Þjóðólfur - 28.04.1911, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.04.1911, Blaðsíða 1
63. árg Reykjavík, Föstudaginn 28. Apríl 1911. JtS 17. Alþing-i. ix. Lög frá Álþingi. 16. Löggilding verslunarstaða: Hvalsneskrókur 1 Austur-Skaftaf.sýslu. Gunnarsstaðaey í Dalasýslu. Hámundarstaðir við Nýpsfjörð. Herdísarvík í Árnessýslu. Kvíabryggja í Snæfellsnessýslu. 17. Lög um stýrimannaskólann í Rvík. Með breytingum á þessum lögum er föst- um kennurum skólans fjölgað um einn og gerðar meiri kröfur til þekkingar hjá nemendum skólans, t. d. í ensku. 18. Lög um rétt kvenna til embgetta og skólanáms. Kvenfólki veittur sami réttur og körl- um til allra skóla og embætta. 19. Lög um sölu kirkjujarða. Frumvarp er felt var á síðasta þingi. Leyfir að selja hjáleigur á kirkjujörðum, ef landamerki eru skýr. íjo. Lög um breyting á lögum um út- flutningsgjald. Smábreyting á útflutningsgjaldi af síld. ■•21. Lög um breyting á bæarstjórn Akureyrar; um niðurjöfnunarnefndina og •endurskoðendur bæarins. 22. Lög um höfn í Reykjavík. Með fögum þessum veitir landsjóður 400,000 kr. styrk til hafnarbyggingar í Reykjavík og ábyrgist fyrir bæinn j,200,000 kr. lán til þess þarfa fyrirtækis. 23. Um brúargerð á Jökulsá á Sól- .heimasandi. Til brúargerðar á Jölulsá má verja alt ;að 78 þús. kr. úr landsjóði. Lög þessi koma til framkvæmda, þegar veitt er fé í fjárlögunum til brúargerðarinnar. 24. Um skoðun á síld. 1. gr. hljóðar svo: Á svæðina milli Horns og Langaness skal skoðun fara fram á allri nýveiddri síld, sem ætluð er til útflutnings og veidd er í herpinót eða reknet og söltuð er á landi eða við land. Auk þess skal öllum á þessu svæði gefast kostur á að fá mat á saltaðri síld, hafi hún legið hæfilega lengi í salti. Þá taka við reglur fyrir síldarveiða- skipin, skipstjórá og matsmenn. Yfir- matsmenn eiga að vera tveir með 1000 kr. launum auk ferðakostnaðar og fæðis- peninga, er landsjóður greiðir. Brotvarða 50—2000 kr. sektum. 25. Lög um fiskiveiðar hlutafélaga í landhelgi við Island. Breyting á þeim lögum, um að sþegar útlend síldarveíðaskip eru á landhelgis- svaeðinu, þá er þeim skylt að hafa báta sína uppi á skipinu á venjulegum stað og nætur inni í skipinu, en þó ekki í bátunum«. Samþyktar þingsályktanir. Um lyfjaverslun. »Neðri deild Alþingis Myktar, að skora á stjórnina, að endur- skoða* gildandi ákvæði um lyfjaverslun bér á landi, og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga um það efni«. Feld frumvörp. Lög um breyting á læknalögunum. Sér- stakur læknir í Hnappdælahéraði, var felt ( efri deild. Lög urn breyting á styrktarsjóði kenn- ara. Lög um sölu á jörðinni Presthólar, felt með rökstuddri dagskrá. Lög um löggilding Kirkjufells í Snæ- fellsnessýslu. Lög um frestun á framkvæmd bann- laganna, feld í neðri deild með 15 : ro. Fellendur voru: Bjarni, 4 Birnir, Einar, Hálfdán, J. Magn., J. Þork., M. Bl.. Sig. Gunn., Sig. Sig., Skúli, Stefán, Þorleifur. En með því voru: Eggert, Benedikt, H. Haf., J. Múla, J. Hvanná, J. Sig., J. Ól., Ólafur, Pétur, Jóhannes. Fjárankalögin fyrir 1910—1911 voru rædd í gær í neðri deild. Heistu samþyktir þar nýar voru h á s k ó 1 i n n , sem getið er hér um á öðrum stað, loftskeytin til Vestmannaeya samþykt aftur, þrátt fyrir það þótt mikill meiri hluti eyarskeggja alls ekki vilji þau, og Blönduósskólinn samþyktur. Stjórnarskrármálið í efri deild. Önnur umræða um stjórnarskrármálið fór fram í efri deild á miðvikudaginn. Helstu breytingar er voru samþyktar þar voru: 1. að samkomudagur þingsins skuli vera 17. Júní. 2. að bæði meiri og minni hluti fjár- laganefndar megi bera fram tillögu um aukin útgjöld á fjárlögin, og að eigi sé hægt að breyta því með lögum. 3. greinin um orður og titla er neðri deild samþykti var felt burtu. 4. að veita mæiti hjúum og vistskyldu fólki kosningarrétt með einföldum lögum er bera skyldi undir alþingiskjósendur um land alt til samþyktar eða synjunar áður en leitað væri staðfestingar á þeim. 5. Skiftingin þingsins var samþykt svo með 7 atkv. gegn 1. Greinin orðist svo: Alþingi skiftist í tvær deildir, efri þing- deild og neðri þingdeild. I neðri deild eiga sæti 26 þingmenn, kosnir óhlutbundn- um kosningum f kjördæmum landsins, en í efri deild eiga sæti 10 þingmenn, kosnir hlutfallskosningum um land alt, og auk þess 4 þingmenn, er sameinað Alþingi sjálft kýs þar til með óbundnum kosn- ingum úr flokki annara þingmanna fyrir allan kjörtíma neðri deildar 1 fyrsta sinn, sem það kemur saman eftir að nýar kosn- ingar hafa farið fram. Verði nokkurt sæti laust í efri deild meðal þessara þingmanna, er nú voru næst nefndir, þá ganga báðar þingdeildirnar, þegar búið er að kjósa nýan alþingismann, saman til þess að velja mann í hið auða sæti fyrir þann tíma, sem eftir er af kjörtímanum. Breyta má tölum þessum með lögum, sé tölu þingmanna breytt. 6. 30 af þingmönnum skulu kosnir til 6 ára í sérstökum kjördæmum, óhlut- bundnum kosningum, eftir því sem kosn- ingarlög mæla fyrir, en 10 þingmenn skulu kosnir hlutfallskosningum um land alt til 12 ára, 5 þingmenn á 6 ára fresti og jafnmargir varaþingmenn um leið og síéríj goíí og oéýrf urvaí. Sturla Jónsson. á sama hátt. Þingrof ná eigi til þessara 10 þingmanna. Nú deyr einhver þeirra þingmanna, sem kosnir era í kjördæmum, á kjörtímabilinu, eða fer frá, og skal þá kjósa þingmann í hans stað fyrir það sem eftir er kjörtímans. Verði á sama hátt autt sæti meðal þeirra, aem kosnir eru hlutfallskosningum um land alt, tekur það sæti varaþingmaður sá, er í hlut á. Nánari reglur um hlutfallskosningar 10 efri deildar þingmanna og varaþingmanna skulu settar með sérstökum lögum. Saniþ. 11 : 2 (Ágúst, Kristján). 7. í stað þess að lögbinda að bera sambandsmálið upp fyrir alla kjósendur til synjunar eða samþykkis var samþykt svo orðuð grein: Með sérstöku lagaboði má kveða á um, að þeim lagafrumvörpum, er alþingi hefir samþykt, megi skjóta til leynilegrar at- kvæðagreiðslu kjósenda neðri deildar um land alt, annað hvort til samþykkis eða synjunar. Heimild þessi er þó þeiim skilyrðum bundin, að fullur þriðjungur hvorrar þing- deildar og þrjú þúsund kjósendur neðri deildar krefjist atkvæðagreiðslunnar, enda sé sú krafa komin í hendur stjórnarinnar fjörutíu dögum eftir að lögin voru afgreidd frá alþingi. Konungsstaðfestingar skal þá fyrst leitað, er kjósendur hafa samþykt alþingisfrumvarpið með atkvæðagreiðslu, eða hinn lögákveðni frestur er útrunninn án þess að atkvæðagreiðslu hafi verið krafist. Undanþegin þessari atkvæðagreiðslu eru fjárlög og fjáraukalög, svo og þau lög, er öðlast skulu gildí áður en fjórir mánuðir eru liðnir frá því, er þau voru afgreidd frá þinginu, Af feldum tillögum má geta um til- lögu er Lárus og Jósef báru fram, að raðherra skyldi að eins vera ’einn, en heimíla vildu þeir fjölgun með lögum. Með þeirri tillögu urðu að eins tillögu- mennirnir og Ágúst Fl., hinir móti. ijáskilinn samþyktur. í gær varð sá merkisatburður, að há- skóli íslands var samþyktur til starf- rækslu báðum deildum alþingis. í neðri deild var samþykt að stofna hann 17. J ú n í í s u m a r. Með því voru: En móti: Eggert Pálsson, Björn Þorláksson, Benedikt Sveinsson, Björn Jónsson, Bjarni Jónsson, Einar Jónsson, Björn Kristjánsson, Björn Sigfússon, H. Hafstein, Jón Jónsson Hvanná, Jón Jónsson Múla, Jón Magnússon, Jón Ólafsson, Jón Sigurðsson, Pétur Jónsson, Sig. Gunnarsson, Stefán Stefánsson. Jóh. Jóhannesson greiddi ekki atkv. og var því talinn með meiri hlutanum. Sig, Sigurðsson ekki viðstaddur, Samþykt var því að stofna háskólann 17. Júní næstk. með 14 atkv. gegn 10. Þessari samþykt er ekki hægt að breyta. Björn Kristjánsson reyndi að ónýta samþykt þessa með tillögu um að þessi samþykt kæmi ekki til notkunar eða gildis nema fé yrði veitt til háskólans á fjárlögunum, en það var felt með 13 : n, atkvæði féllu þá eins, nema hvað Bene- dikt Sveinsson léði því fylgi. Ur því að háskólinn er stofnaður 17. Júní næstk og á að starfa til ársloka, þá hlýtur líka að leiða af því, að halda starfsemi hans áfram, enda samþykti efri deild það með 9 : 4, og má ganga að því sem vísu, að neðri deild geri það einnig. Annað væri framúrskarandi mein- ingarleysa. Hálfdán Guðjónss., Jón Þorkelsson, M. Blöndahl, Ól. Briem, Skúji Thoroddsen, • Þorl. Jónsson, ísland. (Sungið í samsæti Jóns alþm. i Múla). Landið góða, landið kæra, langtum betra’ en nokkur veit! þér ber ætíð fyrst að færa feginsóð o)( trygðarheit. Hjálpi drottinn lýð að læra líf, sem hæfir frjálsri sveit. Framtak, hófsemd, heill og æra hefji og göfgi hvern þinn reit. Lifi minning Iiðins tíma, langtum meir þó tímans starf! Lifi og blessist lífsins glíma, leifi framtíð göfgan arf. Hverfi ofdrambs heimsku víma, hefjist magn til alls, sem þarf. Lifi og blessist lífsins glíma, lifi og blessist göfugt starf. Landið blíða, landið stríða, landið hrauns og straumafalls, landið elds og hrímgra hlíða, hjörtum kært til fjalls og dals! í þér kraftar bundnir bíða, barna þinna, fljóðs og hals. Hvert þitt býli um bygðir viða blessi drottinn, faðir alls. H. Hafstein.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.