Þjóðólfur - 01.07.1911, Side 2
94
ÞJOÐOLFUR .
Yið opnun sýningarinnar,
Stíg þú til hásætis, hagleikans öld,
helga þjer dali og granda!
Fegra að nýju þíns föðurlands skjöld,
far þú sem drottning með listanna völd;
leið fram í ljósi og anda
líf hinna starfsömu handa.
Feðranna göfgi, í gull og í stál
greypt fyrir ómuna dögum,
talar oss umliðnu aldanna mál,
ágætið birtir í snillingsins sál;
hlýðandi listanna lögum
lýsir í myndum og sögum.
Orðstír þinn deyr ekki, dverghaga þjóð;
dáð þín af nýju skal ljóma.
íslensku listanna altarisglóð
aftur með kærleik skal fyllá vort blóð;
leiða að búsæld og blóma,
bera vor merki með sóma.
Blessa þú, guð, hverja hagleikans hönd,
hverja, sem trúlega vinna.
Birt þeim þín háleitu hugsjónalönd;
helgaðu, göfgaðu sjerhverja önd.
Lát þá i listunum finna
leiðir til hásala þinna. G. M.
yílðarajmæli
Jóns Slgurðssonar
17. þ. m. var kátíðlegt haldið um land
alt. Sérstaklega héldu ísfirðingar hátíð
á Rafnseyri, fæðingarstað hans; höfðu
þeir látið setja honum þar minnisvarða,
sem afhjúpaður var þann dag. Hér í
Reykjavík var mikið um dýrðir, og átti
náttúran ekki hvað sístan þátt 1 því1 2).
Veðrið, það sem af er þessu sumri, hefur
verið drungalegt og vætusamt3), gat ekki
stilt sig um að breyta til þennan dag,
aðeins vegna Jóns Sigurðssonar og minn-
ingar hans, og lagði sinn skerf til hátíða-
haldsins með sólskini og blíðu — en
þegar daginn eptir fór náttúran aptur að
fella tár. Fánar voru dregnir á hverja
stöng, og öll skipin á höfninni, jafnt út-
lend sem innlend, flögguðu með öllum
sínum flöggum, — nema eitt, íslenski
botnvörpungurinn sSnorri Sturluson*,
hann dróg ekkert flagg upp, ekki
einu sinni siglingaflaggið.
Minningar-samkonia mentaskólans.
Kl. 9 um morguninn var haldin minn-
ingarsamkoma í hátíðasal mentaskólans,
og var þar afhjúpuð máluð mynd af Jóni
Sigurðssyni, er Þórarinn Þorláksson hafði
gert. Kennarar og nemendur skólans
höfðu gefið skólanum myndina. Stgr.
Thorsteinsson rektor flutti ræðu, og minn-
ist þess, að í þessum sal hefði alþingi
verið háð öll þau ár, er Jón Sigurðsson
sat á þingi. Þar var og sungið kvæði
það eftir Stgr. Thorsteinsson rektor, sem
prentað er hér á öðrum stað, þrjú fyrstu
erindin á undan afhjúpuninni, en hið
fjórða á eftir.
Gnðsþjónusta í dórakirkjunni.
Kl. 91/* hélt séra Bjarni Jónsson minn-
ingarræðu 1 dómkirkjunni, og lagði út af
orðunum; »Sannleikurinn mun gera yður
frjálsat. Verður hún prentuð sérstök og
seld til ágóða fyrir minnisvarðasjóðinn.
Iðnsýningin opnnð.
Kl. 10 var Iðnsýningin opnuð í leik-
fimissal barnaskólans að viðstöddum
1) hún viidi líka minnast Jóns Sigurðs-
sonar, og íklæddist hátíðaskrúða sínum.
2) eins og stjórnarfarslegt ástand þessa
lands hefur verið síðan.
fjölda boðsgesta. Söngflokkur undir
stjórn Sigf. Einarssonar söng þar fyrst 3
fyrstu erindin af kvæði eftir Guðm.
Magnússon. Því næst hélt Jón Halldórs-
son tresmíðameistari, formaður sýningar-
nefndarinnar, ræðu, og skýrði frá tildrög-
um sýningarinnar og undirbúningi. Síð-
an opnaði landritari Kl. Jónsson sýning-
una með ræðu. Að henni lokinni var
sungið síðasta erindið af kvæði Guðm.
Magnússonar. Kvæðið er með nýju lagi
eftir Sigf. Einarsson. Þessu næst var
boðsgestunum fylgt um öll sýningarher-
bergin.
Háskóli íslands stofnsettur.
Aðalhátíðahaldið hófst kl. 12 á hádegi,
þá var háskóli Islands stofnsettur;
fór sú athöfn fram í 1 sal neðri deildar
Alþingis. -Þangað hafði verið boðið ýms-
um meiri háttar mönnum' bæjarins.
Var fyrst sungið upphaf af kvæðaflokki,
er Þorsteinn ritstj. Gíslason hafði ort.
Síðan hélt Klemens landritari Jónsson
ræðu, fór nokkrum orðum um sögu há-
skólastofnunarinnar og mintist þar sér-
staklega Benedikts sýslumanns Sveins-
sonar, er manna drengilegast barðist fyrir
stofnun háskólans. Afhenti háskólann
síðan háskólaráðinu, og flutti þar rektor
hans, dr. Björn_M. Ólsen, ræðu. Að henni
lokinni var sunginn síðari hluti kvæða-
flokks Þorst. Gíslasonar. — Benedikt
kaupm. Þórarinsson sendi háskólanum
2000 kr. að gjöf, er stofna skyldi sjóð
af til verðlaunarita um sögu landsins.
Skrúðgangan.
Kl. ix/a síðdegis var múgur og marg-
menni saman koraið á Austurvelli. Talið,
að það muni hafa verið að minsta kosti
um sjö þúsundir, og hefur víst aldrei sést
hér annar eins mannfjöldi saman kominn
á einn stað. Lagði hópur þessi allur af
stað í skrúðgöngu suður að kirkjugarði.
Lúðraflokkur gekk í fararbroddi. Þar
næst var landstjórnin, konsúlar erlendra
ríkja, alþingismenn, bæjarstjórn Reykja-
víkur og þeir, er blómsveiga ætluðu að
leggja á leiði Jóns Sigurðssonar. Þar næst
kom barnaflokkur, barnaskólabörn og
önnur|börn, líklega nær 1000 að tölu, þá
Stúdentafélagið, Iðnaðarmannafél., Verk-
mannafélagið og ýms önnur félög og
skólar,*og að síðustu allir þeir, sem ekki
tilheyrðu neinu af þessu. Hélt skrúð-
gangan eftir Kirkjustræti og Suðurgötu,
unz þeir, er blómsveiga höfðu meðferðis,
komu að kirkjugarðshliðinu. Gengu þeir
þá úr röðinni, fóru inn í kirkjugarðinn
og lögðu blómsveigana á leiði Jóns Sig-
urðssonar og konu hans. En roannfjöld-
inn nam staðar á meðan. Helstu blóm-
sveigarnir voru þessir: frá landstjórninni,
bæjarstjórn Reykjavikur, Þjóðvinafélaginu,
Bókmentafélaginu, verslunarstétt Reykja-
víkur, Ragnar Lundborg í Karlskrona
(sænsk samhygð), Heimastjórnarflokknum,
bróðurbörnum Jóns Sigurðssonar (Jens
sál. rektors) og börnum þeirra, Tryggva
Gunnarssyni (til mínningar um frú Ingi-
björgu Einarsdóttur), Ungmennafélaginu
»Iðunn«, Ungmennafélagi Reykjavíkur o.
s. frv. Meðan sveigarnir voru lagðir á
leiðið, lék lúðrasveitin »Ó, guð vors lands«.
Þegar þeir, er sveigana lögðu á leiðið,
voru aítur komnir á sinn stað í skrúð-
fylkingunni, hélt skrúðgangan áfram suður
úr Suðurgötu og um Tjarnargötu og
Vonarstræti ofan á Austurvöll aftur, og
nam staðar fram undan Alþingishúsinu.
A svölum Alþingishússins hélt Jón Jóns-
son sagnfræðingur þessu næst minningar-
ræðu um Jón Sigurðsson. Talaði hann
svo hátt og skýrt, að allir heyrðu vel til
hans. Að ræðunni lokinni lék lúðra-
sveitin »Ó, guð vors lands«. Því næst
kom söngflokkur undir stjórn Sigf. Einars-
sonar fram á svalirnar sunnan á »Hótel
Reykjavík«, og söng þar kvæði fyrir minni
Jóns Sigurðssonar eftir Þorstein Erlings-
son, með nýju lagi eftir Arna Thorsteins-
son, Vorkvæði Hannesar Hafstein með
nýju lagi eftir Jón Laxdal, og fleiri eldri
söngva.
Minningarsamkoma Bókmenta-
félagsins.
Hún hófst kl. 4 slðdegis í hátíðasal
Mentaskólans. Forseti Bókmentafélagsins,
prófessor B. M. Ólsen háskólarektor, flutti
minningarræðuna, og talsði aðallega um
hina miklu síarfsemi Jóns Sigurðssonar
fyrir Bókmentafélagið. Er sú ræða prent-
uð í »Skírni«. Á samkomu þessari var
útbýtt meðal meðlimanna tveim mjög
merkum minningarritum. Var annað
Bréf Jóns Sigurðssonar, 1. hefti,
39 arka bók, með myndum af Jóni Sig-
urðssyni, konu hans, frú Ingibjörgu Ein-
arsdóttur, og bústað þeirra hjóna í Kaup-
mannahöfn. Hitt var tvöfalt hefti af
»Skírni«, sem alt er helgað minning-
unni um Jón Sigurðsson, og er það einn-
ig með myndum. I því eru Minningar-
ljóðin eftir Hannes Hafstein, sem prentuð
vóru í síðasta blaði, og ort voru íyrir
minningarhátíðina á Rafnseyri; þá ritgerð
eftir Þorl. H. Bjarnason kennara (Frá upp-
vexti Jóns Sigurðssonar og fyrstu afskift-
um hans af landsmálum); þá æfisögu-
ágrip séra Sigurðar sál. Jónssonar, föður
Jóns, eftir séra Odd sál. á Rafnseyri; þá
ritgerð um vísindastörf Jóns Sigurðssonar
eftir prófessor Finn Jónsson; þá ritgerð
um Jón Sigurðsson sem stjórnmálamann
eftir Kl. Jónsson landritara; þá grein um
Jón Sigurðsson og Bókmentafél. eftir pró-
fessor B. M. Ólsen, 2. eftir Þórh. biskup
Bjarnarson, 3. eftir Jón alþm. Ólafsson og
4. eftir Indriða Einarsson skrifstofustjóra.
Síðan er kvæði um Jón Sigurðsson eftir
Bened. Þ. Gröndal og Vorvísur eftir H.
Hafstein.
íþróttamótið
var opnað kl. 5, eins og getið var um á
öðrum stað í blaðinu.
Samsætin.
Þau voru þrjú, og hófust kl. 9 um
kvöldið. Eitt var á Hótel Reykjavík,
annað í Goodtemplarahúsinu, og hið
þriðja í húsi K. F. U. M. Samsæti það,
sem til stóð að haldið yrði í lðnaðar-
mannahúsinu, fórst fyrir, og tóku þeir,
(
er þar ætluðtx að verðq/, þátt í hinum
samsætunum. Samsætin voru mjög fjöl-
menn; á Hótel Reykjavík. voru nær 300
manns. Þar hélt dósent Eiríkur Briem
ræðu fyrir minni Jóns Sigurðssonar. Fyrir
minni Islands mælti Andrés Björnsson,
form. Stúdentafélagsins, og fyrir minni
Vestur-íslendinga Jón Ólafsson alþm. —
I samsætinu í Goodtemplarahúsinu voru
einkum templarar. Þar mælti Indriði Ein-
arsson skrifstofustjóri fyrir minni Jóns
Sigurðssonar, Halldór Jónsson bankafé-
hirðir fyrir minni konungs, og fyrir minni
Islands mælti Þórður J. Thoroddsen
læknir. — í samsætinu í húsi K. F. U. M.
voru einkum menn úr Ungmennafélög-
unum. Þar mælti Tryggvi Þórhallsson
fyrir minni Jóns Sigurðssonar, en auk
þess voru þar margar fleiri ræður fluttar.
— Söngflokkur Sigfúsar Einarssonar gekk
á milli samsætanna og söng minningar-
ljóð um Jón Sigurðsson.
A íþróttavellinum hafði safnazt saman
fjöldi fólks um kvöldið, og skemti það
sér við leiki og dans fram undir mið-
nætti.
Þar með var þessari miklu og minnis-
verðu minningarhátíð lokið, og luku allir
upp einum munni um það, að hún hefði
tekizt prýðilega í alla staði — betri og
bjartari dag hefðu þeir aldrei lifað.
Sendiherrann írá Vogi.
„Sendiherrann" frá/Vogi hefur rit-
að grein í 38. tölubl. ísafoldar, sem
á að vera svar gegn ýmsu, er heima-
stjórnarmenn(?) hafa átt að segja um
hann sem viðskiftaráðanaut, en sér-
staklega á greinin að vera svar gegn
grein Jóns Ólafssonar alþm. í 27. tbl.
Þjóðólfs f., á.
Þó að ég nú finni ástæðu til að
eyða nokkrum orðum að grein „sendi-
herrans", þá er það ekki til þess, að
svara fyrir J. Ó., því hann er sjálfur
færari til að svara fyrir sig en ég,
heldur geri ég það af því mér finst
að greininni megi ekki vera ósvarað,
en á hinn bóginn óvíst, að J. Ó. hafi
tíma til að svara henni. Annars gef-
ur greinin nóg tllefni til að svara
rækilegar en ég hefi tíma eða tæki-
færi til að gera.
Það er einkennilegt þetta óendan-
lega sjálfsálit, þessi vindbelgingshátt-
ur og gort, sem skín út úr öllu, er
„sendiherrann" segir eða gerir og
kemur ekki hvað sízt fram í þessari
ísafoldar-grein, en þeir sem þekkja
hann vita, að þetta er honum með-
fætt að nokkru leyti, og vorkenna
honum.
Áður en ég sný mér að grexn
sendiherrans skal ég leyfa mér að
minna á það í þessu máli, sem er
mjög svo einkennilegt fyrir manninn
og lýsir honum betur en margt ann-
að, en það er framkoma hans við
mesta velgerðamann sinn, fyrv. ráðh.
Björn Jónsson.
Þegar frv. ráðherra veitti Bjarna
viðskiftaráðanautsstöðuna, þá braut
hann þar í bág við vilja og óskir
ekki að eins meiri hluta þjóðarinnar,
heldur vilja og óskir þeirra þingmanna,
er framarlega og fremstir stóðuífiokki
hans og höfðu með atkvæði sínu á
þingi stofnað embættið. — Hvort það
var hin óbilandi frekja og sjálfsálit
Bjarna, eða ístöðuleysi og veikleiki
Bjarnar, sem réði úrslitum hér, skal
ekki um dæmt. Getur hugsast, að
annað enn verra hafi riðið baggamun-
inn. — En eitt er víst, og það er, að