Þjóðólfur - 28.04.1911, Blaðsíða 4
68
ÞJOÐOLFUR.
íslenskar sagnir,
Páttur
Grafar-Jóns og Staðar-inanna.
(Eftir Gísla Konráðsson).
10. Viðnreig’n SUúln og Jóns.
Það er frá Jóni að segja, að honum
leist eigi að leggja ferð þá undir höfuð,
að hitta sýslumann. Jón átti þá hest
bleikan, er lengi síðan var orðlagður sök-
um ærins fjörs og fráleiks; kölluðu sumir
hann Himnableik. Var það nú síðla um
haustið, að hann tók hestinn, og reið hin
fremri vöð á Jökulsá eður Héraðsvötnum,
og þaðan út til Akra og fann sýslumann;
hafði hann þá bygðan Akrabæ af duggu-
viðum hinum hollensku, er strandað höfðu;
var ein hin rammgjörvasta húsasmíð á
Ökrum, er þá var títt, og stóð afarlengi
síðan að miklu, þó lítt hafi verið við hald-
ið; var þar borðstofa góð, og dyr á út og
inn; göng voru við fyrir innri dyrum.
Hestur Jóns var settur inn í rétt litla fram
á hlaði fyrir bæardyrum. Bauð Skúli Jóni
í stofu og var hinn hreifasti, setti pott-
flösku á borðið og bauð Jóni að hressa
sig; tóku þeir tal með sér, og leið eigi
langt, áður sýslumaður tók að ákæra hann
og bera sakir á Jón, því nú skyldi grípa
hann; voru menn til þess skipaðir í göng-
um fyrir innri dyrum stofunnar, og sá Jón
þá ekki; tók nú ræðan að harðna með
honum og Skúla, því þegar var Jón uppi
og lét eigi sitt minna. Mælti Skúli þá
„Takið hann piltar". Vænti Jón þá eigi
góðs að bíða, greip flöskuna annari hendi,
stakk henni niðar fyrir sig á borðið og
stiklaði við hana fram fyrir það, en laust
sýslumann annari hendi, og var þegar úti,
sem kólfi skyti, og þegar kominn á Bleik
er þegar hóf sig yfir réttargarðinn, tók
þegar á skeið ofan til Jökulsár og yfir
hana. Hestar sýslumanns stóðu söðlaðir
bak húsum; gripu menn þá og riðu þeg-
ar eftir Jóni sem skjótast alt að ánni; er
hún snertuspöl einn neðan bæarins, en
eigi var hrossís á henni, því það sáu
þeir, að bullaði upp úr hverju skaflafari
Bleiks; hafði Jón og skeiðreitt út til
Grafar. En þótt Skúli væri kallaður stór-
bokki mikill og afar skapbráður, mat hann
jafnan hreystibrögð og hið forna þjóðerni
íslendinga; sýndi hann það með öðru, er
hann tjaldaði búð að fornum sið á Valla-
laug og dæmdi hrossadóminn; hafði þar
áður verið leið Skagfirðinga eður leiðar-
þing, er síðan hefir kallað verið þriggja-
hreppa-þing. Það er og alsagt, að honum
mundi eigi að öllu ókunnugt, þá Arni hinn
seki Grímsson slapp frá honum á Ökrum.
Það er og sagt, að Bjarni sýslumaður
Halldórsson brigði honum um hlifð við
óknyttamenn, er þeir áttust við í málum.
En það er sagt, að allþungan hug hefði
Skúli nú á Jóni, og hygði enn að neyta
færis að fá fang á honum, en eigi þótti
dælt við hann að eiga; vöruðu og jafnan
nábúar Jóns hann við hverju, sem þeir
fengu að komist og margir fleiri; naut
hann að því örleiks síns, þá mönnum lá
á, helst fátækum. Gerði og Skúli eigi til
hans þann vetur; hafði og Jón 2 hesta
alda í húsi um veturinn og söðul sinn á
stallinum; var sagt hann ætlaði að flýa á
þeim, ef grípa skyldi hann og færa sýslu-
manni. En það var um sumarið, að Skúli
ákæra Jón síðan, og ætlum vér, að þetta
yrði litlu áður en Skúli varð fógeti og
flutti suður (árið 1750).
Fatuaöir fyrir fullorðna og
börn, reiðjakkar og yfirfrakkar
af öllum stærðum seljast óvana-
lega ódýrt, einnig sérstakar bux-
ur, jakkar og vesti.
Sturla Sónson.
Álnavara
stórt og mikið úrval
nýkomið.
Sturla Jónsson.
Svuntu-
og
kjólaefni,
Stærsta og ódýrasta úrval
bæarins.
Sturla %3ónsson.
mikið úrval.
Sturla Sónsson.
Húfur,
afarstórt úrval
Stnrla jónsson.
Allir brúkaðir
1
1
1
H Ú S M U N I R keyplir fyrir peninga
Jóh. Jóhannessyrá.
Laugaveg 19. ^
I
Allar íslenskar
Sögu- og Ljóðabækur
kaupir undirritaður og borgar samstundir með peningum.
Jóh. Jóhannesson.
1
1
■!
I
Skilur á klukkust. |Jo; 'Jo-'} brúttóverð.
I 260 . . 200 — j
Hvers vegna greiða hátt verð fyrir
skilvindur, þegar vér getum boðið yður
Primus-skílvinduna
I
okkar fyrir ofanritað afarlága verð?
Besta og þó ódýrasta skilvinda á heims-
markaðinum. Auðtekin sundur, auðhreinsuð
og auðvarðveitt.
Hlotið verðlaun hvarvetna á sýningum.
Biðjið um verðskrá. Umboðsmaður Möllers Enke, Köbenhavn.
A|
I
|b B. A. Hjorthp Co.
Stockholm (Sverige)!
I
Pantið sjálíir íataeíni yðar
beina leið frá verksmiðjunni. Stór sparnaður. Án þess að borga
burðargjald getur sérhver tengið móti eftirkröfu 4 Mtr. 130 Ctm.
breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt ektalitað alullar-H.IiÆÐl
í fallegan, haldgóðan kjól- eða sparibúning fyrlr einungis ÍO kr.
2,50 pr. Mtr. Eða 31/* Mtr. 135 Ctm. breitt, svart, myrkblátt eða
gráleitt liamóöins efnl í sterk og falleg karlmannsföt fyrir aðeins
14 kr. 50 aur. Ef vörurnar eru eigi að óskum kaupanda verða
þær teknar aftur.
Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark.
Xlzðevæver €íling, Viborg Danmark
sender Portofrit 10 Al. sort, graat, inkblaa, inkgrön, inkbrun
finulds Ceviotsklæde til en ílot Damekjole, for kun 8 Kr. 85
Öre, eller 5 AI. 2 Al. bred sort, inkblaa, graanistret Renulds Stof til
en solit og smuk Herredragt for kun 13 Kr. 85 Öre.
Ingen Resiko! Kan ombyttes eller tilbagetages. — Uld köbes 65
Öre Pd., strikkede Klude 25 Öre Pd.
Til leigu
heil hús og einstakar íbúðir.
Gísli Porbjarnarson.
nýkominn
Sturla Jónsson.
reið til Alþingis með fylgd sína. Jón hafði
og suður farið, og er sagt hann kæmi
sunnan með lest sína, þá Skúli reið norð-
an, og hittust þeir á Kaldadal; reið Jón
Bleik. Skúli reið að honum og mælti:
„Far þú af baki, Jón“. Tón svaraðí engu,
stökk af baki, greip söðulinn af Bleik og
lagði á annan hest, en Skúli tók Bieik og
fór svo hver leiðar sinnar, átti Bleik síðan
lengi og þótti hin mesta gersemi í honum;
er eigi getið um, að Skúli sýslaði um að
JNlærfatriaður
afarmiklar byrgðir
nýkomnar.
Óvenjulega ódýrar.
Sturla (Jcnsson.
Ag-ætur starfl.
Sérhver ætti að reyna að nota tækifærið
til þess að græða mikið fé með þv( að selja
vörur eftir stóru myndaverðskránni minni
sem er 112 blaðsíður að stærð; þar eru
hjólhestar, hjólhestahlutar, úr, úrfestar, næl-
ur, hljóðfæri, járnvörur, glysvarningur, vindl-
ar, sápur, leðurvörur og álnavörur. 50%
ágóði. Einstaklega lágt verð. Verulega
fyrsta flokks vörur. Verðskrá og upplýsing
ar ókeypis og burðargjaldslaust.
Chr. Hansen.
Enghaveplads 14. Köbenhavn
Trinlct
Huber's Alkoholfreie Iáköre: Magen-
bitter-, Cognac-, Wachlolder-, Pfirsich-,
Vanille-, Clartrense-, Himbeer feinst-,
Johannisbeer-, Orange-, Mandarin-,
Kirsch. Pro Liter frs 2,50—3 frs ab
Neuhausen. Vertreter gesucht.
E. Huber. Neuhausen am Rheinfall.
Ritstjóri og ábyrgðarm.:
Pétur Zóphóniasson.
Prentsmiðjan Gntenberg.