Þjóðólfur - 05.08.1910, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.08.1910, Blaðsíða 1
Þ JÓÐÓLFUR. 62. árg. Reykjavík, Föstudaginn 5. Ágúst 1910. M 32. gjörn ]ónsson. Brot úr stjórnmála- og menningarsögu íslands. III. Stjórnarskrár- og sam- bandsmálið. A. Stjórnmálastefnnrnar. (Frh.). io. Jan. 1902 kom boðskapur konungs nm þingrofs-skipun. Vinstrimannastjórn- in bauð búsetu ráðgjafans á Islandi, en íslendingum er gefinn kostur á að taka Valtýskuna óbreytta frá 1901 eða frum- varp það, er stjórnin leggi fyrir. Og hall- aðist ísafold að tilboði stjórnarinnar, enda þótt ríkisráðsákvæðið væri síðar sett inn í það. En allir aðrir gerðu hið sama, nema Landvarnarmenn. Stjórnarfrv. var samþykt á þingi 1902. Við kosningar 1902 kvað Isafold XXIX,40 Valtýinga(og sig) hafa unnið mikinn sigur, og er húfl nú búinn að taka upp f stefnuskrá stjórn- arfrumvarpið, eins og það var, sjá Isaf. XXIX, 41, 42 o. fl.. og í sama blaði tellir B. J. sig einstaklega vel við það, að Al- bertí segir, að íslendingar verði að taka frumvarpi hans eins og pað er, engu breyta. Segir, að engir muni neita því, nema ein- staka „stækustu afturhaldsforkólfarnir«. Og eftir að frv. var samþ. á þinginu 1902, segir ísaf. XXIX, 53: .......Þá á enginn og muu enginn »gerast svo djarfur, að reyna að hreyfa við« þessum friðarkost- um«. 1903 var frv. loks samþykt, og varð lög 3. Ókt. s. á. Þá kom Landvörn til sög- unnar. Báðir flokkar ömuðust við henni. Isaf. XXX, 15, sbr. 19, getur um bækling Jóns Jenssonar, og er ósamþykk skoðun hans. Enda var Isaf. mikið áhugamál, að frv. með rfkisráðsákvæðinu yrði samþykt óbreytt, sbr. Isaf. XXX, 17, sbr. 19. Pésa Kristjáns Jónssonar móti Jóni Jenssyni hælir hún ákaflega (Isaf. XXX, 18), enda var Kr. J. þá einn dýrlinga hennar og átrúnaðargoð hið mesta, sem verðugt var fyrir margra hluta sakir. Þá var þessum þætti lokið. Kölluðu margir stjórnarmálinu til lykta ráðið að fullu. Svo fór um þá spá, sem margar aðrar, að heldur rættist hún illa. Isafold var líka hróðug yfir því, að hennar flokk- ur hafði haft sitt fram, stjórnarbótina. í XXXI, u segir svo: „Framsóknarflokk- urinn hefir fengið stjórnarbótinni framgengt, eftir langa og harða baráttu .... Hann hefir fengið henni framgengt viðunanlegrid, .Þó segir Isaf. XXX, 4: „Vér .... höfum yfirleitt ekki hugsað oss sérráðgjafafyrirkomu- lagið . . öðruvisi en millibilsástand, er vér gerðum oss að góðu meðan ekki væri annars kostur«. Isaf. s. á., 24, kallar stjórnarfyrir- komulag þetta „viðrini". Beri menn þetta saman við ummæli blaðsins fyrr um Val- týskuna, einkum Veðrabrigðj, sbr. og Isaf. s. á. 11. B. J. smánálgaðist nú landvarnarmenn, enda var hann afskaplega óánægður með H. Hafstein. Ríkisráðssetan og undir- ®krift forsætisráðherrans undir skipun ís- landsráðherra urðu nú stærstu þyrnar í augUm B. J. (sbr. einkum Isaf. XXXI. 23, 2S. 26, 34, v o. fl.; XXXII, 57, 58,68,76). 1906 bar vel í veiðar. Dr. Valtýr kom víst fyrstur manna upp með það, aðskip- uð yrði nefnd Dana og Islendinga til þess að wendurskoða stöðulögin(!)« (sbr. Isaf. XXXIII, 4). Þá fæddist þingmannaheim- boðið til Danmerkur og segir Isafold um það svo: »0g parf naumast að efa, að með liði síuu einsömlu sæki ráðgjafinn þetta fyrirhugaða boð«. Allir vita nú; að flokkur Björns þáver- andi sótti þetta boð líka, svo að getspök reyndist Foldin þar. I Isaf. XXXIII, 19 segir svo um heim- boð þetta: sÞað er ekkert annað en nýtt tiltæki, nýtt hyggindaráð, af ráðgjafa vorum . . . til pess að gera oss sem dansklundað- asta«, og kallar förina »matarferð« o. s. frv., sbr. Isaf. s. á., 19, 20. Nú sér Isaf. að þetta dugir ekki. Því stingur hún upp á því (XXXIII, 21) að sínir menn fari förina sem fulltrúar þjóð- arinnar til þess að spjalla við Dani um „viðunandi" bætur á stjórnarlögum vorum, og segir að „best færi á pví, að sú för væri alveg laus við matarferðalag stjórnardilkanna". Um leið er Isafold að brydda upp á „Landstjórafyrirkomulaginu". í ísafold XXXIII, 22 segir hún, að »fái pað sæmi- legar undirtektir, tekur pjóðin pað óefað upp aftur«. -- »Hún befir aldrei frá pví horfið öðru visi en að sinni«. B. J. er svo heppinn, að muna eftir því, að líkt hafði hann sagt 1901; en beri menn þetta saman við fullyrðingar hennar um ágæti Valtýskunnar, þá verður þó tölu- verð ósamræmi í þvf hvorutveggja. í ísaf. XXXIII, 43 setur B. J. fram kröf- ur sfnar þannig: x. að vér ráðum öllum vorum málum, ihlutunarlaust af peírra (o: Dana) hálfu, p. e. öllum peim málum, sem landið varð- ar og peim er ekki falið að annast fyrir beggja hönd eftir frjálsu samkomulagk, og „2. að vér mættum sjálfir ráða fyrirkomulaginu á æðstu stjórn vorra mála með konungi". B. J. hugsar sér auðsjáanlega ýms mál falin Dönum, og er fráleitt ekki með kon- ungssambandi einu ennþá, eins og sést á því, að hann miðar alt við „Landstjóra- fyrirkomulagið". Um heimboð Dana til Islendinga farast B. J. þannig orð: „Kosta mun pað töluvert. En er vitanlega óhjákvæmilegt eftir danska heimboðið, svo stórmannleg gestrisni sem pvi fylgdi á alla lund. Ehda væri ólíkt islenskri gestrisni, að telja pað eftir". Kröfurnar frá sjónarmiði stjórnarand- stæðinga voru í Danmerkurförinni þessar: „Endurskoðun stöðulaganna, er sampykt yrði bæði af alpingí og rikispingi, og að danskir ráðgjafar höfðu engin afskifti af islensk- um sérmálum. íslendingar yrðu látnir einirum að ráða fyrirkomulaginu á sérmálastjórn sinni eftir eigin geðpótta, svo og að island skyldi tekið i heiti konungs". Isaf. XXXIII, 51, sbr. 53. Ekki voru þeir „hásigldari" þá. Hefir ísaf. ekkert við þetta að athuga. Og alt var þetta stjórnarandstæðingum að þakka. ísaf. er vongóð um árangurinn. I XXXIII, 52 segir: „ætti að geta hafst upp ur krafsinu pessu, sem nú er komið út i, sæmileg viðrétting á stjörnarhögum vorum". Og litlu síðar í sömu grein segir B. J., að líklega mætti „fá hjá peim (0: Dönum) sæmilega ákvcðin svör um innihald nýrra stöðulaga“. Loks kemur „Blaðamanna-ávarpið" 12. Nóv. 1906. Aðalkjarni þess er svo: ísland skal vera frjálst sambandsland við Danmörk, og skal með sambandslögum, er Island tekur óháðan pátt i, kveðið á um pað, hver málefni Islands hljóti oltir ústœðnm landsins að vera sameiginleg mál pess og rikisins. I öllum öðrum málum skulu Islendingar vera ein- ráðir með konungi um löggjöf sína og stjórn, og verða pau mál ekki borin upp fyrir konungi i rikisráði Dana. — Á pessum grundvelli vilj- um vér ganga að nýum lögum um réttar- stöðu Islands". B. J. skýrir ávarpið 1 sama blaði, sem það er prentað, ísaf. XXXIII, 75. Meðal annars segir hann þar svo: Orðið land merkir, að vér hugsum ekki til að vera ríki sér. Mjög oft í fyrstu talar Isaf. um þetta leyti urn sambandslögf, sjaldnar um sam- bandssáttmú,la, og er það auðvitað sam- ræmi við það, að þeir hugsa ekki til að vera riki. Isaf. XXXIV, 2 kallar svo með ávarp- inu gert svo sriflegt sjálfstæðistilkall, sem henni (þjóðinni) hentaði og öllum ætti að vera útlátalaust«. Á Þingvallafundinum 29. Júní 1907 var því næst samþykt tillaga, er enn lengra fór en ávarpið. Aðalkjarni þeirrar álykt- unar var þessi: „Fundurinn krefst pess, að væntanlegur sáttmáli við Dani um afstöðu land- anna sé gerður á peim grundvelli einum, að Island sé frjálst land i konungssambandi við Danmörku, með fullu jafnrétti og fullu valdi yfir öllum sinum málum. En peim sáttmála má hvor aðili um sig segja upp. — Fundurinn mót- mælir allri sáttmálsgerð, er skemra fer, og telur pá eigi annað fyrir höndum en skilnað landanna, ef eigi nást slíkir samningar, sem nefndir væru". B. J. var formaður fundarins, og einn þeirra, er tillögu þessa samþykti og varði á eftir, Isaf. XXXIV, 45. Skýring B. J. á samþyktinni er þessi: »að Island sé frjálst sambandsland, að pað sé i konungssambandi við Danmörku, aö pað hafi fult jafnrétti við Danmörku og siö pað hafi fult vald yfir öllum sinum málum. Þetta kallar B. J. „grundvöllinn" undir væntanlegum samningum, og hann er „ó- hagganlegur" og ekkert samningsatriði. Hvað verður þá eftir „hagganlegt" (o uppsegjanlegt) af sáttmálanum? „Strandgæsla, rekstur utanríkismála, pen- ingaslátta" o. m. fl. er samningsatriði, segir B. J. Hann játar, að ræða hefði mátt skýrar tillöguna, og er ekki langt frá því, að það sé satt. Nú vildi B. J. fresta skipun milliríkja- nefndarinnar, þangað til nýar kosningar hefðu fram farið (sbr. t. d. Isaf. XXXIV, 48). Sumir voru svo æstir í þeim elnum, að þeir vildu senda nefnd til konungs, sem þá var kominn til landsins, með áskor- un um að fresta þessari nefndarskipun. Þar á meðal var B. J. Aðrir töldu það óráðlegt, gagnslaust, og einkura mundi það skapa ilt fordæmi, ef minni hluti færi þannig að ráði sínu. Því verður þó ekki neitað, að B. J. og minni hlutinn þáverandi hafði mikið til síns máls í þá átt, að heppilegast hefði verið að gefa kjósendum alment kost á að láta í ljósi kröfur sínar og kjósa þá menn, er hún trúði fyrir samningagerð við Dani. Nú má heita, að alt sé kyrt þangað til fréttir koma af „uppkastinu" og milliríkja- nefndarmennirnir íslensku koma aftur heim. Dr. Valtýr hafði símað til Isaf., ákaflega rangt um niðurstöðu nefndarinn- ar (Isaf. XXXV, 24). Þó má benda á það, að Isaf. XXXV, 16 (8. Apríl 1908) segir, að »mönnum sé nú farið að skiljast þaö, að alt annað en rílíissstaða sé inn- limun«. En eins og áður er á vikið, datt blaðamannaávarpsfeðrunum ekki í hug, að ísland ætti að vera riki. Svona smáfærðust menn upp á við. ísafold segir um Uppkastið, að útlátin séu „stjúpuleg" og „vonbrigðin mikil" (XXXV, 26). B. J. finnur mjög að því, að »Uppkast- ið« er ekki kallað uppkast til sáttmála, heldur til laga, og einkum, að nokkur mál skyldi vera óuppsegjanlega sameigin- leg (sbr. Isaf. XXXV, 26, 27, 28, 29, 30 o. fl. I lok Maímánaðar 1908, hafði B.J. sam- tal við Stefán Stefánsson og Jóh. Jóhann- esson um „Uppkastið". Svo er að sjá, sem þá hafi tvær grímur runnið á hann um það, hvort taka bæri „Uppkastinu" eða ekki. Einnig vissu menn það um Einar Hjörleifsson, að hann var um sama leyti á sömu krossgötunum. Á opinber- um fundi, sem haldin var um málið 3. lúni 1908, var B. J. aðalræðumaðurinn, og bað pingheim votta nefndarmönnum viðurkenn- ing og pakkir »lyrir hútt Inarlí- xniö og rösklega fram- göngu<. Þó segir hann 13. Júní 1908 (Isafold XXXV, 34) um tvo sinna flokksmanna, er í nefndinni sátu, að þeir hafi „hraparlega vilst út af réttri braut« og að þeir hafi orð- ið samtaka bæði Dönum og meiri hlutanum islenska i nefndinni . . . sem höfðu löngu fyr- irgert öllu trausti pjóðarinnar«. I Isafold XXXV, 35 segir, að Islendingar í nefnd- inni hafi ekki tekið við öðru af Dönum en „hógværum skapraunarorðum« og tekið þeim „feginshöndum", Isaf. XXXV, 38spyr: „Hvað verðum við annað en þrælar peirra (o: Dana)?« ef vér tökum Uppkastið. Börn- in (d: eftirkomendurnir) eru seld Dönum« (Isaf. XXXV, 41), Isaf. XXXXV, 46 seg- ir, að eftir veisluhöldin hafi íslenski meiri hluti nefndarinnar „játast undir pað, að is- lenska pjóðin eigi að vera ölmusumenn Dana . . . og hafi þegið það „sem rétt er að oss af náð, pó að peir hafi áður sagt, og pó að pað sé sannfæring vor, að vér eigum heimt- á pessu og meira til“. Enn spyr Isaf. XXXV, 48, hvað nefnd- nefndarmennirnir Islensku hafi verið að gera, þann tíma, sem nefndin var saman. Hún svarar því svo: »Feir streitast við að sitja — sitja aðgerðalausir, að pvi er frek- ast verður séð. Og — liopu á litel fyrir Dönum, láta pá hrekja sig úr einu virkinu á fætur öðru, pangað til ekkert er eftir nema — dönsk núö. B. J. vottaði nefndarmönnunum íslensku öllum þakkir og viðurkenning „fyrir hátt markmið og rösklega framgöngu«.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.