Þjóðólfur - 28.01.1911, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.01.1911, Blaðsíða 2
14 ÞJOÐOLFUR Nignálafuíir í Reykjavik. Heimastjórnarmenn sigra. Þingmálafundir Reykvíkinga voru haldnir 24—27. þ. m. var fyrsti fundurinn haldinn í Iðnaðarmanna- húsinu, en hinir þrír í Báruhúsinu. Fundarstjóri fyrsta fundarins var Borgþór Jósefsson bæargjaldkeri kos- inn með 165 atkv. (sr. Ól. Ólafsson fékk 115) og skrifarar Ágúst Bjarna- son kennari og Brynjólfur Björnsson tannlæknir. Á öðrum fundinum var Haildór Daníélsson yflrdómari kosinn fundarstjóri með 150 atkv. (Hannes Hafliðason skipstjóri fékk 130) og skrifarar Halldór Jónsson bankagjald- keri og Grímúlfur Ólafsson bæarfó- getaskrifari. Á þriðja fundinum var Magnúsi Einarssyni dýralæknir kos- inn fundarstjóri í ehlj. og skrifarar Jón Sigurðsson fullmektugur bæar- fógetans og Karl Nikulásson verslun- arstjóri. Á fjórða fundinn var fund- arstjóri kosinn Sigurður Jónsson kennari með 163 atkv. (Þorvarður Þorvarðsson prentsmiðjustjóri fékk 157) og skrifarar Richard Torfason bankaritari og Þorsteinn Gíslason rit- stjóri. 1. Sjálfstæðismálið (sambands- málið). Yoru lesnar upp svohljóðandí til- lögur: a. frá þingmönnunum : Þar sem Danir ekki hafa viljað viðurkenna fullveldisrétt íslensku þjóðarinnar og áframhaldandi samningatilraunir við þá því verða að teljast árangurslaus- ar, telur fundurinn það sjálfsagt, að haidíð sé fast við ályktun Þingvalla- fundarins 1907, er kveður á um stefnu íslendinga, verði fullum sjálf- stæðiskröfum þeirra ekki sint. b. , frá L. H. B.: „Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir meðferð stjórnarinnar og þingmeirihlutans í sambandsmálinu “. a. I. Feld 129 atkv., II. samþykt 160 atkv., III. feld 165 : 140, IY. ft*ld 184 : 183. Alls með tillögunni 612 atkv., en móti 647. Tillagan því feld. b. I. samþ. 153, II. feld 145, III. samþ. 171 : 139, IV. feld 170 : 163. Tillagan þvi samþgkt með 639 : 591. c. Tillaga frá Jakob Möller á III. fundi: „Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir framkomu Heimastjórnarmanna í sambandsmálinu. Feld 185 : 135 atkv. d. Tillaga frá Þórði Thoroddsen á IV. fundi: „Fundurinn lýsir trausti á þingmönnum í sambandsmálinu". Feld 179 : 171 atkv. 2. Stjórnarskrármálið. A öllum fundunum samþ. svohlj. tillaga frá Einari Arnórssyni, en varð síðan sameiginleg tilllaga frá flokkun- um: „Fundurinn skorar á alþingi að samþykkja á næsta þingi frumvarp til laga um breytingar á stjórnar- skránni, er feli í sjer afnám konung- kjörinna þingmanna og afnám til- vitnana í stöðulögin og fleiri breyt- ingar, er nauðsynlegar kynni að þykja". 3. lianka-fyrirkomulagið. Tillögur: a, „Fundurinn vjfl, að þing og stjórn láti sér ant um að efla hag Landsbankans svo að hann verði fær um að styðja arðsöm þjóðþrifa- fyrirtæki, og að ákveðinni upphæð af iánsfé, sem iandið tæki og bankinn fengi til meðferðar, væri heimilt að verja til þess að styrkja íslenskar botnvörpuveiðar, eftir áliti banka- stjórnarinnar“. b. „Fundurinnmælir með því,að veð- deildin verði að meiru eða minna leyti aðskilin frá bankanum sjálfum, og lánskjörin hagkvæmlegri en þau eru nú. c. „Fundurinn skorar á alþingi að rannsaka gerðir stjórnarinnar í Lands- bankamálinu og lagfæra þær lögum samkvæmt. d. brtill. við c. og leiðrjetti þær, ef þær eru ekki lögum samkvæmt. a. samþ. á öllum fundum. b. samþ. á I., II. og IV, feld með nokkrum atkvæðamun á III. fundi. c. I. samþ., II. tekin út af dagskrá, samþ. á III. og IV., samþ. með öll- um greiddum atkv., 2 greiddu ekki atkvæði. d. feld á öllum nema II. íundi. 4. Samgöngamál. Tillaga frá þm.: a., „Fundurinn skorar á þing og stjórn að gera sitt ítrasta til að koma ferðaáætlun milli- landaskipanna í haganlegra horf en nú er, svo að aldrei líði meira en í mesta lagi 14 dagar milli beinna ferða frá útlöndum til Rvíkur eða frá Rvík til útlanda". b, f. minnihl. „Fundurinnskorará al- þingi að hlutast til um að skilyrðum fjárl.l909fyrir fjárveitingtil gufuskipa- ferða verði fullnægt framvegis og ferðum hagað eftir þörfum lands- manna“. c. , frá þm. „Fundurinn telur heppi- legt,að fje því,sem lagt er úr landssjóði til vegabóta, sje einkum varið til að bæta áðal-þjóðvegu og brúa ár á þeim leiðum. Viðhald þjóðvega álítur hann varhugavert að láta sýslufjelögin ann- ast, en telur rjett, að þau hafi á hendi viðhald flutn.br. og greiði landsspell þau, er verða við lagningu þeirra. Tillaga kom fram um „að vísa till. c. til ath. þingmanna og taka fyrir næsta mál á dagskrá". Allar samþ. á á öllum fundunum með samhlj. atkv. 5. Fánaniálið. Tillagafráþingmönnum: „Fundurinn væntir þess, að þing og stjórn geri sitt til þess, með löggjöf eða á annan hátt, að hinn ísl. fáni, sem öllum er heimilt að taka upp á landi, nái sem fyrst alþjóðaviðurkenningu sem sigl- ingafáni íslendinga“. Samþ. á I. og II. fundi. Á III. fundi samþ.: „Fundurinn væntir þess, að Alþingi semji lög um íslenskt flagg". Á IV. fundi var tillagan frá I. f. samþ. með þeirri breytingu, að í stað „hinn islenski fáni“ komi „íslenskur fáni“. 6. Konnngkjörnir þingnienn. Tillaga frá þingmönnum: „Fundur- inn aðhyllist þá skýringu á 14. gr. stjórnarskrárinnar, að hinum konung- kjörnu þingmönnum beri að sitja að eins 3 regluleg þing (venjulega 6 ár) og að rjett væri því, að ný útnefning færi fram fyrir næsta þing“. Málinu vísað frá á öllum fundunum með rök- studdri dagskrá : „Útaf framkominni tillögu tekur fundurinn fyrir næsta mál á dagskrá með skírskotun til hinna ótviræðu ákvæða 14. greinar stjórnarskrárinnar!" Samþ. I. 128, II. 89 : 61, III. samhlj. atkv., IV. í einu hlj. 7. dónismál: Á öllum fundum samþ; tillaga frá L. H. Bjarnason, síðan sameiginleg: „Fundurinn skorar á þingmenninaað beitast fyrir því, að æðsta dómsvald í ísl. málum verði sem fyrst flutt inn í landið og gjörðar jafnframt æskileg- ar eða nauðsynlegar breytingar á dómaskipuninni að öðru leyti. S. Kirkjamál: Tillögur: a. Frá þingmönnum : „Fundurinn vill láta gera rækilega gangskör að því að framkvæma aðskilnað ríkisog kirkju og skorar á þingmennina að fylgja því máli fast fram“. b. Viöaukatillaga: Að sjálfsögðu falli allar eignir, sem nú eru í vörsl- um kirkjunnar til landssjóðs. c. Tillaga: Engum manni er skylt að vera í neinu trúfélagi eða gjalda því skyldur af föstum eignum sín- um né launum. a. Samþ. á I. og II. fundi með öllum atkv. gegn 2. Samþ. á III. f. með samhlj. atkv. og IV. f. Samþ.álV.f. meðöllum atkv. gegn4. b. Tekin aftur á I. f.; á II. f. var tillagan samþ. með þeirri breytingu, að í stað „þær eignir“ komi: „opin- berar eignir". Viðaukatill. III. f. samþ. í e. hlj.: eftir landsjóðs: „að svo miklu leyti sem þær eru ekki einkaeign einstak- linga eða safnaða". c. Tekin aftur á I. f., en samþ. í e. hlj. á III. f. og IV. f. 9. Rannsóknarncfnd á ráðherra. „Fundurinn telur rétt, að þing- ið setji rannsóknarnefnd samkv. 22. gr. stj.skr. til að rannsaka sakir þær, er bornar hafa verið á Björn Jóns- son ráðherra, svo að hið sanna megi koma í ljós“. Samþ. á I. f.: 143:8; II.: öllum gegn 4; III.: öllum gegn 4 og IV.: 192 : 87. 10. Eftirlannamál: „Fundurinn vill láta afnema eftir- laun embættismanna, er þess í stað safni sjer ellistyrk, og sérstaklega skorar hann á þingmennina að koma því til vegar, að eftirlaun ráðherra verði þegar afnumin". Samþ. á öllum fundunum í einu hlj. 11. Fjármál: Á 1.—III. og IV. fundi smþ.: „Fundurinn væntir þess, að þing og stjórn leitist við að útvega lánsfé með hentugri kjörurn en vér höfum nú, en auki því að eins lántöknr landsins að brýna nauðsyn beri til“. Á II. f. samþ.: 130 gegn 139. „Fundurinn væntir þess, að þing Og stjórn leytist við að losa fjármálvor sem mest við Danmörku og útvega annarstaðar lánsfé með hentugri kjör- um en vér höfum nú, en auki því að eins lántökur landsins, að brýna nauðsyn beri til“. 12. Hafnarmálið: Tillaga frá borgarstjóra: „ Fundur- inn telur það eitt hið þýðingarmesta mál fyrir Reykjavíkurbæ og landið í heild sinni, að fá bygða fullkomna og lokaða höfn í Reykjavík og skorar á alþ. að veita fje úr landssjóði að helmingi til byggingar hafnarinnar og samþykkja frv. til hafnarlaga fyrir kaupstaðinn, er bæjarstjórn og hafn- arnefnd semur". Sþ: í e. hlj. á öllum f. 13. . Versiunarlöggjöf. Sameiginleg tillaga samþ. í e. hl. á öllum f.: „Fundurinn telur þaðnauðsynlegt,að verslunarlöggjöf landsins verði kom- ið í eina heild, er sje í samræmi við löggjöf Norðurlanda í þeim efn- um, að svo miklu leyti sem stað- hæt.tir og annað kynni að leyfa". 14. Fiskireiðamál: Sameiginl. tillaga frá báðum flokk- um: Samþ. í e. hlj. á öllum f.: „Fundurinn skorar á þingmennina, að beitast fyrir því, að alþingi veiti allsherjar flskiveiðafélagi, sem stofn- að yrði, ríflegan styrk úr landsjóði til þess að vinna að tilgangi sínum". Viðbót við fiskiveiðatillöguna á IV. fundi frá Pétri Zóphóníassyni ritstj.: „enda hafl alþingi tryggilegt eftirlit með því, hvernig fénu er varið, og svo verði og um Búnaðarfélag íslands framvegis". Samþ. í e. hlj. 15. Botnvörpungamál: Tillaga frá Þórði Péturssyni, Guðm. Guðmundssyni, SveiniJónssyni, Guðm. Þorkelssyni og Ásm. Einarssyni: „Fundurinn skorar á þingmenn- ina að fylgja því fram, að undan- þága sú, er á síðasta þingi var veitt ísl. botnvörpungum með að mega hafa hlera utanborðs innan landhelg- islínunnar, sje algerlega afnumin“. Till. feld á I.f.: 97 : 19; samþ. á II. f.: öllum gegn 4; III. f.: 99 : 54; IV. f.: samþ. sýnil. meiri hl. 16. Sóknargjöld: „Fundurinn telur lögin um sókn- argjöld að mörgu leyti óheppileg og ranglát og skorar á alþ. að tireyta þeim þannig: a. að reikningsskila- frestur sóknarnefnda verði lengdur að miklum mun; b. að helmingur gjald- anna verði nefskattur, en hinum helmingnum jafnað niður eftir efnum og ástæðum, c., að allir ómagar og þeir, sem yngri eru en 18 ára, verði undanþegnir gjöldum". Málið falið þingmönnum til athug- unar á öllum fundunum. 17. Kosning lækna: „Fundurinn felur þingmönnum sin- um, að fylgja því alvarlega fram á næsta þingi, að þjóðin fái alveg sams- konar lög um að kjósa sjer sjálf lækna, eins og núverandi prestakosn- ingalög eru“. Málið var falið þingm. til athugunar á öllum fundunum. 18. Kosning horgarstjóra: „Fundurinn skorar á þingmemr^-að fá breytt 1. gr. í lögum um bæar- stjórn í. Reykjavík frá 22. nóvbr. 1907, þannig, að í stað þess að „bæj- arstjórn kýs borgarstjóra" komi: „Borgarstjóri skal kosinn af öllum at- kvæðisbærum kjósendum kaupstaðar- ins, sem kosningarrjett hafa til bæj- arstjórnar". Samþ. á öllum fundum í e. hlj. Viðaukatill. frá Jóni Laxdal samþ. á III. f.: „Kosning borgarstjóra skal fram fara á sama hátt og kosning í bæarstjóin að öðru leyti en þvi, að aðeius skal nota einn lista, þar sem tilgreind eru nöfn allra umsækjenda. Er sá rjett kjörinn borgarstjóri, sem hlýtur flest atkvæði.". 19. Járnbraatir. Samþ. á öllum f.: „Fundurinn skor- ar á þingmenn kjördæmisins að fylgja eindregið fram á næsta þingi, að járnbraut verði lögð hið allra fyrsta frá Reykjavík til nærliggjandi hjer- aða á Suðurlandsundirlendinu". 20. Tillaga um vantraust á ráð- herra: „Fundurinn lýsir vantrausti á ráð- herra“. Samþ. ál- 118 : 21; tekið út af dagskrá á II. f.; samþ. á III. f. 147 :14; á IV. fundisamþ. með 147 : 121. 21. Um viðsklítaráðunautinn: „Eftir fenginni reynslu telur fund- urinn rétt, að fella niður fjárveit- ingu til viðskiftaráðunauta". Samþ. á I. f.: 123 : 12; II. f.; 123 : 104; III. f.: 133 : 85; ekki borið upp á IV. f. sökum þess, hversu áliðið var. Samþ. 379 : 201. Á III. fundi bar Bjarni Jónsson frá Vogi fram svohlj. till.: „Fundurinn skorar á alþingi að veita ekki minna en 15 — 20,000 kr. til viðskiftaráðunauta, og sé því fé varið til launa og ferðakostnaðar fyr- ir einn eða tvo viðskiftaráðunauta og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.