Þjóðólfur - 28.04.1911, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.04.1911, Blaðsíða 2
66 ÞJÓÐÓLFUR. Fjárlip í efri deild. Fjárlögin voru til 2. umræðu í efri deild í gíer, var fundi þar slitið kl. 12 í nótt. Helstu breytingar, er gerðar voru þar á fjárlögunum, eru þessar: 1. I.aun endurskoðenda landsreikning- anna hækkuð úr 400 kr. í 600 kr. (Sþ. í e. hlj.). 2. Launaviðbót 700 kr. til Magnúsar læknis í Hólmavík fyrir að ferðast um Reykjarfjarðarlæknishérað einu sinni á ársfjórðung. Sþ. 7 : 5 (Lárus, Steingr., Kr. J., Sig. St., E. Br.), G. Ó. ekki atkv. 3. 3000 kr. styrkur byggingarkostnað- ar á sjúkraskýlum. Sþ. e. h. 4. Laun Þórðar á Kleppi hækkuð upp í 2700 kr. (10 sh.). 3. Samþykt að verja 20,000 kr. til Borgarfjarðarbrautar seinna árið. 8 : 5. (S. H., Ari, Jósef, Gunnar, Kr. D.). 6. Samþykt að veita ekki fé til Skag- firðingabrautar fyrra árið. 7 : 5. (Sömu og við 5, Ágúst sat). 7. Brú á Öxará (1500 kr.) með 12 atkv.. 8. —9. Að fella burtu fjárveitingarnar til þjóðveganna í Austur-Skaftaf.sýslu (7 : 4) og í Dalasýslu (7 : 5). 10. Að Keflavíkurvegurinn fengi 5000 kr. í stað 7500 á ári. Sþ. 7 : 6 (Kristj., Gunnar, Kr. D., S. H., Jósef, Ágúst). 11. Að hækka styrkinn til Faxaflóa- bátsins 2000 kr. (11 atkv.). 12. Að í stað þess að reisa vita á Bjargtöngum verði reistur viti á Flatey á Skjálfanda. Sþ. 10 : 1 (Kr. Dan.). 13. Að fella burtu að Grundarkirkja fengí prestsmötuna þar (sþ. 12). 14. Að greiða 400 kr. álag á Viðvfk- urkirkju sþ. 9 : 4 (Steingr., Lárus, Kr. Jóns., Sig. Hjörl.). 15. Að fella niður fjárveitingar til laga-, presta- og læknaskóla, en setja í þess stað til háskólans og eru þar sundurliðaðar fjárveitingar til hans mjög rækilega. Þessi liður var samþyktur með nafnakalli: Já sögðu: Steingr Jónsson, Ari Jónsson, Ágúst Flygenring, Eir. Briem, Jul. Havsteen, Kristján Jónsson, L. H. Bjarnason, Stefán Stefánsson. Sig. Stefánsson greiddi ekki atkvæði og var talinn með meiri hluta. Hásk'olinn þar með samþyktur af efri deild til starfrœkslu. 16. Að hækka laun sr. Jónasar frá Hrafnagili um 400 kr. sþ. 12. 17. Að fella burtu fjárveiting til Blönduósskólans sþ. 7 : 4 (G. Ól., Ari, S. H., Kr. D.) 18. Að styrkja unglingaskóla Ásgr. Magnússonar með 500 kr. ársstyrk sþ. 9 : 1 (Kr. Jónsson). 19. Að veita B. Jakobssyni 300 kr. ferðastyrk 4 alþjóðamót í Óðinsey, sþ. 9. 20. Að veita þjóðmenjasafninu 1500 kr. á ári til gripakaupa (í stað 1000) og 500 kr. fyrra árið til safnskráa, sþ. einu hlj. 21. Að hækka styrk Náttúrufræðisfél. um 200 kr. sþ. einu hlj. 22. Að láta skáldastyrk Guðm. Magn- ússonar vera 1200 kr. á ári (sama og E. Hjörl.) sþ. 10. 23. Að hækka um 200 kr. skáldastyrk Guðm Guðmundssonar sþ. 8. 24. Að veita Karli Sveinssyni frá Hvammi 600 kr. á ári til ráfmagnsnáms á Þýskalandi sþ. 8 : 1 (Steingr.) 25. Til Hannesar Þorsteinssonar alþm. til æfisagnaritunar 2500 kr. á ári sþ. 10 (Jósef, G. Ól., Kr. D. sátu). 26. Að hækka upp í 300 kr. styrkinn til Sighv. Grímssonar sþ. 7 samhljóða (allir þjóðkjörnu þm.) 27. Til Jóns Espólíns til vélfræðináms 800 kr. á ári (sþ. 7). 28. Til Kristínar Jónsdóttur til drátt- listarnáms 500 kr. á ári (sþ. 7 : 6). 29. Til Sig. Guðmundssonar kand. mag. til bókmentasögu undirbúnings 600 kr. á ári sþ. einu hlj. 30. Til trésnaíðaáhaldakaupa á Hólum 800 kr. sþ. 10. 31. Að byggja leikfimishús úr stein- steypu á Hólum (6000 kr.) sþ. 9. 33. Að veita ungmennafél. gagnfræða- skólans á Akureyri 400 kr. til leikvallar- byggingar sþ. 10. 34. Til kvennfél. Ósk á ísafirði til matarhalds 1000 kr. á ári sþ. 7 : 1 (Gunnar). 35. Til Páls Jónssonar til að fullbúa og kaupa einkaleyfi á atkvæðavél sinni 600 kr. sþ. 10. 36. Að fella burtu að fjárveiting til viðskiftaráðunauts hljóði upp á Bjarna Jónsson sþ. 7 : 4. 37. Til próf. Jensen í Khöfn 2000 kr. sþ. 11. 38. Til sr. Arnórs í Hvammi 174 kr. eftirgjöf af gömlu húsbyggingaláni á prestakallinu sþ. 7 : 6 (Steingr., Sig. St., Kristján J., Sig. Hjörl., E. Briem, Ágúst). 39. 6000 kr. styrkur til klæðaverksm. Iðunn sþ. 8 : 2 (Gunnar, Sig. Stef.) 40. 400 kr. eftirlaunahækkun (verða 2400 kr.) til séra Matth. Jochumssonar sþ. 11 : 1 (G. Ó.) 41. 500 kr. eftirlaun til Hjartar Snorra- sonar frá Hvanneyri (sþ. 10). 42. Lánsheimild 50000 kr. til niðursuðu- verksmiðjunnar Island á Isafirði sþ. 8 :3 (Lárus, Steingr., Kristján). 43. 1000 kr. styrkur til bryggjugerðar á Akranesi sþ. f e. hlj. Af feldum tillögum má nefna. 1. Að hækka styrk til Önnu Magnúsd. upp í 1500 8 : 4, (Jósef, Kr. Dan., Ari, Gunnar). 2. Að verja 3000 kr. til vegarins frá Hrútatjarðarbotni að Gilsfjarðarbotni 7 : 5 (Jósef, Ari, K. Dan., G. Ól., S. Hjörl.) 3. Að iæita 7500 til talsímalagningar til Suðureyrar í Súgandafirði 7 : 5 (sömu og 2. tillögu). 4. Að veita 1200 árl. til unglingaskóla á Núpi 7 : 3 (Ari, Kr. Dan, Jósef.) 5. Að lækka niður í 6000 kr. tillag til Flensborgarskólans 8 : 5 (Steingr., Stefán, Lárus, Eir. Br., Sig. Stef.) 6. Að lækka styrk Þorst. Erl. niður 1 1000 kr. 7 : 4 (Ágúst, Lárus, Sig. Stef., Kristján). 7. Að lækka jarðfræðisstyrk til Helga Péturss niður í 1500 kr. 9 : 3 (Sig. Stef., Kristján. Lárus). 8. Að veita Pétri Jónssyni 800 kr. á ári til sönglistarnáms 7 : 3 (Stefán, Ari, Kr. Dan.) 9. Að veita Guðjóni Samúelssyni 600 kr. á ári til að ljúka húsabyggingarnámi 7 : 4 (Ari, Gunnar, Kr. Dan., Stefán). Sexzringur Jerst. 5 menn drukna. Á þriðjud. kl. milli 1 og 2, hvolfdi sexæring af Miðnesi á uppsiglingu úr róðri, hlöðnum af fiski. 8 menn voru á bátnum og komust allir á kjöl. En eftir hálfa kl.stund voru aðeins 2 eftir á kjölnum og 1 á „bóli". Bar þá þar að enskan tog- ara, frá Boston, og bjargaði hann þeim þremur og flutti þá inn hingað til Reykjavíkur. Þeir voru: Ásgeir Daníelsson og Magnús Hákonarson frá Nýlendu á Miðnesi, og Magnús Guðmundsson frá Syðralangholti í Árnessýslu. En þeir 5, sem fórust, voru: Jón Jónsson frá Nýlendu á Miðnesi, formaður bátsins; Páll Pálsson frá Nýabæ á Miðnesi; Guðbrandur Sveinsson frá Tungu í Hörðudal; Benedikt Guðmundsson frá Lang- stöðum í Flóa; Þorvarður Bjarnason frá Sandaseli í Meðallandi. Jón frá Nýlendu var kvæntur maður, hinir ókvæntir. Tvö kyæði til Jóns í Múla. Sungin í samsæti er honum var haldið á sunnudaginn. Svo endar þessi aldarfjórðungs saga og önnur byrjar ný á sömu stund. Og þegar vjer á liðna lítum daga, vjer lýsa sjáum margan heillafund. Vjer óskum þess, þú háa elli hljótir og heilladísir snúi öllu' í vil, og fyrir ísland heilla handa njótir með heiðri og prýði aldarfjórðung til. Vjer lítum aftur. -— Eins og háa hilling vjer horfum margir fyrsta mótið á, og þá og síðar ýmsra óska fylling og atvik við þig bundin, stór og smá. Og þegar andinn upp hið liðna lifir og lítur yfir farnar brautir nú, þá sjer hann fjölda förunauta yfir, en finnur engan, sem var betri en þú. Og víst má ennið hátt og hiklaust bera við himinn þetta Jóna-sæla land, því betri nöfn jeg veit þar engin vera, nje vænni prýði ( þess rósaband. Þeim nöfnum margar mætar fylgjur þjóna og mikil gæfa frá þeim komin er. Og meðal Islands allrabestu Jóna er okkur hjartans ljúft að skipa þjer. Vjer lítum fram — og margt er ekki unnið sem aldarfjórðung vakti dýpsta þrá, og hefur jafnan vænt og voldugt brunnið sem vitar landsins, sem vjer stefnum á. Þó gleður oss, hve enn þá kapp þitt vogar og altaf birtir lund þíns fyrra manns, því aldrei deyja í augum þínum Iogar af undurskini þessa bjarmalands. Vjer þurfurn menn, sem dirfð og dreng- skap rækja og dáð í öllu sýna — eins og þú. Vjer þurfum menn, sem þora fram að sækja með þreki og festu — aldrei meir en nú. Með kærri þökk vjer látum Ijóð vor hjóma og lýsa vorum sanna liug til þín, og ísland brosir, vafið vorsins Ijóma, og við þjer eins og þakklát drotning skín. G. Magnússon. Eg finn vel, mjer áratalan ótt að baki vex; man þó enn þá át/'ctn-hundrud- dttatíu-og-sex. Ár það Jón frá Arnarvntni ungur kom á þing — hárið svart, en haukfrán augu, hugsun skörp og slyng. — hárið svart, en haukfrán augu, hugsun bæði skörp og slyng. Fljótt stóð með þeim fremstu’ á meiði fiest við þjóðarmál; jeg fjekk mætur á þeim manni, unni’ hans björtu sál. Af og til um aldar-fjórðung áttum saman leið, og jeg mat hann æ því meira er það lengdist skeið — og jeg mat hann æ því meira eftir því sem lengdist skeið. Allir, sem með Jóni f Múla áttu saman veg, þeir hafa’ allir einmitt reynt hann að því sama’ og jeg. Ættjörðin á ( hans viti ávalt besta feng; ættjörðin hún á í honum ávalt besta dreng — ættjörðin hún á í honum alla stund hinn besta dreng. Einn nú kveð jeg allra rómi, er um þig jeg syng: Þú varst hverrar sýstu sómi, sem þig kaus d þing! Ef þig hefði úti' í heimi önnur borið storð, hvar sem var, þú hefðir unnið hiklaust sama orð — hvar sem var, þú hefðir unnið hiklaust sama frægðar-orð. Ilt við fregn þá er að vakna, að þú burt nú flytst; Reykvíkingar sárt þín sakna, sjá, hvað þeim er mist. Átthögunum eystra mínum eg sem best þig fel; óska, þjer og öllum þínum ávalt líði vel — óska, þjer og öllum þínum allar stundir l(ði vel. Jón Ólafsson. JókracntaJélagsJuníur í Reykjavik. Fyrri ársfundur Reykjavíkurdeildar- innar var haldinn í Templarahúsinu síðastl. laugardag og var allvel sóttur. Forseti íélagsins, B. M. Ólsen prófessor, mintist fyrst dáinna félags- manna, og meðal þeirra sérstaklega Alex. Baumgartens, hins þýska rit- höfundar, er skrifað hefur ágæta bók um Island, sem víða er þekt; Hjör- leifs prófasts Einarssonar og Gunn- steins Eyólfssonar, ísl. rithöfundar í Ameríku. Þá las féhirðir, Halldór Jónsson bankagjaldkeri, upp endurskoðaðan reikning yfir tekjur og gjöld félags- ins síðastl. ár. Höfðu skuldir inn- heimtst betur en áður. Annar end- urskoðandinn, Hannes alþm. Þor- steinsson, fór síðan nokkrum orðum um fjárhag félagsins, taldi meðal annars ritstjóralaunin við Skírni ó- þarflega há og óskaði, að féiags- stjórnin tæki til íhugunar, hvort ekki væri hægt að færa þau að mun niður. Ritstjóralaunin eru 600 kr., eða 25 kr. fyrir hverja örk. Þá talaði forseti um heimflutnings- málið og rakti sögu þess. Kvaðst hann hafa farið utan á síðastl. hausti meðfram til þess, að reyna að koma á samkomulagi um það mál. Hefði Hafnardeildin kosið 6 manna nefnd til þess að fjalla um málið og vær* innan skams væntanlegt frumvarP til breytinga á félagslögunum, er fæli í sér sameining beggja deilda með heimili í Reykjavík. Þetta frumvarp kæmi frá Hafnardeildinni, undirbúið af nefndinni. í nefndinni hafa verið Bogi Th. Melsteð sagnfræðingur, Finn- ur Jónsson próf., Sig. Lýðsson stud., Jón Sigurðsson frá Kallaðarnesi og Sigf. Blöndal bókavörður. Sagði for- seti, að frumvarp þetta mundi verða lagt íyrir júlí-fund Reykjavíkurdeild- arinnar. Fundurinn samþykti, eftir uppástungu frá forseta, að vísa þessu frumvarpi til nefndar þeirrar, er áður hafði verið kosin til þess að koma með tillögur í heimflutningsmálinu. Þá skýrði forseti frá, hvað til stæði að Bm.fél. gerði til þess að minnast Jóns Sigurðssonar á aldarafmæli hans. Útgáfa bréfa hans væri nú vel á veg komin, en bók sú mundi verða eigi litlu lengri en upphaflega hefði verið ráðgert, alt að 40 örkum í stað 30. Væri vafasamt, að athugasemdum Nei sögðu: Kristinn Daníelss. Gunnar Ólafsson, Jósef Björnsson, Sig. Hjörleifsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.