Þjóðólfur - 01.07.1911, Page 4
96
ÞJÓÐOLFUR.
Mstofa Beiustjðrmiiia
er ílutt
úr Aðalstræti 8
í Skólastræti 9>.
(Gr irnli).
grímur Benediktsson, bronsem.; 3. verðl.
Kári Arngrímsson, bronsem.
Kappglíma (2. fl.): 1. verðl. Hall-
dór Hansen, silfurm.
Kappglíma (3. fl.): 1. verðl. Magn-
ús Tómasson silfurm.; 2. verðl. Vilhelm
Jakobsson, bronsem.
Kappglíma (4. fl.): 1. verðl. Vil-
helm Jakobsson.silfurm.; 2. verðl. Magn-
ús Tómasson, bronsem.
Kapphlaup (804 stikur): 1. verðl.:
Sigurjón Pétursson, silturm.; 2. verðl.
Magnús Tómasson bronsem.
Kapphlaup (1 míla): 1. verðl.
Guðmundur Jónsson, siifurm.; 2. verðl.
EinarPétursson, bronsem.;3. verðl. Jónas
Snæbjörnsson, bronsem.; Helgi Tómas-
son (14 ára piltur) fékk heiðursskjal.
Girðingahlaup: 1. verðl. Krist-
ínn Pétursson silfurm.; 2. verðl. Magn-
ús Armannsson, bronsem.; 3. verðl. Sig-
urjón Pétursson, bronsem.
Grísk-rómv. glíma (þyngri fl.):
1. verðl. Sigurjón Pétursson, silfurra.;
Haraldur Einarsson fékk heiðursskjal.
Grísk-rómv. glíroa (léttari fl.):
1. verðl. Vilhelm Jakobsson, silfurm.; 2.
verðl. Halldór Hansen, bronsemedalíu.
Áge Meyer Benedictsen
rithöfundur dvelur um þessar mundir hér
í bænum. Síðastliðið þriðjudagskvöld og
miðvikudagskvöld hélt hann fyrirlestur í
Iðnaðarmannahúsinu um írland og sjálf-
stæðisbaráttu Ira, og sýndi á eftir nokkr-
ar skuggamyndir bæði af landinu og þjóð-
inni. Hafa Reykvtkingar ekki oft átt
kost á að hlýða á jafnvel flutta og jafn-
framt efnisríka fyrirlestra; er hr, Bene-
dictsen þaulæfður fyrirlestramaður og
mælskur vel.
Hr. Benedictsen hefir lagt allmikla
stund á að kynnast Islandi og einkum ís-
lensku þjóðinni. Rennur honum þar
blóðið til skyldunnar, því að hann á kyn
sitt að rekja til íslands. Móðir hans var
sonardóttir Boga Benediktssonar á Staðar-
felli og á hann því fjöldamargt nákomið
frændfólk hér á landi. Hann ferðaðist
hér um land í fyrra sumar og fór þá um
Suður-, Vestur- og Norðurlandið, en í vet-
ur hélt hann fyrirlestur um ísland víðs-
vegar um Danmörku og sýndi jafnframt
fjölda mynda héðan. Hann hefir lært ís-
lensku, svo að hann getur lesið (slenskar
bækur og blöð, og notar hann sér þá
kunnáttu óspart til þess að afla sér þekk-
ingar um hagi landsins og þjóðarinnar,
enda hefir hann í hyggju að rita innan
skamms bók um Island fyrir Ianda sína.
Á morgun fer hr. Benedictsen héðan
með »Pervie« austur á Hornafjörð, og
ætlar að ferðast um Austur-Skaftafellssýslu
og Múlasýslur og dvelja um hríð í Fljóts-
dalshéraði, en þaðan heldur hann svo til
Akureytar.
Hvað er að frétta?
Lagapróf. 30. maí tók Oddur
Hermannsson próf með 1. eink., Sigurð-
ur Lýðsson með 1. eink. 17. f. m.
Guðmundur Ólafsson með 2. eink. lakari.
Guðfræðtopróii luku á presta-
skólanum 20. þ. m.:
Magnús Jónsson . . I. eink. ág. 99 st.
Jakob Ó Lárusson .1. — 90 —
Sigurður Jóhannesson II. — 71 —
Sigurður Sijjtryggsson cand.
mag. hefur leyst af hendi próf viðKennara-
námskeið og hlaut eink. admissus.
Heimspekispróí hafa tekið í
Kaupmannahöfn: Sigtryggur Eiríksson
og Steingrímur Jónsson með ágætiseink.,
L^nfey Valdimarsdóttir og Skúli Skúla-
son með 1. eink., Helgi Guðmunasson
og Þórður Þorgrímsson með 2. eink.
En 16. f. m. luku þessu prófi hér:
Halldór Hansen, Helgi Skúlason, Jón
Ásbjörnsson, Jón Jóhannesson, Sigurður
Sigurðsson og Þorsteinn Þorsteinsson.
Mentaskólinn. Af honum út-
skrifuðust þessir nemendur 30 . þ. m.:
1. Einar Jónsson . . . . 82 stig
2. Hans Einarsson . . . 82 —
3- Þorlákur Björnsson . . 81 —
4- Magnús Jochumsson . . 79 —
5- Vilmundur Jónsson . . 76 —
6. Héðinn Valdimarsson . 75 —
7- Páll Pálmason . . . . 72 —
8. Hjörtur Þorsteinsson . . 71 —
9• Einar E. Hjörleifsson . 70 —
10. *Steinþór Guðmundsson . 70 —
11. Árni Jónsson .... 69 —
12. Pétur Magnússon . . . 68 —
13- Valtyr Stefánsson . . . 68 —
14. Daníel Halldórsson . . 61 —
i5- *Kristín Ólafsdóttir . . 60 —
16. Axel Böðvarsson . . . 57 —
i7- *Vilheim Jakobsson . . 57 —
18. Arngrímur Kristjánsson . 56 -
x9* Gunnar Sigurðsson . . 55 —
20. *Jón Ólafsson . . . . 54 —
21. *Jakob Kristinsson . . . 52 —
22. Steindór Gunnlaugsson . 52 —
* merkir þá, er utanskóla hafa lesið.
Skipaðir póstafg^eiöslu-
meiin af stjórnarráðinu: Á Siglufirði
Jósep Blöndal; á Fáskrúðsfirði Gísli
Högnason.
Gagnfrseðaskólanum á Ak-
ureyri var sagt upp 30. maí og útskrif-
uðust þaðan 36.
Sigurjón Pétursson vann ís-
landsbeltið 16. f. m.
Þingmannaefni Reykj iivílt-
«.**. Af hálfu Heimastjórnarmanna verða
í kjöri við kosninguna 1 haust Jón sagn-
fræðingur Jónsson og Lárus H. Bjama-
son prófessor. En hinir kváðu ætla að
styðja til kosninga Jón skjalavörður Þor-
kelsson og Magnús Blöndahl.
Liúkflokkuriiin danski lék hér
í síðasta sinn 18. f. m. og er nú farinn
héðan.
Dr, Leo Montagny »galdra-
maðurinn» sýndi Iþróttir sínar 17.—25.
f. m. Var húsfyllir á hverju kveldi,
enda ber þar margt nýstálegt fyrir augu,
er Reykvíkingar flestir hafa eigi áður átt
kost á að sjá. Hann sýnir meðal annars
vofur, lét »anda« rita á spjöld vafin inn-
an f dúka o. s. frv.
Eðlilegt er það.
Aðalblað óaldarjlokksins hefur verið
að fylla eyður sínar með útdrætti, af-
bökuðum, úr gömlum stjórnartfðindum,
um veitingar embætta og sýslana, árin
sem H. H. var ráðherra.
Hin blöðin, andstæðu, hafa aftur
dregið fram, hvernig launastöðum og
bitlingum m. m. hefur verið ráðstafað
á stjórnartímabili óaldarflokksins. En
mjer fellur ekki þess konar kítnij
Tímabilum þessum er ekki saman jafn-
andi, og síst um hvalskurð. Að hvaln-
um mega óaldarflokksmenn einir sitja
— þann tíma sem þeir fengu setið —
illu heilli. Fyr áttu sér engar slíkar
fjöruferðir stað.
En hvað kemur til, aðj eigi má
hreinskiinislega segja hina sönnu og
eðlilegu ástæðu þess, að fleiri menn
af fylgisflokki H. H., andstöðuflokki
óaldarmanna, voru skipaðir í trúnaðar-
stöður í tíð H. H., heldur en af hin-
um flokknurn þáf Því ber ekki að
neita, að svo hafi verið. Það var
blátt áfram rétt og eðlilegt.
Ástæðurnar eru þessar: Þá sat sann-
gjarn og réttsýnn maður við stýrið.
En sama stjórnarflokk og hann fyltu,
og fylla enn, flestir hinna skynsamari
og svo að segja allir hinir raun-beztu
og mikilhæfustu rnenn í landinu, í
hverja stöðu sem velja skyldi. Þeir
voru því oftast best til fallnir, er úr
umsækjendahóp skyldi velja eða menn
skyldi skipa til einhvers starfa.
En andstæðingar H. H. skömmuðu
hann fyrir það eins og annað og lugu
því, að hann sýndi þar hlutdrægni
eftir flokkum í pólitík. Og það var
eitt af yfirskyns-ástæðunum fyrir van-
traustsyfirlýsingunni 1905. Því svar-
aði H. H. á þá leið — eg heyrði þá
ræðu af tilviljun —, að hann hefði
gert sér far um, að velja hæfustu
mennina, sem kostur var á, í þær
stöður, sem hann hefði átt að veita,
og að öllu fremur kynni að mega
bregða sér um, að hann hefði tekið
menn úr andstöðuflokkunum full mikið
fram yfir samflokksmenn sína, er staf-
aði af því, að hann hefði máske stund-
um gengið full-langt í því, að varast
það, sem litið gat út sem pólitisk hlut-
drægni í ambættaveitingum.
Og enn er liðskostamunurinn á sama
hátt. Eða getur nokkur sanngjarn
maður neitað t. d. því,. að í minni
hluta flokknum á síðustu tveim þingum
hafi verið flestir mikilhæfustu þing-
mennirnirf Eða að bestu og hæfileika-
mestu menn þjóðarinnar séu flestir
andstæðingar þess flokks (eða flokka),
sem völdum réði tvö undanfarin ár,
og sem óaldarflokkurinn og stjórn
hans hefur myndast aff
Það, sem þeir brigsluðu fyrri stjórn
um að ósönnu og létust hafa fyrir
ástæðu að fella H. H., hafa þeir tekið
upp og framfylgt í hið ýtrasta; enda
þola hvalskurðaraðferðir og öll græðgi
þess flokks engan samanburð við neitt
sem hér hefur átt sér stað á síðari
tímum. Það líkist helst þeim forn-
aldar-viðburðum, þá er stjórnlausir ó-
reiðumenn, sem ekki nentu að vinna
sér brauð á heiðarlegan hátt, gintu
friðsama bændur og borgara af eign-
um sínum undir því yfirskyni, að vilja
vernda réttindi þeirra — en létu svo
greipar sópa um muni þeirra og bjarg-
ræði.
Láti landsmenn enn ginnast af gali
þessara ránfugla, þá fer eg að verða
vondaufur um viðreisn þjóðar vorrar.
Uppi í sveit, 17. júní 1911.
Bóndi Bóndason.
Ágætur starfi.
Sérhver ætti að reyna að nota tækifærið
til þess að græða mikið fé með þv( að selja
vörur eftir stóru myndaverðskránni minni
sem er 112 blaðsíður að stærð; þar eru
hjólhestar, hjólhestahlutar, úr, úrfestar, næl-
ur, hljóðfæri, járnvörur, glysvarningur, vindl-
ar, sápur, leðurvörur og álnavörur. 50°/o
ágóði. Einstaklega lágt verð. Verulega
fyrsta flokks vörur. Verðskrá og upplýsing
ar ókeypis og burðargjaldslaust.
Chr. Hansen.
Enghaveplads 14.
Köbenhavn
skilur á klukkust. jj“ •;’£“} brúttóYerð.
Hvers vegna greiða hátt verð fyrir
skilvindur, þegar vér getum boðið yður
Prímus-skílvinduna
okkar fyrir ofanritað afarlága verðf
Besta og þó ódýrasta skilvinda á heims-
markaðinum. Auðtekin sundur, auðhreinsuð
og auðvarðveitt.
Hlotið verðlaun hvarvetna á sýningum.
Biðjið um verðskrá. Umboðsmaður Möllers Enke, Köbenhavn.
b B, A. Hjorth & Co,
Stockholm (Sverige),
I
I
Pantid sjálfir fataefni yðar
teina leið frá verksmiðjunni. Stór sparnaður. Án þess að borga
turðargjald getur sérhver tengið móti eftirkröfu 4 Htr. 130 Ctm.
ireitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt ektalitað alullap-K.I»ÆÐI
fallegan, haldgóðan kjól- eða sparibúning fyrlr elmingis ÍO kp.
1,50 pr. Mtr. Eða 31/* Ctm. bpeitt, svart, myrkblátt eða
[ráleitt hamóðins efnl í sterk og falleg karlmannsföt fypip aöeins
Í4 kr. 50 aup. Ef vörurnar eru eigi að óskum kaupanda verða
lær teknar aftur.
Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark.
Ritstjóri og ábyrgðarmartur: JAn Ólaf-Bon.
Prentsmiðjan Gutenbreg.