Þjóðólfur - 10.02.1911, Page 3

Þjóðólfur - 10.02.1911, Page 3
ÞJÓÐÓLFUR. 23 f Jón Guðmann Sigurðsson bóndi á Laug. Dáinn 26. Desember 1910. Heyr nýársins náklukkur gjalla, vér nötrum, Þ*r skelfa oss alla. Það blæðir hið banvæna sárið, er bygð vor hlaut nýliðna árið. Vér ástvininn mistum hinn mæta, þvi má oss ei nýárið kæta. Sá fullhuginn félag vort prýddi og frækinn við lífskjörin stríddi. Nú syrgja hann brúður og börnin, því best var hann stoð þeim og vörnin og yndissól ásta i heimi, sem er jarðlifsins seimi. Af kjarngóðri rót var hann runninn, sem reynir við náttúru-brunninn, og þaðan kom þrekið og kraftur, og það gaf hann niðjunum aflur. Á undan fór ágætur bróðir, þvi er nú svo tómt hér um slóðir. Þeir vóru sem viðirnir sterku og vaskir í lifsstarfi merku. Vér hugðum oss hamingjan gæfi að halda þeim langa um ævi. Vér sáum þá sorgina eigi né sortann á óförnum vegi. En áður en árið var liðið, varð ömurlegt fjallgarða-sviðið, þars Gullfoss og Geysir sig halda, af gusti frá helinu kalda. Þar bræðurnir báðir nú hvila og bliknuð mun jörðin þeim skýla, en nýárssól nú skín á leiði og nátthimins stjarnbjarta heiði. Vor huggun og hjálp er ei falin, þótt’hnigi tveir garpar i valinn. Við stýrið hann stendur, vor faðir, er stýrir um aldanna raðir. * * Að biðja um viður- kenningu! Ein af tillögum þeim, er bornar voru upp á aðalfundi Búnaðarfélags íslands 8. þ. m. var þess efnis, »að búnaðarþingið hlutaðist til um, að reglurnar fyrir verð- launaveitingum úr Ræktunarsjóði og sjóði Kristjáns konungs IX. yrði þannig breytt, að bændur þyrftu eigi að sækja um sllk verðlaun«. Formæli tillögumanns voru á þá leið, að sökum þess, hve sær- andi það væri fyrir sjálstæðismetnað góðra bænda, að verða »undirgefningarfylst að óska — — biðja — — sækja um, að dugnaður þeirra, hagsýni og framkvæmd- arsemi mætti njóta verðugrar viðurkenn- ingar með nokkrum krónum, sem þá í rauninni munaði lítið eða ekkert um«,— gætu sumir þeir, er viðurkenningarverð- astir væru, eigi fengið af sér að koma fram, og lentu verðlaunin því stundum hjá öðrum óverðugri, sem síðar veigruðu sér við að nota þessa niðurlægingar- aðferð. — Voru dæmi nefnd um atorku- sama framkvæmdabændur, er eigi fengj- ust til að sækja um verðlaunin, eins og nú er ákveðið. Sumir þeirra bænda, er viðurkenninguna ættu að vísu fyllilega skylda, yrðu að »brjóta odd af oflæti sínu« til að ná í hana, meðan umsóknar- ákvæðið stæði, og væri óheppilegt, að þessar sjóðsstofnanir miðuðu til að bæla niður sjálfstæðis-hugsunarháttinn hjá »stólp- um landsins«‘ en efla ölmusu-þægðina.— Taldi tillögumaður líklegt, að koroa mætti því svo fyrir, að skýrslur einar nægði til þess, að menn gætu komið til greina við úthlutun verðlaunanna. Eg hef viljað leiða athygli að tillögu þessari; því mér finst hún hafa við rök að styðjast. Fundarmaður. Þingmálafundur í Borg'- arnesi var haldinn síðastl. Laugar- dag. Uppsýslumenn, sem með ör- fáum undantekningum eru Heima- stjórnarmenn, komust ekki á fundinn vegna vatnavaxta. Norðurá með öllu ófær. Þingmaðurinn komst ekki á fundinn og eigi heldur sýslumaðurinn í Arnarholti. En Jóhann í Sveina- tungu var staddur úti á Hvanneyri og komst því á fundinn. Svo fór samt, að Heimastjórnarmenn höfðu eins atkv. meiri hluta(53 : 52) í sam- bandsmálinu. — Þingmálafundur í Vestm.> eyum er nýhaldinn af þingmanni kjördæmisins. í stjórnarskrármálinu og bankamál- inu voru þar samþyktar samskonar tillögur, frá þingmanninum, og hér á Reykjavfkurfundinum. Fundurinn vildi fá síma til eyanna, en mótmælti loftskeytum. Bæar-annáll. Á ÞriðudagHkvöldið komu þeir hingað til bæarins alþingismennirnir Jósef J. Björnsson, Stefán Stefánsson frá Fagraskógi og Ól. Briem. Fóru þeir land- veg í Borgarnes, en þaðan komu þeir með Ingólfi. Sóttist þeim vlða ferðin seint sökum ófærðar og krapaelgs í ám. Á Holtavörðuheiði komust þeir t. d. aldrei yfir Miklagil, urðu því altaf að fara með norðurijöllunum, lengri leið og torsóttari, væri þá vel, ef það yrði til þess, að brú kæmi yfir Tröllagil, svo sem Hermann Jónasson barðist eitt sinn fyrir á alþingí. Það kostar nokkur hundruð króna, en sparaði mörgum ferðamanni tíma, útileg- ur og jafnvel lífið. Það er þörf að brúa slíkar slæmar fjallár, endarhefir oss verið sagt, að ætlað væri fé til þess á fjárlaga- frumvarpi stjórnarinnar. Jón Magnússon bæarfógeti fór um daginn snögga ferð til Vestmanneya til þingmálafundarhaids; kom aftur á Laugardagskveldið. „Vesta“ fór í gær frá Borðeyri. Búnaðart'élag íslands hélt aðalfund sinn á Miðvikudagskvöldið. Fundurinn var illa auglýstur, illa sóttur og ómerkilegur. í tyrra "kvölti komu þeir hing- að alþingismennirnir Einar JóDSSon og Þorleifur Jónsson. Jarðartör Jóns kaupmanns Þórð- arsonar fór fram í dag. Var afarfjöl- menn. Húskveðju hélt sr. Haraldur Ní- elsson, en í kirkjunni talaði sr. ólafur Ólafsson. Hvað er að frétta? Samsæti héldu Skagfirðingar 28. f. m. Ólafi alþm. Briem í tilefni af 60 ára afmæli hans. Sátu samsætið um 60 manns. Þar færðu þeir Jhonum að gjöf vandað, áletrað gullúr og gullfesti, 500 kr. virði að sögn. Páll V. Bjarnason sýslumaður tal- aði fyrir heiðursgestinum og afhenti hon- um gjöfina fyrir gefenda hönd, er voru af báðum stjórnmálaflokkunum. Lausn 1 rá embætti. Helgi læknir Guðmundsson í Siglufirði, hefir fengið lausn frá embætti sínu frá því f vor að telja. Maimalát. 29. f. m. dó Jakob Thorarensen kaupmaður 1 Kúvíkum í Reykjarfirði. Hann var sonur Þórarins verslunarm. (Stefánssonar amtra. Thorar- ensen og Katrínar systur Péturs amtm. Havsteens. Jakob rak mörg ár verslun f Kúvíkum, var hann merkur borgari, vel efnaður og naut trausts og hylli. Hann varð 82 ára. Hann átti fjöldamörg börn, af þeim eru 4 á lffi: Ólafur bóndi f ísa- fj.sýslu, Þórarinn bóndi í Gjögri, Valdi- mar málafærslumaður á Akureyri og Karó- lína, gift Fr. Sjöbekk bónda og beykir í Reykjarfirði. Á meðal dáinna harna hans var Katrín móðir J. C. Lambertsens kaup- manns hér í bænum. Skipstrand. Enskur botnvörpung- ur strandaði nýlega í Meðallandi. Menn björguðust. íslenskar sagnir. Páttur Grafar-Jóns og Staðar-manna. (Eftir Gfsla Konráðsson). 5. Frá Reykstrendingnm og lát Bjarna. Þá er Jón bjó í Kálfárdal, átti sá maður jörðina, er Bjarni hét, son auðugs bónda, er Gísli1) hét, á Ingveldarstöðum á Reykja- strönd; voru þeir bræður Bjarna, Gísla- synir, Jón og Ólafur. Jón bjó á Skálár- hnjúk; átti hann Guðnýu Guðmundsdótt- ur, systur Gunnars á Skíðastöðum í Lax- árdal; voru þeirra böm mörg, og dóu flest í harðindum nema Bjarni, er hverj- um manni var djarffærari f Drangeyar- bjargi, svo hann fékk leyfi að fara sér einn um bjarpið og veiða fugl í speldum, og svo var þá dirfska hans mikil, að hann svaf í skútahyllu, þar alleina er svo tæpt, að hann mátti liggja aflangur,|með skrínu slna við höfðalag en fuglakippu til fóta, en þaðan er þverhnýpt nær fertugt í sjó ofan; vissu þá engir slíka dirfsku, og þá aðra, að Sveinn hét fósturson Magnúsar prests Árnasonar á Fagranesi, er gekk á smánöglum upp í Gíslahelli í Heiðna- bjargi, rak þá í bjargið, er hann fór upp, en dró út, er hann fór ofan; því móberg eitt er í Drangey. Sveinn sá var Auðunsson undan Jökli; bjó Sveinn eftir það lengi á Skaga og síðast á Sævarlandi; var hann formaður og vel að sér til bókar. Bjarni Jónsson bjó lengi í Kálfárdal, og varð að lyktum karlægur og afargamall; hans synir voru þeir ísleifur og Guðvarður, en Sig- ríður dóttir. Ólafur, bróðir þeirra Jóns og Bjarna Gíslasona, var faðir Kristjáns bónda á Ingveldarstöðum, föður þeirra Jóns smiðs á Ingveldarstöðum, Ólafs á Hrafnagili í Laxárdal2) og Þorvaldar á Brúnastöðum í Tungusveit, en þau voru börn Sveins Auðunssonar og Þóru konu hans Jónsdóttur frá Hóli á Skaga: Jón, námsmaður mikill, Þóra og Guðrún. En það er frá Bjarna að segja, að hann var kallaður góður drengur; vildi hannbyggja Jóni Bjarnasyni út af Kálfárdal, en hann tekið lítt á upp að standa; fór Bjarni síðan heiman frá Ingveldarstöðum og 1) Glsli dó 1776. A meðal barna hans var Ólöf, ef átti Dag Olafsson. Þeirra son Jón er hér er fyr nefndur. 2) Kona Ólafs var Sigurlaug Gunnars- dóttir frá Skíðastöðum. Á meðal bama þeirra var Guðrún, er átti Björn hreppstj. á Hafragili Gunnarsson frá Skíðastöðum Gunnarssonar. Þau voru systkinabörn. Á meðal barna þeirra er Ingibjörg kona Guðmundar i Sveinskoti á Reykjaströnd Guðmundssonar á Ingveldarstöðum. En Guðm. á Ingveldarstöðum var bróðirBjörns Gunnnarssonar. ætlaði að byggja Jóni út með vottum, en þá tókst svo kynlega til, að hann druknaði í læk í minsta vexti, er Hrak- síðuá heitir, er rennur ofan í Göngu- skarðsá, milli Skarðs og Veðramóts; varð þá ei af útbýggingunni; var þetta eignað af sumum fjölkyngi Jóns. 6. Yeðramótsliyski. Maður hét Jón Þorbergsson1), er bjó að Veðramóti, þá Jón bjó í Kátfárdal; kona hans hét Sigríður Jónssdóttir2), í frændsemi við Eggert prest Eiríksson, Eggertssonar, er lengi var prestur í Glaumbæ; var Sig- ríður vitur kona og vel látin. Þau Jón áttu margt barna; hét Þorbergur son þeirra einn; hann átti Herdísi, dóttur Sig- urðar Ólafssonar í Vatnshllð, og var Mál- fríður dóttir þeirra, kona Sigurðar í Borg- argerði, Sigurðssonar á Hrauni á Skaga, Sigurðssonar frá Gillastöðum í Laxárdal vestur. Vigfúss) var annar son Jóns og Sigrlðar, en dætur: Katrín, Ingibjörg, Margrét, Guðrún, Sigrlður, Ólöf og Arn- fríður; giftust þær engar, og þóttu ærið vílsamar sem faðir þeirra. (Frh.). 1) Jón var sonur Þorbergs Bessasonar á Irafelli Ingimundssonar þar Bessasonar á Urðum Hrólfssonar sterka á Álfgeírs- völlum Bjarnasonar en móðir hans var Arnfríður Stefánsdóttir frá Skatastöðum. 2) Sigríður var dóttir Jóns á Steinstöð- um Eggertssonar lögréttum. á Ökrum. Þau eru því bræðrabörn sr. Eggert og hún. Hún var laungetin. 3) Sigtús nefnir Espólln hann, og segir að hann hafi druknað banlaus. Allt af sjálfri sjer lík Með því að eg hef sannfrétt, að frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir hafi nú undanfarna daga gengið um bæinn milli málsmetandi manna,jafnt karl- manna sem kvenmanna, til þess að sýna þeim óþverra-bréf, sem hún eignar mér, þá lýsi eg yfir því, að eg hef hvorki skrifað henni né öðrum nokkurt bréf með líku inni- haldi og það, sem mjer er sagt að í þvi sé. Eg læt mig engu skifta, hvort þessi uppspuni er að ö 11 u leyti frá frú Bríet sjálfri, eða einhver gár- unginn hefur leikið á hana til þess að láta hana, sem altaf er jafn rólfær til svonalagaðrar iðju, hlaupa með það henni sjálfri til svívirðing- ar, en þ a ð finst mér máli skifti, hvort kvenþjóðin á ekki heimting á því, að sú kona, sem ekki blygðast sín fyrir að bera á sér og sýna annað eins bréf, sé s k y 1 d u ð t i 1 að gangaábuxum. Reykjavík, 3. Febrúar 1911. Guðrún Björnsdóttir. X BOGI BRYNJÓLFSSON ♦ X yflrréttarmálaflutningsmaður X X Austurstræti 3. X ♦ Tals. 140. Helma 1 1-12 og 4—5. ♦ Spinderi maskiner 2 sæt Karte og 1 sæt spinde- maskiner (240 sp.) etc Kluderiver, Skruepresse, alt í god brugbar Stand sælges meget billigt ved Henvendelse til Fabrikant Th. Frank, Odense, Danmark. AðalMiir í Fram verður næstk. laugardagskvöld kl. 8V2 síðdegis f (Joodtemplarahúsinu. Málshefjamli: Jón ólafsson. Umræðuefni: Skilnaður.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.