Þjóðólfur - 19.08.1910, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 19.08.1910, Blaðsíða 3
ÞJ OÐOLFUR. 135 ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ^ Vér seljum ^ ♦ Góða VINDLA ♦ + fyrir lægra vefö en aðrir. ♦ Ý Söluturninn. J ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦ stjórn Landsbankans heldur fram í bréfi því er þeir birtu í Þjóðólfi í vor, enda munu allir þeir, er nokkuð hugsa um fjármál nú, ljúka þar upp sama munni. Að ganga að húseignum í bænum og selja þær, það er sama og alment hrun og gjaldþrot, og væri ekki eingöngu tap fyrir bankann og hlutaðeigendur, heldur einnig stórt tap fyrir bæarfélagið í heild sinni, tap, er óvíst er að Reykjavík yrði fljót að ná sér eftir. Um tap dönsku bankanna hefir enginn þar neitt talað, fundist það eðlilegt í sliku árferði, og er það nokkuð meira en það sem talað er um hér, og a 11 i r bankar þar tapað meir eða minna. Þetta er að- eins sýnishorn. Heinrich Erkes, frá Köln á Þýskalandi, hefur nýlega lok- ið allítarlegri rannsóknarferð um Mel- rakkasléttu, Ódáðahraun, Öskju og Dyngju- fjöll. Hefur hann áður farið um Ódáða- hraun og Öskju og skrifað um það ferða- lag í þýsk vísindarit, en í þetta sinn hef- ur hann varið meiri tíma til ferðarinnar og því átt kost á að gera fleiri athuganir. Fyrst fór hann um Melrakkasléttu þvert og endilangt. Mældi hann hæsta fjallið af Leirhafnarfjöllum, Geflu, og reyndist hún 210 metrar. Ennfremur fór hann um allan Blikalónsdal og skoðaði eldvörpin Rauðanúp, Leirhafnarskörð og Rauðhóla. Þvínæst rannsakaði hann Ódáðahraun, einkum norðurhluta þess, Kerlingardyngju, er áður hefir eigi verið rannsökuð, og Trölladyngja, er aðrir hafa eigi áður komist upp á en Englendingur nokkur, Watts að nafni, árið 1875 °f? Þorvaldur Thoroddsen 1884. Frá 12. til 19. Júlí var hann í Öskju og ransakaði einkum vestur- og suðurhluta Dyngjufjalla, er áð- hafa lítt verið rannsökuð, fann nokkur ókunn fjallaskörð og suðvestantil mjög víðáttumiklar brennisteinsnámur. Norðan- til í Dyngjufjöllum fann hann líka óþekt skarð, er auðvelt var yfirferðar. Hæsta fjallið í Dyngjufjöllum, sem er suður af Öskjuvatninu, kallaði hann þorvalds- fjall í virðingarskyni við dr. Þorvald Thoroddsen. Frá Dyngjufjöllum fór hann fótgangandi suður yfir sandinn eins langt og komist varð í áttina til Vatnajökuls, er sást mjög greinilega. í Kverkfjöllum varð vart við mikla brennisteinsfýlu. — Loks gróf hr. Erkes í gamlar rústir f í Hrauntungu skamt suðaustur af Svartár- koti, og í Sandmúladal. Fornmenjar þær, sem hann fann þar, sendi hann á forn- gripasafnið 1 Reykjavík. Sonur háns Edvard Erkes stúdent, er stundar náttúrufræðisnám við háskólann í Bonn, var með honum á öllu þessu ferða- lagi, en varð eftir á Akureyri, er faðir hans sneri heim til Þýskalands, og er nú lagður ( annan leiðangur upp í óbygðir með dr. Spethmann, þýskum vísinda- manni, og verða þeir 1 honum fram í Septembermánuð. Bæar-annáll. Óljitiix- I’orHteinssoii cand. med. kom með „Sterling 13. þ. m. Hann ^tlar að setjast hér að sem háls, nef- og eyfna-læknir. Hann hefir tvö síðastliðin ár verið aðstoðarlæknir við St. Jósefsspít- a'a 1 Kaupmannahöfn hjá prófessor Schmiegelow, sem er frægasti sérfræðing- ur í þessum greinum á Norðurlöndum. Ólafur gengdi um tfma störfum hans með- an hann var fjarverandi; og er það Ijós vottur um álit hans á Ólafi. Ólafur hefir og stundað þessar lækningar við spítala á Þýskalandi. Það er gleðilegt, að hafa fengið góðan sérfræðing í þessum grein- um. íslendmgasinid. Síðastliðinn Sunnudag fór fram kappsund um sund- bikar íslands í Skerjafirði, Stefán Ólafsson vann bikarinn. Hann synti 500 stikur á 9 mín. 542/s sek. Hin- ir, er sundið þreyttu, voru þessir: Sig- tryggur Eiríksson (10 mín. 5 sek.), Guðm. Kr. Sigurðsson (11 mín. 2i2/c sek.), Guðm. Kr. Guðmundsson (11 mfn 37'Í/B), Einar Guðjónsson (n mín. 45 sek.), Sigurjón Sigurðsson (11 min. 5 i2/s sek.) og Sigurð- ur Sigurðsson 11 mín. 54 sek.). Hannes JÞorsteinsson alþing- isforseti og frú hans og Þorsteinn Þor- steinsson cand. polit. eru nýkomin heim úr ferð austur um Árnes- og Rangárvalla- sýslu. Fóru þau austur undir Eyafjöll og inn í Þjórsárdal. Skipaferðir. »Flóra« kom 13. þ. m. með fjölda farþega. Þar á meðal voru: Björn Kristjánsson bankastj,, er fór fyrir nokkru til ísafjarðar, Magnús prestur Þorsteinsson í Selárdal og kona hans, Páll Einarsson borgarstjóri úr kynnisför um Norðurland og Sveinn Hallgrímsson bankagjaldkeri. Hún fór aftur 16. þ. m. með marga farþega. »Vestri« kom út strandferð 2. þ. m. og fór aftur f fyrra dag. »Sterling« kom frá útlöndum 13. þ. m. með nokkra farþega. Þar á meðal: Jón Hjaltalín Sigurðsson héraðslæknir Rang- æinga, með konu sfna Ragnhildi, dóttur Gríms Thorarensens bónda á Kirkjubæ á Rangárvölluro, og giftust þau í Höfn 1. þ. m., Ólafur Þorsteinsson læknir og Ól- afur Óskar Lárusson læknir. »Sterling« fór til Vestfjarða 16. þ. m. og kemur aftur á morgun. Norður í land fóru þeirjónjóns- son alþm., Jón Jónsson sagnfr. og Þor- leifur H. Bjarnason kennari, og eru þeir nú komnir heim aftur. Lárus H. Bjarnasou laga- skólastjóri fór með „Sterling" til Stykkis- hólms. Sígli-v. Bjarnaaon bankastjóri og frú hans fóru með „Floru" til Akur- eyrar, en ætluðu þaðan landveg til Seyðis- fjarðar. Til ÍHng'valla. hefir fjöldi bæjar- manna farið í sumar; sumir hafa dvalið þar nokkurn tíma sér til hressingar. L iii Borgarfjörð fóru þeir ný- lega Einar Arnórsson lagaskólakennari og Jóhann Kristjánsson ættfræðingur. Dr. Norman i I anseu heldur fyrirlestur í Bárubúð kl. 9 annað kveld um Danmörk og ísland. Hann hefir haldið þann fyrirlestur áður norður á Ak- ureyri, og hefir verið vel látið af honum í norðanblöðunum. Hvað er að frétta? Stórbruni. í sfmskeyti frá Höfn 16. þ. m. er sagt frá stórbruna á sýningu, sem haldin er nú í Brússel, og að tjónið hafi verið metið 300 milj. króna. Mannalát. í Kaupmannahöfn er látin (aðfaranótt 16. þ. m.?) frú Kristín Krabbe kona Haraldar Krabbe pró- fessors við Landbúnaðarháskólann. Hún var fædd 25. Maí 1841, og var dóttir Jóns Guðmundssonar ritstjóra Þjóðólfs og Hólmfrfðar Þorvaldsdóttur prófasts, Böðv- arssonar. Þrítug giftist hún H. Krabbe og eignuðust þau 4 syni: Ólaf aðstoðar- mann Landbúnaðarráðuneytisins danska, Jón skrifstofustjóra íslensku stjórnardeild- arinnar, Þorvald landsverkfræðing og Knút lækni, Frú Kristín var merk kona og mikilhæf, eins og hún átti kyn til. Hún var góður Islendingur. Merliur maður undir Jökli segir svo í bréfi rituðu 13. þ. m.: »Að kvöldi þess 5. þ. m. og nótt- ina fram eftir milti þ. 5. og 6. voru ógurleg eldsumbrot í lofti, og var þetta fyrir mínum augurn að sjá, ekkert annað en eldgos úr sjávarbotni. Þetta var aðal- lega á 3 stöðum: A. í S.A., S. í S.V. og í S.V. til V. Þessu fylgdi feikna undir- gangur, er allur var að heyra neðan jarð- ar. Hljóðið var líkt og jörðin væri að hrynja undir fótum manns; stundum líkt- ist hljóðið þungum sjávarnið, stundum líkt suðu eða snarki, líkt og þegar köldu vatni er helt á heitt járn«. Hann getur og þess ennfremur í bréfinu, að hann hafi samið nákvæma skýrslu um þetta, er síðar yrði ef til vill birt, og að austasta lfnan hefði borið yfir Hafnarfjörð og Þorláks- höfn. Sliip Mikkelsens Grænlands- fara hefir farist, en skipshöfnin bjargast, segir símskeyti frá Höfn í gærkveldi. Vígjslubiskup Skálholts- stiítis hins forna, Valdimar Briem, verður vígður í Reykjavfkurdómkirkju 28. þ. m., en ekki í Skálholti, vegna þess að biskup getur eigi að heiman farið vegna veikinda konu sinnar. Söugskemtanir. Á ísafirði og á Akureyri hafa þær frú Ásta Einarsson og frú Valborg E-narsson héðan úr bæn- um nýlega haldið söngskemtanir. Þær eru komnar heim aftur. Fiðluleikarinn á Hótel Island, Oscar Johansen, fór í vikunni til Stykkishólms, og frú Kristrún Hallgrímsson með honum, og ætluðu þau að halda hljómleika þar. Ásgrímur Jónsson málari dvel- ur nú í sumar í Austur-Skaftafellssýslu, og málar þar meðal annars allstóra mynd af Öræfajökli. Jón Jóusson læknir í Þórshöfn andaðist 17. þ.m. Hann varrúmlega þrítugur að aldri (f. 1. Júlí 1879). Utskrifaður úr skóla 1900 með 1. eink. og læknaskólan- um 19. Júní 1905 með 1. eink. Veitt 29. Mars 1906 Hróarstunguhéraði, en 24. Júní 1908 Þistilfjarðarhérað. — Kvæntur var hann Ingibjörgu Sigurðardóttur. Skylduverk. (Frh.). --- I baráttunni á móti H. Hafstein voru aðalatriði millilandanefndar frumvarpið og sæsímasamningurinn aðallega þó hið fyrra. I baráttunni nú gegn Birni Jóns- syni er aðalatriðið bankamálið. Og nú skal í stuttu máli farið yfir það, því hefir áður verið lýst, hvaða heimild ráðherra hafði í sambandi við það, hvað hann gat gert lagalega, hvað hann var skyldur að gera siðferðislega, að hversu miklu leyti hann fór að lögum og hvar hann virti lög og rétt að vettugi, framdi stjórn- arfarslegar stórsyndir. — En hvað hefir þá rannsóknarnefndin gert, og hvað hefir hún fundið? Fyrst, hvað hefir hún gert? Hún hefir samið ákærurit gegn bankastjórninni og varnarrit jafnframt fyrir tiltektum Björns Jónssonar, í stað þess að semja s k ý r s 1 u, sem væri óhlutdræg um hag bankans. Hún kveður upp dóma, ekki einungis um gjörðir bankastjórnarinnar, heldur fer hún svo langt, að lesa hugsanir bankastjórnarinnar og dæma þær. Þessu til sönnunar má vitna til bls. 23 í hinni svókölluðu skýsla. Þar segir svo: »nefnd- in getur varla varist þeirri hugsun, að þ.ægilegra mundi vera fyrir hvern og einn, að vera við- skiftamaður bankans í vanskil- umviðhann, en viðskiptamað- ur hans og standa í skilum«. Og ennfremur: sBankastjórnin hefir séð 1 gegn um fingur með vanskilum og lánað vanskilamönnum auðsjáanlega oft íþeim tilgangi að ekki kæmi framtap fyrir bankann«. Svona rekur hver ákæran aðra án röksemda, og hver dómurinn annan án sannana. Auðvitað trúir enginn heilvita maður því, að fyrir hvern og e i n n (þ. e, hvern einasta) viðskiftamann bánk- ans mundi það hafa verið þægilegra, að vera vanskilamaður en að standa í skil- um. Það er ekki einungis sleggjudómur út af fyrir sig, heldur sýnir það svo mik- inn ofsóknaranda, lýsir svo æstum tilfinn- ingum, sýnir svo litla viðleitni til þess að viðhafa sanngirni, að það hlýtur að rýra trúnað á alt, sem nefndin segir. Það skiftir engu, hvort menn eru brjálaðir af einhverjum sjúkdómi eða af víndrykkju, eða af einhverju ofstæki; brjálæði er brjálæði, af hverju sem það stafar og eng- inn óbrjálaður maður getur felt dóm líkan þeim, sem tilfærður er hér að ofan; og það eru þessir dómar, sem svifta skýrsl- una öllu gildi. Dæmi svipuð þessu mætti tilfæra mörg, en þess gerist ekki þörf; sanngjarnir og sannfæranlegir menn sjá þetta nægir. — Eo þó skulu fleiri greind, ef Johnson eða einhver annar æskir þess. Hvað hefir svo nefndin fundið? Margt og mikið þýkist hún hafa fundið, en hversu mikið gildi hefir flest af því, þegar það er krufið til mergjar? Lögberg gerði svo vel, að birta flest ákæru atriðin, svo þau eru mönnum hér kunn. Það lofaði einnig að birta megin atriðin úr svörum banka- stjórnarinnar, og var auðvitað siðferðis- lega skylt til þess, ef það vildi vera sann- gjarnt, en fátt af þeim hefir komið enn. Hér skulu birt nokkur ákæru atriði — öll þau helztu — og svörin jafnframt; hvorugt orðrétt — það tæki of mikið rúm, en efni og anda skal nákvæmlega fylgt, sé hallað frá því í einhverju atriði að dómi einhvers, þá geri hann svo vel, að athuga það, og þá skal það atriði, sem um er að ræða, birt orðrétt. I. 1. Ákæra: — Að bankastjórnin hafi í fyrstu engan útveg haft til að selja bankaskuldabréfin, er heimilað var að gefa út með lögum 22. Nóv. 1907. 2. S v a r: — Lögin gengu 1 gildi 1908, öll bréfin seld þegar bankastjórnin sá fært að bjóða þau til sölu, fyrsta afborgun greidd 1909. Til þess tíma var peninga- ekla erlendis og verðfall á verðbréfum, þess vegna skaði að selja þau fyr. II. 1. Ákæra: — Handveðslán með veði í hlutabréfum án persónulegrar ábyrgðar eigi fullnægjandi trygging. 2. Svar:—Tryggingin góð, þegar hlufabréfin eru góð. Upplýsingar alt af nægar. III. 1. Ákæra: —Eitt af því, sem vakti fyrir nefndinni, þegar hún byrjaði störf sín, var að aðgæta seðlaútgáfu bankans, hvernig bækurnar væru færðar, óg hve mikið hefði verið gefið út á hverjum tíma. Bækur ekki haldnar yfir seðlaútgáfu bankans. 2. S v a r: — Bankinn er ekki seðla- banki, hefir aldrei gefið út nokkra seðla landsstjórnin gefur út seðlana fyrir hönd landssjóðs en ekki bankans; bankinn fær fé að láni úr landssjóði (í seðlum), sjá lög 18. Sept, 1885. Landsstjórnin á að halda þessar bækur, en ekki bankinn. Þetta sýnir fljótfærni og vanþekkingu nefndarinnar svo furðu gegnir. IV. 1. Ákæra: Sparisjóðurinn ekki gerð- ur upp þannig, að hann komi heim við bækur bankans í 8—9 ár. 2. Svar: Sparisjóðurinn er gerður

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.