Þjóðólfur - 05.08.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.08.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 127 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ t BOGI BRYNJÓLFSSON % t yflrréttarmálafiutningsmaður ♦ t Austurstræti 3. J ♦ Tals. 140. Helma 1 1 — 12 og 4—5. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ son, undir guðs þolinmæði ráðherra yfir íslandi, hefir og það að verðungu oft kært fyrir oss, þegnum sínum, fyrir munn sonar síns, að vér sýndum honum *eigi þá lotningu, sem skylt væri einum ágætum og glæsilegum höfðingja. Þykir honum það illa sóma, sem von er að, er sumir vorra landa dirfa sig til þess, að rísa öndverðir upp á móti mörgum hans dýrð- legu matráðum. Vitum vér þó, að ekki gengur þeim til þess góðgirni eður guð- hræðsla, því að það vitum vér, að þeim mun kunnugt vera, að höfðingi' sá hinn ágæti, sem nú er ráðherra yfir oss, er til þess af guði settur að gæta vor, og að hann er yfirskipaður lögin. Sú hin mikla villuþoka, er mesti hluti þessa lands, er blindaður af, fæðir af sér svo mikla öf- und og illgirni, að nær í engu landi finn- ast dæmi til slíks. Hefir meir en helm- ingur landslýðsins snúist öndverður gegn vorum ágæta landsföður, yfirlöggjafa, yf- irdómanda og yfirfjárgæslumanni, Birni Jónssyni. Embættislýðurinn, sem að réttum lög- um og órofnum, á að vera honum hand- genginn og hans hæstu ráðgjafar í hví- vetna, hafa sumir aldrei í hirðlög gengið með honum, og aldrei sýnt honum þá lotningu, er einum góðum höfðingja sæm- ir. Sumir hafa að vísu heitið honum trú og hollustu og gengið í hirð hans. Hef- ir sá hluti manna rofið trúnaðinn, vakið flokkadrátt og óspektir í hirðinni og hefir þvi verið vísað úr hirðlögum. En fyrir guðs sakir og bænastað góðra höfðingja, hefir ráðherra vor þó látið þá flesta halda nafnbótum sínum, landsvist og veislum að sinni, svo sem er háttur miskunnsamra og góðhjartaðra höfðingja. Hefir þó einn þeirra svo mikið ofgjört við sinn herra og lánardrottinn, að nauðsyn þótti til- bera að svifta hann sínu léni, öðrum þverbrotnum til skelfingar, svo að ríki ráðherra vors mætti þar f sjást. Og nú meður því, að svo er meiri hluti landlýðsins og handgenginna manna þverbrotinn og blindaður, er hirðin mjög fámenn orðin. Innan hirðar dveljast nú hversdagslega aðeins ráðherrans æsta ráð og andalegur faðir Einar Hjörleifsson, skriftafaðir vors náðugasta herra ráðgjafa, Jens prófastur Pálsson og sr. Haraldur Níelsson, bankastjóra Björn Kristjáns- son, og Ari Jónsson sendimaður, þeim stundum er hann fer ekki með erindum drottins síns um landið. Að þessum frá- töldum, er nú nefndum vér, gerast fáir hinna tignarir manna til að bera út virð- ugt lof slíks höfðingja sem ráðherra vor er. Hinir æðri menn sumir, þeir Arni, Guðmund- ur, Hallgrímur og aðrir slíkir dandisveinar, eru þó enn einfaldir í allri þjónustu sinni. Vitum vér það að þeir munu góð laun fyrir taka í þessu lffi, en vér hyggjum þá menn þó hafa hálfu betra 1 öðru lífi. En það er ætlun vor, að margir munu féndur ráðherra vors þung gjöld taka af honum fyrir ríkis hans og stjórnsemissök- um f þessu lífi, en þó mun þeirra refs- ing verða hálfu þyngri f öðru lifi. Og eigi kæmi það oss á óvart þó að þeir lýstu pínslum sínum í borðfótum innan hirðar höfðingja vors, eftir að sálir þeirra cru horfnar héðan úr holdinu. . Þótarittn Nefjólfsson. jjarnajræðslumál. Eftir séra Jóh. L. L. Jóhannesson. Srör til Brynjólfs og Finns og sr. Ófeigs, og sro meira. IV. Eftir að eg hafði lokið við grein þessa, kom mér í hendur upphafið á ritgerð sr. Ofeigs Vigfússon í 14. tbl. Þjóðólfs þ. á. Eg hætti því við að láta þessa ritsmíð mína koma út, fyrri en öll ritgerð séra Ofeigs væri komin og nú er það orðið. Eiginlega er sú ritgerð svar til mín og mótmæli gegn skoðunum þeim, er eg hefi haldið fram í þessu máli og jafnframt vörn fyrir uppástungu séra Ófeigs um það, að prestarnir séu jafnframt barna- kennarar. Eg þakka nú mfnum kæra embættisbróður fyrir öll hans hrósandi ummæli 1 minn garð, þrátt fyrir þann mikla skoðanamun sem okkar er 1 milli. Það er auðsætt, að hann sem sannment- aður máður hugsar um málið sjálft, en eigi um mennina, er það flytja; og væri betur, að þvílík aðferð réði alment 1 öll- um landsmála-afskiftum fólks, en eigi persónuleg áreitni eða blint flokksfylgi, án alvarlegrar leitar eftir því, hvað rétt- ast er og sannast, svo sem þó of oft vill verða með þjóð vorri nú á tímum. En þegar eg nú beint sný mér að rit- gerð séra Ófeigs, þá sé eg það, að hann heldur enn fast fram hinni frumlegu og sérstæðu skoðun sinni á því, að hentug- ast sé, að prestarnir séu jafnframt barna- kennarar. Það er auðsætt, að hann trúir beint á, að þetta sé bæði þjóð vorri holl- ast og vel framkvæmanlegt, auk þess sem það hlyti henni að verða ódýrast fyrir hið opinbera, en árangurinn þó í engu lakari. Til þess nú að þetta væri fram- kvæmanlegt, yrði augsýnilega að fjölga prestum svo mjög, að hver hreppur væri prestakall fyrir sig eða með öðrum orð- um, að fræðsluhérað og kall félli saman, því þá er starfið einum manni ekkert of- verk lengur. Þetta segir nú sr. Ó. lfka og vill auðsjáanlega, að þetta gæti orðið svo í landinu. En eru nú nokkrar líkur til, að þetta geti orðið? Eg er hræddur um að það sé ómögulegt, eigi af því að það sé eigi vel framkvæmanlegt ef almennur fólks- vilji í landinu væri með, heldur hinu, að til þessa þarf gjörsamlega stefnubreytingu hjá þjóð, þingi og stjórn, en sú nýa stefna efast eg alveg um að fáist, þjóðar- viljinn og stjórnarframkvæmdin hefir á síðari árum beinist hyklaust að því að fækka sem mest prestum sem óþörfum þjónum. Það hefir eigi þótt takandi í mál að veita þeim á nokkurn hátt boð- leg kjör á annan hátt en að fækka þeim sem mest. Þessi stétt eða menn hennar hafa verið 1 ræðum og ritum, blöðum og bókum, innan sfðari tíma, svívirtir og skammaðir á allan hátt, og skáldin leikið sér mörg hver, að því í sögum sínum og kvæðum að gjöra þá sem tortryggilegasta með því að lýsa þeim ýmist sem þræls- legum varmennum, slungnum bragðarefum, siðlausum munaðarseggjum eða hræðileg- um heimskingjum. Svona hefir nú verið' farið með þessa stétt sem þó eflaust hefir allt til þessa verið einna nytsömust og þjóðlegust stétt þessa lands, Allt þetta sýnir í hvílíku óáliti prestastéttin er hjá þjóðinni, svo ótrúlegt er að fólkið þori að fela þeim almennu lýðfræðsluna, enda eru verk þings og stjórnar 1 prestafækk- uninni beinn ávöxtur þessa álits sem búið er að koma inn i fólkið og hrein fram- kvæmd þjóðarviljans. Það er trúlegt að hér hafi þjóðin verið afvegaleidd og hugar- fari hennar spilt sjálfri henni til tjóns, en svona er það nú samt orðið. Það er alkunnugt að fjöldinn af lærðu mönnum þessa lands hafa snúist í lið svæsinnar vantrúar, en að elta mentamennina hefir í þessu sem öðru þótt fínt og vottur um hátt mannvit, og svo hafa þessir sjálf- kjörnu þjóðarleiðtogar spilt þjóðinni gagn- vart trúnni og prestunum, og nú fer hún að súpa seiðið af því. Enda er víst að trúleysi og kristindómstjón verður hverri þjóð til ills áður en langt um lfður. Vel veit eg það að prestarnir hafa verið langt frá því að vera gallalaijsir, en það hafa eðlilega verið gjörðir úlfaldar úr mýflug- um, þegar um galla þessarar stéttar er að ræða. Óvinir kirkju og kennidóms hafa og fengið góða liðveislu, f lasti sumra grunnhygginna kristindómsvina um presta þessa lands og hafa þá þessir trúuðu vandlætingar þókst ætla að laga gallana með aðfinslum sínum er oft hafa óskyn- samlegar verið. Prestalastið byrjaði einna svæsnast í blaðinu »ísafold« fyrir áratug- um síðan í grein er hét: »Hneykslis- prestar* og svo héldu kristilegu tíama- rit Ameríku Islendingana látlaust áfram lastinu um oss prestana hér á Islandi og náði það hástígi sínu, að eg held, í rit- gjörð sr. Friðriks Bergmanns er heitr »Quo vadis« (Aldamót ár 1898), þar sem hann ofan á allt annað er hann hefir illt um oss sagt, lýgur því upp á oss, »að það sé tíska meðal íslenskra presta að þegar gamall prestur deyi, að sækjast svo eftir að ná ræðuin hans, að nálega verði áflog út úr meðal stéttar- bræðranna, og að þessar eld- gömlu skræður rýni svo prest- arnir áí prédikunarstólnum og gangi nauða illa lesturinn«. Það er varla við öðru að búast en að menn, er fá svona vitnisburð og svívirðu hjá stéttarbræðrum sínum í öðru landi, komist í megnasta álitsleysi. Það var út af þessari ritgjörð að einn allra prestleg- asti prestur þessa lands, sagði við mig: »Það er einungis einn munur á kærleik- anum og séra Friðriki, nefnilega sá, að hinn fyrnefndi trúir öllu sem er gott, en hinn síðarnefndi öllu sem er illt, um ná- ungann«. Svona er nú þetta alt, og eg get eigi verið sá bórsýnismaður að hugsa mér að fólkið í landinu eftir alt þetta snúist svo steklega 1 áttina til prestavin- áttu nú um all-langt skeið, að þjóðar- viljinn knýi þing og stjórn til þeirrar prestafjölgunar, að prestur verði í hverjum hreppi, og prestakennaratillagan þar með framkvæmanleg, en án þessarar breyt- ingar eru beinlínis sjálffallin. Það horfir heldur eigi henni til heilla, að nú er sem óðast verið að flana til að selja gömlu prestssetrin í samsteypuköllunum. En hér kemur nú fleira til skoðunar. Eftir tillögu sr. Ófeigs, á fastur skóli að stofnast á hverju prestsetri, og það yrði auðvitað heimavistarskóli. Þetta væri auðsjáanlega fullkomið fyrirkomulag, en eflaust er, að mönnum sem sökum efna- leysis ómögulega treysta sér til að gefa með börnum síuum af bæ, í farskóla um 8 vikna skeið á vetri, svo 30—40 kr. fyrir hvert, myndi þykja sér með öllu ó- kleift þvl fremur, að borga með þeim um helmingi lengri tíma í fósturskóla, og það á þeim árum sem allmikil verkanot má hafa af unglingunum, ef nám eigi hindrar. Það er auðskilið að því fleiri sem kenslu- staðirnir eru, því færri þurfa að borga út til annara með börnum sínum, og það er þetta eina, sem er kostur farskólanna og vitanlega hið eina sem réttlætir þá og gerir að þeir eru til en eigi fastaskólar allsstaðar. Fyrirkomulag þetta með prests- setraskólana tel eg þvf, nær því ófram- kvæmanlegt 1 strjálbygðum sveitum hjá fátæku fólki, nema ef tekin væru upp sami siður sem hafður er sumstaðar í Norður-Ameríku vestarlega þar sem eigi <Sggert Qlaassen yflrréttarmálaflutningsiDaOiir. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kL ro—n og 4—í. Tals. 16. er unt að láta börn sækja heimangöngu- skóla að vetrinum. Þar eru skólarnir reknir á sumrin, frá miðjum Maí til miðs September, og með þvf lagi geta börn komist daglega að heiman í skólann og heim aftur, þótt fullur 2 tfma gangur sé áfram. Þrátt fyrir það að sumarvinna barnanna, sem náttúrlega er mestverða vinnan þeirra, tapist á þennán hátt, þá þykir fólkinu það vafalaust betra, en að kosta dvöl þeirra í heimavistarskóla að vetrarlagi, því ella væri þetta eigi svona haft. Það gæti nú verið álitamál og um- ræðuvert hvort vér íslendingar upp tii sveita ættum eigi að taka upp þessa að- ferð, að minnsta kosti sumstaðar. Eg sé vel að fyrirkomulag það er eg held með er erfitt fyrir fátæklinga, en þegar eg velti fyrir mér uppástungum þeirra manna er vilja hafa það öðru vísi, virðist mér það verða öllu dýrara í framkvæmdinni. Að þessu þurfa andstæðingar barna- fræðslulaganna vel að gæta. Sannleikur- inn er vissulega sá, að mentun barna og unglinga án heimangöngu 1 skólann, verð-. ur hvernig sem hénni er náð, ávalt dýr fyrir aðstandendur nemenda, sé hún í góðu lagi. Engan skaða telur sr. Ó. það, þótt prestkennarafyrirkomulag hans ríði í bága við aðskilnað ríkis og kirkju. En ef . marka má skraf almennings 1 þessa átt, og nefndarálitið um mál þetta á síðasta alþingi, þá virðist þó sem sú stefna hafi allgóðan byr í landinu, og hvað mig snertir, hefi eg, sem kunnugt er, jafnan verið með henni. Vel veit eg það, að meira andlegt þröngsýni og ófrelsi er jafn- aðarlegast í fríkirkjunum en þjóðkirkjun- um; en þrátt fyrir þann gallann kýs eg fríkirkjuna miklu heldus, því að hún hefir aftur svo marga kosti fram yfir hina. Þar er miklu meira lff, fjör og framkvæmd, en í þjóðkirkju, og þar er eigið verið að burðast með aðra í félaginu er þá, sem þar langar til að vera og starfa þar af sannfæringu. Eg nefndi hér á undan alt lastið, sem vér íslensku prestarnir höfum fengið úr ýmsum ólíkum úttum, og að jafnvel em- bættisbræður vorir vestan hafs hafi mjög styrkt að því, að rýra álit vort. Það er nú ávalt ilt fyrir mann sjálfan að verja málstað sinn og lofa gjörðir sínar, enda er því miklu ver trúað, heldur en ef ann- ar gengur fram til að halda uppi vörn- inni. Af þessari eðlilegu ástæðu hafa ís- lensku prestarnir mjög lítið fengist við að halda uppi svörum fyrir sig, en vitanlega hefir. það eftir atvikum verið rangt af þeim. En hörmulegur svefn dauða og dugnaðarleysis hefir það verið hjá kristn- um leikmönnum landskirkju vorrar, að rísa eigi upp með krafti til að verja presta sína fyrir svívirðilegu lasti. Þetta óum- ræðilega áhugaleysi manna um sitt eigið málefni tek eg sem eitt dæmi af mörgum, og tel óhikandi einn af hinum illu. ávöxt- um þjóðkirkjufyrirkomulagsins. Menn ættu þó að skilja, að með smáninni, sem prestar þeirra fá, eru þeir sjálfir smán- aðir, er nota slíka sálnahirða. Einnig væri trúlegt, að menn fyndu að alt sví- virðulastið um starfsmenn kristindómsins er honum sjálfum til stórhnekkis hjá öll- um, er trúa því, þar sem svo nærri ligg- ur, að álykta sem svo: að það málefni geti varla merkilegt verið, sem slíkir garm- ar flytji. Og auðvitað sjá vantrúarmenn- irnir, sem vilja kristindóminn burtu, þetta ofur vel, og beita því óspart þessari að- ferð, þótt trúmennirnir virðist eiga oft undarlega bágt með að koma auga á það.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.