Þjóðólfur - 19.08.1910, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 19.08.1910, Blaðsíða 4
136 ÞJOÐOLFUR. upp ekki einungis árlega, heldur mánað- aðarlega, — þannig, að hann kemur heim við bækur bankans. Hver upphæð hefir verið færð á 5 stöðum: 1) 1 viðskifta- bókina, 2) í höfuðbók sparisjóðsins, 3) og 4) í sína dagbókina hjá hvorum spari- sjóðsmanni, og 5) hjá féhirði. Bækurnar eru allar til sýnis, sem þegj- andi vitni þess, að þessi ákæra er upp- spuni. V. 1. Ákæra: Reikningsskekkja í spari- sjóðsbókunum, sem nemur yfir 48 kr. 2. Svar: Þetta er satt, getur komið fyrir hjá hverjum sem er. Hér er að ræða um tvær miljónir (2,600,000) og sex hundruð þúsund króna, skiftar niður í ellefu þúsund (11,000) inneigendur. Mik- il fyrirhöfn og kostnaður, að reikna þnð alt yfir, til þess að finna, hvar skekkjan er. Bankastjórnin áleit það ekki borga sig, að eyða til þess tíma og fé. VI. 1. Akæra: Reikningar bankans ekki endurskoðaðir né úrskurðaðir. 2. Svar: Bankastjórnin hefir ætíð samið reikninga bankans á réttum tíma, afgreitt þá til stjórnarráðsins og jafnframt séð um, að þeir væru birtir í almennings- blöðum. Þetta er alt það, sem hún var skyldug að gera. Endurskoðun og úr- skurðun komu bankastjórninni ekkert við, annar endurskoðunarmaður skipaður af stjórninni og hinn kosinu af alþingi; úr- skurður reikninganna heyrir undir- stjórn- arráðið. Þetta hvorttveggja er banka- stjórninni óviðkomandi. Dagleg endur- skoðun á bókum bankans hefir öll und- anfarin ár farið reglulega fram. VII. 1. Ákæra: Framkvæmdarstjóri hefir veitt sjálfskuldarábyrgðarlán og víxla, án þess að gæslustjórarnir, annar eða báðir, veittu til þess samþykki sitt. Þetta er beint brot á lögum bankans. 2. Svar: Lög bankans veita fram- kvæmdarstjóra fult vald til þessa, án sam- þykkis gæslustjóra. Það er hvergi heimt- að í lögum bankans; sömu reglu er fylgt í Islandsbanka. VIII. 1. Ákæra: Hálft þriðja hundrað víxl- ar er eigi hafa fylgt útgjaldaskipun skrif- leg frá framkvæmdarstjóra eða banka- stjórum, og þeir því ólöglega keyptir af starfsmönnum bankans, féhirði og bókara. 2. Svar: Hvergi neitt ákvæði í lög- um bankans um það, hvernig kaupa skuli víxla: þau fyrirskipa ekkert form fyrir því, minnást ekki á neinar skriflegar út- galdaskipanir. —• Munnleg skipun frá framkvæmdarstjóra eða bankastjórn um kaup á víxli er fullkomlega lögleg. Sama í Islandsbanka. Þetta lýsir að eins fá- fræði nefndarinnar í einföldustu atriðum bankalaganna. IX. 1. Á k æ r a: Bankastjórnin ekki athug- að, hvort nokkuð væri borgað af lánum, eða hirt um að íhuga, hvort trygging væri enn örugg eða nægileg eftir að sjálsskuld- ar ábyrgðarlán voru veitt; ekkert því borgað af sumum lánum. 2. Svar: Bankastjórnin í heilú sinni yfirfór a 11 a r eftirstöðvar af greiðslu vaxta og afborgana af sjálfsfkuldarábyrgðarlán- tim 3—4 sinnum á ári, og tók þá jafn- framt ákvarðanir um innheimtuna á eftir- stöðvum hvers einstaks láns fyrir sig. Á- kvarðanir þessar framkvæmdi svo fram- kvæmdarstjóri eftir því, sem hann áleit heppilegast fyrir bankann. Sbr, 8. gr. reglugerðar fyrir Landsbankann: (»Ekki þarf framkvæmdarstjóri þó að framkvæma ákvörðun gæslusíjóranna, þeg- ar hann álítur, að bankinn geti haft tjón af henni«). X. 1. Ákæra: Bankinn hefir veitt sjálf- skuldarábyrgðarlán mönnum, er allir vissu að áttu ekki fyrir skuldum. 2. Svar: Þetta eru ósannindi, gripin úr lausu lofti. Eignalausum mönnum var aldrei veitt lán, nema því að eins að í ábyrgð hafi staðið menn, sem álitin var var næg trygging að. Bankastjórnin hafði fulla heimild til þess, samkvæmt lögum bankans, að lána jafnvel öreiga, ef hann gat fengið ábyrgðarmenn, sem hún áleit góða og gilda, og eftir sínu eigin áliti hafði hún leyfi til að fara. Eða eftir hverju öðru skyldi hún hafa átt að fara? (Frh.) Qeilsuhælisjélagið. Fundur Reykjavíkurdeildarinnar. Ár 1910 15. Ágúst var fundur haldinn í Heilsuhælisfélagsdeild Reykjavíkur samkvæmt auglýsingu yfirstjórnar félagsins í nokkrum blöð- um bæarins. Setti formaður fé- lagsins, Klemens Jónsson landritari, fundinn og skýrði frá ástæðunum fyrir því, að yfirstjórn félagsins hefði neyðst til að boða til fundarins; hefði formaður deildarinnar, Þórður læknir Thoroddsen ekki boðað til fundar nú í liðug tvö ár, og þrátt fyrir áskorun um að halda fund innan 15. Júní þ. á.; væri hann eigi farinn til þess enn og var lesið upp bréf yfirstjórnarinnar til formanns- ins því viðvíkjandi. Enginn úr stjórn deildarinnar kom á fundinn. Formaður bað því næst Olaf frí- kirkjuprest Ölafsson, að vera tund- arstjóra, en Jón lækni Rósenkrans skrifara á fundinum. Á dagskrá var: 1. Skýrslur og reikningar fyrir árin 1908 og 1909. 2. Hagur deildarinnar. 3. Kosin ný stjórn. Eftir reikningum þeim, sem fengist höfðu, voru 12II meðl. með 1766V2 tillagi árið 1908, en inn höfðu borg- ast 1591 kr. í tillögum og 491 kr. í gjöfum. 1909 voru 918 meðl. með 130274 tillags. Á árinu 1909 höfðu eftir bréfi formanns deildarinnar einnig greiðst eldri gjöld, sem hann kvaðst mundi gera grein fyrir í reikning fyrir 1908, en sá reikningur hefur eigi enn komið frá formanni, heldur að eins stutt skýrsla; en reikningur fyrir 1909 var þá f reikningsformi, en fylgiskjala- laus, og höfðu eigi fengist frekari reikningsskil, þrátt fyrir margítrekað- ar tilraunir til þess. Var nokkuð rætt um reikninga þessa; taldi formaður yfirstjórnarinn- ar þá svo úr garði gerða, að eigi væri hægt að endurskoða þá, enda allar bækur hjá formanni deildarinn- ar. Áleit hann tvær leiðir mögu- legar til þess að fá formann til þess að gera betri skil, annaðhvort yrði deildin að höfða einkamál gegn hon- um og fá hann dæmdan til þess að gera skil að viðlögðum þvingunar- sektum, eða snúa sér til bæarfógeta og kæra málið fyrir honum og vita, hvort það leiddi eigi til þess að full- nægjandi skil fengjust. Yrði þessi fundur að skera úr hverja leið skyldi velja. ÁgústBjarnasonkennari barþá fram svohljóðandi tillögu: „Fu:«.durinn felur yfirstjórn Heilsu- hælisfélagsins að sjá um á þann hátt, er hún telur tiltækilegastan, að full reikningsskil deildarinnar fáist". Tillagan var samþ. í einu hljóði. Þá talaði Sighv. Bjarnason banka- stj. nokkur orð um hag deildarinn- ar, taldi hann hnignun auðsæa, er stafaði að mestu leyti af afskiftaleysi formannsins, en þó að nokkru af al- mennu peningaleysi manna á meðal í bænum. Þvínæst lá fyrir kosning nýrrar stjórnar. Jón Jensson yfirdómari taldi ýms vankvæði á því, að þessi fundur kysi nýa stjórn, enda naumast löglegt; áleit heppilegra að yfiistjórn félags- ins tæki að sér að koma rekspöl á deildina, fengi uppgerða reikninga endurskoðaða, svo að hin nýa stjórn, er til kæmi, hefði eittkvað að halda sér að. Var um stund rætt um þetta fram og aftur og samþykt tillaga um að fresta fyrst um sinn að kjósa nýa stjórn og halda fund aftur svo fljótt sem unt væri, og eigi síðar en í September. I sambandi við þá tillögu bar Ó- lafur Björnsson ritstjóri fram svo- hljóðandi tiliögu: „Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir starfsemi formanns Reykjavíkur- deildar Heilsuhæiisfélagsins tvö síð- ustu árin og felur því yfirstjórn fé- lagsins að taka að sér forstöðu deildarinnar fyrst um sinn, þangað til ný stjórn verður kosin, og annast innheimtu alla". Tillagan samþ. í einu hljóði. Fleira var eigi lagt fyrir fundinn og var honum þá slitið. Tapast hefir 8. þ. m. móbrúnn hestur 9 vetra gamall, vel járnaður, mark biti aft- an vinstra, hvít stjarna í enni og æxli. — Skilist til Gísla Olafssonar, Stekkum í Sandvtkurhreppi. Miklar birgdir. Ódýrust i verzlun Sturlu Jónssonar. Ritstjóri og ábyrgðarm.: Pétur Zóphóníasson Prentsmiðjan Gutenberg. Nýar bækur: Sálmabók á 8,00, 7,00, 4,50, 3,50, 2,50. Sig. Júl. Jóhannesson: Kvistir ib. 4,00, ób. 3,00. Innan sltams (í næsta mánuði) koma út tvær bækur: J. Magnús Bjarnason: Vornætur. Porgils Ctjallandi: Dýrasögur. jjókaversltw Sigjásar €ymunðssonar. Forskriv selv Deres Klædevarer direkte fra Fabrik. Stor Besparelse. Enhver kan faa tilsendt portofrit mod Efterkrav 4 Mtr. 130 Ctm. bredt sort, blaa, brun, gron og graa ægtefarvet finulds K.læde til en elegant, solid Kjole eller Spadserdragt for kun lO Kr. 2,50 pr. Mtr. Eller 3^4 Mtr. 135 Ctm. bredt sort, morkeblaa og graanistret moderne Stof' til en solid og smuk Herreklædning foi? kun 14 Kr. 50 0. Er Varerne ikke efter 0nske tages de tilbage. í h. b. 1 ár. Aarhus Klædevæveri, Aarhus, Danmark. Odýra Gas/ampa °9 Suðuvelar útvegar undirritaður. »Sólar«-lampinn eyðir t. d. einungis 90 Litr. á kl.tíma, en gefur ca. 110 normalkertabirtu. Gassparnaður því ca. 42°/o. »Sækular«-lampinn sparar gas um 60°/°- Verðskrár með myndum til sýnis. Þeir, sem vilja nota ódýrar gaslýsingar og gassuðuáhöld, gefi sig fram sem íyrst. J. 3=5. Pétursson, Tiilsími 135. Talsími 135. Nýlendugötu ÍO.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.