Þjóðólfur - 07.07.1911, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.07.1911, Blaðsíða 2
9Í> ÞJOÐOLFUk aðra utanbæjarviðskiftavini fara jafnt °g þjett vaxandi. Slík ávísanakaup námu því nær ómilj.króna árið 1910, en voru ekki fullar 4 milj. kr. árið 1909. Bankinn innheimti fyrir aðra (í víxl- um, ávísunum, hleðsluskjölum o. fl.) fyrir rúm 277/ púsund kr. Það fer óðum í vöxt, að útlendingar brúki bankann tll að innheimta borgun fyrir erlendan varning, sem fluttur tr hing- að til lands. Af sedlum hatði bankinn mest úti í lok októbermánaðar (1586 þúsund kr. rúmar), en minst í marslok (tæp 569 þúsund kr.). Það er ætíð svo, að mest er af seðlum í veltu seinni part sumars og nokkuð fram á haustið, en fer svo aftur minkandi fram á næsta Vor. — Það sem af er árinu 1911 hefir verið óvenjumikið af seðlum f umferð. Páll postuli fyrir hliðum Römaborgar. Eftir Karl Gerok. „Hannibal við hliðin stendur, hersa vora sex er vann, og sem við þann eið er kendur, oss að steypa skyldi hann". Þessi fregn lík dauðadómi dunaði forðum yfir Rómi; eins og leifturs-loga brendur lýðurinn skalf við boðskap þann. Aftur nálgast hetja hliðið: Hræðstú, mikla Róm, í dag! Drottning heims sá haslar sviðið, hvert hans orð er reiðarslag. Búst þú, Neró, vígin verja, vopnast láttu þína herja, bið nú sigur-söngva liðið syngja með þér styrjarbrag. Samt með engu heiftar-hóti hetjan nýja ógnar þér, enginn hér með hjörvi og spjóti, hógvær þjónn er kominn hér, skip hans brotið, bundinn fjötrum, borinn sökum, klæddur tötrum; allri Róm þó ræðst í móti, ríkið alt því heimtar sér. Trúin skjöldur hetju heitir, heilagt orð hans bitra sverð, lid hans eru englasveitir, andinn ræður víkings ferð. Hátt hann kallar: „Kaupið griðin!" klappar fast á borgarhliðin, sálna vegna vopnum beitir, voldug er hans ráðagerð. Pálus heitir hann, sem stríðir, heimsins drotni sendur frá. — Út nú koma kristnir lýðir kappann fræga til að sjá. Drottinn sali Cæsaranna sagði fyr hann mundi kanna; lengur hann ei heiftum kvfðir, hvessir sjónir staðinn á. Ránum bygðan, svikum sorfin, sér hann þennan regin-stað; trygð er flúin, trúin horfin, taumlaust ólgar lastabað, yfir hofum hreggi barinn hnípir sljór inn gamli arinn. Kristí dúfa kærleik búin, kom nú með þitt olíublað! Sjá hve kappans sjónir loga sárri raun og trúarglóð. Kapítóls við breiðum boga borgin skín og Tífurfióð; húsamergð sem haf að skoða: hér á Drottins náð að boða ! þar við ramma reip að toga reynast mun, og kosta blóð. Herrans vottur, heill og friður! hjartaprúða stóra sál. Sigurlúðra svelli kliður, syrgi nú þitt raddarstál! Afram goðin blind að brjóta, banna stein og málm að blóta! Loks er vopnin leggur niður, lifa skal þitt frægðarmál! Dýrð sé þeim er lífs þig leiddi landi Zíons frá til Róm, fleyi þínu götu greiddi, gegnum stormsins feigðaróm. Dýrðarhús úr dauðans strandi Drottinn reisir allsvaldandi; Krossins hans, sem dauðann deyddi, dýrstan prýði helgidóm! Hetja fyrir hliðum stendur! Heyrið eigi lúðraskval? Opnið sjónir, önd og hendur — öðrum þó en Hanníbal: Friðarherrann hér er sjálfur! Hneigið yður, lönd og álfur! öllum lýð til lausnar sendur, lúta gervalt honum skal. Matth. Jochumson. Krýningin í Lundúnum. [Eftir ,,Bjarma“]. í júnímánuði fór fram krýning ensku konungshjónanna Georgs og Mary (Maríu) og varð það heims- frægur viðburður. Frá undirbúninginum er sagt á þessa leið: Fyrir löngu síðan er tekið að búa alt undir. Allar konur, sem heita Mary eða May (María), senda drotningu ávarp með undir- skrifuðum nöfnum sinum, og nefndin sem fyrir þessu gengst, krefst þess, að þær láti eitthvað af hendi rakna í peningum, mest 18 krónur. Þessu fé frá nafnsystrum drotningar hugsa menn sér svo að verja til eins eða annars. Drotning hefir lofað að taka á móti gjöfum frá mörgum hinum gömlu iðnaðarmannafélögum í megin- hluta Lundúnaborgar (City), þar á meðal blævæng úr fínustu kniplingum ásamt skjaldböku-»stelli«. Frá garð- yrkjumönnum fær hún feykimikinn blómvönd; eru það tómar nellíkur, því þær eru uppáhaldsblóm drotningar. Nálasmiðir senda drotningu gullið skrín með kórónu og fangamarki drotningar. Hanzkarar senda drotn- ingu nokkra hina fínustu ensku hanzka, og eina af þeim á hún að bera við krýninguna. Kftir enskum hugsunarhætti, þá er krýningarathöfnin trúarlegs eðlis. — Gömlu konungarnir af kyni Nor- manna og Tudors, töldu krýningu sína jafngilda vígslu. Sami andinn hvílir stöðugt yfir allri athöfninni. Konungsvaldið á að halda uppi krist- inni trú. Georg konungur og Mary drotning verða samkvæmt þeim helgisiðum, sem geymst hafa frá dögum Játvarðar konungs játara og Edítar drotningar. í bókasafni Krosskyrkjunnar gömlu og merkilegu, sem Westminster-abbey heitir (þar sem konungar og frægustu menn Engl. hvíla), er geymt handrit af krýningarsiðunum, er Ríkharður konungur annar var krýudur 1377, og þeir siðir hafa eflaust verið not- aðir miklu fyr. Westminster-abbey var lokað 1. marz, sakir undirbún- ingsins þar undir krýninguna. Erkibyskupinn í Westminster á að fræða konung út í hörgul um allar skyldur hans bæði fyrir krýninguna og á krýningardeginum. En bæði eru þau konungur og drotning sér meðvitandi um alvöru og ábyrgð þessa mikla dags. Á krýningardeg- inum verða þau umkringd af inni- legasta kærleika og bænum þegna sinna. Hin viðhafnarmikla skrúðganga verður gengin inn í miðkvrkjuna að vestanverðu. Fremstir ganga höfð- ingbornir menn og fulltrúar annarra þjóða; þar næst ganga prestarnir og fylgja þeim kallarar í miðaldalegum búningi. Valdir menn bera konungs- fánann og fána hins sameinaða kon- ungsveldis. Sá, sem ber krýningar- gimsteininn, hefir 2 rúbín-hringa að auki. Þá koma riddarar sokkabands- orðunnar svo nefndu, og erkibyskup- arnir með föruneyti sínu rétt á undan merkisberum drotningar. Mary drotning fylgir hinum forna sið. Sex ungar hefðarkonur af tign- asta aðli bera hinn afar-skrautlega kjólslóða hennar, úr purpurarauðu flosi. — Alexandra drotning braut gömlu regluna með því, að hún hafði 8 hirðsveina. Þá koma kallarar enn að nýju og hátt standandi embættismenn, og inn eru borin tignarmerki konungs. — Sérstakir aðalsmenn eru valdir til að bera sporana, hin þrjú sverð, sprot- ann, hringinn og kórónuna. Síðan verður sungið: Glaður varð eg, þegar þeir sögðu við mig: vér viljum ganga í hús drottins; á eftir fer stutt bæn, og síðan segir erkibyskupinn: »Eg leiði Georg konung fyrir yður, viljið þér hylla hann og þjóna honum?« Þá stendur konungur upp og þá er svarað: »Guð varðveiti Georg konung«. Síðan er litanían (tónbænirnar) sungn- ar og pistillinn 1. Pet. 2, 13 og guð- spjallstextinn Matt. 22, 15. Og á eftir heldur erkibyskupinn í Jórvík (York) stutta tölu. Siðan fer fram eiðtakan og lofar konungur að stjórna rétt og halda lögmál guðs, hið sanna fagnaðarerindi og prótestantiska trú. Konungur legg- ur hönd sina á biblíuna og lofar að halda heit sitt með aðstoð guðs og ritar natn sitt undir á pappírsskrána, sem það var lesið upp af. Biblian, sem notuð verður, er öll fagurskreytt og gylt. Á spjaldinu er rósargrein meðal annars, sem á að tákna endalok Rósa-styrjaldanna (milli rauðu og hvítu rósarinnar, fjandstæðra flokka er svo nefndust), þegar Hinrik konungur 7. frá Lancaster gekk að eiga Elizabetu frá Jórvik (York), síð- ustu drotningu af enskum ættum, alt þar til er núverandi drotning tekur við. Merkjum landanna er líka ætl- aður staður, smárablóminu, merki írlands og þistilsgreininni, merki Skot- lands. Þegar konungur er búinn að vinna eiðinn, þá er hann smurður. Stofnun þessarar helgiathafnar á rót sína að rekja til þess, er Móse klæddi Aron hinum helga skrúða og smurði hann og presturinn Sadok smurði Salómon; þá er sunginn gamli sálmurinn: »Kom heilagi andi, hef vora sál«, og erki- byskupinn smyr höfuð, brjóst og hendur konungs, og segir um leið: »Höfuð þitt sé smurt viðsmjöri, sem höfuð konunganna, prestanna og spá- mannanna forðum«. Síðan er konungur skrýddur krýn- ingarbúningnum, og girtur hinu kon- unglega sverði »til þess að fremja með réttlæti, stöðva framgang hins illa, og vernda guðs heilögu kyrkju«, og enn fremur segir byskup; — »Drottinn íklæðir þig skarti réttlætisins og hjálp- ræðisins«. Alt er þetta undanfari hátíðlegasta augnabliksins, er erkibyskup setur kórununa á höfuð konungi með þess- um orðum: »Eins og hinn eilífi al- máttugi konungur setur kórónu úr skíru gulli á höfuð þér í dag, svo blessi hann þig allri náð og blessun, og krýni þig öllum konunglegum dygð- um«. í kórónu konungs er rúbin- steinn sá, er hinn svo nefndi »Svarti prinz« bar í orustunum við C*cy og Poitiers. í sama bili sem kórónan er sett á höfuð konungi, þá setja allir ættmenn konungs (Peers) kórónur sér á höfuð og samstundis er hleypt af fallbyssum úti í skemtigarði hins helga Jakobs, til að gjöra inönnum þennan atburð kunnan. Að þvi búnu afhendir erkibyskup- inn konungi biblíu með þessum orð- um: »Vorhái konungur, vér afhend- um þér þessa bók, dýrmætustu bók- ina í heimi. í henni er fólgin speki, í henni eru konungleg lög, hér er sagt frá dásemdum guðs«. Síðan sezt konungur í hásæti til að taka móti hyllingum, og hyllir hann fyrstur konungsefni Breta, hinn ungi prinz af Wales; gengur hann fram fyrir föður sinn og segir: »Eg, Játvarður, er lénsmaður þinn, eg vil þjóna þér í sannleika og trúnaði, með öllu sem eg hefi, svo sannarlega hjálpi mér guð«. Drottningin situr í stóli sínum og meyjar hennar umhverfis hana. Hún er líka smurð, og um leið og kórónan með indverska demantinum í, er sett á höfuð henni, þá setja tignustu konurnar kórónur á höfuð sér líka. Merkilegt er það, að drotningu eru fengnir tveir sprotar, sinn í hvora hönd, og erkibyskupinn biður: »Ó, að ambátt þín, Mary, drotning vor, mætti verða prýði liinnar háu tignar, sem hún hefir náð með guðrækilegum og mildum áhrifum sínum«. Þá neyta þau bæði, konungur og drotning, hinnar helgu kvöldmáltíðar; en áður en þau krjúpa til að neyta brauðsins og vínsins, þá taka þau af sér kórónurnar og setja þær svo upp aftur, er hinni helgu athöfn er lokið. Þá er sunginn síðasti kórsöngurinn, æfagamall, og með honum er hinu stórkostlega hátíðahaldi lokið. — Prestastefnan í Reykjavík 1911. Ár ign, föstudag 23. júní, var synodus sett í Reykjavík; hófst kl. 1 í lestrarsal alþingis. Áður var guðsþjónusta 1 dóm- kirkjunni. Prédikaði þar sr. Gísli Skúia- son á Stórahrauni út af Opinb. 21,3. Biskup setti fundinn. Skrifarar kosnir sr. Bjarni Jónsson og sr. Jóhann Þor- steinsson. Við voru : prófastarnir Valdimar biskup Briem, Jens Pálsson, Kjartan Einarsson, Jón Sveinsson; prestarnir: Jóhann Þor- kelsson, Gísli Skúlason, Halldór Jónsson, Stefán Jónsson, Ásgeir Ásgeirsson, Einar Friðgeirsson, Jóh. L. Jóhannesson, Páll Stephensen, Skúli Skúlason, Eggert Páls- son, Kristinn Daníelsson, Olafur Magnús- son, Bjarni Jónsson. Ennfremur presta- skólakennarar: prófessorarnir Jón Helga- son, Haraldur Níelsson og docent Eiríkur Briem. Þá var og viðstaddur prófessor sr. Friðrik Bergmann frá Vesturheimi. Loks voru viðstaddir: præp.hon. Guðm.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.