Þjóðólfur - 28.01.1911, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 28.01.1911, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 15 skrifstofufé fyrir þá og viðskiftafull- trúa, er hann eða þeir skuli fá sér í helstu viðskiftalöndum vorum". Feld með 130 gegn 84. 22. Tollmál: „Fundururinn tjáir sig mótfallinn faktúrutolli og farmgjaldi". Samþ. á I. f.: 108 : 1; ll. f.: öll- um gegn 4; III.: öllum gegn 14; á IV.: samþ: í e. hlj. 23. Fólksflntninguv á mótov- bátnm: Á III. og IV. f. samþ. svohlj. till.: „Fundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins, að hlutast til um, að alþingi semji lög um fólksflutninga á mótorbátum og opnum bátum, er takmarkar tölu farþega og að öðru leyti tryggi lif manna og heilsu á slikum ferðum. 24. Bankarannsóknin: Á III. fundi kom Jakob Möller með svohlj. tillögu: „Fundurinn telur rannsóknina á hag Landsbankans rétt- rnæta". Till. var tekin aftur, en út af umræðu tillögumanns var svolát- andi till. samþ. með öllum þorra at- kvæða: „Fundurinn iætur í ijósi óánægju sína yfir austri Jakobs Möl- lers“ á hina fráförnu bankastjórn". 25. Pegnskyldnvinna. Á IV. fundi Nvar með öllum greiddum atkv. gegn 3 samþ. tillaga frá Þórði Breiðfj'órð um, að fresta þegnskyldulögunum, ef þau kæmu fyrir næsta þing. 26. Alþingismenn: Á IV. fundi var í einu hljóði samþykt tillaga frá Pétri Zóphónías- sýni um, að skora á þingmennina að fylgja því fast fram á næsta þingi, að Reykvíkingar fái 5 alþingismenn. Stj ó rnarjr umvðrpin, sem lögð verða fyrit næsta þing, eru þessi, að því er blað ráðherrans segir: 1. Frv. til laga um samþykt á lands- reikningunum fyrir árin 1908 og 1909. 2- — — fjáraukalaga fyrir árin 1908 og 1909. 3- fjáraukalaga fyrir árin 1910 og 1911. 4. — — fjárlaga fyrir árin 1912 og I9I3- 5- — — laga um breyting á toll- Jögum fyrir ísland 8. nóv. 1901. 6. ------laga um aukatekjur lands- sjóðs. 7-------laga um erfðafjárskatt. 8. — — laga um vitagjald. 9- — — laga um breyting á þeim tíma, er hið reglulega al- þingi kemur saman. IO- — laga um fræðslu æsku- lýðsins. 11, 'aga um dánarskýrslur. 12. ' laga um eiða og dreng- skaparorð. 13- — — *a£a Urr> viðauka við nú- gildandi lög um utanþjóð- kirkjumenn. 14. — — laga um breyting á lög- um nr. 46, 16. nóv. 1907 um laun sóknarpresta. 15. — — almennra viðskiftalaga. 16. — — laga um lögaldursleyfi. 17. ------laga um úrskurðarvald sáttanefnda. 18 — — siglingalaga. 19--------laga um öryggi skipa og báta. 20. — — laga um vita, sjómerki o. fl. 21. — — laga um sóttgæsluskírteini skipa. 22. — — laga um stýrimannaskóla í Reykjavík. 23. — — laga um útrýming fjár- kláðans. 24. — — laga um útflutningsgjald af ull um stundarsakir. PiopálafiiMiir á Akureyri. Hann var boðaður af þingm. Sig Hjörl. fyrir nokkrum kvöldum. En þar reyndist svo, að þingmað- urinn var í vniklum minnihluta og gekk allt í móti honum. Hann hröklaðist þá burt af fundínum. Og er samt atti að halda áfram, heimtaði hann af húsráðanda, að hann bannaði það, ineð því að húsið væri sjer leigt. Voru svo ljósin slökt í fundarsalnum og varð þá ekki meira úr fundinum. En í gærkvöld samþ. bæjarstjórn Akureyrar að gangast fyrir þing- málafundarhaldi nú bráðlega, með því að þingmanni væri ekki treyst- andi til þess, eftir því, sem fram var komið. Þingmálafundur í Stykkishölmi. Hann var haldinn 10. þ. m. og ílytur „Rvík“ nákvæma skýrslu frá honum á laugard. var. Fundurinn var andstæður þingmanninum og stjórninni, nema í sambandsmálinu, þar marðist fram tillaga þeim í vil með 34 atkv. gegn 31. Samþykt var áskorun til alþingis um að samþykkja breytingar á stjórn- arskránni, mótmælt fjármálastefnu síðasta alþingis, sjerstaklega með til- liti til Thorefjelagsins, og svo með- ferð ráðherra á landsfje, lýst óá- nægju yfir samgöngunum á sjónum, skorað á alþing að fresta bannlögun- um og leggja eigi toll á matvörú nje hækka kaffitoll og sykurtoll. Skaííamál íslands. Athugasemdir út af tillögum skatta- málanefndarinnar eftir Steláii B. Jónssou. III. fJað, að tilheyra lögbundnu þjóð- félagi, veldur óhjákvæmilega því, að menn verða að bera sameigin- lega þann kostnað, sem nauásgn- lega leiðir af lögskipaninni og stjórn- arframkvæmdinni, i þjóðfélaginu. — Þetta er eins eðlilegt og sjálfsagt og nokkuð getur verið. — Og það á að vera hverjum manni ljúft og ánægju- legt, að bera sinn tiltölulega hluta af þeini kostnaði, eftir mœtti. Um þetta munu allir vera sammála. En nú stendur ávalt þannig á, að menn eru misjafnlega færir um að bera þær sameiginlegu gjaldabirgðar. Sumir eiga lítið eða ekkert til, hafa Htinn eða engan afgang frá lífsnauðsynlegu viðurværi, þó þeir vinni altaf, og spari alt eftir föngum; en aðrir eiga meiri eða minni eignir, og græða fé árlega umfram nauðsynlegt viður- væri, — já, og stundum umfram óhóflega eyðslu, án þess þó að vinna mikið. — Þegar svo að þess er gætt jafnframt, að alt verðmæti er fram- leitt með vinnu, og þess, að mis- munur lífskjaranna, er að of miklu leyti oft afleiðing af ásælni þeirra, sem meira geta og mestu ráða; þá segir það sig sjálft, að það er rétt- látt, að jafna gjöldunum niður að langmestu leyti eftir gjaldþoli hvers einstaks, en ekki, eða að minstu leyti, eftir mannfjölda. Það dugar ekki að halda þvi fram, að allir eigi að bera jafn-þungar byrgðar, af því að allir njóti sömu hagsmuna og sömu réttinda af lög- vernd þjóðfélagsins. Og enn síður verður því þó haldið fram, að þeir sterkari skuli bera minni byrgðar en þeir, sem minni máttar eru; eða, að þeir, sem framleiða auðinn skuli berg meiri útgjöld en þeir, sem ann- að stunda, nema að hreinn ágóði þeirra sé meiri en hinna, að frá- dregnu nauðsynlegu (og jafn-kosta- góðu) viðurværi beggja. Það er viðurkent, að engum megi líðast, að taka á nokkurn hátt fjár- muni annars manns, til eignar og umráða, án hans samþykkis. Sam- kvæmt því ætti þá stjórnarvaldinu ekki heldur að líðast, að leggja gjöld á menn til eigin hagsmuna,, og ekki til neins annars, en til sam- eiginlegra heilla gjaldendanna sjálfra eða þjóðfélagsheildarinnar. — Það, að leggja á skatta; það, að taka með valdi tiltekna fjárupphæð úr eigu annars manns, hvort hann vill eða ekki, er svo gífurlega langt geng- ið gegn persónulegum rétti manna, — er svo móðgandi, að það er eng- um bjóðandi, og ætti ekki að geta liðist, hvorki beinlínis né undir neinu sérréttinda- eða almenningsþarfa- yfirskyni, nema aðeins til nauðsyn- legra útgjalda, fyrir sameiginlega hagsmuni og heill viðkomandi al- mennings. A einveldistímunum var það al- gengt, að gjöld voru Iögð á fólkið, beinlínis til hagsmuna, óhófs og metnaðar fyrir einstaka menn, valds- mennina og hyski þeirra; og það var ekkí farið neitt dult með það þá, þvi að venjan heimilaði það og helgaði. Um það hafði fólkið ekkert atkvæði, það var vanið á það, að skoða sig sem eign höfðingjanna, sem þeim bærí að nota sem annan kvikfénað, til að vinna fyrir sér, og til að láta svo lífið fyrir sig, þegar á þurfti að halda o. s. frv. — Þetta var kallað ánauð, þrælkun og kúgun, og var það lika sannar- lega. En nú er öldin önnur — Guði sé lof. — Nú eru allir frjálsir og fjár síns ráðandi, sem sjálfstæðir, full- veðja menn og borgarar, með sam- eiginlegum skyldum og réttindum. Nú kemur litt eða ekki til greina, að því er oss íslendinga snertir, að vér þurfum að bera nokkur útgjöld nema til vorra eigin, sérstaklegu og sameiginlegu þarfa, svo framarlega sem vér höfum rœnu á, og vit og einurð til, að setja vilja og valdi full- trúa vorra nokkur takmörk fyrir meðferð vors sameiginlega fjár og lögskipun landsins. — En vér höf- um svo afarlengi verið kúgaðir, að vér höfum ekki náð tökunum á því, að hagnýta oss fengið frelsi, að því er snertir hluttökurétt vorn í vorum sameiginlegu þjóðfélagsmálum, og þess vegna éðlilega svo hæpið, að rétti vorum sé fyllilega borgið, þar sein hagur valdhafanna samrýmist: ekki hagsmunum þjóðarinnar. Samkvæmt því sem hér að fram- an er á vikið, verður þá niðurstaðan, að því er almennar skatta- og tolla- álögur snertir, í aðaldráttunum þessi: 1. Engin gföld má leggja á almenn- ing, nema aðeins til ómótmcelanlegra a'mennra þarfa, viðkomandi almenn- ingi, — þannig, að hver einasta tjár- veiting sé verjanleg með hugsunar- réttum rökum, á þeim grundvelii. 2. Almenn gjöld eiga að mestu eða öllu leyti uð vera lögð á auðinn, en ekki á örbyrgðina, — á það, sem til er, en ekki á það, sem ekki er til, — á eignirnar, en ekki á skuldirnar; á arðinn eða ágóðunn, að nauðsynlegu viðurværi og öðrum kostnaði frá- dregnum, en ekki á matinn eða ólijá- kvæmilegt viðurværi, — á krónu- fjöldann sem til er (sem hundraðs- gjöld), en ekki á mannfjöldann — nefskatta — án tillits til skuldlausra eigna. — Er þetta ekki svo sjálf- sagt, að að því ætti ekki að þurfa að leiða rök? Ef nú að svo vandræðalega slæði á, að engar skuldlausar eignir væru til í landinu, og heldur ekki neinn árlegur arður af neinu eða tekjuaf- gangur, umfram nauðsynlegt viður- væri og annan nauðynlegan kostn- að, þá væri auðvitað óhjákvæmilegt að leggja gjöldin á fólkið, en ekki á auðinn, sem ekki væri til; en þó væri sanngjarnt, jafnvel þá, að leggja minna á þann sem meira skuldar, en þann sem minna eða ekkert skuld- ar, að öðru jöfnu — En sem betur fer, þá stendur nú ekki ^þannig á hjá oss, þó vér séum fátækir og skuldugir, og þess vegna getur sú mótbára ekki komið til greina hér, — því að, eftir því sem fram hefur verið haldið, um skuldlausar eignir landsmanna, þá eiga þær nú að nema um 60 miljónum króna sam- tals. Þar af um 113/4 miljón kr. arðberandi geymslufé í bönkunum og víðar, eða sem næst J/s allra eigna landsins, — og er það álitlegur skild- ingur, sem eign tiltölulega fárra manna. 3. Beinir sþattar ættu aðeins að vera lagðir á: — I. Allar arðhæfar eignir einstakra manna og stofnana, að frádregnum öllum þinglýstum og á annan liátt sönnuðum, ógoldnum skuldum; svo sem fasteignir, alls konar (jarðir, lóðir, hús og önnur föst og arðberandi mannvirki). — 2. Á búpening af öllu tagi, skip alls lconar, vélar við iðnrekstur í verksmiðjum etc., innstæðuféá bönk- um eða sjóðum, verðbréf alls kon- ar, veðtrygðar arðberandi skuldir, ítök og hlunnindi af öllu tagi, o. þ. h. — 3. Á allar tekjur af eign og atvinnu og liverju sem er öðru, að frádregnum nauðsynlegum starf- rækslukostnaði og framfærslukostn- aði þar til lieyrandi, þar með talið bæði vextir og afborganir af skuld- um, þegar þær uppbæðir koma til afgjalds sama árið, sem önnur eign eða tekjur viðtakanda. Framfærslu- kostnaðurinn þarf að vera faslákveð- in, viss uppbæð á mann um árið, t. d. 150 kr. á mann. — 4. Á erfðafé. (Niðurl.).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.