Þjóðólfur - 26.08.1910, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.08.1910, Blaðsíða 2
138 t’JOÐOLFUR. Iðnsýning. Eins og kunnugt er, hefir Iðnaðar- mannafélagið í Reykjavík boðaði til iðn- sýningar á næsta sumri, og er ráð fyrir gert að hún verði opnuð 17. Júní á aldar- afmæli Jóns Sigurðssonar. Þetta mál er sannarlega þess virði að, því sé gaumúr gefinn, og er vonandi að allir þeir, er hér geta átt hlut að máli, bregðist vel við, og geri alt sem unt er, til þess að sýning þessi verði þjóð vorri til gagns og sóma. Það vill svo vel til, að alþingi kemur saman nokkru áður en sýningin á að hefjast, og getur því veitt fé til hennar, og ætti enginn vafi á því að leika, að þingið telji sér það bæði ljúft og skylt, að styðja sýninguna roeð ríflegu fjárfram- lagi. Þingið verður og að veita fé til að kaupa ýmsa sýningamunina handa Þjóð- menjasafninu, því búast má við því, að hagleiksmenn sendi á sýninguna ýmsa þá muni, sem væru þjóðinni til sóma, og eiga því að geymast um aldur og æfi. Öllum þjóðum þykir mikilsvert, að eiga forngripasöfn, sem sýna, á hvaða menn- ingarstígi þjóðirnar hafa verið, og sem sýna hvað þjóðunum hefir ýmist farið fram eða aftur. Vér íslendingar eigum og dálítið slíkt safn, og höfum átt því láni að fagna, að eignast ýmsa þá muni sem merkilegir eru. Þessu safni verður að halda við, og auka það árlega. Þeir munir sem smíðaðir eru á þessu ári en orðnir forngripir eftir tugi ára, og er miklu betra að eignast þá nýa, en bíða eftir því að þeir verði gamlir, því bæði er óvíst að þeir geymist, og eins hitt að ýmsar skemdir sem þeir geta orðið fyrir á löngum tíma, getur eyðilagt þá svo mjög, að þeir sýni ekki nema örlítið brot af því, sem þeir voru í önd- verðu. Og ekki ætti áhugi listfengna manna að minka við það, ef þeir ættu það víst, að hlutir þeir, sem þeir smíða, ættu að geymast öldum saman, sem vottur um hagleik þeirra. Iðnsýningin er besti vegurinn til að auka Þjóðmenjasafn vort. Allir hagleiksmenn, hvort heldur eru karlar eða konur, keppast hvor í kapp við annan að vanda svo mjög muni þá er þeir ætla að láta koma fyrir almenn- ingssjónir, að þeir beri af öðrum sams- konar. Og heiður þjóðarinnar er þess meiri, eftir því sem betur er vandað til sýningarinnar. Allir þjóðræknir menn ættu því að styðja að því, að iðnsýning þessi, er halda á á næsta sumri, verði svo vel úr garði gerð, sem frekast er auðið. Kn. Smjörsalan á Englandi. Hr. J. Zimsen konsúll hefur fengið um hana svohljóðandi skýrslu: „Newcastle-on-Tyne, 15. ágúst 1910. Með e/s Ceres kom 12. þ. m. næst- stærsta smjörsendingin frá íslandi, og, eins og þegar var fyrir sagt í fyrri skýrslu vorri, náði þetta smjör í betri markað og var selt fyrir töluvert hærra verð en hitt, þrátt fyrir það, þótt smjörverðið sé talið lægra í Khöfn en síðast, þegar selt var. Gæði smjörsins má telja, að því er flest af smjörbúunum snertir, mjög vel viðunandi. Sumt af hinu eldra var ekki gallalaust, en þegar það var frá tekið, var hægt að telja hitt, sem eftir var, gott. Umbúnaður og sending er nú einnig yfirleitt í reglu. Þó hafa sum smjör- búin þann sið, að fylla dallalokin með fjölda af stórum tölum, vigt og bókstöfum, svo að erfitt er að lesa nokkuð af því. Vér viljum ráða þeim til að nota merkiblek á merki- stafina og númerið, en sé blýantur notaður, þá að skrifa í meðallagi stórt, en greinilega. Vigt og um- búðafrádrátt þarf ekki að setja á dallana, þar sem send er skrifleg vigtarskýrsla með fylgibrjefunum. Það gleður oss að sjá, að smjör- búin eru nú fleiri og fleiri farin að fylla dallana betur en áður. Það er sparnaður fyrir þau sjálf, og smjörið varðveitist betur en þegar marga þumlunga vantar til þess að dallur- inn sé fullur. Markaðurinn var, eins og þegar er sagt, stöðugur. Mikiðaf því 2. fl. smjöri, -sem nú á síðari tfmum hefur verið í veg- inum, er nú smátt og smátt úr sög- unni, svo að rýmst hefur til fyrir nýjum innflutningi bæði af 2. fl. og besta fl. Það, sem vér höfum fengið, er þegar selt. Vér sáum á ferðaáætl- unum skipanna, að alllangt er milli póstskipsferðarinnar 16. þ. m. og næstu ferðar, svo að vér báðum alla viðskiftavini vora að vera viðbúna að kaupa smjörið laugardaginn 13. og mánudaginn 15. og salan hefur gengið svo vel, að vér getum nú í dag sent reikninga og peninga fyrir smjörið jafnframt þessari skýrslu. Smjörið hefur því að eins verið 2 daga í vorum höndum, og vérvænt- um, að viðskiftavinir vorir á íslandi meti vel svo greið viðskifti. Tíðin hefur verið mjög köld hér í Englandi, eins og vér höfum áð- ur getið um, og það er fyrst nú hina síðustu dagana, að vér höfum orðið sumarsins varir. Þetta hefur auðvit- að mjög heft framleiðsluna hér, og þar sem smjörbirgðirnar eru ekki miklar í hlutfalli við fyrra ár, teljum vér, að vér getum með fullri vissu lofað hærra verði, jafnt vaxandi um næstu mánuði. Vér þökkum smjörbúunum, hverju um sig, fyrir það smjör, sem vér höfum tekið á móti og sendum nú reikning yfir. Með mikilli virðingu. J. V. Faber & Co.« Bréfkafli frá Yesturheimi. Eins og kunnugt er, hafa vesturíslensku vikublöðin, »Heimskringla« og »Lögberg«, sem gefin eru út af Canadastjórn, bland- að sér töluvert inn í íslensk stjórnmál, sérstaklega síðan í bardaganum við síð- ustu ráðherrakosningar. Bæði hafa þau verið einstaklega samtaka í þessu efni, og svo er að sjá sem þeim hafi þótt það mikið í munni, að vera með meirihlutan- um, því bæði grobbuðu yfir sigrinum og luku lofsorði á sjálf sig, eftir að H. H. ráðherra var steypt úr völdum og eftir að núverandi ráðherra tók við stjórn. Meðan á kosningabaráttunni stóð heima og mestur æsingur var gerður af B. J. og hans fuglum til að koma H. H. frá völdum, þá spara blöðin okkar í Winne- peg ekki neitt vopn heiðarlegt né óheið- arlegt til að gera H. H. og hans flokk sem allra auðvirðilegastan í augum vest- ur-íslensku þjóðarinnar. Þá var öllu tjald- að og alt notað, sem til var. Sjá »Heims- kringlu« og »Lögberg« frá þeim tíma. Þeirri reglu hafa Winnipeg-blöðin jafn- an fylgt, þegar þau hafa fjallað um ís- lensk stjórnmál, eða þegar þau hafa látið mest til sfn taka 1 íslenskri pólitík, að sneiða sem mest og best hjá málefninu, sem um er að ræða, en í þess stað að hamast sem mest og öflugast á mönnun- um, sem við málið eru riðnir. Og þess- ari óhræsisreglu fylgja þau enn í dag; einkum fylgir þó »Heimskringla« dyggi- lega og afdráttarlaust þessari dæmafáu og svívirðilegu reglu. Það er auðvitað, að íslensk alþýða hér vestra, er ekki nægi- lega kunnug stjórnarfari Islendinga heima. Þetta er ekki tiltökumál og ógn eðlilegt, að menn sem dvalið hafa fjærri fóstur- jarðarströndum svo tugum ára skiftir og það í annari heimsálfu, (eins og á sér stað með oss Vestur-íslendinga) geti fylgst svo með áhugamálum þjóðar vorrar, svo í nokkru lagi sé, hvað þá heldur að auð- ið sé fyrir V. í. að d æ m a um menn og málefni íslensku þjóðarinnar 1 heild sinni. Og einmitt vegna þess, hve fáfróðir vér V.-í. erum yfirleitt í íslenskri pólitík, var afar árfðandi fyrir oss að fá óhlutdrægar og nákvæmar fréttir af ástandinu heima og sem allra réttmætasta skýringu á öll- um málavöxtum. En það er öðru nær en að Vestur-ís- lendingar hafi átt því láni að fagna að eiga samviskusöm og óhlutdræg blöð, þegar um Island og íslensk mál er að ræða. Allur þorri V.-í. heldur Winnepeg- blöðin, »Lögberg« og »Heimskringlu«, þar eru fréttirnar sannar og ósannar, bæt- andi og spillandi. Vestur-íslendingar eiga ekki völ á öðru betra og verða því að gera sér það að góðu. En óholl andleg fæða er þar oftast borin á borð fyrir les- arann, að því er Island snertir, eins og sjá má af afskiftum þeirra af íslenskum stjórnmálum á síðari árum. Það, að »Heimskringla« og »Lögberg« létu afdráttarlaust í ljósi sína skoðun á íslands stjórnmálum, er ekkert við að at- huga. Slfk skoðun nær skamt og skiftir engu. En hitt er blátt áfram ófyrirgefan- legt af þeim, að berja þeirri skoðun sinni inn í V.-í., að allir séu landráðamenn heima, sem fylgja H. H. og hans flokki, eins og þau þrásinnis hafa reynt að gera. »Heimskringla« hefir auðvitað gengið á undan í þessari svívirðingu eins og henn- ar er vandi í öllum málum, er almenn- ing varða. Hún hefir sigað upp á móti H. H. og hans flokki óþverramannræfl- um, reglulegum hundspottum og látið þá þenja út allar klær, þangað til þeir hafa orðið sér og blaðinu til stórskammar og athlægis. Gamli agentinn, núverandi ritstjóri »Heimskringlu«, hefði eflaust gert réttast í að segja- sem minst um stjórnmalabar- áttu Islendinga, bæði vegna þess, að mað- urinn er auli í þeim sökum og ennfrem- ur vegna þess, að allir vita að hann er enginn föðurlandsvinur og íslendingur lftill. Eitt hneykslið af mörgum var það, þeg- ar nokkrir menn f hópi V. I. tóku sér það bessaleyfi að senda símskeyti til Is- lands hér um árið þess eðlis, að »a 11 i r Vestur-íslendingar« fylgdu B. J. að málum og hans flokki. Þessi lýgi er ein af þeim afarmörgu lygum, sem til Is- lands bárust frá blöðunum hér vestra og einstöku mönnum, sem »Heimskringlu« tókst að æsa upp gegn H. H. Sannleik- urinn er sá, að ef til atkvæða væri geng- ið jineðal V.-í. um stjórnmálaflokkana heima, hverjum hver fyrir sig fylgdi að málum, myndi mjög óvíst hverjir yrðu fjölmennari, þrátt fyrir allan vaðalinn í blöðunum. Eins og ég tók fram hér að framan, hafa V. í. frá byrjun fengið mjög svo ó- fullkomnar og hlutdrægar skýringar á Is- landsmálum, með því að ekki hefir verið unt að byggja neitt verulega á Winnipeg- ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ Islensk-Konfekt, ♦ ♦ 4. ♦ gott og ódýrt, 4 X í Söluturninum. X ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ blöðunum, jafn einhliða og ein6trengings- leg og þau hafa verið. En nú er að rakna fram úr þessu, Sig. Júl. Jóhann- esson læknir hér í Vesturheimi erj nýlega byrjaður að rita um þetta mál og leitast við að skýra það fyrir V. I. á hagkvæm- astan hátt. Aður en hann lýkur máli sínu verða Vestur-íslendingar eflaust farnir að skilja, hvað um"er að vera f íslenskum stjórnmálum heima á Islandi og hvaða pólitíski flokkurinn hafi á réttari og betri grundvelli að standa og hvað þjóðinni er hollast og eiginlegast í framtíðinni. V. /. Bæar-annáll. Steinolíufélagið. Sú breyting verður þar, að hr. Alf. Philipsen lætur af forstöðu fyrir félaginu hér, fer hann til Noregs og verður brautriðjandi fyrir steinolíufélaginu þar. Sá heitir Döebbell er kemur í hans stað. Þorsteinn Erlingsson skáld og kona hans eru nýkomin úr ferð um Norðurland. Fóru þau með norðlensku bændunum norður Kjöl og síðan norður í Þingeyarsýslu, að Ásbyrgi, Dettifossi, Mývatni o. s. frv. Fiskiafli þilskipanna héðan, yfir sumarvertíðina hefir verið þessi: H/F P. J. Thorsteinson & Co., Rvík: Portland 12500 Ragnheiður 24000 Guðrún 15500 Björn Olafsson 14000 Langanes 2IOOO Skarphéðinn 19000 Sléttanes 14000 Toiler 17000 H/F Sjávarborg: Geir 19OOO Sjana 2ÓO0O Guðrún Zoega 17000 Jósefína 19000 Fríða 14000 ísabella 17500 Acorn 12000 Morning Star 27500 Robert 14000 Gunna IÓOOO ' Himalaya 10000 Jón 135°° Elín 6000 Th. Thorsteinsson: Sigríður 25000 Margrét 19500 Guðrún Soffía 16500 Jón Laxdal: Hildur 21000 Sigurður Jónsson Görðunum: Haffari 19000 Guðmundur Ólafsson 0. fl.: Bergþóra 29000 H/F „Stapinn": Ester 32000 Tón Olatsson 0. fl.: Hafsteinn 20000 H. P. Duus: Ása 30000 Keflavík 36000 Svafa 17000 Sigurfari 18000 Milly 22500 Sæborgin 23000 Björgvin 24000 Haraldur 15000 J. P. T. Bryde: Valtýr I7OOO Gunnvör 12000 Niels Vagn 16500 Einar Þorgilsson: Surprise 27000 Jón Þórðarson, Ráðagerði: Seagull 20000 ) 0

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.