Þjóðólfur - 28.04.1911, Síða 3

Þjóðólfur - 28.04.1911, Síða 3
ÞJOÐOLFUR 67 og registri yrði lokið fyrir 17. Júní, | en að öðru leyti gæti útgáfunni þá ! verið lokið. L. H. Bjarnason laga- skólastjóri kvaðst fyrir hvern mun vilja að bókin væri til 17. Júní og sagði þá forseti, að aths. og registur gæb komið á eftir í sérstöku hefti, ef eigi yrði tilbúið á réttum degi. Myndir eiga að fylgja riti þessu af lóni Sigurðssyni og konu hans, og samkvæmt ósk félagsmanna lof- aði stjórn félagsins að hafa þar einnig heilsiðumynd af rithönd Jóns Sig- urðssonar. Af Skírni kvað forseti eiga að koma út tvöfalt hefti I7.júní og alt um Jón Sigurðsson; því ættu að fylgja ýmsar myndir. Hugsað hefði og verið um viðbúnað til hátíðisviðhafn- ar frá fjelagsins hálfu þennan dag. Næst skýrði forseti frá því, að Bm.fjel. hefði verið boðið, að senda fulltrúa til 100 ára afmælishátfðar háskólans í Kristjaníu, er haldið verð- ur 5.—6. sept þ. á. Las hann upp boðsbrjefið og svo þakklætissvar stjórnar Bm.fél., hvorttveggja á lat- ’ ínu. Hann kvað fulltrúa Bm.fél. mundu vexða eina fulltrúann héðan af landi á háskólahátíðinni. Hafði þess verið óskað, að tilkynt yrði bráðlega, hver fulltrúinn yrði, svo að kosningu hans mátti ekki draga til Júlífundar. Var stungið upp á forseta félagsins, B. M. Ólsen prófessor, til fararinnar, og sú kosning samþykt í einu hljóði. Þá las forseti bréf frá forstöðu- nefnd IOOO ára minningarhátíðar Normandís, sem halda á í vor í Rouen, og var félagsstjórninni þar skýrt frá fyrirkomulagi hátíðar- haldsins. Samþykt að senda þangað samúðarskeyti. Þá urðu nokkrar umræðar um há- skólamálið og var það Matth. Þórð- arson fornmenjavörður, sem hreyfði því, og bar hann fram tillögu um áskorun til alþingis þess efnis, að há- skólinn yrði settur á stofn 17. Júní þ. á. Féhirðir félagsins, Halldór Jónsson bankagjk., bar fram aðra til- lögu sama efnis, en öðru vísi orðaða, og félst M. Þ. á hana, en hún er svo hljóðandi: „Fundurinn lætur í ljósi, að mjög æskilegt væri, að alþing, er nú er starfandi, sjái sjer fært að veita fje til þess, að háskóli íslands taki til starfa á nú á þessu ári, 100 ára af- mæli Jóns Sigurðssonar". Tillaga þessi var samþykt með 57 atkv. gegn 3. 60 nýir menn voru teknir f fé- lagið, flestir búsettir úti um land. jfe/nðarálit um stjórnarskrarmálið j e. d. Álitsskjal stjórnarskrárnefndarinnar í efri deild komu fram um síðustu helgi. Það hljóðar svo: Á alþingi 1909 samþykti neðri deild þingsályktunartillögu, um að skora á stjórnina, að leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til stjórnarskipunarlaga um nokkrar mjög verulegar breytingar á núgildandi s.tjórnarskipunarlögum. — Breytingar þær, sem mest áherzla var lögð á, voru: að heimilt sje að fjölga ráðherrum, að afnema konungskosningar, að veita konum kosningarrjett og kjörgengi til alþingis, að rýmka kosningarrjett að öðru leyti og að skilja megi ríki og kirkju að lögum. Um flestar þessar tillögur hefirtölu- vert verið ritað og rætt síðan 1909’og á öllum þingmálafundum fyrir þetta þing kom það berlega í ljós, að kjós- endum var það hugleikið, að stjórnar- skipunarlögunum yrði breytt í þessa átt á þessu þingi. Við því bjuggust og allir, að sljórnin myndi samkvæmt þessari áskorun búa málið rækilega undir meðferð þingsins og þannig greiða götu þess, að svo miklu leyti sem í hennar valdi stóð. Stjórnin virti nú þessa áskorun að vettugi, lagði ekkert frumvarp fyrir þingið eða undirbjó málið að öðru leyti. Til þess að verða við eindregnum óskum þjóðarÍDnar varð þingið því að taka málið til rækilegrar meðferðar, þó undirbúningslaust væri af stjórnar- innar hálfu. í þingbyrjun voru því borin upp af hálfu þingmanna úr báð- um flokkum tvö frumvörp til breyt- ingar á stjórnarskránni og nefnd skip- uð til að íhuga þau. Frá nefnd þeirri er frumvarp það aðallega runnið, sem háttv. neðri deiid hefir samþykt, og hjer liggur fyi’ir. í frumv. þetta eru teknar allai þær aðalbreytingar sem nefndar eru hjer að framan, auk nokkurra annara all- verulegra breytinga. Vjer, sem háttv. efri deild skipaði í nefnd til að athuga mál þetta, teljum sjálfsagt, að þingið reyni að leiða það leiða það til lyktar, þótt vjer hinsvagar verðum að játa, að tími sá sem þing- inu, og sjerstakiega efri deild, er af- markaður til þessa mikla vandamáls, sje í raun og veru ónógur eins og það er í garðinn búið. Álit vort mun aðallega breinast að aðalbreytingunum og þeim atriðum, er standa í sambandi við þær. Fjölgun ráðherra. Um það voru skiftar skoðanir í nefndinni, hvort heppilegt væri að fastákveða fjölgun ráðherra í stjórnarskránni eða heimila fjölgun þeirra með einföldum lögum. Nefndarmennirnir Lárus H. Bjarnason og Jósef Björnsson vildu ekki fara lengra en heimila fjölguniná og munu þeir gera grein fyrir afstöðu sinni um þetta atriði. Fjölguninni má telja það til gildis, að meiri trygging fáist fyrir fjölbreyttri þekkingu og betra undir- búningi allra löggjafarmála undir með- ferð þingsins af stjórnarinnar hálfu. Reglulegt alþingi á að heyja að eins annað hvort ár, eins og hingað til; stjórnin verður því miklu einráðari um gerðir sínar heldur en með áriegu þing- haldi, en trygging gegn slíku einræði, sem getur orðið hættulegt fyrir þjóð- ina, en meiri, ef fleiri en einn maður fara með völdin. Einnig má búast við því að hjer sem annarstaðar verði fleiri en tveir flokkar uppi hjá þjóðinni og fulltrúum hennar, án þess þó að nokkur þeirra hafi afl atkvæða á þing- inu, og verður þá ólikt hægra fyrir flokkana að mynda eða styðja stjórn, svo að hún hafi meiri hluta á þingi, ef stjórnin er skipuð fleirum en einum manni. Þá er og síður hætt við al- gerðum stjórnarskiftum, sem, ef þau eru mjög tið, hljóta að draga úr stefnu- festu stjórnarinnar í stjórnarfram- kvæmdinni. Áð þessu athuguðu verður meiri hluti nofndarinnar að fallast á þau á- kvæði frumvarpsins, að ráðherrar skuli vera þrir, þótt það hafi nokkurn auk- inn kostnað í för með sjer. Afnám konungkjörinna þingmanna. Um það er öll nefndin á eitt mál sátt, en telur það jafnframt mjög áríðandi, að efri deild verði þannig skiþuð, að þar sje jafnan nægilegt ihaldsafl til að hamla upp á móti snöggum og oft miður athuguðum hreyfingum, er upp kunna að koma og æsa hugi manna meir en holt er fyrir þjóðina. Þetta er því nauðsynlegra, sem kosningar- rjetturinn er stórkostlega nýmkaður. Helzt hefði nefndin eða meiri hluti hennar kosið, að kjörtími efri deildár væri 12 ár, en vill þó til samkomu- lags við hv. neðri deild eítir atvikum sætta sig við ákvæði frumv. með þeirri breytingu, er nefndin leggur til, að gerð verði á frumvarpinu um kosning- arrjettinn, bæði til efri og neðri deildar. Býmkun kosningarrjeitarins. Nefnd- in er háttv. neðri deild samdóma um að veita beri konum jafnan rjett sem körlum til kosninga og kjörgengis. En lengra getur hún ekki farið. Sam- kvæmt frumvarpinu eiga öll 25 ára gömul vinnuhjú að fá kosningarrjett og kjörgengi til alþingis, eí þau að öðru leyti fullnægja venjulegum skil- yrðum. Samkvæmt gildandi lögum hefir þessi flokkur þjóðfjelagsins að vísu kosningarrjett í bæjar-, sveitar- og safnaðarmálum, en kjörgengi alls ekki. Hjer er því farið fram á að veita þessum flokki hluttöku í hinu vandamesta starfi þjóðfjelagsins, lög- gjafarstarfinu, áður en fært hefir þútt að láta hann fá þessa hluttöku í þeim störfum þjóðfjelagsins, sem verða að álítast töluvert vandaminrti. Nefndin lítur svo á, að hjer sje um algerða bylting að ræða, bylting, sem engin nauðsyn rekur til og sem engin þjóð mun hafa sjeð sjer fært að lögleiða. Verði þetta ákvæði lögleitt ásamt kosningarrjetti og kjörgengi sjálfstæðra kvenna, þá er kjósendum landsins og kjörgengum mönnum fjölgað alt í einu um helming. Þeir kjósendur, sem hingað til hafa borið mestar byrgðir í landsins þarfir og telja má að eftir stöðu sinni hafi einna mestan lands- málaþroska, svo sem bændastjettin og aðrir atvinnurekendur landsins eru með þessum ákvæðum settir í algerð- an minnihluta í öllum löggjafarmálum þjóðarinnar, en valdið fengið í hendur þeim hluta hennar, sem í heild sinni hefir haft minst tæki og minstar hvatif til að geta farið með það þjóðinni til gagns. Auk þess samrýmast þessi rjettindi lítt rjettindum og skyldum húsbænda og hjúa innbyrðis, svo að hjúum verður í mörgum tilfellum ekki auðið að neyta þeirra. Það má að vísu segja, að lausamenn og lausakon- ur, sem kosningarrjett og kjörgengi eiga að fá eftir frumvarpi þessu, sjeu ekki færari til að nota þessi rjettindi en vinnuhjúin, en þess ber þó að gæta að lausamennirnir hafa þegar fengið þessi rjettindi, svo hjer er að eins um það að ræða, að veita lausakonum jafnrjetti við þá. Þótt því nefndin kannist við, að lausamannastjettin sje yfirleitt ekki færari eða þroskaðri til að fara með þennan rjett, þó telur hún þó varhugavert að taka hann aft. ur af lausamönnum með lögum. Hins- vegar vill hún reyna að setja skorð- ur við því, að ólöglegir lausamenn og lausakonur, sem ekki mun vera allfátt af hjer á landi, fái þennan rjett. Nefndin verður því eindregið að leggja á móti því, að þessi byiting sje lög- leidd nú þegar og það því fremur, sem ekki ein einasta rödd frá þjóðinni í þessa átt hefir látið til sín heyra. Skilnaður r'ikis og kirkju. Neðri deild hefir sett þann viðauka við 45. gr. stjórnarskrárinnar, að breyta megi með einföldum lögum sambandinu milli ríkis og kirkju og hefir auk þess rýmkað nokkuð um rjettindi utan- þjóðkirkjumanna, og fellst nefndin á þær tillögur hennar. Þó leggur nefndin til, að gerðai sjeu nokkrar breytingar á frumvarpinu, sem ekki standa í sambandi við þau aðalatriði, sem hjer eru talin. Nefndinni þykir eftir atvikum rjett að orða 4. gr. stjórnarskrárinnar um, að öllu leyti, úr því að gerðar eru breytingar á henni. Þá þykir nefndinni það varhugavert, að binda með einföldum lögum kosn- ingarrjett til alþingis við þekkingar- skilyrði; óttast hún að slík löggjöf geti leitt til þess, að þeir, sem þennan rjett hafa samkvæmt stjórnarskránni, missi hann, og þingið taki þannig með annari hendinni það, sem það hefir gefið með hinni. Einnig vill nefndin binda kjörgengi til alþingis við 5 ára dvöl á íslandi, í stað eins árs í frumvarpinu; telur hún þann tíma allt of stuttan, einkum er litið er til þess, að hingað getur þá og þegar streymt fjöldi útlendinga og það af misjöfnu tægi. Meiri hluti nefndarinnar leggur til, að breytt sje samkomutíma alþingis og hann settur 17. júní; er þar meðal annars haft fyrir augum, að með því móti að minnsta kosti geti hinn fýrir- hugaði háskóli fengið nægilegt hús- næði í alþingishúsinu, enda telja sumir nefndarmanna vetrartíma óhentugri til þingsetu en sumarið. Nefndin, að Jósef Björnssyni undan teknum, ræður til að fella aftan af 22. gr. orðu- og titla-ákvæðin; telur slíkt of lítilfjörlegt. mál til þess að veða tekið upp í stjórnarskrána, og auk þess full-nærgöngult einkarjettindum konungsins. Hvað er að frétta? Samsæti héldu margir bæarbúar hr. Jóni alþm. í Múla Jónssyni siðastl. sunnu- dag í tilefni af 25 ára afmæli hans sem alþingismanns og 56 ára aldursafmæli hans. Hr. Jón í Múla er hiklaust með fremstu þingmönnum þingsins, það játa allir, hvort sem þeir eru honum sammála eða ekki. Margar ræður voru þarhaldn- ar og samsætið hið fjörugasta, og kvæði þau er sungin voru þar eru prentuð hér á öðrum stað í blaðinu. Margir vildu taka þátt í samsæti þessu er þar voru eigi, húsrúmið alt of lítið. Skipaárekstur. Botnvörpungur rakst nýskeð á frakkneska fiskiskútu, hlaðna fiski. Hún skemdist og sökk en skipverjar björguðust. Hafís er Jfyrir Norðurlandi. Vestri sneri aftur við Horn en Austri og Hólar liggja inn á Eskifirði. Templarar eru farnir að búa sig undir stórstúkuþingið og kjósa fulitrúa þangað. Heyrt höfum vér um kosning þessara fulltrúa hér í bæ: Sig. Eiríksson regluboði (Melablóm), Sigurborg Jónsdótt- ir verslunarmær (Arsól), Árni Jóhannsson bankaritari (Hlín), Halldór Jónsson banka- féhirðir, Pétur Halldórsson bóksali og Pétur Zophonlasson (Verðandi), Jón Áma- son (Gyðja) og Jónína Jónatansdóttir hús- frú (Víking); en í Hafnarfirði: Steingr. kennari Torfason (Morgunstjarnan). Á Akureyri: Sig. Hjörleifsson alþm. (Brynja). Veitingar. 21. f. m. voru skipaðir héraðslæknar: Guðm. Guðfinnsson í Ax- arfirði, Ólafur Lárusson í Hróarstungu, Jónas Kristjánsson á Sauðárkrók, og Guðm. Þorsteinsson í Þistilfirði.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.