frá þvf, að hr. B. J. hafi lesið próförk af þessu og ekkert skift sér af titlinum, því það er sannleikurinn, og hér hefir enginn umboðsmaður verið, er hafði uruboð til að lofa breytingu á titlinum. Alt tal ísaf. um það er slúður. En vill nú Isaf. skýra frá þessu. Heið- virð blöð mundu gera það. Hvað er að frétta? S-veini Ólaf ssyni bónda á Firði var 15. þ. m. veitt Múlasýsluumboð. Húsbruni varð 17. þ. m. á Grund í Eyafirði. Brann þar samkomuhús, er Magnús bóndi Sigurðsson hafði látið reisa, 30 álnir á lengd og 14 áln. á breidd. Húsið var óvátrygt og skaðinn metinn um 6000 krónur. Silfurbergtsnámuiia f Helgu- staðafjalli við Reyðarfjörð hefir Guð- mundur trjesmiður Jakobsson tekið á leigu f næstu 10 ár. Óleyfilefí vínsala. »ísaf.« get- ur þess, að brytinn á Thorefélagsskipinu »Ingolf« hafi verið sektaður um 500 kr. fyrir óleyfilega vínsölu á höfninni á Seyð- isfiði, síðastl. Sunnudag. Ennfremur hafi Jón skósmiður Lúð- vígsson á Seyðisfirði verið sektaður fyrir óleyfilega vínsölu og tollsvik 125 kr., og að auki verður hann að greiða þrefaldan toll, og nemur það 500 kr. alls. Mannalát. Hinn 17. þ. m. and- aðist í Arakoti á Skeiðum Árni Guð- mundsson, fyr bóndi á Laungumýri, 81 árs að aldri, sonur Guðrnundar bónda á Laungumýri Arnbjarnarsonar. — Strax eftir lát föður síns tók hann við búi á Laungumýri og bjó þar lengi síðan. Kona hans var Anna Guðmund-dóttir frá Blesa- stöðum á Skeiðum. Börn þeirra eru: Ingimundur bóndi í Arakoti og Þorgeir bóndi á Brúnastöðum. Bæar-aimáll. 1 Ii-. Aage Meyer BenediUt- s©n flutti fyrirlestur í Mentamannafél- aginu um Kurda, þjóðflokk hálfviltan í Kákasuslöndunum, og sýndi um leið skuggamyndir af þeim og landinu þar. Fyrirlesturinn vár einkar vel fluttur, bæði fróðlegur og skemtilegur, og sérhver er þar var, mun óska að geta hlýtt á fleiri fyrirlestra ,hjá hr. A. M. Benedictsen. Annað kveld flytur hann fyrirlestur um Indland 1 Bárubúð, og ættu sem allra flestir að nota tækifærið, betri og fróðlegri fyrirlestur um það efni munu menn trauð- lega geta fengið. Prest-rígfdir verða þeir á Sunnu- daginnkemur: BjarniJónsson annarprestur Reykjavíkursafnaðar, og Brynjólfur Magn- ússon til Grindavíkur. Embættispróf tóku á prestaskól- anum 18. þ. m. Þórður Oddgeirsson með 2. eink. 67 st. Haraldur Jónasson — 2. — 63 — Heimspekispróf tóku á presta- skólanum 20. þ. m. 1. Bjarni Snæbjarnarson...dável 2. Eiríkur Einarsson.......ágætl.-f- 3. Guðm. Ásmundsson.......dável-j- 4. Halldór Kristinsson.....vel 5. Jónas Jónasson..........dável-F 6. Jónas Stephensen.......dável 7. Vigfús Ingvar Sigurðss. . . . dável. Sá síðasttaldi er nemandi á prestaskólan- um, en Eirlkur og Jónas Steph. á lagaskólan- um, en hinir fjórir á læknaskólannm. Einar . J ónsson mYilsi i-i, cr hélt málverkasýningu í vetur, hefir selt öll málverk sín. í sumar dvelur hann í Skaftafellssýslu og tekur þar myndir. Ásgrímur .Jónsson málari dvel- í sumar í Skaftafellssýslu til að taka þar myndir. Skipaferöir. „Sterling" fór til út- landa síðastl. laugardag. Á kennarafund í Stokkhólmi fóru þær: Margrét Þorkels- dóttir, Marta Stephensen, Ragna Stephen- sen, Soffía Jónsdóttir, Svafa Þórhallsdóttir og Þuríður Jóhannsdóttir. — Magnús Blön- dahl fór til Danmerkur. »Kong Helge« kom frá útlöndum í gærmorgun. Gjafir lil Foragripasafiisins og íieirra safna, er íiyí ern sameinnð 1908 og 1909. 1908. (Niðurl.). 80/a Guðbr. Jónsson, gœslnmaður, Rvík:- Fjórar Ijósmyndir af eldri myndum prent- uðum. ®°/g Séra Einar Thorlacius, Saurbœ: Ljósmyndir af séra Helga Sigurðssyni á á Melum og bústýru hans, Jóhönnu Guð- mundsdóttur. Myntasaf iiiö. Myntir þær, er þeir bræðurnir M. Lund og C. F. Lund gáfu árið 1906 (sbr. Árb. 1907, bls. 48—49 og 1908 bls. 56) voru ekki tölusettar með gripum Forngripa- safnsins; ekki heldur myntir þær, um 230, er Tryggvi Gunnarsson gaf 1891 og 1892. Með gripum safnsins voru tölu- settar um 500 myntir og minnispeningar. ÖU þessi myntasöfn voru látin mynda eitt sérstakt safn, um 3500 myntir, er geymt verður og sýnt út af fyrir sig. Árið 1908 bættust 32 nr. við safn þetta, og af þeim þessar að gjöf: 4/t Þýskur ferðamaður: Portúgalskur silfurpeningur: 5°° reis, 1899. j1/t Þýskur ferðatnaður: Þýskur silfurpeningur, fráHamborg: Zwei Mark, 1906. «/» Forstöðum. safnsins: Fjórir danskir silturþeningar, tveir danskir og fimm aðrir útlendir (einn þýskur, einn franskur, einn spanskur, einn portugalskur, einn argentinskur) koparpeningar; enn- fremur einn danskur og einn sænskur minnispeningur. 16/s Frú Þórunn Flggenring, Hafnarf.: Enskur silfurpeningur: Half crown, 1900. *°/8 Guðbrandur gœslumaður Jónsson, Regkjavík: Enskur silfurpeningur: í'h penny 1836. 1900. Fornjfripasaf nid. ,9/i Guðm. Ólafsson, Lundum, Borgarf.: Hringjubrot fornt úr messing og hnappar tveir, krækt saman: fundið á Lundum. “/3 Forstöðum. safnsins: Lóð úr grá- grýti fundið í Þingholtsstræti. Leggur úr sauðkind, beinmolar o. fl., mjög fornlegt, úr Vígishelli (Surtshelli).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.