Þjóðólfur - 07.07.1911, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.07.1911, Blaðsíða 3
ÞJ OÐOLFUR. 99 Helgason, skólastjóri sr. Magnús Helga- son, fríkirkjuprestur Ól. Ólafsson og præp. hon. Jóhann Þorsteinsson. Seinni daginn kom sr. Ófeigur Vigfússon á fundinn. Biskup lagði til, að prestastefnan sendi slmkveðju kirkjuþingi Vestur-Islendinga, og var það samþykt í einu hljóði og framkvæmt. Daginn eftir kom símkveðja frá kirkju- þinginu. Hófust báðir fundirnir sama daginn. Þá mintist biskup nokkurra látinna starfsmanna kirkjunnar og nokkurra kirkju- legra atburða frá síðustu prestastefnu. Þá lagði biskup fram skýrslu um upp- gjafapresta og prestaekkjur og tillögu um úthlutun synodusfjár. Tillaga biskups um úthlutun fjárins var samþykt óbreytt. Um nýjar og auknar upplýsingar, varð- andi hag prestaekkna urðu nokkrar um- ræður. Biskupi falin framkvæmd þess rnáls. Biskup las upp erindi frá prestsekkju Guðrúnu Björnsdóttur um uppbót eftir- launa fyrir umliðin ár. Tillaga um að mæla með erindinu, náði ekki fram að ganga. Að þvf er Prestaekknasjóð og aðra sjóði snertir undir umsjón biskups, vísaði biskup til Stjórnartíðindanna. Araði vel fyrir Prestaekknasjóðinn, 400 kr. gjöf frá frú Kristfnu heitinni Krabbe, og tillög presta almenn, sjóðurinn aukist um 900 kr. umliðið ár, og vex mun meira þetta ár. Biskup mintist á kirkjuþingsmálið og tillögur synodusar að undanförnu um það; gaf skýrslu um sínar aðgerðir í því máli, ennfremur í málinu um undirbúnings- mentun presta og breyting á sóknargjalda- lögunum og prestakallaskipunarlögunum. Mintist á lagabreyting um aldursröð presta o. fl. Þá lagði biskup fram messu- og altaris- gönguskýrslu fyrir 1908 og 1909, og að miklu leyti fyrir 1910, til athugunar. Jafnframt lagði hann fram yfirlit yfir hag kirkna. Almenn yfirlitsskýrsla væri fyrir- huguð, miðuð við árslok 1910, og yrði þá væntanlega prentuð í Stjórnartíðind- unum. K r i s t i n d ó nrs f r æ ð s 1 a barna: Sr. Magnús Helgason flutti erindi síðari hluta dags um það mál. Urðu miklar umræður um það meðan dagur entist. Að morgni hins 24., hálfri stundu fyrir dagmál, var aftur haldið fram þeim um- ræðum og loks samþyktar svolátandi til- lögur í e. hlj.: »Synodus álítur, að við kristindóms- fræðslu í barnaskólum eigi einkum að kenna ítarlegar biblíusögur, svo og trúarjátninguna og sálma. Synodus beinir þeirri áskorun til biskups, að gangast fyrir þVf, að nýjar biblíusögur verði samdar sem fyrst. Synodus skorar á presta og söfnuði landsins að taka kristindómsfraeðslu barna til rækilegrar íhugunar á safnaða °g héraðafundum«. Hugvekjusafnið og Sálma- bókarviðbætir: Ekkert bættist af hugvekjum, en nyrðra mundi töluvert unnið að safni f Sálmabókarviðbæti, og komln Itarleg sálmaskrá frá sr. Bjarna Þorsteinssyni á Siglufirði, sem biskup ráð- stafar til nefndarmanna hér syðra (sr. Gísli Skúlason, sr. Kristinn Daníelsson). Kirkja og skóli undir sama þ a k i. Biskup skýrði frá þeirri nýjung, að f sumar yrði reist kirkja með skóla og samkomuhúsi sveitarinnar a neðra gólfi. Reisir Bjarnarnessöfnuður og verð- ur einkar myndarleg steinkirkja. Bjarnar- neskirkja er vel efnuð og á hún eða söfn- uðurinn húsið alt, en sveitin geldur leigu aí sínum afnotum hússins. Nokkrar um- ræður urðu um þetta, og gerði presta- stefnan góðan róm að þessari nýjung. Skilnaðarkjörin frá sjónarmiði kirkjunnar. Biskup flutti erindi um það mál, svo sem auglýst hafði verið. Tími vanst eigi til umræðu, en erindið kemur í Kirkjublaðinu. Synodusprestar hlýddu síðan á fyrir- lestur hjá lektor Aage Meyer Benedictsen um Jerúsalem og Gyðingaland, og var það hin besta skemtun og fróðleikur mikill. Kirkjugarðar. Biskup flutti er- indi um hirðing heirra og nauðsynina á að útvega þeim fastar tekjur með því að taka upp legkaupið gamla í einhverri mynd. Eftir dálitlar umræður lýsti presta- stefnan því yflr: að ástæða væri til að endurskoða lög um kirkjugarða, útvega kirkjugörðunum tekjur og varðveita minnismerki. Textaraðirnar í Helgisiða- bókinni. Rétt var það talið, að bisk- up legði fyrir presta landsins að lesa af stól og prédika nú næsta kirkjuár út af annari tekstaröðinni, næsta kirkjuárið þar á eftir farið með hina 3., og svo byrjað aftur á hinni fyrstu, eða gömlu texta- röðinni. Gömlu guðspjallatextarnir áfram, einu textarnir, sem með er farið frá altari. Óskert væri hið gamla frelsi um sjálfvaida texta. Vikið var að því, að fram kynnu að koma einhverjar misfellur á textavalinu nýja, t. d. bent á, að öll væri það sama sagan úr tveim guðspjöllum í 3. texta- röðinni á sunnud. í föstuinngang og 2. sunnud. í föstu. Friðþægingarlærdómur kirkj- unnar. Sr. Jón Helgason flutti fyrir- lestur um það efni. Umræður gátu eigi orðið nema litlar tímans vegna. Kirkjufyrirlestrarnir voru bæði kvöldin, kl. 9 í dómkirkjunni, meðan prestastefnan stóð yfir. Fyrra kveldið flutti sr. Friðrik J. Bergmann erindi um endurnýjun kirkjunnar og seinna kveldið sr. Haraldur Nfelsson um u p p - risutrúna í Biblfunni. Nokkrar umræður út af fyrirlestrunum bæði kveldin, og var vel sótt kirkjan. Tfminn sem prestastefnunni var ætl- aður reyndiát of stuttur að þessu sinni. Var þó áframhaldið gott. Ymsu varð eigi hreyft tfmans vegna og umræðurnar ýmist styttust eða féllu alveg niður. »Betur undum við áÞingvöllum«, sögðu ýmsir. (»N. Kbl.«). héldu Mýramenn við Norðurárbrú 24. þ. m. Voru þar saman komnir um 1500 manns. Klemens Jónsson land- ritari vígði brúna með snjallri ræðu, °g gekk sfðan allur mannfjöldinn í skrúðgöngu yfir hana með hornaflokk- inn reikvíkska (Hallgr. Þorsteinsson) í broddi fylkingar. Síðan var gengið til þjóðhátíðarsvæðisins, og voru ræðu- höld, veitingar, kappreiðar, glímur, og dans stíginn eftir hornablæstri fram á nótt. byrir minni Jóns Sigurðssonar talaði Magnús próf. Andrésson, langt erindi og vel flutt; þá talaði Jón Sig- urðsson alþm. fyrir minni héraðsins, og var sú ræða hin snjallasta. Enn töluðu Jóhann Eyjólfsson fyrir minni íslands og síra Gísli Einarsson fyrir minni landbúnaðarins. Við kappreið- arnar hlaut 1. verðlaun rauðskjóttur hestur Davíðs á Arnbjarnarlæk; 2. verðl. fékk hestur Jóns í Galtarholti, og 3. verðl. hestur Jóns á Valbjarnar- völlum; mæltu þó sumir, að fljótasta hestinn á mótinu hefði átt Runólfur í Norðtungu, en hann hafði tekið gönuhlaup eitthvert í eitt sinnið, er reynt var, og fékk því ekki verðlaun. Fyrir glímur voru veitt þrenn verð- laun, og lentu þau öll hjá utanhéraðs- mönnum; en sagt var, að það ætluðu þeir Mýramenn ekki að láta sig henda oftar. Öll hátíðin fór hið besta fram, enda veður hið fegursta, þó hvast nokkuð á austan. Ingólfur fór auka- ferð til Borgarness vegna hátíðarinnar, og með honum hátt á 2. hundrað manns héðan. —n. Fréttir frá útlöndum. Xtretland. Árleg útgjöld stór- veldanna aukast gífurlega og veldur því einna mest keppni þeirra í her- búnaði; á fjárlögum Bretlands fyrir árin 1911—12 er gert ráð fyrir, að út- gjöldin nemi 181,2 millj. pund sterl- ing en tekjur eru áætlaðar 181,7 millj. Stjórnin hefur látið í Ijósi, að ómögu- legt sje að halda áfram aukningu flot- ans, eins og verið hefur síðustu ár. Fagrar vonir hafa þróast í brjóstum margra við þá friðaröldu, er gengið hefur frá Bandaríkjunum til Englands, en til eru þeir sem ekki búast við miklu. Á ráðstefnu þeirri, er verið hefur f Lundúnum, meðal forsætisráðherra og annara fulltrúa frá bresku nýlendunum, hafa ýms sameiginleg rfkismál verið rædd. Hluttaka nýlendanna í hervörn- inni var þar til umræðu og er látið vel af samkomulagi; getur þetta orðið Bretum til mikils fjárhagsléttis. Einn fulltrúanna var Andreu Ficher forsæt- isráðherra í Ástralíu. Hann fluttist þangað laust fyrir 1880; áður var hann óbreyttur námuverkamaður á Englandi, en sakir mótþróa, er hann sýndi stjórn verkamannafélagsins, var hann settur á svarta listann (sviftur atvinnu þar f landi) og átti því eigi annars úrkosta en að fara af landi burt. Nú er hann, eins og fyr er sagt, forsætisráðherra í Ástralíu. I'rakkland. Ráðaneyti Monis er sagt heldur valt í sessi, veldur því hvorutveggja, kampavínsdeilan mikla (einu héraði hefur verið gefinn einka- réttur til þess að láta vín þau, er það framleiðir, bera kampavfnsnafnið) og afskifti stjórnarinnar af óeirðunum í Marokko. Ef stjórnarskifti verða, er talið líklegast að Clemenseau, fyrv. forsætisráðherra, myndi þá nýja stjórn. Bandaríklu. í New-York var þ. 23. maí vígð ný bygging fyrir eitt hið stærsta bókasafn heimsins „The Nevv-York public library". Byggingin kostaði 40 milj. kr. Þar geta setið. við lestur 2500 manns. Aðeins einn salurinn tekur um 1000. Safnið er nú 1V2 millj. bindi en rúm er fyrir 4 milj. Lengdin á öllum bókahyllunum er 93 enskar mílur. I safninu er mesti fjöldi af dýrmætum bókum og hand- ritum, enda hafa milljónamæringarnir gefið óspart fé til fyrirtækisins. Hvað er að frétta? Sigurður Lýðsson tók lagaprófið 13. þ. m. Heimspebispróf hafa leyst af hendi í Kaupmannahöfn auk þeirra er áður voru nefndir: Brynjólfur Árnason og Ólafur Jónsson báðir með 1. eink. Læknapróf. 29. f. m. tók Guðm. Thoroddsen próf í læknisfræði í Kaup- mannahöfn með 1. eink. og s. d. tók frændi hans Pétur Thoroddsen próf í læknaskólanum með 2. eink. betri. Mannalát. Guðjón Baldvinsson cand. phil. barnakennari á ísafirði andaðist 10. f. m. Hann var fæddur 1. júlí 1783 sonur Baldvins bónda á Böggvistöðum Þorvaldssonar. Utskrif- aðist úr skóla 1905 með 1. eink. Fór þá til Kaupmannahafnarháskóla, en varð að hætta námi sökum hjarta- sjúkdóms er leiddl hann til bana. Að honum var hinn mesti mannskaði. 27. f. m. andaðist Eggert Jochum- son, bróðir sr. Matthfasar, en faðir Matthíasar Grímseyjarprests og Samú- els skrautritara. Landlæknir. Hann fór f dag í eftirlitsferðalag, fyrst austur í Rangár- hérað, en þá á Suðurnes, í Keflavík og Hafnarfjörð. Síðan fer hann vestur á Isafjörð til þess að skoða þar nýju lyfjabúð- ina, og loks til Vestmannaeyja, þeg- ar hann kemur að vestan. Nýja lyfjabúðin á Isafirði var sett þar á stofn í vetur sem leið fyrir til- stilli landlæknis, og hefir Rasmus- sen kand. pharm., sem hér var áður hjá Lund lyfsala, fengið þar lyfsölu- leyfi. Eru Vestfirðingar mjög ánægðir yfir því, að hafa fengið lyfsölubúð á ísafirði. íþróttamót við Pjórsárbrú verð- ur haldið sunnud, 9. þ. m., og er stofn- að til þess af Ungmennafélögunum austan fjalls. Guðm. Björnsson land- læknir hefir verið beðinn að halda þar ræðu fyrir minni Islands. ísl. glímuniaður í Winnipeg. Jón Hafliðason, áður verslunarmaður á ísafirði, hefir sigrað þar í grísk- rómverskri glímu mesta glímumann Þýskalands í miðþungaflokki. Matth. Jochurasson skáld er nú á ferð í Noregi; hefir fengið styrk úr Carlsbergssjóðnum danska til þess að ransaka þar forna sögustaði og örnefni. Ætlar hann einnig að halda þar fyrirlestra, og er dóttir hans, frk. Herdís, með honum og ætlar jafn- framt að syngja opinberlega. Lögreglustjóri á Siglufirði er Vigfús Einarsson lögfræðingur skip- aður í sumar. Strand. „Austri" frá 25. f. m. segir að strandað hafi þá fyrir skömmu á Raufarhöfn vjelarskútan „Fanney", sem var í flutningaferðum þar fyrir Norðausturlandinu. Hún var í þetta sinn fermd múrsteini, sem fara átti til Siglufjarðar. Skipið átti Páll kaupm. Þorkelsson á Akureyri, og var það vátrygt fyrir 12 þús. kr. Nýtrúlofuð eru Halldór Skaftason símritari á Seyðisfirði og frk. Hedvig Wathne, dóttir Fr. Wathne kaup- manns. Læknaskifti. Jónas Kristjánsson læknir er nú fluttur til Sauðárkróks og hefir fengið veitingu fyrir Skaga- fjarðarhéraði. Guðm. Þorsteinsson, er áður var þar settur læknir, hefur fengið Þistilfjarðarhérað, er nú á leið þangað og sest að í Þórshöfn. En í Fljótsdalshéraði er nú settur læknir Hinrik Erlendsson. Fiskur rið Austurland. Þar var ágætur afli framan af júnímánuði, segir „Austri" frá 10. f. m. Þá höfðu kaupmenn á Seyðisfirði keypt fisk af botnvörpungum fyrir 100 þús. kr. frá því í miðjum maí, segir blaðið. Botnvörpungarnir öfluðu þá mest á vörpumiðunum fyrir sunnan Hvals- bak. Maður drekti sjer síðastl. fimtu- dag uppi í Norðurárdal, Guttormur Sigurðsson á Klettastíu. Hann var

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.