Þjóðólfur - 19.08.1910, Page 1

Þjóðólfur - 19.08.1910, Page 1
62. árg. Reykjavík, Föstudaginn 19. Ágúst 1910. Jú 34. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ | BOGI BRYNJÓLFSSON \ ^ yfirréttarmálafiutningsmaður \ ♦ Austurstræti 3. \ ♦ Tals. 140. Helma 11 — 12 og 4-5. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ jjjörn ]ónsson. Brot úr stjórnmála- og menningarsögu íslands. » III. Stjórnarskrár- og sani- bandsmálið. C. Ríkisráðssetan og’ sérmálin. Þar sem aðalkjarni Benediktskunnar var, að fá stjórn sérmálanna og lagastaðfest- ingarvaldið inn 1 landið, þá er auðsætt, að eftir henni átti ekki að bera sérmálin upp 1 ríkisráði Dana. Sama var um Miðlunina að þessu leyti. Björn Jónsson fylgdi báðum stetnum — ekki undir eins »þó« — og er því auðsætt, að hann er móti afskiftum ríkisráðsins af ssérmálun- um« svokölluðu. Sama verður víst líka sagt um þingsályktunartillöguna 1895. , Hún kemur ekkert í bága við skoðanir manna áður að þessu leyti. Enn þá hefir því engin þörf myndast hjá B. J. til að skifta um skoðun á þessu at- riði. Háski sá, er oss sé búinn af af- skiftarétti ríkisráðsins af sérmálum vor- um, var orðin bjargföst trúarsetning flestra manna á íslandi. ‘ Það þarf ekki annað en að vísa í það, sem að traman er sagt um skoðun B. J. á þessu atriði til og með árinu 1896, þegar hann var að hugsa sig um það, hvort ekki væri réttast að kyrkja Valtýsk- una, meðan hún væri í burðarliðnum. Sjá einkum ísaf. XXIII, 70 (1896), er oft hefir áður verið vitnað f. Þar telur B. J. tvísýni á, »hvort lítandi væri við nokkr- um samningatilboðum af stjórnarinnar bálfu — meðan ekki fengist framgengt alísorð- nm ^kilnaði ríkisráösins oj>- hiinia sérstöku landsmúla vorriw. I júlí 1897 er B, J. mjög feginn þvf, að landshöfðingi hafði lagt það til, »að sérmál lands vors séu ekki borin upp i ríkis- ráðinu, ísaf. XXIV, 47. A Valtýsku árunum var það jafnan við- kvæði Andvaltýva, að ekkert viðlit væri að samþykkja nokkrar stjórnartilhögun.þar sem ákveðið væri, að ráðgjafi vor skyldi sitja f rfkisráðinu, og að Valtýskan lög- helgaði þá venju með því, að setja ekki bert bann við uppburði »sérmálanna« í ríkisráðinu. Þessu svarar B.J. 1897 þann- ig, að oss beri að taka Valtýskuna, því að ráðgjafi vor muni halda fram vilja al- þingis, og ef sá vilji komi í bága við skoðanir ríkisráðsins og hann fái ekki Tilja alþingis framgengt þar, þá verði hann að fara, en það baki Dönum eftirlauna- byrði, með því að þeir eigi að greiða honum eftirlaun, og það mundi útiloka til lengdar þvergírðing ríkisráðsins í vorum málum. »Það væri því«, segir B. J., »síður en ekki óhagur fyrir oss til langframa, að ráðgjafa vorum og rikisráðinu bæri eitthvað í mílli«, Isaf. XXIV, 49. Eftir því ætti oss þó víst að vera enn meiri hagur að setu hans þar, ef ekki yrði ágreiningur, og málum þings .og þjóðar þó haldið þar sleitulaust fram, en allir vita, að Valtýs ráðgjafi átti auðvitað að gera það. Rökrétt afleiðing þessa verður þá sú, að altaf er hagur að ríkis- ráðssetu ráðgjafa vors eftir Valtýskunni, því að hann átti ekki að geta setið að völdum, nema hann fylgdi fram vilja þingsins. Enda vildi Valtýr ekki setja ákvæði um það, að »sérmál vor yrðu ekki borin upp 1 rfkisráðinu í frv. sitt (sbr. Isaf. XXIV, 52), en Isafold kallar ríkisráðs- setuna þó f sama blaði »lög-leys««. Lögfestingarkenningu Andvaltýva kallar ísafold »grýlu«, sjá XXIV, 53. En hversvegna vill Isaf. ekki lögfesta rlkisráðssetuna, þar sem hún, eftir rök- réttri ályktun af orðum hennar, XXIV, 49, er í raun og veru altaf góð og heppileg Islandi? Isaf. kallar kröfu Andvaltýva, um það að stj.skr. banni ríkisráðssetuna, »fleyg«, og kallar þá gera það til að spilla fyrir fram- gangi stjórnarbótarinnar, XXIV, 54, sbr. 56. Ein mótbáran gegn rlkisráðssetunni var sú, að þá hlyti ráðgjafi vor að dæmast af rikisréttl Dana fyrir embættisbrot sín (sbr. Þjóðólf XLIX, 43 1897). Isaf. XXIII, 70 þykir ráðgjafaábyrgðin pappírsgagn með- an sækja verði hann fyrir hæstarétti, en Isaf. XXIV, 66 þykir það sæmilegt, og gengur að því vísu, að kenningin um dómsvald rfkisréttar Dana í þeim málum sé röng, sbr. t. d. Isaf. XXV, 1. Nú kemur nýtt leiðarljós í ríkisráðs- málinu, er kallar sig »corpus juris«. Nafnið er ekkert sérlega yfirlætislaust, því að laga- og réttarákvæðasafn Rómverja, sem langfrægast er allra slíkra safna, og flestar mentaþjóðir jarðarinnar hafa ausið lagaþekk- ingu og löggjöf sína úr, nefnist þessu nafni. Er víst svo að skilja, sem höfundur eða höfundar þessara ritsmíða séu holdtekja lagavísindanna. Ekki vitum vér, hver lagt hefir til efniviðina í þessar rit- smíðar. En mikið álit hefir þessi ísafoldar- scorpus juris« haft hjá sumum vitrum mönnum, eins og sjá má á því, að 5 ár- um síðar vitnar Jón yfirdómari Jensson oft í »corpus juris« í ríkisráðsritum sín- um á Landvarnarárunum. Hefir honum sýnilega þótt mjög mikið til »corpus juris« koma. »Corpus juris« »sannar« nú, að danskir ráðgjafar megi ekki lögum sam- kvæmt fjaila neitt um sérmál íslands, þótt þau verði borin þar upp í ríkisráðinu danska, heldur aðeins gæta þess, að Is- lendingar fari ekki út fyrir valdsvið sitt (d: »sérmálasviðið«), Isaf. XXIV, 67. Þar sem ríkisráðssetan er svona mein- laus eftir kenningum »corpus juris«, þá er ekki heldur að furða, þótt hún hafi enga þýðingu, að því er til ráðherra- ábyrgðarinnar tekur, sbr. ísaf. XXIV, 70. Ári áður (Isaf. XXIII, 70) hafði B. J. álitið tvísýni á því, hvort við nokkrum samn- ingum væri lítandi, nema ríkisráðssetan væri afnumin. Nú (Isaf. XXIV, 70) hefði hann víst getað haldið ártíð þeirrar skoð- unar sinnar. Og um ástæðuna fyrir þeirri kröfu Dana, að ráðgjafi vor sitji í ríkisráðinu, segir »Corpus juris« svo: »það er ríkisein- iiigin, sem fyrir stjórninni vakir, pörfin á eftirliti með pví, að Islandsstjórnin fari ekki út fyrir sitt valdsvið, né haggi við jafnrétti pegnanna, né stofni ríkimi í vanda. IJað verður með engu móti sagt, að eitthvert slíkt eftirlit komi í bága við stjórnarskrá V'orn. Pað er þvert á móti sjálfsögð afleiðing af smn- bandi vorn víð I)siiiiii<>rliii«. Isaf. XXIV, 71, sbr. og 78. Með Ben. Sveinssyni hafði B. J. marg- sagt, að ríkisráðsseta ráðgjafa vors væri stjórnarskrárbrot, þar á meðal í ísaf. XXIV, 52, 53. Segir þar svo: »Allir segjum vér . . . að stjórnar- skrá vor kveði svo á, að sér- mál vor eigi ekki að berast upp I ríkisráðinu", með öðrum orðum: uppburður þeirra þar var 28. Júlí 1897 (útkomudag Isaf. XXIV, 53) stjórnar- sktórbrot, en 2. Okt. 1897 (útkomudag Isaf. XXIV, 71) sannfærir „corpus juris“ Isa- fold um, að hann komi alls eigi í bága við stjórnarskrána. Og Isaf. XXIV, 88 er sýnilega mjög fegin því, að séra Arnljótur hafði haldið því fram, að ríkisráðssetan væri ekkert lagabrot. Meðal þeirra manna, er voru að fást við að tala um stjórnmál á þessum dög- um var meistari Bogi Th. Melsteð. Hann skrifaði langan pésa móti Valýskunni. Sjálfur doktorinn óð nú fram á vígvöll- inn, og tókst nú atgangur með þeim Val- tý og Boga. Ekki fara sögur af því, hver banaorð hafi af öðrum borið, en báðir þóttust hafa vegið sér sigur. En bitrasta vopn Valtýs fyrir skaðleysi ríkisráðsset- unnar var nú það, að „alt til pessa dags (o: 21. mars 1898) hefur íslenskum málum aldrei verið ráðið óðruvisi til lykta i ríkisráð- inu, en ráðgjafi Islands hefir lagt til“, Isaf. XXV, 20. Þetta var nú sannfærandi röksemd, því að allir vissu þá, hversu Nellemann gamli hafði haft ríka tilhneigingu til frjálslyndis 1 íslands málum. Stéttar- bræðrum hans hefur víst ekki þótt veita af röggsamlegu eftirliti með þeim málum. Isafold þykir undravænt um þessa tvo berserki sína, „Corpus juris“ og dr. Valtý, eins og nærri má geta. Hún segir, að „hefði vitið og sannleikurinn i stjórnmálum álíka mikinn rétt á sér vor á meðal, eins og í öðrum siðuðum löndum, pá mundi nú l>nll- iö 11111 rílíisvAdiö vera kveðið niður til fulls með ritgerð dr. Valtýs Guðmundssonar i næstsíðasta tölublaði Isafoldar (o: áður- nefndu XXV, 20) og að yfirlýsíng ráð- gjafa konungs fyrveranda og núveranda gé fengin fyrir því, að sem „Corpus juris" hefirrit.aðum þaö mál (í Isaíold) só lu'i 1-- rett"“, ísaf. XXV, 22. I sama blaði er svo trúarjátning eða „faðirvor" Isafoldar og Valtýva um ríkis- ráðssetuna 1 5 greinum, prentuð með geisi- feitu letri. Greinarnar hljóða svo: 1. Engin atkvæðagreiðsla getur nokkurn tíma farið fram í ríkis- ráðinu. 2. Káðgjali íslands liefir viður- kenda sérstöðn í ríkisráðinu, sér- stöðu, sem grundyallarlög Dana gera ekki ráð fyrir, sérstöðu, sem eingöngu byggist á stjórnarskrá Islands. 3. Alíslensk mál láta dönsku raðgjafarnir hlutlaus. 4. Alt til þessa dags hefir ís- lenskum málum aldrei verið ráðið öðruTÍsi tii lykta í ríkisráðinu en ráðgjaíl íslands hefir lagt til. 5. Gangi úrskurður konungs gegn tillögum ráðgjafans, er málið flytur, þá er litið syo á, sem sá ráðgjafi hafi ekki önnur úrræði, en að beiðast lausnar«. 1.—3. og 5. gr. trúarjátningarinnar er frá guðföður Valtýskunnar, „Corpus juris", en hin 4. frá sjálfum föðurnum, dr. Valtý. Orðuð sýnist trúarjátningin vera af síra Einari Hjörleifssyni. Þrátt fyrir 2. og 3. gr. trúarjátningar- innar kvaðst Björn Jónsson á fundunum í »Iðnó« í vetur hafa komist í hann skrambi krappann með að fá staðfestingu konungs í ríkisráðinu á lögum frá síðasta þingi sumarið 1909, sjá Isaf. XXXVII, 9. I Eimreiðinni 1898 bygði Valtýr nauð- syn ríkisráðssetunnar á grundvallarlög- um Dana og stöðulögunum frá 1871. Valtýr sagði — og þóttist sanna — gildi grundvl. Dana fyrir Island, þvert ofan í sjálfan sig í Eimreiðinni 1896. Isafold andmælir kröftulega þeirri skoðun Val- týs, og segir einnig, að stöðulögin séu aldönsk lög og alls eigi bindandi fyrir Islands, Isaf. XXVl, 23, 25. Og ekki einu- sinni einn einasti Valtýva, að minstakosti eigi opinberlega, fylgdí Valtý sjálfum hér að málum, nema hvað Isafold hefir þó, bæði áður og síðan, einstöku sinnum lát- ið f veðri vaka, að þau lög væru bindandi fyrir Island, sbr. Isaf. XVI, 32—34, XXIV, 59, alt tal Isaf. um „heimariki" o. s. frv., sem margbent hefir verið áður. En það er nær að halda, að B. J. hafi í raun réttri aldrei verið eindreginn á þeirri skoðun, að stöðulögin væru bindandi fyrir Island, heldur hafi hann ekki athug- að í hvaða átt ummæli hans hafa stund- um gengið í þessu atriði. Valtýskan marðist fram á þingi 1901 og án þess að bannið gegn ríkisráðsset- unni væri i hana sett. Konungsboðskapurinn 10. Jan.1902 nefndi ekki ríkisráðsákvæðið á nafn. En Albertí laumaði inn í frv. sitt beru og skýlausu á- kvæði um það, að ráðgjafinn íslenski skyldi „bera upp fyrir konungi i ríkisráðinu lög og mikilvægar stjórnarráðstafanir11 (Isaf. XXIX, 41). Albertí segir í ástæðum frv., að ríkisráðssetan sé „stjórnarfarsleg nauð- syn“ og einnig að öðru leyti eruþarsömu röksemdir fyrir og skoðun á ríkisráosset- unni, sem „Corpus juris“ og Valtýr höfðu áður haldið fram í Isafold sællar minn- ingar. Munurinn sá einn, að gömul (og eftir skoðun Isafoldar og flestra annara ólögleg) venja var löghelguð berum orðum i stjórnar- skránni. Isaf. XXIX, 44 er mjög gröm yfir því, að Heimastjórnarmenn hafi átt að kalla það gerræði af ráðgjafa (o: Alberti) að

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.