Þjóðólfur - 28.01.1911, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.01.1911, Blaðsíða 1
Reykjavfk, Föstudaginn 28. Janúar 1911. 63, árg. Þingmálafundur Reykvikinga. I. fnndur. Hann varhaldinní »Iðnó» þriðju- dagskvöldið 24. Jan. þ. á. Um kl. 8V2 voru kjósendur mættir, eins og tíl stóð, enda höfðu þingmenn á- kveðið. að fundur skyldi byrja kl. 8V2. Þingmenn Reykjavíkinga og gæðingar þeirra létu þó bíða eftir sér fram yfir kl. 9. Þóttust þeir illa liðaðir og þurftu að smala bet- ur og dreifa aðgöngumiðum til fleíri kjósenda en af fúsum vilja höfðu sótt sér sjálfir aðgöngumiða til fundarins. Loks kom fram mað- ur haltur, gráhærður með sítt skegg, galdramannlegur mjög og lét hið dólglegasti. Var maður þessi dr. Jón Þorkelsson, undir guðs þolin- mæði 1. þingmaður Revkvíkinga. Setli maður þessi fundinn með skammaræðu um alt og alla, er andstæðuflokk hans fylti. Kallað- ist hafa orðið fyrir þeirri ósvinnu af hendi fjandmanna sinna, þeirra Fram manna, að þeir hefðu beiðst þess af sér, að þeim yrði veitt jafn- ræði um eftirlit með úthlutun að- göngumiða til fundarins, dyragæslu, málfrelsi o. s. frv. Kallaði þing- maðurinn slíkt flónsku og ósvinnu. Að lokinni þessari ræðu tilkvaddi Jón Ólaf fríkirkjuprest Olafsson fundarstjóra. Þá var stungið upp á Borgþór Jósefssyni bæargjald- kera til fundarstjóra af hálfu Heima- stjórnarmanna. Þverneitaði Jón að bera undir atkvæði kjósenda hvorn þeirra síra Ólafs eða Borgþórs, þeir vildu velja til fundarstjóra. Lézt sjálfur hafa úrskurðað Ólaf réttan fundarstjóra. Kvaðst eigi vilja hafa skipan kjósenda á því máli. Stóð svo um hríð og settist Jón niður. Var atferli þessu harðlega mótmælt Ólafur klerkur gerðist nú ókyrr og rauður í andliti. Þótti sér nú stofn- að í mikla óiæru og þorði ekki að takast fundarstjórn á hendur. Kftir nokkra stund liðna sté fram annar forgöngumaður Reykvíkinga, Magnús Th. S. Blöndahl. Bar hann nú áðurgreind fundarstjóraefni undir atkvæði kjósenda og fórst það vel og liðmannlega — Qg framar en sumir höfðu við búist. Var Borgþór kjörinn og klöppuðu nú Heima- stjórnarmenn lofi í lófa. Þá komst skipulag á fundinn, Meðan þessu fór fram, sat dr. Jón gneypur mjög og þuldi í skegg sitt. Kftir fundarstjóra-kosninguna liúkti hann lengi sem þrumulostinn og tautaði nokkuð fyrir munni sér. — Þóttust sumir menn mega greina orð hans, og er mælt að hann hafi tautað þessi orð af munni sér: Ef þeir drepa fgrir mér sambandsmálið, þá geng ég af fnndi. Jafnt fylgismenn sem féndur dr. Jóns kölluðu einum rómi atferli hans hina mestu óhæfu og lögleysu. Þótti Magnús Blöndahl heldur hafa vaxið — frá því sem áður var — af framkomu sinni, — í samanburði víð dr. Jón. Nú kom sambandsmálið. Tillaga þingmanna var feld, en Heimastjórn- armanna samþykt. Þá tautaði Jón enn nokkuð í skegg sér og heyrðist það óglögt, en nokkuð svo þótti mönnum, sem hann ákallaði hjálp einhverra vætta. Eftir þetta gerðist Jón sauðspak- ur á fundinum hafði sig lítt frammi og jafnvel sýnn blygðunarsvipur á andliti hans. Fór fundurinn síðan fram vel og skipulega, enda var framkoma stjórn- arliðsins sæmileg að öðru leyti en því er áður var um Jón dr. Þor- kelsson sagt. Þó skal þess getið, að Björn Kristjánsson bankastjóri kunni illa að gæta tungu sinnar og gekk brott af fundi með kinnroða eftir að hann hafði einn allra greitt atkvæði gegn rannsókn á ráðherra fyrir landsbanka-afglöp. Allar tillögur Heimastjórnarmanna hlutu meiri hluta og margar nær öll atkvæði. Enginn lagði ráðherra liðsyrði — nema Björn Kristjánsson, auðsjáanlega að eins til málamynda og af því viti, sem honum er lagið —, og voru þó hirðgæðingar hans, Ari, Einar Hjörl., Ben. Sv. & Co. á fundi þessum. Fundi var ekki lokið fyrr en kl. 3 um nóttina. Urðu Heimastjórnarmenn erindi fegnir, en stjórnarliðar grétu margir beiskan, fremur dult þó. II. fnndur var haldinn í Bárubúð, 25. þ. m. og setti alþm. Dr. J. Þ. fundinn. Gerði hann það eins og fyr með miður vel völdum orðum, en þó hafði hann séð það að sér, að hann bar undir atkvæði hver ætti að verða fundarstjóri, en beitti þeirri hlut- drægni er framast mátti. Vildi ekki láta gera kunnugt hvern heima- stjórnarmenn vildu velja, fyr en búið væri að greiða atkvæði um sinn kandidat. Svo fóru samt leik- ar, að hann varð þar í minni hluta. Eftir fundarstjórakosning var geng- ið til dagskrár, og varð lítil rósta eftir það, nema hvað fast var deilt um málin, og höfðu þingmenn þar ofurlitinn meirihluta um sambands- málið. En einkennileg var inn- skotssetning er Dr. Jón Þorkelsson þm. gaf er Gísli Þorbjarnarson búfr. var að tala um vantraustsyfirlýsingu til ráðherrans. Gísli sagði að margt ljótt væri kunnugt um hann. Gall þá Dr. Jón Þorkelsson við: y>Og kannske er það fjótasta óséð emi«. Á fundi þessum voru ræðumenn frá heimastjórnarmönnum: Guðm. Björnsson landlæknir, Hannes Haf- stein bankastjóri, Gísli Þorbjarnar- son búfr. og Gunnlaugur Pétursson fyrv. bæarfulltrúi. En af> meiri hlut- anum töluðu Dr. Jón Þork., M. Blöndahl, Bjarni frá Vogi, Gísli Sveinsson o. fl. Tveir hinir siðasttöldu eru ekki kjósendUr, en Dr. J. Þ. bar það að nafni til undir atkvæði áður en fundur var löglega settur, og taldi það samþykt þótt þeim sr. Ól. Ól. fríkirkjupresti og Hannesi Hafstein kæmi saman um að svo væri ekki. Mjög var framkoma J. Þ. víta- verð á fundi þessum. Þannig skip- aði hann kjósendum o. fl. að þegja og svívirti þá í orðum. Á þessum fundi var samþykt að taka vantraustsyfirlýsingu til ráð- herrans út af dagskrá, vegna þess að þar sem rannsóknarnefndar væri óskað á ráðherrann, væri þar með lýst vantrausti á honum. Ekki kom það af því að menn bæru traust til ráðherra! Fund þennan sátu yfir 20 óat- kvæðisbœrir menn, og greiddu sum- ir þeirra atkvæði með þingmönn- unum. III. Fnndnrinn var í Báruhúsinu 26. þ. m. Fund- inn setti Magnús Blöndahl og fórst það að mestu skammlaust, og var það af því, að þeir gátu ekki leng- ur notað dr. Jón fyrir sakir sví- virðu þeirrar, er hann hafði gert sér og sínum flokki á undanförnum fundum, og fundu þeir því upp á því snjallræði að láta M. Bl. setja þenna fund. En svo voru þeir hræddir, að þeir samþ. í e. hlj. að Magnús Einarsson dýralæknir — er heimastjórnarmenn stungu upp á fyrir vfundarstjóra — væri sam- þykktur. Á þessum fundi afneitaði dr. Jón Birni Jónssyni ráðherra og öllu hans athæfi og kallaði það brígsl mikil, að stjórnarfl. bæri á- byrgð á gerðum hans. Nemandi nokkur á læknaskólanum hafði orð fyrir þeim stjórnarliðum og mætti framkoma hans þar almennri fyrir- litningu, enda voru einu rök hans fyrir máli sínu meiðandi og sví- virðileg brigslyrði um Heimastjórn- armenn, sérstaklega þó þá er fjar- verandi voru. — Þótti honum auð- sjáanlega árennilegra að bíta þá en hina er viðstaddir voru. — Létu engir máli skifta hvað sveinstauli sá sagði, en sjálfbyrgisskapurinn skein af andlili hans, þegar hann gekk um gólf á ræðupallinum og horfði J» 4. með spekingssvip miklum á ræðu- menn Heimastjórnarmanna. Annar stjórnarliði þar, sem gólaði hæst fyrir ráðherra í bankamálinu í fyrra, kvað eiga ráðherranum að þakka eínhveru bita, lét þakklæti sitt í ljósi með því að haga sér litlu skár en hinn, er áður er nefndur, og var það alment álit allra manna, að framkoma þessara tveggja manna hefði lítt bætt málstað þeirra, enda fóru svo leikar, sem fundargerðin ber með sér, að stjórnarliðar urðu í geypilegum minnihluta. Undir fundarlok reis hinn síðartaldi ræðu- garpur stjórnarliða upp með háreisti mikilli og kom með tillögu um, að fundurinn teldi frávikning banka- stjórnarinnar íéttmæta. Notaði um leið tækifærið til að ansa sér yfir hana, sérstaklega Tr. Gunnarsson, sem mættur var á fundinum, en hafði þar ekki málfrelsi, og gat því ekki borið hönd fyrir höfuð sér. En þegar till.m. sá, að engin vildi virða hann svars, vildi hann taka tillöguna aftur, og fékk það; en fundarmenn svöruðu gaspri hans með vantraustsyfirlýsingu á tillögu- manninn sjálfan. Á þessum fundi fékk sendiherrann frá Vogi orðið og Iauk miklu lofs- orði á dugnað viðskiftaráðunautsins. En litla frægðarför fór hann, því Jón Laxdal og Jón Þorláksson færðu mikil rök og góð fyrir hinu gagnstæða. Vantraustsyfirlýsing til ráðherra var samþ, með 147 atkv. gegn 14 og sagði skólapilturinn að þeir (a: stjórnarliðið) ætluðu að samþ, þetta (a: vantraust til ráðherra) á flokksfundum sínum. — Voru á fundinum 14. kjósendar er ekki vildu lýsa yfir opinberlega vantrausti á ráðherra. Á fundinum tóku þessir til| máls auk þingmannanna og þessara tveggja stjórnarliða: Bjarni Jónsson frá Vogi, Jóhann Kristjánsson ættfr., Jón Jónsson alþm., Jón Laxdal kaupm., Jón Olafsson alþm. og Jón Þorláksson verkfr. — Fundurinum var slitið stundu eftir miðnætti. 1Y. fundur var haldinn í gærkveldi í Bárubúð. Magnús Blöndal setti fundinn, því séð höfðu stjórnarmenn að dr. J. Þ. var ófær til þess. Fundur þessi var fastast sóttur af öllum fundunum, og harðar ræð- ur af beggja hálfu, lá við sjálft er vantraustsyfirlýsingin kom til ráð- herra í fundarlok, að stjórnarmenn flýu af fundinum, og dr. J. Þ. marg- bað þá fundarstjóra að slíta fundi, svo var kjarkur hans að þrotum kominn, þó tókst svo fyrir tilstilli góðra manna og M. Blönd., að af Framhald á 4. síðu. L

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.