Þjóðólfur - 05.08.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.08.1910, Blaðsíða 2
126 ÞJOÐOLFUR. Eftir því hefir B. J. fá talið það rösk- lega framgöngu og hátt markmið, „að streitast við að sitja", „hopa á hæl fyrir Dönum", „játast undir það, að Islendingar yrðu ölmusumenn Dana“ og þægju af danskri náð það, sem að þeim væri rétc af sömu náð, létu „hrekja sig úr einu virkinu á fætur öðru o. s. frv. Það er alveg sama siðferðishugmyndin og þegar Isafold kallaði bankastjórnina fráviknu alla »þjóðkunna ráðvendnismenn«, eu gat þess litlu síðar, að þeir heíðu þó »gefið« nokkur hundruð þúsundir af ann- ara fé, sem þeir voru settir af þingi og stjórn til að gæta. Eftir þessu ætti ekki að þurfa neina íyrirmyndarhegðun til þess að hafa »hátt markmið«, sýna »rösklega framgöngU« og til þess að vera „þjóðkunnur ráðvendnis- maður*. En það hefir oft verið svo, að miklir menn og góðir hafa gert litlar kröfur til annara — og þess meiri til sjálfra sfn. Svo er því farið um B. J. Ef vér rennum augum yfir stefnurnar, sem fram hafa komið í stjórnarskrár- og sambandsmálinu, þá hefir afstaða B. J. verið þessi: Til 1880 er haun ualllxarðiir Benediktsmað- ur. 1880—1801 ©r hann Miðl- nnarmaður. 1803—1804 ©r liann liér iini 1 >i 1 íi »dauða punktinum((, þó fremur Bene- diktssinni 1804. 1805 ©r hann eindrejginn með þings- ályktunartillögunni. 1800 ©r liann móti Valtýskunni. 1807—ÍOOI er hann eintoeitt- ur formælandihennar. 1003 —1004 fylgir hann kappsam- lega Albertis-írumvarpinu („Albirtunni", sem nú gildir og er ekki annað en Valtýska með breytingu, búsetu ráðgjafans á Islandi og skýlausu ákvæði i sjálfri stjórnar- skránni um uppburð „sérmála" vorra fyrir konungi í ríkisráði Dana). 1004—1000 finnur hann svo ýmsa „mein- galla“ ogf „þverbresti“ á því fyrirkomulagi. ÍOOO—1007 íylgir hann blaðamanna- ávarpinu f i-si 1S. N6v. ÍOOO. 1007—1008 knésetur hann Dín {JT V si 11 íil'i i n <1 ii r- ályktunina frá 30. Jfiní 1007. Frá 10OO til ÍO. Sept. 1008 (þegar sambands- lagauppkastið féll við kosningarnar) er hann euníremur skilnaðarmaður — til vara (sbr. einkum Þingvallafundar- ályktunina 29. Júni 1907). TTm mán- aðamótin Maí—Júní 1008 er hann staddur á „ldcrosssg^öt- nm“ út af Uppkastinu og hrósar íslensku nelndar- mönnunum íyrir hátt „mark- mid“ og „rösklega framgöngu". 8fðan er hann hiirðvítngiir »Uppkasts“-óvinur. 1009 er lisinii eindreglnn mótí skiln- stöi— vill hann ekki einu sinni til vsira (sbr. II. kafla). 1909—1910 hefir blað hans ekki nefnt á nafn „þverbresti" og „meinggullu" þá, sem eru á núgildandi stjórnartilhögun, eða voru að minsta kosti 1904 - 1908. B. J. hefir þvi ýmist barist á móti eða barist fyrir öllum stjórnmálastefnum, sem fram hafa komið á Islandi síðan 1874 — nema frumvarpi Milliríkjanefndarinnar. Hann hefir aldrei barist með því. Eingöngu á móti — hversu ósamrýmanlegar sem þær hafa verið. Afskaplega væri það rangt, að saka B. J. um það, að hann hefði ekki fylgt sann- færirigu sinni á þessum krókótta stjórn- málakrossferli sínum. Allir, sem vel þekkja manninn, geta borið um það, að allar þessar kúfvendingar eru orðnar af hjart- gróÍDni sannfæringu hans. Orsökin liggur Söluturninn selur meðal annars: Fry’s átsúkkulaði, »Cigarettur«, TÓbak allskonar, Vindla, góða og ódýra, Ritföng, bréfspjöld, frimerki, Spjaldbréf, nýa tegund, Sælgæti, öl, gosdrykki. 1. í tilfinningalífi: mannsins fljótfærni og óvanalegum næmleika fyrir áhrifum öllum, stundum sjálfsagt meðfram staf- andi af líkamlegum veikindum og þján- ingum 2. 1 skorti á tíma að kynna sér ræki- lega málin, og skorti á greind og þekk- ingu til þess að komast til botns í þeim, og 3) í umgengni við óheppilega leiðtoga og samverkamenn og ölmusumenn, sem á honum hafa hangið og óhollum áhrif- um frá þeim. Þar sem tilfinningallf mannsins er svo, sem lýst var, og möguleikar sjálfstæðrar rannsóknar á málunum voru svo fjarska- lega takmarkaðir, þá leiðir af því, að leiðtogarnir, samverkamennirnir og ölmus- urnar hafa átt svo einstaklega hægt með að koma fram áhrifum sínum. Þar við bætist þreyta eftir langt og oft fyrirhafnarmikið starfslíf og vaxandi elli- mörk. Skylduverk. henni þar, en hann er sá, sem lengst hefir farið í þá átt. Frá mínu sjónarmiði hefir þetta atriði verið eitt af því, sem knúði Björn Jóns- son til þess að skipa rannsóknarnefndina. Það má vel vera, að hann hafi haft ein- hverjar fleiri ástæður til þess, en ef svo var, átti hann að gjöra þær kunnar, en það er ógjört enn. Um heimild Björns Jónssonar sem ráð- herra til þess að skipa nefndina, dettur mér ekki í hug að efast; eg er þeim mönnum algjörlega ósamdóma, sem halda því fram, að hann hafi ekki heimild til þess; eg álít, að hann hafi fullkomlega haft það. En jafnframt þeirri heimild hafði hann einnig skyldur, og þær háleitar. Hann átti að skipa í nefndina algjörlega óháða menn, — menn, sem hvorugum stjórnarflokknum höfðu fylgt; m e n n, s e m alls ekki voru upp á hans náð komnir í sambandi viðembætta- eða starfsveitingar. Hugsið ykkur, að við næstu kosningar í Manitoba yrðu stjórnaskifti og Th. Johnson leiðtogi stjórn- arinnar. Hugsið ykkur, að hann skipaði nefnd til þess að rannsaka embættisfærslu einhverra manna í opinberum stöðum, sem hefði verið veitt embættið af íhalds- stjórninni, og þeir sjálfir væru íhalds- menn. Hugsið ykkur, að hann veldi nefndarmennina alla — eða þó ekki væri nema meiri hluta þeirra — úr sínum eigin flokki. Hvað mundi verða sagt? Mundi hann ekki fá orð í eyra? og það með réttu. Mundi ekki verða bent á hlut- drægni hans? Mundi sú nefndarskipun þykja sanngjörn? — Svari þeir já, sem vilja; eg mundi telja hana rangláta, og það gjörðu fleiri. (Frh.). (Frh.). Áður en minst er á gjörðir bankarannsóknarnefndarinnar, finst mér það ekki vera spor langt úr vegi, að fara nokkrum orðum um ástæðurnar fyrir því, að hún var skipuð, heimild Björns Jóns- sonar ráðherra til að skipa hana, og valið á þeim mönnum er í henni áttu sæti. Eg fyrir mitt leyti er í engum efa um það, að ástæður Björns fyrír skipun nefndarinnar voru þær, að hann þóttist eiga við skoðana-andstæðinga slna þar þar sem bankastjórnin var, eða sérstak- lega Tryggva Gunnarsson. Það hefir verið aðalregla hér í Canada, að þegar einn stjórnmálaflokkur hefir komist að völdum og annar farið frá, þá hafa forkólfar hinna nýkosnu gengið milli bols og höf- uðs á öllum þeim, er áður skipuðu em- bætti, og fengið embættin 1 hendur öðrum af sínu eigin sauðahúsi, án tillits til hæfilegleika, án tillits til þess hvort embættið hafi verið vel rækt eða illa. Jafnvel 1 póstmálum, sem engri stjórnmálaskiftingu ætti að vera háð, hefir þessari aðferð verið beit. Um það er venjulega ekkert spurt, hvort maður- inn hafi staðið vel í stöðu sinni eða ekki, þegar um embættisveitingar er að ræða, heldur hitt, hvort hann fylgi þessum stjón- málaflokknum eða hinum. Sé hann úr flokki andstæðinga, er sjálfsagt, að reyna að finna einhverja átitlu til þess að koma honum úr stöðunni. Já, svo langt er jafn- vel komið, að engar sakir þykir þurfa að hafa til þess að reka menn frá opinber- um störfum, engar sakir aðrar en skoð- anamun. Allir hljóta að sjá, hvílíkur voði, einurð og sjálfstæði stendur af þeirri stefnu. Allir hljóta að sjá, hversu heilbrigði í stjórnmálum er óroöguleg, þegar þannig er að farið. Þessi stefna, sem hér hefir verið Iýst, er að teygja upp trjónuna heima á ætt- jörðu vorri nú í seinni tíð, og er það illa farið. Björn Jónsson er ekki fyrsti og ekki eini maðurinn, sem hefir fylgt Reki maður sig á dæmi, sem sýni á- rangurinn af öllum samgöngubótum, á sjó og landi, frá því að þær voru alls eigi til, fyrir 60 árum, og til þess nú, að veittar eru árlega um 300 þús. kr. af landsjóði, til þess í beina stefnu, auk leiðsagnar af símum og vitum; og hið ærna fé, sem varið er í sama augnamiði, af hreppa- og sýsluvegasjóðum; þá getur maður leiðst til að ímynda sér, að þær umbótatilraunir, gangi alveg í öfuga átt; eins og Ijóslega vottast, við yfirskoðun ferðakostnaðar- reikninga þingmanna. En til þess að lesendur átti sig á, hvað hér er átt við, vil eg leyfa mér að nefna nokkur dæmi, °S byrja þá í grend við höfuðstaðinn Reykjavík. Á þingárunum fram að síðustu alda- mótum, tóku búsettir þingm. í Hafnarfirði og á Álftanesi 8—10 kr., þegar þeir annars tóku nokkuð, en á síðasta þingi tók búsettur þingm. > i Görðum 20 kr.. Árið 1899 þingm. A.-Sk. bús. á Stafafelli 86 kr. 50 a., en þingm. sömu sýslu bús. á Hólum á sfðasta þingi 584 kr. Þingmenn Mýrasýslu: 1855 tók þingm. bús. ofarlega í Stafholtss. 20 Rbd., 1867 þingm. bús. í Þverárhlíð 35 Rbd., 1897 þingm. bús. við Hvítá ofarlega 53 kr. og 1899 sami þingm. 65 kr., 1903 þingm. bús. fremst í Hvftársíðu 78 kr., en á síðasta þingi, þingm. bús. í miðri Hvítár- síðu 154 kr. En mætti benda á mörg dæmi til saman- burðar frá fortlð. 1855 tók t. d. þingm. Strandamanna bús. innan kjördæmis 25 rbd., þingm. Skagaf. bús. í Keldudal 14 rbd., þingm. N.-Þingeyjas. 30 rbd. 0. s. frv. Ennfr. væri nógu fróðlegt að bera saman ferðakostnaðarreikninga búsettra þingm. í Khöfn, fyr og nú. Svo kemur hinn kapítulinn, um saman- burð þingfarakaups, í hlutföllunum. A síðasta þingi tekur þingm. bús. f Hafnarfirði ekkert, en þingm. bús. í Görð- um 20 kr., 3 kr. 25 a. hærra en þingm. bús. á Utskálum, yrst á Garðskaga. Þingm. Mýrasýslu 20 kr. hærra, en 2. þingm. Skagaf., og 24 kr. hærra en 4. kgk. þingm. bús. norður á Húsavík, og hann 454 lægra en þingm. A.-Sk. bús. í Hólum og 372 kr. lægra, en þingm. V.-Sk., bús. í Vík, sem eru 4 dagl. frá Rvík. Þingm. S.-Þing. sem næst jafnt því sem þingm. Rangárv., og talsvert lægra en ferða- kostnað Húnvetninga. Fleiri ráðgátur eru í þessum hugleiðing- um, svo sem það, að á fæðispeninga- dálkinum sést, að þingm. úr svipuðum fjarlægðum gefa mismunandi uppihalds- reikning, í hlutfalli við ferðakostnaðinn. Sumt af þessu mætti vænta, að leið- rétta mætti með ástæðum, helst af nefnd- inni, sem um þetta fjatlaði; en aftur á móti, eru víða til 1 þessu þær meinlokur, sem engum sanngjörnum manni er unt að útrýma. Eftirtektavert er það, að þingfararkaupið hefir að jafnaði farið smá vaxandi, eins og samgöngufærin; en nú upp á síðkastið með stærri skrefum. Til þess að síðustu, að mæla enn nokkur alvöruorð, þá bendir þetta yfirlit á tvent sér í lagi; það annað, að sumir þing- menn virðast fara of langt í kröfum sín- um, og hitt, að það bendir á tíma- eða vandvirknisskort, hjá nefndinni, í að at- huga eðlilegan samanburð ferðakostnaðar- reikninganna. Og ennþá má af þessu stutta yfirliti læra fleira. Maður lærir að meta þ.menn á þá vog samviskuseminnar, sem öll fram- koma þeirra þarf að hnytmiðast við. Einhver kann nú að segja, að annaö sé að ferðast að vetrarlagi, en því til svars, er það: I fyrsta lagi hefir það engin áhrif á fargjöld með skipum; í annan stað, munar það minstu, hvort þ.menn láta gæta hesta sinna, 1 húsi eða í haga, og mismunur á heyi og beit — eigi til jafnaðar við þau hlunnindi sem landsmenn hafa af breytingu þingtímans, og fyrirgreiðslu þeirri, sem bættir vegir ættu að gefa. Niðurlagsatriðið verður þá þetta: Svo búið má eigi lengur standa, þ.menn mega ekki lengur hafa taum- lausa heimild til að setja ferðakostnað sinn, eftir geðþótta. Um það þurfa að mindast lög, sem takmarka ferðakostnað- inn, miðað eftir fyrri ára sanngjörnu meðaltali við dagleiðir (mílugjald) eða fjarlægðir, með tilliti til mismunandi farartálma. Út af íerðakostnaðarreikningi síðasta alþingis, má enn draga eina ályktun, sem eigi skal þó farið útí bér; en sem eigi bendir á sparnaðar-evangelíum meiri hlutans. Steinn. Að Yera með tignum mönnum. Fyrrum kunnu íslendingar vel, að vera með tignum mönnum og höfðingjum. Gengu vorir landar oft á mála hjá shk- um mönnum, fylgdu þeim til stórvirkja og komust oft í miklar mannraunir. Is- lensk skáld gerðust höfðingjum oft hand- gengnir, sungu þeim lof og þágu gnægð- ir fjár og frama að launum. Svo má að orði kveða, að allir þeir Islendingar, er verulegt mannsmót var að, fyrir sakir ættar og atgjörfi, ættu hér óskilið mál. Nú er öldin önnur. Hinn þjóðnýti, þjóðholli og ráðsnjalli afreksmaður og skörungur, Björn Jóns-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.