Þjóðólfur - 26.08.1910, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR.
139
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
♦ „MONGOL« ♦
♦ sem gefur »K oh-I-Noor« ♦
^ ekkert eftir, kostar 25 aura ^
♦ í Söluturnlnum. ♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*♦♦♦
Georg ÓIíiíssoii stud. polit. kom
með »Kong Helga« frá Khöfn 23. p. m.
Noriuau Iliinseii hélt fyrirlestur
í Bárubúð á Laugardagskveldið var, um
Danmörk og Island.
Trtxlofixd eru: ungfrú Hlíf Sívert-
sen og V. Hansen gjaldkeri steinolíufél.
Ungfrú Marie Bertelsen og L. Muller
verslunarstjóri við Braunsverslunina hér í
bænum.
MiiKiiás Sigurðsson bóndi á
Grund f Eyafirði var á ferð hér í vikunni,
ífcu.nólfixr Jóusson dbrm. 1 Holti
á Síðu andaðist 5. þ. m. á 83. aldursári
(f. 29. Nóv. 1827).
Sambandsíundur Kaupfélaganna
var haldinn á Sauðárkróki í þ. m. Pétur
Jónsson alþm. á Gautlöndum kosinn for-
maður í stað Stgr. sýslum. Jónssonar.
Lælíuar ssettir*. Erá 1. Sept. er
Guðm. Guðfinnsson læknaskólakandídat
settur til að þjóna Axarfjarðarhéraði, og
Olafur Óskar Lárusson læknaskólakandídat
til að gegna Hróarstunguhéraði.
Skíjiii forðir. „Austri" kom úr
strandferð 23. þ. m. Ólafur læknir Thor-
lacius var meðal farþeganna hingað. —
„Austri" fór í hringferð í fyrra dag.
„Botnía" kom frá útlöndum og norðan
og vestan um land 19. þ. m. með marga
farþega; þar á meðal voru Bogi Melsteð
og nokkrir stúdentar.
„Kong Helge" kom frá útlöndum 23.
Ágúst, fór vestur og norður í gærkvöld.
„Pervie" fór í strandferð 24. þ. m.
„Sterling" fór til útlanda 23. þ. m.
Hinrik Erlendsson og Magnús Júlíusson
læknaefni fóru til Hafnar.
Nýr trollai'i. Eitt trollarafélagið
hér í bæ hefir í hyggju að auka hlutafé
sitt, til þess að kaupa nýan trollara. Er
það gleðilegt tímanna tákn, og mikil
framför fyrir bæarfélagið ef það kemst í
framkvæmd, því þeim mun meiri vinna
verður í bænum, sem trollararnir verða
fleiri. Auk þess sem sú reynsla virðist
vera fengin að þeir borgi sig vel. ís-
landsbanki mun ætla að lána félaginu
það sem á kann að vanta til þess að fyr-
irtækið komist í framkvæmd, en það mun
vera nálægt 150,000 krónur.
Eftirmæli.
Hinn 17. þ. m. andaðist að heimili Jóns
kaupmanns sonar síns hér í bænum, kon-
an Guðrún Hannesdótlir rúml. 82 ára að
aldri; hún var fædd 3. Mars 1828 að Mýr-
arkoti á Skagaströnd og voru foreldrar
hennar Hannes Jónsson og Guðrún Ól-
afsdóttir. Hannes var sonur Jóns bónda
á Balaskarði, Einarssonar á Þorbrands-
stöðum í Langadal. Móðir Hannesar var
Solveig Jónsdóttir bónda á Höllustöðum
og Solveigar Ólafsdóttur, Jónssonar, Ól-
afssonar á Lýtingsstöðum, Sigurðssonar.
Kona Ólafs á Lýtingsstöðum var Solveig
Jónsdóttir, systir Steins biskups, en kona
Jóns Ólafssonar var Hallbera Jónsdóttir
Guttormssonar á Hraunum í Fljótum
Jónssonar. Kona Guttorms var Málmfríð-
ur dóttir Illuga Hólaráðsmanns Jónssonar
og Halldóru Skúladóttur systur Þorláks
biskups. — Guðrún sál. fluttist missiris
gömul að Balaskarði í sömu sveit til afa
síns og ömmu, og 9 ára fluttist hún með
þeim að Hjarðarholti í Stafholtstungum
og ólst hún þar upp hjá þeim þar til hún
fór 1852 að Hreðavatni í Norðurárdal og
giftist þar ári síðar, 23. Júní 1853, Brynj-
ólfi Einarssyni og bjuggu þau þar þang-
að til vorið 1869, að hann dó. Hún gift-
ist aftur 1871 Þorsteini Gíslasyni sem enn
lifir um áttrætt á Bjargarsteini í Staf-
holtstungum. í fyrra hjónabandi eignað-
ist hún 8 börn, hvar af 4 eru á lífi: Jón
kaupmaður í Reykjavík, giftur Guðrúnu
Jósefsdóttur, og 3 í Ameríku, 1 sonur og
2 dætur: Einar verkstjóri í Victoria Brit-
ish Columbía, giftur Margréti Sigurðar-
dóttir frá Kvíum í Þverárhlíð, Valgerður
kona í Mikley í Winnipegvatni, giftHelga
Sigurðssyni frá Sólheimum í Svínadal, og
Jónína Sólveig ekkja í Mikley, átti Á-
munda Gíslason frá Svartagili í Norður-
árdal; 3 synir hennar dóu ungir: Einar,
Jón og Hannes; ein dóttir, Anna Sigríð-
ur, dó í Ameríku 1890, í Victoría Br. C.,
þá nýgift Steingrími trésmið Norðmann.
— Guðrún sál. var fríðleikskona á yngri
árum, há og grönn, beinvaxin með gló-
bjart hár, glaðvær og þýð í skapi, greind
og þægileg í viðtali. Hún var göfug kona
og gbðbjörtuð er ekkert gat aumt séð, án
þess að hjálpa. Þeir er þektu hana, munu
lengi minnast hennar að góðu £einu.
Banameinið var, samfara ellilasleika,
hjartasjúkdómur, er hún hafði fundið til
frá þvl á yngri árum. (*)
Ritstjóii og ábyrgðarm.:
Pétur Zóphóníasson
Prentsmiðjan Gutenberg.
hafa hvergi annað eins feikna-úrval af
Sportfötum & Ferdafötum.
Einkar hentug og ijett eru Impregnerede Hermannaföt (Stormföt).
Herðapoliar, ljettir pg hentugir, frá 2,70—5,00. *
NB: Nýtti Nýttl Regnleggjahlífar, ljettar og mjög hent-
ugar, áreiðanlega vatnsheldar; verð: kr. i,75—5,00.
Brauns verslun „Hamburg,“
Aðalstræti 9.
Korskriv selv Deres Klædevarer
direkte fra Fabrik. Stor Besparelse. Enhver kan faa tilsendt portofrit
mod Efterkrav 4 Ifltr. 130 Ctm. bredt sort, blaa, brun, gron og graa
ægtefarvet finulds JNLlæde til en elegant, solid Kjole eller Spadserdragt
foi* kun ÍO Kr. 2,50 pr. Mtr. Eller 3^/4 Htr. 135 Ctm. bredt
sort, morkeblaa og graanistret moderne Stof til en solid og smuk
Herreklædning for kun 14 Kr. 50 0. Er Varerne ikke efter
0nske tages de tilbage. í h. b. 1 ár
Aarhus Klædevæveri, Aarhus, Danmark.
heldur aðalfund annað
kvöld, laugardaginn 37. þ.
m.. kl. 9, í Alþing'islmsinu.
Áriðandi að félagar mæti.
Allar
islenskar sögu- og Ijódabœk-
ur kaupi eg gegn skœrum
peningum samstundis, jafnt
eina bók í einu sem heil
söfn.
jóh. Dóhannessoti,
Laugaveg 19.
af ktæðum og kjölaefnum,
ábreiðum, féðurtauum,
lérefti »s baðmullarðúkum
frá
yilt vönðuðustu vörur.
I og tuskur teknar í skiftm.
St. „Verðanði" nr. 9.
F u n d u r 30. Ágúst, kl. 8. e. m.
Systrakvöld..
Meðlimir beðnir að ijölmenna.
33
kemur það fyrir, að jafnvel hinn hug-
rakkasti og dramblátasti krýpur að
krossinum “.
„Þú hefir þá ekki enn heilsað
frænda", greip Albert fram í.
White sneri sjer mjög skjótlega að
honum og tók Albert þá eftir því, að
þessi svo nefndi mr. White hafði
mjög áhrifamikil augu, og að það
mundi vera alt annað en þægilegt, að
mæta honum sem óvini sínum á af-
viknum stað.
Þessar sterkbygðu hendur litu út
fyrir að vera vanar að meðhöndla alls-
konar vopn, og með augunum einum
gat hann jafnvel tamið rándýr — hvað
þá menn.
„Frænda? Nei“, svaraði bróðirinn
harðlega, „og ætla mér heldur ekki
að ónáða hann fyrst um sinn. Það
var öðru máli að gegna um þig, ungi
vinur, á þig kallaði eg, af því eg held
það gæti ef til vill borgað sig, að
læra að þekkja síðasta ættarmeðliin-
inn.
Albert reri aftur og fram á stóln-
34
um. Honum þótti þessi ókunni bróð-
ir sinn óskiljanlegur.
Hann ýtti frá sér púnskollunni, sem
hann hafði hálftæmt. Hann hafði
drukkið áður gnægð víns, og honum
fanst alt vera farið að líkjast draumi.
„Hvað hyggur þú til framtíðarinn-
ar? Ætlar þú að dvelja hér í land-
inu?“ spurði hann til þess að segja
eitthvað.
„Góði minn, þú spyrð þarna um
meira en eg get svarað, því eg veit
það ekki. Hr. White er maður sem
ómögulegt er að vita fyrirfram um,
hvað hann gerir. Áhrif augnabliks-
ins leiða hann.
„Bróðir", sagði Albert skyndilega,
hið meðfædda góðlyndi hans og vínið,
sem hann hafði drukkið, hafði gert
hann sérlega velviljaðan, og hann
rétti honum hendina yfir borðið. —
„Hvernig leið þér eiginlega hinumeg-
in? Var ekki líf þitt erfitt þar?“
„Sjáum til! Þú spyrð mikillega að
því, hvernig landflottamanninum leið ?“
sagði White og hló; „heiðarlega gert
35
af þér, bróðir sæll, jafnvel þótt þú
sért laus við að vera talsvert drukk-
inn. Jæa, eg skal segja þér svona
hér um bil hvernig mér leið. Eg var
ungur, og eg hafði ekki mikla lífs-
reynslu þá í hausnum, er eg lifði hér
eins og lautinant, er hefir nóg fé, eins
og þú gerir nú. Eg var upp með
mér af fótum kongsins, og eg elskaði
stétt mína af öllu hugskoti mínu. Að
eg hafði fengið ýmislegt að arfi eftir
föður minn heitinn, er einu sinni lifði
„viltu" lífi, þar til að hægt var með
valdi að þrýsta honum niður og temja
hann — gera hann að þreklausum
manni".
Albert spratt á fætur. „Hans! Það
er faðir okkar sem þú ert að tala
um!“ sagði hann með harmi.
„Þegiðu drengur, hvað veist þú um
þetta? Var faðir okkar máske ekki
besti maður — Guð náði sálu hans —
og þá vissi eg heldur ekkert um bar-
áttu hans og kúgun. En eg hafði
erft hið heita blóð hans, og það svall
í æðum mínum með sama fjörinu og
36
ólgunni og hjá honum. Eg framdi
mestu heimskuverk, eins og þú hefur
heyrt. En veist þú annars hvað það
var, er gerði mig landflótta?"
Kinnar Alberts urðu dimm-rauðar,
og hann beygði sig niður yfir glasið.
„Þú veist það þá“, sagði hann.
„Eins og þjófi hefir bróður þ/num ver-
ið lýst fyrir þjer, og ennþá í dag
roðnar þú yfir því. En nú skal eg
segja þér, hvað hann var. Hann var
heimskur og óveraldarvanur strákur,
sem auk hins svellandi blóðs hafði enn-
fremur mjög hlýtt og viðkvæmt hjarta.
Og þessi strákur átti vin, góðan
vin, er hann vildi vaða eld og vatn
fyrir. Kæri Helmer — eg hélt að eg
frelsaði hann, en það varð til þess að
hann dó, en eg sjálfur — það er ann-
ars ekki þess vert, að tala um þaðl“
White hagræddi sér, tók fæturna
niður og studdi olnbogunum niður á
borðið.
„Við höfum eytt nóttu með drykkju
og spilum. Fyrst nokkru síðar komst
eg að raun um, í hvaða félagsskap