Þjóðólfur - 19.08.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 19.08.1910, Blaðsíða 2
134 ÞJOÐOLFUR setja það upp, að taka yrði frv. sitt (eða Valtýskuna frá 1901) óbreytt, ella fengist ekkert. Og skömmu síðar kenna Valtýingar [ Heimastjórnarmönnum um það, að ríkis- ráðsákvæðið er inn komið 1 stjórnarskr.- frv. Albertís 1 því skyni, að sjást mætti í þvl, að stj.frv. væri ekki alveg sama, sem Valtýskan 1901! Isaf. XXIX, 47, 48 og 49. Voru greinar þessar eignaðar — Valtý sjálfum. Það er síður en svo, að Isaf. sé mótfall- in ríkisráðsákvæðis-frumvarpi Albertís. Hún segir, að „Framfaraflokkurinn hafi ein- dregið hallast að pví, að vinna pað ekki fyrir, að fara að tefla málinu i neina tvísýnu i síð- ustu forvöðum, heldur una við hér um rætt innskot ráðgjafans »í ríkisríidi«. (ísaf. XXIX, 51. „Landvörn" kallar B. J. 1 sömu grein „nokkurs konar upppotsviðleitni '. Frv. Albertís var samþykt bæðii902 og 1503. Báðir flokkar sammála um ríkis- ráðsákvæðið, að það sé lítið annað en »form«, sbr. Alþ.tíðindi 1902 C, bls. 68— 71, 207—209, og Alþ.tíðindi 1903 C, bls. 193 —196, 322—326. Jón yfirdómari Jensson og Einar Bene- diktsson hófu nú »uppþot« gegn ríkis- ráðsklausu frv. og varð „Landvörn" þá til. Sá flokkur var illa liðinn af hinum báðum, og fékk engu áorkað að sinni. Eiríkur meistari Magnússon 1 Cambridge, sem aldrei hefir átt upp á pallborðið hjá B. J., gaf út pésa 1902, þar sem hann mótmælir því harðlega, að ríkisráðs- ákvæðið sé sett í stjórnarskrána. Um pésa hans og rök segir B. J.: »Alt gamalt dót, marghrakið og sundurtætt . . . Hann ætti pvi ekki að geta vilt neinum manni sjónir né áorkað miklu til að vekja upp draug pann (o: um ríkisráðssetuna), er kveðinn var loks nið- ur á pingi í sumar af báðum flokkum í góðri samvinnu um pað atriði«, Isaf. XXIX, 71. Enda þótt Isaf. XXX,II (1903) kannist við að „margt mæli með“ því að fella burtu rfkisráðsákvæðið úr stj.skr.frv. Al- bertfs, þá segir hún það bundið svo sterkum fastmælum í báðum flokkum, að halda því óbreyttu, að hún „viti ekki til, að nokkurt þingmannsefni um alt land hugsi sér að hreifa við því nema Tón Jensson, en mælir samt með honum til þingmensku hér af því að þessi „sér- kredda hans hlýtur að verða alveg baga- laus«. Isaf. XXX, 14 segir, að akjósendum i höfuðstaðnum úr Framfaraflokknum liklega 49 af 50, ef ekki 99 af 100, sé svo ant um, sem framast má verða, að stjórnarbótarfrum- varpið verði sampykt óbreytt aftur í sumar«, og að þótt þeir kjósi Jón Jenson, þá viti þeir, að frv. verði alt að einu samþykt óbreytt 1903, sbr. og XXX, 17. B. J. skoðar Landvörn aðeins sem mein- lausan gamanleik' Þó er Isafold oftast heldur náðug við Landvarnarflokkinn. Á móti pésa Jóns Jessonar um ríkis- ráðssetuna ritar svo Kristján Jónsson ann- an, er »Framfaraflokkurinn« (en þar var B. J. einn forkólfanna og mikilsháttar ,,þó“) gaf út, sbr Isaf. XXX, 18 og 19. Hét pési Kr. J. »í ríkisráði«. Var pés- inn uppskera eftir 3o ára iðkanir höf. í Islenskri lögfræði og stjórnfræði, enda hældi Isaf. honum á hvert reipi. En 9. Mars 1904 er B. J. snúinn hugur í þessu máli, þrátt fyrir það, þótt ríkis- ráðssetan ætti nú að fara eftir alveg sömu lögum sem hann hafði haldið fram á Valtýsku-árunum (a: kenningum „Corp- us juris"). Nú kallar hann ríkis- ráðsákvæði „stj.skr. 1903 »pverbrest . . ., er á smíðinu varð i síðustu umferðinni og ekki var tekið eftir fyr en um seinan", en þó kallar hann í sömu grein stjórnarbótina „viðunanlega". Hann segir, að Framfara- flokkurinn hafi ekki getað »fyrirgirt fyr- nefndan smíðagalla eða þver- brest, með pví að flokkurinn var orðinn í minni hluta, pegar honum var laumað inn; og hafði pví miður par að auki ekki tekið eftir honum, svo vel sem hefði purft að vera, fyr en um seinan". »Þá var pað, sem meinviðurinn, liiii lögboðna ríkisráðsseta, komst inn í eitt umfarið«, Isaf. XXXI, n. Þó var búið að rífast heilt ár og lengur um ríkisráðsklausuna, þegar frv. var sam- þykt til fullnustu 1903. Ekki hefur nú eftirtektin og skilningur B. J. og stall- bræðra hans þá verið á marga fiska. Nú hefir B. J. alveg kastað fyrir róða trúnni á kenningar »Corpus juris« og dr. Valtýs frá 1897. Og það má mikið vera, ef herra »Corpus juris« hefir þá ekki fyrir löngu verið búinn að kollvarpa öllum sinum gömlu kenningum um ósaknæmi eða jafnvel nytsemd ríkisráðssetu ráð- gjafans íslenska. Og 1906 var eitt aðalatriðið, orðið að fá ríkisráðsákvæðið aftur út úr stjórnar- skránni, og nú er Isafold og öll hala- rófan komin á skoðun Landvarnarmanna. Það er ein krafa, sem gerð var í þing- mannaförinni 1906, og voru þá víst allir þingmenn sammála um hana, sbr. Isaf. XXXIII, 51. Blaðamannaávarpið 12. Nóv. 1906 hélt henni fram (Isaf. XXXIII, 75), sbr. og Isaf. XXXIII, 76, Þingvalla- fundurinn 29. Júní 1907, og minni hlut- inn 1907, þegar hann hleypti »bomb- unni« hans Valtýs inn á þingið. Isaf. XXXIII, 77 vill því tryggja sér »viðstöðulausa staðfesting ríkisráðssetubanns- ins á sínum tíma, pá er að pví kemur, að undirskrifa nýa stjórnarskrá«. Skilnaður við rikisráðið verður að vera hyrn- ingarsteinn undir nýum sáttmála«, Isaf. XXXIV, 4, sbr. 5, 8. B. J. vítir andstæðinga sína fyrir þá vitleysu, að Island geti verið frjálst sam- bandsland »meðan pjóðin er klafabundin með sérmál sín í pess lands sérstaklega ríkisráði og með peirri hugsun, að pað verði áfram — ráðgjafinn sitji áfram i ríkisráðinu pví!« Isaf. XXIV, 8. B. J. er nú ráðgjafi og á setu í ríkis- ríðinu, þegar hann ber »lög og mikil- vægar'stjórnarráðstafanir« upp fyrir kon- ung. Sjálfsagt má gera ráð fyrir því, að hann sé óánægður með það hlutskifti sitt. En hann hefir dulið þá óánægju svo vel, að enginn hefir orðið hennar var. Menn verða oft svo miklir »diplómatar«, þegar þeir eru komnir til valda, og eiga von ábyrgðar fyrir orð og gerðir. Á næsta þingi gerir hann væntanlega einhverjar ráðstafanir til þess, að losa sig og landið af þessum »rikisráðsklafa«. jjorjurnar í Keykjavik. Herra ritstjóri! Þó eflaust sé mikið í það varið, að blöðin verji miklu af rúmi sínu til þess að ræða um pólitíkina, þá er þó „fleira matur en flesk“, og ekki síður þörf á á að ræða ýmisleg önnur mál, að minsta kosti við og við. Og eitt af þeim málum, sem mér finst að nauð- syn beri til að ræða með viti og still- ingu, er fjárhagsástand almennings hér í Reykjavík. Eg hefi gert mér töluvert far um að kynna mér þetta mál að undan- förnu, svona í kyrþey, og get eg ekki varist þeirri hugsun, að útlitið og horf- urnar séu alt annað en glæsilegar. Fjárnámsgjörðir hjá bæarbúum eru nú mjög tíðar. Nauðungarsölur á húseignum fara vaxandi. Fasteigna- sala er engin. Um húsabyggingar er sára lítið og atvinna alment engin, eða mjög lítilfjörleg. Hinsvegar vaxa út- gjöldin, sem á bæarbúa eru lögð, hröðum fetum, fyrir framkvæmdir vorrar loflegu(?) bæarstjórnar. Bank- arnir bæta heldur ekki úr peninga- þrönginni, því svo er sagt, að þeir séu nú mjög fastheldnir á peningum sínu, og segist jafnvel enga peninga hafa til, þó ólíkbgt sé, að þjóðbank- inn okkar, Landsbankinn, láti sér slíkt um munn fara, eins og eg mun víkja að síðar. Mér virðist, efiir útlitinu að dœma, að hér í Reykjavík standi nú fyrir dyrum fjölda manna fjárþrot oy bjaryarskortur á komandi hausti, oy málið sé svo alvarlegt, að ó- líðandi sé að láta það afskiftalaust lengur, og ekki einungis ólíðandi, heldur stórkostlega hættulegt fyrir framtíð bæarfélagsins í heild sinni. Maður skyldi nú halda, að bæar- stjórnin hefði eitthvert veður af því, hvernig ástandið er, og einhverja mannrænu í sér til þess að reyna að bjarga bæarlífinu. En ekki hefir á því borið enn. Það iiggur þó í hlutarins eðli, að til hennar kasta hlýtur að koma, þegar að því rekur, að útvega þeim „björg og brauð", sem verða að gefast upp í baráttunni fyrir sér og sínum. Þar næst virðist mér að alþingismennirnir okkar geti ekki með rólegu geði horft á höfuðborgina fara á höfuðið, án þess að reyna að koma einhverju bjargráði í framkvæmd, og það tafarlaust. Og þjóðbankinn okkar, Landsbank- inn. Hefir hann engar skyldur gagn- vart bæarfélaginu okkar? Er honum það vansalaust og vítalaust, að koma ekki í veg fyrir, að fjöldi meðlima þess kömist á vonarvöl, og verði ekk- ert úr eignum sínum? Er það ekki skylda hans, með hagkvæmnm lán- um, lipurð og atorku, að koma í veg fyrir að bærinn íalli í „kalda kol", lánstraust hans fari forgörðum og bæarbúar verði að hröklast burtu í stórhópum? Þetta eru spursmál, sem mér virð- ist þörf á að tekin séu til alvarlegrar athugunar og umræðu í blöðunum, og það tafarlaust. Ástandið, eins og það er nú, er ómögulegt í alla staði, og hlýtur hver maður að sjá það, sem á annað borð vill gera sér grein fyrir því. Ingólfur Arnarson. * * # Grein þessi verður athuguð í næsta blaði. Ritstj. €moknn á kolum. Reykvíkingar hafa kvartað undan þvl, að stöðugt verði dýrara og dýrara að lifa hér, alt sé að hækka í verði. Fjallkon- an fann að því í vetur, hversu brauð bak- aranna væru óþarflega dýr, og er Stein- olíufélagið kom, var að því fundið, að þar kæmi einokun á steinoltu, og hún hækkaði í verði. En nú á að bætast við ein einokunin enn í viðbót við það, sem áður er talið. Það eru kolakaupmenn bæarins, er fyrir því standa. Hafa þeir að sögn föst samtök sín á meðal, að selja ekki kolaskippund minna en 3 kr. 25 aur. Áður hafa þau kostað 3,10 og þar í kring. En þetta kolaverð er óhæfilega hátt. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ 4 ♦ „Chewing gum“ 4 ^ er holt sælgæti og gott. ^ ♦ Omissandi íþróttamönnum. ^ J Fæst í Söluturninum. j ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Kol eru nú í fremur lágu verði ytra, lægri en oft áður. Á Akureyri kostar kolatonnið nú 18 kr. og 50 aur., en með þessu verði kosthr kolatonnið hér í Reykja- vík 20 k r. o g 30 aur. Kol eru með öðrum orðum talsvert dýrari en á Akureyri, og það svo, að það mundi hartnær borga sig fyrir Reylcvík- inga að senda skútu til Akureyrar eftir kolum. Þetta er eins þveröfugt og hægt er. Höfuðstaðurinn selur dýrari vörur en kaupstaðir annarsstaðar á landinu. Höfuðstaðurinn vill þó vera miðbik allrar íslenskrar verslunar!! Og þetta er öldungis ástæðulaust. K o 1 e i g a að vera ó d ý r a r i í Reykjavík en á Akureyri, þó ekki sé nema af þeirri ofúreinföldu ástæðu, að flutningsgjald er ætíð nokkru hærra til Akureyrar en til Reykjavíkur. Vilja borgarar bæarins þola þessa kola- einokun með hógværu langlundargeði eins og annað, er þeir hafa orðiðjað líða síðustu árin? Er ekki hægt að hafa manndóm til þess að mynda kolakaupfélag — það ætti ætti þó að borga sig fyrir þátttakendur. Vilja ekki einhverjir ötulir menn gang- ast fyrir því? Tapið. Mjög svo hefir verið af því látið, hversu mikið það væri, ef Landsbankinn tapaði eins og rannsóknarnefndin áætlaði 400,000 kr., en það er ekki nema um 20000 kr. á ári frá því hann byrjaði starfsemi sína, og þessi upphæð er ekki töpuð enn þá. Mjög óvíst að hún tapist nokkru sinni, og þá mest komið undir því, hvernig bankanum verður stjórnað eftirleiðis af bankastjórn hans, meira undir því komið en hinu. Sé gengið að, og eignir seldar langt undir fjórða hluta sanngjarns verðs, þá er altaf hægt að fá tap. Það er nógu fróðlegt í sambandi við það að sjá hvað tveir dönsku bankanna hafa afskrifað mikið sem tapað nú síð- ustu árin. Landmandsbankinn: afskrifað tap 1905 — 61,300 kr. — — 1906 — 186,478 kr. 07 au. — — 1907 — 178,161 — 15 — — — 1908 — 271,94! 76 — — .— 1909 — 137,574 — 59 —- Privatbankinn: afskrifað tap 1904 61,623 kr. 24 au- — — 1905 — 4,000 — » — __ — 1906 — » — » — — — 1907 — 236,836 — 22 — —- — 1908 — 541,851 — 06 — — — 1909 — 113,872 — 78 — Þegar litið er á þessar tölur, er það ekki ægilegt tap þótt um 20,000, þó vart svo mikið, tapist á ári. Enda ekkertum það að segja. Bankinn er eins og hver önnur verslun, sem ætíð getur tapað, og er ekki nema eðlilegt. En hitt er ekki nema sjálfsagt að gera tapið sem minst, og að því eiga allar bankastjórnir að starfa, og verða þær ef svo ber undir að hjálpa viðskiftamönnum sínum til þess að standa f skilum og láta sér nægja smáafborganir eða vexti að- eins, ef svo ber undir. Þessi skoðun er hin sama og banka-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.