Þjóðólfur - 21.10.1910, Qupperneq 2
i;é
ÞJOÐOLFUR
bráðabyrgðarlán þetta yrði nolað, þá
hefir hann látið frönsku bankana vita, að
lánið yrði tekið og gert þeim aðvart um,
að hafa féð á reiðum höndum innan
skamms.
Ef nú svo er, að Landsbankastjórnin
hefir i hyggju að ganga frá hinum gerða
samningi og neita láninu, þá sjáum vér
ekki betur en að með þvílagisésúmóðg-
un sýnd ekki aðeins fulllrúa Frakka hér
á landi, heldur og hinum franska pen-
ingaheimi og allri hinni frönsku þjóð,
sem með engu móti má eiga sér stað,
hvort sem litið er til sóma Landsbankans,
landsstjórnarinnar eða allrar hinnar is-
tensku þjóðar og hagsmuna hennar. Vér
erum þess og fullvissir, að svo framtmál
þelta verður nú að engu og bráðabyrgðar-
láninu er neilað eftir að samningar eru
svo langt komnir, sem rann er á orðin,
og enda lagalega bindandi, þá er loku
fyrir það skolið, að íslandi framvegis
standi lil boða lán frá Frakklandi, og að
því er þelta lán snerlir, mun það hvorki
standa nœstkomandi alþingi eða öðrum
til boða. En eins og peningahag lands-
ins er nú komið, er auðsœlt hverjar af-
leiðingar slíkt mun hafa fyrir viðskiftalíf
landsins i framtíðinni.
Vér verðum þvi hér með að skora á
yður, hœstvirti herra ráðherra, að hlut-
ast til um, að Landsbankastjórnin geri
nú þegar ráðstafanir til að taka lán frá
Frakklandi, sem hún með áðurnefndum
samningi við Samvinnubankann hefir
skuldbundið sig til að laka.
Mál þetta hefir dregist svo lengi, að það
þolir enga bið, og verðum vér því að
fara þess á leit, að beint svar Lands-
bankastjórnarinnar um það, hvort hún
œtli að taka lánið eða ekki, komi oss í
hendur innan tveggja daga, þar sem vér
að öðrum kosli ekki getum ábyrgsl þœr
afleiðingar, er lengri dráttur getur hafl
í för með sér«.
Fjórutn eða fimm dögum síðar sendi
ráðherra til »Sif« bréf það frá Lands-
bankastjórninni, er hér fer á eftir, og
segir ráðherra, að þar sem stjórn Lands-
bankans sé reiðubúin til að taka hið um-
rædda lán, svo framarlega sem samningar
takast um nánari skilyrði fyrir lántökunni«,
þá þyki stjórnarráðinu eigi ástæða til
frekari aðgerða«.
sLandsbanki íslands.
Reykjavík 16. jfúni /pio.
Háttvirt brjef hins háa stjbrarráðs,
dags. i gœr, og þar nieð ýylgjandi bréj
ýrá „Samvinnubanka íslenskra fast-
eigna" dags. 13. þ. m. meðtekið. I
svarinu leyfum vér oss að kalla
banka þennan „Sif', sem er nafn hans
venjulega:
Þar sem „Sif' heimtar svar innan
2 daga, er teljast verður frá dagsetn-
ingu bréfs hans 13. þ. m., er oss eng-
inn timi gefinn til andsvara\ verður
því að virða oss til vorkunar, þb eigi
getum vér svarað nefndu bréfi hans
eins rœkilega og vér mundum gera, ef
timi vceri nœgur. Öðru sinm verðum
vér að áskilja oss nœgilegan tíma.
Til bráðabirgða verða sv'ór vor
þessi:
Landsbankastjórnin hefir sama hug
og áður á því, að taka umrcett pen-
ingalán ýrá Frakklandi. Eftir fund
þann, sem haldinn var með hr. kon-
súl Brillouin 22. Aþríl s.l. skriýuðum
vér honum bréf 2J. Apríl; var pað
borið undir 2 útvalda menn úr „Sif“,
og þeir samþyktu, að senda það. Leyf-
um vér oss að senda hér með eftirrit
af þvi bréfi. Vér vœntum að herra
Brillouin kallaði oss á fund strax eýtir
komu „Botniu" hingað um 1. Maí', sú
eSŒýRomió
með ,Ceres‘ og Sterling :
Kjólatau í morgun- og dagkjóla.
I) a <£-1 !• eyjutau.
Svuntutau.
Flauel, margar tegundir.
Lífstykki, ný tegund, sem alt kvenfólk þarf að
sjá og reyna.
Enskar liúfur, fleiri tegundir.
Sokkar, mikið úrval, fyrir börn og fullorðna.
Prjónag-arn, ágætt, í mörgum litum.
"Vetrarhúíur, fyrir telpur.
Borðdúkar, hv. og mislitir.
Kvensvuntur, hv.
Vn saklútar, hv. og misl. og margt fl.
Árni Kiríkssou.
von brást. Hinn 11. Maí ritaði hann
oss bréf; leyfum vér oss og að senda
hér með eflinit af því.
Það bréf gefur oss ekki tœkiýœri til
að koma á fund með honum, til þess
að fá „specijicerede Laanebetingelser",
sem hann 22. Apríl hafði stungið upp
á að síma eýtir, og til pess að i>for-
berede Aýslutningen evertuelt aýslutte
Forhandlingerne om det og Landsban-
kens önskede Laani. En í bréfinu ber
konsúllinn fram ýmsa skilmála, sem
ekki á neinn hátt liggja nndir umráð
vor.
Vér höfum síðan beðið og vcenst
ýrekari svara, en engin ýengið.
Skal nú ekki orðlengja formála
þennan', en áskiljum vér oss síðar að
koma fram með ýrekari skýringar, ef
þörf skyldi gerast.
1 þetta sinn skal fram tekið, að
Landsbankastjbrnin er ennþá reiðubúin
að taka frakknesk lán, er:
1. vér höfum ýengið ákveðið skriý-
legt lánstilboð, sem vér getum álitið
sé aðgengilegt fyrir umrœddu bráða-
birgðarláni.
2. trygt er landssjóði með aðgengi-
legum kjörum oýt umrœtt stórlán, sem
»Sif« í bréfi sínu 13. þ. m. segirum:
„stendur landssjóði til boða, svo
„ýramarlega sem alþingi samþykkir
„slíka lántöku “. — Sem kannugt er,
er það til þess að hjálpa til þess, að
tryggja landinu slíkt lán, að Lands-
bankinn hefur samið við »Sif« um
samvinnu.
3. að út af samningum milli Lands-
bankans og »Sif« sé:
a. kosin stjbrn ■»Siýs« (sbr. 1. gr.J.
b. reglugerð i>Sifs« framlögð og
breytt, ef Landsbankanum finst
þörý á því (sbr. 2. gr.).
c. »Siý« uþpýylli skjallega 3. gr.
(sbr. 8. gr. og p. gr.) um veð-
deildarbréfakaup, yfirfceri kauparétt
sinn til Landsbankans og fái það stað-
fest aý landsstjbrninni, enda lofi lands-
stjbrnin að fullnœgja skilyrðum þeim,
sem Landsbankinn hefir sett í fyrir-
vara í p. gr. / og 2.
Útdráttur úr samningi milli Lands-
banka íslands og »Sifs« ýylgir hér
með.
Vér áskiljum, að pessum skilyrðum
öllum verði ýullnægt innan tveggja
daga, svo vér getum gert nanðsynlegar
ráðstafanir erlendis með s/s sSterling«.
Landsbanki tslands.
Virðingarfylst.
Björn Kristjánsson. Björn Sigurðsson.
Til Stjórnarráðs lslands".
í tilefni af þessu bréfi skrifaði »Sit«
þegar 20. Júnf ráðherranum á þessa leið:
»7 tilefni af heiðruðu bréfi stjórnar-
ráðsins dags. if. p. m., ásamt eýtir-
riti aý bréfi Landsbankans til stjórn-
arráðsins dags. 16. p. m., skuium vér
leyfa oss að taka ýram út af 3. lið
a—c i neýndu eýtirriti, það er nú skal
greint:
»Siý« er reiðitbúinn til
a. að tilnefna sinn mann i stjórn
sína samkv. samningum, jaýn-
skjbtt sem þörf gerist.
b. að leggja ýram, eý þorý gerist,
reglugerð sína þegar til lántöku
kemur.
c. að i>Sif« hefir þegar yfirfcert
með samningi sínum við Lands-
bankánn rétt sinn til kaupa veð-
deildabrjeýa landsjóðs til bank-
ans, en hefir auðvitað ekkert á
mbti því, ef bankiun telur pess
þörý, að gefa homm sérstaka
skriflega yfirlýsingu um þá yfir-
ýærslu við ýullnægju neýnds
samningsc.
Sorglegt slys.
Fimtudaginn 13. þ. m. druknaði 1 Ytri-
Laxá á Skagaströnd Sigurður Páls-
s o n héraðslæknir á Sauðárkrók.
Sigurður heit. var sóttur í læknisferð
þar vestur, og var á leið frá Skagaströnd
inn að Blönduósi. Ár voru í vexti, því
fönn, er komið hafði, leysti skjótlega.
Ætlaði Sigurður að stytta sér leið og reið
inn bakka og fór Laxá á sjávarvaði, er
það fremur tæpt. í ánni var krapelgur,
og hestur Sigurðar hefir ónýtur verið.
Slitnaði hnakkgjörðin og losnaði Sigurður
við hestinn, og fanst llk hans rekið tveim
dögum síðar á Skagaströnd, og sóttu
Skagfirðingar það vestur. Fylgdarmaður
iæknisins vissi ekkert, fyr en hesturinn
kom Iaus upp úr ánni á eftir honum.
Sigurður heit. var fæddur 24. Maí 1869
í Miðdal í Laugardal, voru foreldrar hans
Páll sfðar prestur í Gaulverjabæ Sigurðs-
son bónda á Bakka f Vatnsdal Jónssonar
(en móðir Páls var Margrét (d. 22. Sept.
1844) Stefánsdóttir (d. 13. Júnf 1839)
bónda á Hofi í Vatnsdal Guðmundssonar
bónda á Kálfstöðum í Hjaltadal Halldórs-
sonar (d. 1769) bónda á Bakka í Yxna-
dal Jónssonar) og kona hans Margrét
Andréa Þórðardóttir sýslumanns Guð-
mundssonar.
Sig. heit. kom í skóla 1884 og útskrif-
aðist þaðan 1890 með II. eink., og úr
læknaskólanum 28. Júní 1894 með I.
eink. 6. Maí 1896 var hann settur læknir
í Skagafirði, en 12. Júní 1897 var honum
veittur .styrkur í eitt ár sem lækni í austur-
hreppum Húnavatnssýslu, en 8. Nóv. 1898
var honum veitt Sauðárkrókshérað.
Sigurður heit. var mjög vinsæll maður
og vel látinn, enda oft og iðulega sóttur
út fyrir læknisumdæmi sitt, og neitaði
hann aldrei læknisförum og var ótrauður
f öllu ferðalagi. Hann var kátur og fjör-
Ugur í viðræðum og naut trausts og hylli
sýslubúa, enda gegndi bann ýmsum opin-
berum störfum fyrir þá, t. d. foimaður
sýslubókasafnsins, aðalmaður spftalastjórn-
arinnar o. s. frv. -— Kona hans er Þóra
Gfsladóttir verslunarm. í Reykjavík Tómas-
sonar, og eiga þau tvö börn á lífi.
Þingmdlafundur Árnesinga
að Tryggvaskdla.
Ár 1910, laugardaginn 15. Okt. var
þingmálafundur fyrir neðri hluta Árnes-
sýslu haldinn að Tryggvaskála samkvæmt
áður auglýstu fundarboði beggja þing-
manna sýslunnar. Á fundinum voru
mættir þingmennirnir báðir og um 60 at-
kvæðisbærir menn úr neðri hluta sýsl-
unnar.
Fundarstjóri var kosinn Eggert Bene-
diktsson hreppstj. í Laúgardælum, en skrif-
ari sfra Ólafur Magnússon í Arnarbæli.
Þessi mál voru tekin fyrir:
x. L a n ds tj ór n i n. Eftir nokkrar
umræður var í þessu máli samþykt með
öllum greiddum atkvæðum svofeld til-
laga:
»Fundurinn er eindregið þeirrar skoð-
unar, að þjóðinni se ekki sæmandi að
hvika í neinu frá sjálfstæðis- og réttar-
kröfum landsins gagnvart Danmörku f
sambandsmálinu, og leggur sérstaka á-
herslu á, að alþingi stígi ekkert spor í
þá átt, er geti orðið til hnekkis fullu
sjálfstæði landsins í framtíðinni; telur
öldungis ótækt að viðurkenna stöðulögin
sem þann grundvöll, er þingið megi á
nokkurn hátt byggja á í löggjöf sinni, og
telur æskilegt að gagugerð endurskoðun
á stjórnarskránni verði undirbúin sem
rækilegast á næsta þingi; en bráðabyrgð-
ar kákbreytingar þvf aðeins tiltækilegar,
að af þeim stafi enginn réttarspillir á af-
stöðu vorri gagnvart Dönum f sjálfstæðis-
máli þjóðarinnar«.
2. Skattamál. Um þetta málefni
urðu talsverðar umræður, ekki síst í sam-
bandi við aðflutningsbannslögin. Tillaga
kom frá 1. þm. sýslunnar um, að kosin
væri nefnd til að athuga skattamálin og
koma með ákveðnar tillögur um þau, er
síðan yrðu sendar þingmönnunum. I
nefnd þessa voru kosnir: Eggert hreppstj.
Benediktsson í Laugardælum, síra Gísli
Skúlason, Guðmundur verslunarm. Sigurðs-
son á Eyrarbakka, Helgi sölustj. Jónsson
og síra Ólafur Magnússon.— Þá var bor-
in upp svofeld tillaga um aðflutnings-
bannið :
»Fundurinn skorar á alþingi að halda
fast við gerðir síðasta þings, að því er
snertir lögbann á innflutningi áfengis, og
hvika í engu frá þeirri stefnu, hvorki með
frestun bannlaganna, né tilslökun á þeim,
þótt hagfelt kynni að þykja að breyta
einstökum atriðum þeirra«. — Þessi til-
laga var samþykt-með 18 atkv. gegn 16,