Þjóðólfur - 07.07.1911, Blaðsíða 1
63. árg.
Reykjavík, Föstudaginn 7. Júlí 1911.
J»26.
Austurland.
Sungið fyrir minni Austurlands á minningarhátíð Seyðfirðinga 17. Júní 1911.
Sit þú heilt við sól og vori, sæla Austurland,
ríkra miða, fríðra fjarða, frjórra dala land,
Austurland. —
Bend þú yfir mökk og móðu mönnum hafnaleið.
láttu yfir öldum skína ennin hvelfd og breið.
Land, sem ögrar hafi’ og himni, hart og hvast á brún,
veðurbitið, skráð og skrifað skins- og elja-rún. —
Austurland.
Varst þú ekki Austurvegur Oddasetri frá?
Varst það ,ekki einmitt þú, sem Edduskáldið sá ?
Land, sem blandar brimsins gný við blíðra fossa hjal,
speglar sól í fjarðaflötum, friðar sjerhvern dal —
Austurland.
Hvar er betri, fegri fóstra fyrir hetjudug?
Undir hamrahnúkum þínum hugurinn lærir flug.
Faðmi blessun firði þína, fólk og skip og mið.
Veittu öllum, er þig gista, yndi, lán og frið.
Austurland.
Safna'öllum ungum geislum um þitt tindaband.
Vertu okkar mætu móður morgunroðans land!
G. M.
j/iiðstjórn ^eimastjórnar
flokksins
hefir samþvkt eftirfarandi
Ályktun:
»Miðstjórn Heimasljórnaijlokks-
ins telur sjáljgefið, að flokkurinn
haldi fram óbreyttri stefnu um
sambandsmálið, en œtlast þó, úr
því sem komið er, ekki til þess,
að þvi máli verði ráðið til lykta,
án þess að það verði scrstaklega
borið undir kjósendur, og vœntir
þess jafnframt, að þingmannaefni
flokksins lýsi sömu skoðun við
undirbúning kosninganna i haust«.
Ár 1911, laugardaginn 1. júlí, var
haldinn aðalfundur í íslandsbanka.
Fundurinn var haldinn í skrifstofu
bankans í Reykjavík og settur af land-
ritara Kl.Jónssyni, í fjarveru Kristjáns
Jónssonar ráðherra. Fundarstjóri var
kosinn yfirdómari Halldór Daníelsson,
en fundarskrifari Sighvatur Bjarnarson
bankastjóri.
Þetta var gert:
1. Landritari Kl. Jónsson skýrði fyrir
hönd fulltrúaráðsins frá starfsemi
bankans síðastl. ár. Lýsti hann
jafnframt yfir því, fyrir hönd full-
trúaráðsins, að bankanum hefði
verið mjög vel stjórnað árið sem
leið og vottaði stjórn bankans, sam-
kvæmt ósk lulltrúaráðsmanna, beztu
þakkir fyrir aðgerðir sínar.
2. Framlagður endurskoðaður reikn-
ingur fyrir árið 1910. — Var sam-
þykt, að greiða 6°/o í ársarð fyrir
tjeð ár.
3. Stjórn bankans var í einu hljóði
gefin kvittun fyrir reikningsskilum
árið 1910.
4. Bankastjóri H. Kjelland (Thorkild-
sen) í Christianíu var í einu hljóði
endurkosinn í fulltrúaráðið af hlut-
hafa hálfu.
5. Amtmaður Jul. Havsteen sömu-
leiðis endurkosinn endurskoðunar-
maður í einu hljóði.
6. Samkvæmt tillögu eins af við-
stöddum hluthöfum var samþykt í
einu hljóði að votta stjórn bank-
ans þakklæti, af hluthafa hálfu, fyrir
frammistöðu sína árið sem leið og
lýsa jafnframt fullu trausti hluthafa
á stjórn bankans.
Hér fer á eftir skýrslan um starf-
semi bankans:
Árið sem leið var að mörgu leyti
hagstætt ár. Framleiðsla á vörum inn-
lendum með meira móti, einkum fiski,
og sala góð í útlöndum. — Bankinn
hefir þó átt við ýmsa örðugleika að
stríða. - Eftirspurn eftir lánum og pen-
ingum annarsvegar mjög mikil, og þörf
stórámeiru fje, t. d. til eflingar sjávar-
útvegi, en tregða hinsvegar mjög mikil
erlendis á fjárframlagi, í hvaða mynd
sem er, til íslenskra fyrirtækja. — I
nálægari löndum hefur að vísu greiðst
mikið úr fjárþröng þeirri og peninga-
kreppu, sem alment gekk yfir löndin
fyrir nokkrum árum, eins og kunnugt
er, og vextir hafa yfirleitt lækkað
nokkuð. — En þetta er ekki einhlýtt
til þess að gera aðganginn greiðari
fyrir okkur Islendinga að erlendum
peningalindum, því að bæði er það,
að yfirleitt gætir nú miklu meiri var-
úðar en áður, og jafnvel einskonar
tortrygni, og svo er þess ekki að dylj- •
ast, að ísland hefir ekki seinustu árin
aflað sér aukins trausts í augum er-
lendra þjóða, sérstaklega ekki hjá
þeim mönnum, sem við fjármál eða
peningamál eru riðnir. Þetta kemur
æ ljósara og ljósara fram, þegar spurn-
ing er annaðhvort um sölu á íslensk-
um verðbrjefum (t. d. bankavaxtabréf-
um) eður um lántökur í stærri stýl.
Bankinn hefir árið sem leið, eins og
að undanförnu, gert sér alt far um að
styrkja aðalatvinnuvegi landsins með
lánveitingum í stærri stýl og styðja að
því, að framleiðsla gæti aukist í landinu,
og að unt væri, að selja allar íslenzk-
ar afurðir fyrir peninga út í hönd hér
innanlands. En það verður að telja
mjög þýðingarmikið og heillavænlegt
fyrir landsmenn. — Stórlán hefir bank-
inn veitt til eflingar botnvörpuveiða-
útgerðar og hafa þær lánveitingar borið
góðan og glæsilegan árangur. — Má
ótvírætt þakka það íslandsbanka, að
þessi grein sjávarútvegsins — ef til
vill sú allra tryggasta og uppgripa-
mesta um leið — er þegar svo vel á
veg komin.
Lánveitingar til lengri tíma t. d. lán
með fasteignarveðskjörum, til húsa-
bygginga o. fl. hefir bankinn að miklu
leyti orðið að Ieiða hjá sjer og láta
þau sitja á hakanum fyrir nauðsyn-
legri lánveitingum (framleiðslulánum).
Þó hefir bankinn óbeinlínis stutt slíkar
lánveitingar að verulegum mun, með
því að kaupa allmikið af bankavaxta-
bréfum Landsbankans, sem ekki heíði
verið unt að koma í peninga á annan
hátt. Með þessu móti hefir íslands-
banki veitt bæði Landsbankanum og
lántakendum úr veðdeild þess banka
liðsinni sitt.
Eins og kunnugt er, varð bankinn
fyrir því slysi í byrjun ársins 1910, að
verða fyrir talsverðum fjársvikum af
hálfu fyrv. útbússtjóra Friðr. Kristjáns-
sonar. Hafði útbússtjóri þessi haft
talsvert fé af ýmsum viðskiftamönnum
útbúsins á sviksamlegan hátt. Úr þeim
málum öllum hefir bankinn greitt á
besta hátt, svo að öllum hefir vel lfk-
að. Búi Friðriks, sem tekið hefir verið
til opinberrar skiftameðferðar, er enn
ekki fullskift, svo að eigi er unt að
segja með vissu, hve stórt tap bank-
ans verður, en mikið fram úr 10,000
krónum fer það varla.
Öðru tapi hefir bankinn eigi orðið
fyrir árið 1910, svo að um muni.
Ánægjulegt er það, að hlutafé bank-
ans er meir og meir að verða innlent,
þó að enn eigi það langt í land, að
bankinn sé alger eign íslendinga. —
Kaup á hlutabréfum bankans inn í
landið hafa verið með mesta móti
1910.
Yfirleitt má segja, að fjárhagshorfur
almennings sjeu fremur að batna hér
á landi, þrátt fyrir ýmsar skuggahliðar,
er lauslega hefir verið vikið á.— Menn
eru að læra það betur og betur að
fara gætilega með lánsfé, og fjár-
glæframönnum fækkar, eða þeir geta
ekki haft sig eins frammi og áður.—
Framleiðslan eykst og viðskiftamagn
eflist.
Vott um þetta má meðal annars sjá
á því, að seðlavelta bankans (þ. e.
upphæð sú, sem bankinn hefir í veltu
af seðlum sínum) eykst ár frá ári, eink-
um það, sem af er þessu ári. Um-
setning bankans eykst, sjerstaklega
hér við aðalbankann, — á 5 fyrstu
mánuðum ársins 1911 hefir umsetning
bankans t. d. verið hjer um bil 5 milj.
kr. hærri alls en 5 fyrstu mánuði árs-
ins 1910. — Viðskiftamönnum fjölgar.
íslandsbanki hefir nú sambönd víðs-
vegar um heim og erlendum viðskifta-
vinum fjölgar stöðugt. Leiðir það
athygli að landinu og viðskiftum við
það.
Þess má geta, að fyrir milligöngu
íslandsbanka hefir nýlega hepnast að
selja hálfa miljön af bankavaxtabréf-
um Landsbankans, þeim, er landsjóð-
ur átti.
Öll umsetning bankans og útbúa
hans var árið 1910 nálægt 59 milj.
króna, eða rúmar 196 þúsund krónur
hvern virkan dag að meðaltali. Næsta
ár á undan var umsetningin tæpar
53 milj., hefir því vaxið um fullar 5
miljónir á árinu.
Peningainnborganir gegnum kassa
bankans og útbúanna námu árið 1910
rúml. 28l\i milj. króna.
Innl'óg á dálk og hlaupareikning
voru fuilri milj. króna hærri árið 1910
en næsta ár á undan. Árið 1909 voru
slík innlög við bankann og útbúin
tæpar 7 milj., en þvf nær 8 milj. árið
1910.
Innlán voru í ársbyrjun 1910 í bank-
anum og útbúum hans 13V2 hundrað
þúsund krónur, en voru í árslok orðin
því nær 1600 þúsund krónur; höfðu
því vaxið á árinu um því nær V4 milj.
króna.
Sparisjóðsinnstœðujé hjá útbúum
bankans hækkaði um rúmar 90 þús-
und krónur árið 1910.
Handveðslán hækkuðu á árinu um
26 þúsund krónur. Veitt voru rúm
76 þúsund kr. í slíkum lánum, endur-
borguð tæp 45 þúsund.
Aftur á móti lækkuðu sjálfskuldar-
ábyrgðarlán um full 17 þúsund kr.
Veitt voru c. 91 þúsund kr. í slíkum
lánum, en endurborguð tæp 108 þús-
und kr.
Bæði handveðslána- og sjálfskuldar-
ábyrgðarlána-veitingar voru nokkru
meiri úr bankanum 1910 en næsta ár
á undan.
í reikningslánum var veitt rúm hálf-
fjórða miljón króna. — Lán þessi voru
þó alls c. 17 þúsund krónum lægri í
árslok en í ársbyrjun. — Reiknings-
lána-umsetningin var við bankann og
útbúin fullri miljbn króna hærri árið
1910 en árið 1909.
Víxla keypti bankinn og útbú hans
til samans fyrir því nær þrettán og
hálýa miljon króna (árið 1909 rúm
12V2 milj. kr.).— í árslok voru óinn-
leystir víxlar fyrir nokkuð á fjbrðu
miljón krbna.
Ávísanakauþ á erlenda banka og