Þjóðólfur - 04.08.1911, Side 4

Þjóðólfur - 04.08.1911, Side 4
X I 2 ÞJOÐOLFUR . ■I I I skilur á klukkust. 90 130 260 Hvers vegna grei^a hátt verð fyrir Skilvindur, þegar vér getum boðið yður Prímus-skílvinduna okkar fyrir ofanritað afarlága verð? Besta og þó ódýrasta skilvinda á heims- markaðinum. Auðtekin sundur, auðhreinsuð og auðvarðveitt. Hlotið verðlaun hvarvetna á sýningum. Biðjið um verðskrá. Umboðsmaður Möliers Enke, Köbenhavn. a|b B. A. Hjorth & Co. Stockholm (Sverige). Klæíevaever ííling, Viborg Danmark sender Portofrit 10 Al. sort, graat, inkblaa, inkgi'ön, inkbrun finulds Ceviotsklæde til en flot Damekjole, for kun 8 Kr. 85 Öre, eller 5 Al. 2 Al. bred sort, inkblaa, graanistret Renulds Stof til en solit og smok Herredragt for kun 13 Kr. 85 Öre. Ingen Resiko! Kan ombyttes eller tilbagetages. — Uld köbes 65 Öre Pd., strikkede Klude 25 Öre Pd. Pantid sjálíii* íataeíiii yðar beina leið frá verksmiðjunni. Stór sparnaður. Án þess að borga burðargjald getur sérhver tengið móti eftirkröfu 4 Mtr. 130 Ctm. breitt svart, blátt, brúnt, grænt eða grátt ektalitað alullar-KLÆÐI í fallegan, haldgóðan kjól- eða sparibúning fyrir einmigis IO fer. 2,50 pr. Mtr. Eða 31/4 Mtr. 135 Ctm. breitt, svart, myrkblátt eða gráleitt hamódins efni í sterk og falleg karlmannsföt fyrir aðeins 14 Rr. 50 anr. Ef vörurnar eru eigi að óskum kaupanda verða þær teknar aftur. Aarhus Klædeveveri, Aarhus, Danmark. arðu að drepa mig, djöfull!« og sá um leið, að hvíti díllinn var hálslínið. Fjósa- maður vill reisa klerk á fætur, en getur það ekki. Hann sækir því læknirinn og fleiri menn til þess að flytja Geir heim í Garðshorn, sem nú reyndist að vera fót- brotinn. — Meðan klerkur lá í meiðslum þessum, fékk hann góðan tíma til ýmsra hugleiðinga; komst hann að þeirri niður- stöðu, að villan og byltan hefði ekki verið einleikið, heldur mundi Slagsíða hafa vilt sig, svipur Jóns heit. slegist í leikinn, lagt á sig draugabragð og ætlað að kirkja sig, en hefði linast við það, þegar hann sjálfur hefði heitið á Maríu guðsmóður og Marteín hinn helga. Seinna um veturinn, þegar Geir var orðinn heilfættur, skýrði hann barn fyrir Bensa á Hóli; saup hann þar skírnar- pelann hjálparlaust, sem var þá aðeins ein þriggja-pela-flaska af hreinu korn- brennivíni. Fór Geir sfðan heim í Garðs- horn. Um kvöldið, skömmu seinna, kenn- ir hann þyngsla og lasleika 1 höfðinu, sendir hann þá um nóttina að Hálsi til þess að biðja um eina flösku af »spritti«, til uppbótar á skírnarpelanum. Mun þá sumum hafa verið nóg boðið af klerki, sem einu sinni þóttist vera í bindindi; en á það mátti samt líta, að prestbörnin gat hafa langað í leka, þegar lykt var af föður þeirra. Sá siður var í Hólssókn, að slá saman með að halda vikivaka úti undir berum himni í lok túnasláttar, dansa þar og drekka, mæla fyrir minnum o. s. frv. Svo var og þetta sumar, sem Geir var í Garðshorni. Vikivakinn var þá haldinn á laugardegi, í djúpu dalverpi, þar sem koma saman afréttir og bútjárhagar. Alt fór þar prýðilega fram, ekki nema io af hundraði drúkku um daginn, en aðeins rúmlega 20% drukku um nóttina. Þór- arinn skakki mælti fyrir minni hins dauða konungs, þriðja í röðinni, og sagðist vel um það, sem ekki átti sér stað. Séra Geir mælti fyrir minni landsins og sókn- ar sinnar, A eftir sagðist hann »hafa verið fjóra daga að hugsa ræðuna og 1 dag að skrifa hana niður«. Margir töl- uðu þar fleiri, þar á meðal Grjótgarður skólameistari fyrir minni kvenna. Hon- um varð það samt á, að atyrða konu sína mjög freklega á heimleiðinni, fyrir það, að hún hefði eigi burstað nógu rækilega hattinn að nýju eftir ræðuhaldið, því melafluga hafði sest á hann á meðan hann sat ekki á höfðinu. Morguninn eftir kom þeim klerki og meðhjálpara saman um það, að halda gleðinni áfram í þrjá daga og hafa þrí- heilagt. Á sunnudagsmorguninn leigðu þeir þv( skip og urðu 7 saman, er allir höfðu nokkuð líkt á höfðinu;. fluttust þeir á því yfir fjörðinn til Hólmasóknar, hús- vitjuðu þar á sunnudeginum og nóttina ettir og mánudaginn, ýmist gangandi eða ríðandi (sumir sögðu skríðandi). A sunnu- daginn eftir vikivakann fór margt fólk í Hólssókn til kirkju og beið þar, en klerk- ur var þá farinn yfir fjörðinn, án þess að gera boð um þennan sinn Hólmasóknar- krók. Á þriðjudagsnóttina lagði Geir og fjelagar hans aftur út á fjörðinn heim- leiðis. Þegar komið var út á fjörðinn miðja vegu, virtist þeim höfuð og efri hluti klerksins vera riðamikið. Hann segir þá við félaga sína: »Eg ætla nú að stfga hér af baki, piltar*, og steypist um leið á höfuðið fyrir borð og í kaf. Eiríkur meðhjálpari sat þar á næstu þóftu, og seildist þegar út og ofan í sjóinn eftir klerki, og náði í brókarskálmina og dreg- ur hana upp að borði. Hlaupa þá.þrír af félögunum, er næstir sátu undir árum, til að hjálpa meðhjálparanum að innbyrða þennan helga hákarl. Þeir lofuðu guð fyrir gæfu sína og hamingju, að ná þess- um happadrætti, sem komst með tærnar á takmörk lífs og dauða. Að sönnu fanst þeim þessi atburður óviðkunnan- legur, og komu sér því saman um, að láta engan vita af þessari niðurdýfingar- skírn; en fögnuðurinn var svo mikill yfir þessu happi, að það duldist eigi til fulls. Þegar í land var komið, skjögraði Geir heim í Garðshorn eftir afstaðna þriggja daga gleði. Hann lagðist þegar upp 1 rúm, og reis eigi úr rekkju fyr en á föstu- dagsmorgun. Nokkrum tíma þar á eftir var hann daufur í bragði eftir kalda baðið á fertugu djúpi, sem hann fékk síðar að vita, hjá ósýnilegum anda, að stafað hefði af ó- hreinum anda. I þessari legu hugkvæmd- ist Geir það, að biðja Óspak hinn helga, bróður sinn, að heimsækja sig sem fyrst, til þess að hughreysta sig og særa frá sér alla illa anda, og hét honum aftur á móti liðveislu sinni til þess, að komast á alþing, sem í þá daga þótti mikil upp- hefð. En þótt Óspakur helgi væri fóta- veikur, svo að hann gat í hvorugan fót- inn stigið, út af gömlu fótakali 1 alþingis- reið, brá hann við skjótt og reið í Garðs- horn. Varð þar mikill fagnaðarfundur. Honum sýndist Geir fölur framar venju. Geir segir Óspaki hvað fram við sig hefði komið á síðustu missirum, og biður hann nú að duga sér eftir mætti. Síðan segir hann: Er mér brugðið, eg er lotinn, engin ráð að bjarga mér; eg er votur, anda þrotinn, upp á rekinn flæðisker. Óspakur svaraði: »Verum hughraustir; en hvar er þinn liðsafnaður ?« Geir mælti: »M(nar vonarstjörnur eru Eiríkur meðhjálpari, Grjótgarður skólameistari, Þorbjörn haiti, andar og svipir, er þú eigi sér«. Óspak hnykti við, brá litum og mælti: »Mín von er veik og völt sem brotinn fótur, vil samt á hólminn ganga og falla þar; yfir mér skríður, undir djúpar gjótur, óhreint í kring og brigðult skýjafar«. Geir mælti: »Eg skal styðja þig til ráðhússins; þar sem allur búalýður er saman kominn, þar skaltu kalla eld af himni yfir óhreina anda, sem ásækja mig, en hella salti þíns munns yfir hinn þrjósku- fulla lýð, sem líkist gömlum útigangs- sauðum á mörkinni, mun hann þá skift- ast og skjóta saman handa þér fararskjót- um til þingreiðar«. Síðan studdi Geir Óspak að ráðhús- tröppunum, en ekki lengra; liðveislu hans var þar lokið. Óspakur hinn hélgi staul- aðist svo upp á tröppur ráðhússins, tók ofan hattinn, hóf upp sínar hendur til himins, leit yfir mannfjöldann og mælti: »Eg er kominn hingað að tilhlutun Geirs bróður míns og annara vina vorra, og heiti nú á drengskap yðar mér til full- tingis. Þér skuluð vita, að guð er í verki með mér. Hann bendir yður nú á síð- ustu náðarstundu með því, að leiða mig hingað fram fyrir yður í liðsbón. A þessu augnabliki kemur aðvöruri með sýnilegu teikni af hiranum ; gandreið með ráðherra! leyftrar sem vígbrandur í vor- um höndum. Eg særi yður nú við alt það, sem heilagt er á himni og jörðu, að hlýða orðum mínum. Eg skora á yður í nafni velferðar landsins, að taka orð mln og teiknið til greina. Nú er um himna- ríki eða helvíti að tefla. Ef þér nú gegn- ið eigi guðs rödd og bendingu, mun Hekla ausa eldi og brennisteini yfir alt’ láglendi og mannabygð. Danskurinn mun koma á þúsund vígdrekum og setja her- virki sín í hvert kauptún; þaðan mun hann senda eitraðar sprengikúlur yfir bændur og búalið í stað kaffibauna frá kaupmönnum; þær munu rífa upp túnin, róta upp bæjunum, sundra sauðahúsunum og mölbrjóta bátana. Börn yðar verða tekin 1 þrældóm. — Hugleiðið framtíð barnanna og angist mæðranna. — Allir verkfærir menn verða sendir til Græn- lands að mylja þar niður alla jökla og gera landið að einum hveitiakri, og planta þar pálmaskóg til skýlis hveitinu. Harm- þrungnar konur og hrukkótt gamalmenni munu þá hlaupa sem vitstola til fjalla og jökla, hrópandi: Hrynjið yfir oss, og skýlið oss fyrir þrældóminum! Eg sver það við Marlu og alla ísrfkisdýrlinga, að komist eg á alþing, skal öll yfirvofandi bölvun og þrældómur snúast í blessun, og ekkert landsbarn skal festast á dönsk- um öngli«. Þannig hélt Óspakur áfram að úthella sinni andagift yfir mannfjöldann með þrumandi ræðu, svo bergmálaði í ráð- húsinu og öllum nálægum húsum og fjöll- um, en kvinnurnar tárfeldu. Raddahvin- urinn varð svo mikill, að reiðskjótar þrír, sem búið var að leiða þangað, fældust, þutu sinn í hverja áttina og veifuðu tögl- unum. En búalýðurinn tók þetta sem óvænta bendingu um, að snúa bakinuvið Óspak og Geir, og elta reiðskjótana, svo þeir ærðust ekki ofan fyrir hamra eða í sjóinn. Óspakur lét þá hendur síga og þagn- aði. Geir hætti undir eins að segja »bravó« og heyr, en gekk til Óspaks, sem stundi þungan og var náfölur, og mælti: sFótbrot og skírn á frelsisári er feigðar-teikn á okkar hóp. Það er nálykt af þessu sári; þér dugar ekkert neyðaróp. Drýpur af okkur dauðablóð ; djöflar í kring og heljarglóð«. Óspakur hinn helgi fluttist síðan á fær- leik einum, er Dísa gamla sótti, beinleið- is heim til sín, og lét aldrei framar ginn- ast af Geir í Garðshorni. En það er frá Geir að segja, að hann hröklaðist aftur frá Eiríki f Garðshorni, og atti ætíð andstreymi við anda og forynjur, og tog- streytu til æfiloka með að halda hemp- unni vegna skulda. „Land og lýöur44. í þessari ræðu minni, sem prentuð var í 27. tölu- blaði Þjóðólfs eru nokkrar misprent- anir. Þá, sem kynnu að geyma blað- ið, bið jeg leiðrjetta þetta tvent: Prent- að er „sá er drengur, er við gengur“, en á að vera „sá er drengur, sem við gengur". 1 niðurlaginu er prentað „aldinn og óborinn", en á að vera „alinn og óborinn". Um leið vildi jeg mega geta þess, að glímukappinn, sá er vann Skarp- hjeðinsskjöldinn í Þjórsártúni, heitir ekki Bjarni Magnússon; hann heitir Bjarni Bjarnason, er frá Auðsholti, hefur oft glímt hjer f Reykjavík og getið sjer góðan orðstír". G. B. &ggart Qlaassen yflrréttarmálaflntningsinaöiir. PósthásstrsEti 17. Venjulega heima kL *o—ii og 4—5. Tals. 16. Ág'ætur starfl. Sérhver ætti að reyna að nota tækifærið til þess að græða mikið fé með því að selja vörur eftir stóru myndaverðskránni minni sem er 112 blaðsíður að stærð; þar eru hjólhestar, hjólhestahlutar, úr, úrfestar, næl- ur, hljóðfæri, járnvörur, glysvarningur, vindl- ar, sápur, leðurvörur og álnavörur. 5°% ágóði. Einstaklega lárft verð. Verulega fyrsta flokks vörur. Verðskrá og upplýsing ar ókeypis og burðargjaldslaust. Chr. Hansen. Enghaveplads 14. Köbenhavn Ábyrgðarm.: ______Jón < >I;i< swon alþm,__________ Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.