Þjóðólfur - 24.02.1911, Side 1

Þjóðólfur - 24.02.1911, Side 1
63. árg. Reykjavík, Föstudaginn 24. Febrúar 1911. M 8. Stóra rýmingariitsalan © lijá Arna Austurstræti 6, stendur yfir ennþá. 10-40S afsláttnr af Alþingi. II. Pingmannafruravörpin. 1. Jón Þorkelsson og Bjarni Jónsson bera íram frumvarp til stjórnarskrár Is- lands, er frumvarp það jafnframt ný sam- bandslög og óhugsandi því að þær breyt- ingar nái framgangi, þótt þingið sam- þykti. 2. Hafnarlög fyrir Reykjavik. Flutningsmenn þingmenn Reykvíkinga. Þetta er frumvarp borgarstjóra. 800,000 kr. er ætlast til að landsjóður leggi til, og ábyrgist auk þess annað eins fyrir bæinn. 3. Lögheiti stofnana (J. Þork., Ben. Sv., Bjarni Vogi). Vilja láta Lands- bankann heita þjóðbanka Islands, Lands- bókasafnið þjóðbókasafn o. s. frv. 4. Lög um prentsmiðjur (J. Þor- kelss.. Bjarni Vogi). Ýmsar breytingar á núgildandi lögum, þar á meðal aukið upp í 5 eint. það sem á að senda Lands- bókasafninu. 5. Lög um almennar auglýs- i n g a r (sömu menn og B. Kristj.). Með frumv. þessu á að nema úr gildi íslenska auglýsingaskyldu í Danmörku. 6. Heyásetningseftirlit og hey- forðabúr (Sig. Sigurðsson). ítarlegur bálk- ur viðvíkjandi ofangreindu efni, og er ætlast til þess, að sveitastjórnir geti komið á fót hjá sér eftirliti um heyásetning og forðabúr. Matsmenn eiga að vera, er fá alt að x kr. úr hreppssjóði fyrir hvern bónda. 7. Viðaukalög við lög um verslunarbækur (Jón Ólafsson). Sektar- og refsingarákvæði fyrir slæma bókfærslu. 8. Sóknargjöld (Sig. Sig., Jón á Hvanná). Breyting á núverandi lögum. Gjaldið verði í prestalaunasjóð 1,30 af hvorum manni 16—70 ára, en helming jafnað eftir efnum og ástæðum, og undan- þegnir heyrnar- og mállausir og sjúkling- ar framfærðir af almanna fé. Tll kirkju á gjaldið að vera 75 aur. af manni hverj- um, en sötnu undantekningar. 9. Frumvarp til stjórnarskrár í s I a n d s bera fram þingmenn Sunn- mýlinga. Mýmargar breytingar. Þar á tneðal: afnám konungkjörinna, afnám tilvitnana í stöðulögin, þingmenn verði 40 þjóðkjörnir — 25 í oeðri malstofu 0g 15 1 efri málstofu. lil efri málstofu kosið með hlutfalls- kosningu um land alt. Kosningarréttur Qg kjörgengi til neðri málstofu bundin við 2i árs aldur, en til efri málstofu við 35 ara aldur. Aðskilnað ríkis og kirkju má gera með lögum. Rlkisráðssetan afnumin. to. Skoðun á slld (Sig. Hjörleifs- íon). Skoðun skal fara fram a aiiri ný- veiddri síld sem ætluð er til útflntnings og veidd er í herpinót eða í rekneti og söltuð er í landi eða við land. 11. Ráðherraeftirlaun (JónÞor- kelss., Bjarni Vogi, Jón Hvanná, Ben. Sv., Sig- Sig.). Eftirlaun ráðh. vilja þeir láta vera 1200 kr. í jafnmörg ár, sem hann hefir þjónað því embætti, en eigi lengur, og vilja láta lög þessi öðlast gildi þegar í stað. Pingsályktanir. 1. Um styrk til búnaðarfélaga og regl- ur fyrir styrknum. Flutningsm.: Sig. Sig- urðsson. 2. Rannsóknarnefnd á ráðherra. Flutn- ingsm.: L. H. Bjarnason. (Sjá hér á öðr- um stað í blaðinu. 3. t>Efri dtild alþingis ályktar að lýsa vantrausti á núverandi ráðherra«. Flutningsm.: Ari Jónsson, Kr. Jónsson, Sig. Stefánsson, 4. *Neðri deild alþingis ályktar, að lýsa yfir vantrausti sinu á núverandi ráðherra Íslands og skorar á hann, að beiðast lausnar þegar í stað«. Flutn- ingsm.: Bened. Sveinsson, Bjarni Vogi, Jón Jónsson N. M., Skúli Thoroddsen og Jón Sigurðsson. 5. » Neðri deild alþingis ályktar, að skora á landsstjórnina, að gera nú þegar í stað ráðstöfun til þess að gæslusljóri sá, sem sœti á að eiga í stjórn Landsbankans samkvœmt kosn- ingu neðri deildar alþingis, geti þeg- ar tekið sæti sem gœslustjóri við Landsbankann, og sjái um, að honum verði greidd þóknun sú, sem gœslu- stjóra er ætluð, frá þeitn degi, er honum var vikið frá starfi sinu við bankann<t. Flutningsm.: Jón Ólafsson, Skúli Thoroddsen og Jón Jónsson N.-M. 6. »Neðri deild alþingis ályktar, að skipa 5 manna nefnd til að rannsaka Landsbankamálið. Nefndin hefir vald til að heimta skýrslur, munnlegar og bréf- legar, bæði af embættismönnum og ein- stökum mönnum, samkvæmt 22. gr. stjórn- arskrárinnar*. Flutningsm.: Hálfdan Guð- jónsson, Sigurður Gunnarsson og Björn Sigfússon. Auk þessara þingsályktanatillaga eru nokkrar um nefndarskipanir (búnaðar-, dóma- og peningamálanefnd). Fyrirspnrn til ráðherra ber Jón á Hvanná fram, um hver árangur hafi orðið af þingsályktun um aðskilnað ríkis og kirkju, er samþykt var 1 neðri deild 1909. Pingnefndir. Siglingánefnd (Nd.): Björn Kr., H. Hafst. (skrifari), M. Blöndahl (form.), Bjarni, J. Magn. Tolllaganefnd (Nd.): Ól. Briem (form.), H. Hafst., M. Bl., Sig. Gunn., Jón Múla (skr.), B. Sv., J. Sig. Hafnarlaganefnd (Nd.): B. Kr. (form.), M. Bl., J. Magn., J. Ól. (skr.), B. Þorl. Búnaðarnefnd (Nd).: B. Sigt., Jón Hvanná (skr.), St. St., Sig. Sig. (form.), Einar. Peningamálanefnd (Nd.): M. Bl. (form.), H. Hafst., B. Kr. (skr.), Þorleifui, Jóhannes, Jón Magn., Bjarni. Lögheitanefnd (Nd.): Ben. Sv., J. Ól. (skr.), Sig. Gunn. form., H. Hafst., Bjarni, J. Þork., Jón Múla, Ól. Briem. Viðskiftalaganefnd (Ed.): Kr. J. (form.), L. H. B. (skr.), Gunnar, Ágúst, Jósef. Prestanefnd (Ed.): Sig. St., E. Br. (form.), Sig. Hjörl., Steingr., Kr. Dan. (skr ). Stýri mannaskólanefnd (Ed.): E Br. (form.), G. Ól. (skr.), Ari. Vitanefnd (Ed.): Sig. St., Júl. Hav. (form.), Ágúst (skr.), Gunnar, Sig. Hjörl. Dánarskýrslunefnd (Ed.): Jósef (form.), Sig. H. (skr.), Steingr. Fræðslunefnd (Ed.): Sig. H. (form.), St. St. (skr.), Kr. D., Steingr., Jósef. Eiðanefnd (Ed.): Ari (skr.), Júl. Hav., Gunnar (form.). Rannsóknarnefnd (Ed.): L. H. B. (form.), St. St. (skr.), Ágúst, Sig. St., Sig Hj. Sáttanefndarnefnd (Ed.): Ari (skr.), Júl. Hav., Kr. J. (form). Stjórnarskrárnefnd (Nd.): J. Ól. (skr.), Sig. Gunn. (forro.), H. Hafst., Bjarni, Jón Þork,, Jón Múla, Ól. Briem. 3ankamálið i ejri ðeilð. Á miðvikudaginn var rædd í efri deild svohljóðandi þingsalyktun frá L. H. Bjarnason: „Efri deild alþingis ályktar, að skipa 5 manna nefnd til að rannsaka gerðir land-stjórnarinnar í Landsbanka- málinu og fleiri málum. Nefndin hefir vald til að heimta skýrslur munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönn- um og einstökum mönnum, samkvæmt 22. gr. stjórnarskárinnar*. Á þessari tillögu vildi Sig. Hjörleifs- son gera þá breyting að í stað „gerð- ir . . . fleiri málum" kæmi »Lands- bankamálið*, tillagan hefði þá orðið eins orðuð eins og tillaga sr. Hálf- dáns í neðri deild. Lárus H. Bjarnason byrjaði um- ræður um málið ; rakti hann ítarlega sögu landsbankamálsins, og las upp bréf frá Kr. Jónssyni til efri deildar, er forseti deildarinnar fyrir »misskilning* hafði ekki lesið upp. Hann tók helstu atriði hjá ransóknarnefndinni. og sýndi Ijóslega, að þau réttlættu ekki aðferð ráðherra á neinn veg, og flest þar rangt. Ásakanir Isa- foldar sem stjórnarblaðs á landsstofnun væru óforsvaranlegar, einkum þar sem vitanlegt væri, að ráðherra hefði skrifað sjálfur verstu greinarnar. Síðan tók hann fram hin önnur mál, er hann hafði hugsað sér og taldi þar til Thore-samninginn. Skipin slæm, strandferðabátarnir minni — um 30 tonn- um — en hinir, tillagið af póstfé fjárlaga- brot, áætlun millilandaskipanna ófær, kemur t. d. aldrei við 1 Stranda-, Norður- Þing.-, Suður-Þing.- og Norður-Múla- sýslum. — Viðskiftaráðunauturinn væri einn með 10000 kr. launum auk ferða- kostnaðar, en hefðu átt að vera tveir eftir fjárlögtinum. Meðferðin á síldarmats- mönnunum ekki samkvæm fjárlögum — marghlaðið undir ssystursoninn*. Heiður ætti ráðherra fyrir, að samningur hans hans um silfurbergsnámurnar væri betri en gamli samningurinn, landssjóður ætti að fá 55% nú í stað 50%, en spurði því landssjóður hefði ekki fengið neitt af þeim 55.000 kr., er leigjandi hefði fengið fyrir framsalið til Frakka. Sýndi fram á að meðferðin Gullfossi og Dettifossi væri at- hugaverð mjög. Þessi ræða var snildarvel flutt og stóð í 1V2 kl. tíma rúmlega þó. Er hér ekkert skýrt frá ummælum ræðum. í Landsbankamálinu — það alt svo kunnugt lesendunum áður. Ráðherra B. J.: »011 ræða hins háttv. konungkjörna — þessa sem eg man nú ekki númerið á — var leikhúshvellur eða samanhangandi stóryrði, þvættingur, öfgar, lýgi, blekkingar ryk og vitleysa*. Sagði frávikningin hefði aðeins verið um stundarsakir. Það hefði verið full nauðsyn til þess að rannsóknarnefndin heföi getað unnið í friði, enda ekki að vita, hversu mikið þeir hefðu lánað af nýum ábyrgðarlanurr. — þeir hefðu ausið þeim út, eða hversu mikið starfsmennirnir hefðu lánað; það hefði numið miklu fé. Alt þveröfugt við það, sem L. H. B. hefði sagt, og ekkert að marka tölur þær, er hann hefði flutt fram. Hann hefði gert alt til að efla bankann, en Heimastjórnar- menn þvert á móti — þeir hefðu gert að- súginn. Veðsetningunni væri fastslegið og tapið gert með aðstoð kunnugra manna 1 bænum. Thorefélaginu svara eg ekki fyr en við fjárlögin (L. H. B.: Hver verður þá ráð- herra?) Best fyrir þingm. að spá engu um það efni; þótt honum séu ráðherra-

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.