Þjóðólfur


Þjóðólfur - 01.09.1911, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 01.09.1911, Qupperneq 2
226 ÞJÖÐOLFUR. Þó að frumvarpsmenn teldu það skaðlaust í sjálfu sjer, fyrir stjórnar- hagi þessa lands, að sambandsmálið hvildi sig um hríð, þá er það þess- vegna víst, að þeir eigi alls ekki kost á því fyrir sjálfstæðisflokknum. Á hinn bóginn er það hættulegt í mesta máta, ekki aðeins fyrir heppi- leg úrsiit sambandsmálsins, heldur einnig fyrir þjóðholla og skynsamlega rækslu löggjafar- og fjárstjórnarstarfs- ins á alþingi, ef kjósendur eigi gjöra sjer það Ijóst í tíma eða hafa það hugfast, að það voru einmitt rang- færslur, lygar og villukenningar svo- kallaðra sjálfstæðismanna eða leiðtoga þeirra um sambandslaga frumvarpið, sem sópuðu þeim lýð inn á þingið í kosningunum 1908, sem aldrei að öðr- um kosti hefði getað hugsað svo hátt að komast þangað, og að það er árang- urslaust að ætla sjer að koma þess- um lýð þaðan aftur og skjóta loku fyrir þá spillingu sem hann hefur fært með sjer inn á þingið, — spillingu sem hefur sýnt sig ekki aðeins í sam- bandsmálinu og meðferð þess, heldur og í öðrum málum, einkum fjármálun- um, þar sem engum manni dylst sú frekja og óskamfeilni er þeir hafa sýnt í fjáraustri úr landssjóði handa sjálfum sjer eða fjelögum sínum — nema þjóðin sjái hverir þeir eru og hvernig þeir hafa svikið hana í helg- asta máli hennar. Því að með því að koma vitinu fyrir þjóðina og sýna henni hvernig þessi óaldarflokkur hef- ur vilt henni sýn í sambandsmálinu og dregið hana á tálar með falslof- orðum, sem öll eru óefnd, verður ein- mitt best dregin gríman af þessum ó- lánsfuglum, og þingið hreinsað fyrir þeim, en kosnir aftur á þingið vand- aðir og þjóðræknir menn, sem hvorki hafa sig til að blekkja og villa, nje svíkja þjóð sína, og má þá einnig þeim vel lxka, sem eru nú svo glám- skyggnir að þeir halda að bót fáist á spillingu þingsins með því að gefa upp vörnina fyrir þeim besta málstað, sem nokkur þingflokkur nokkurstaðar í öllum heimi hefur nokkurntíraa haft að verja, og gefa aðeins, í stað þess, það ráð að kjósa „fjárglöggt þing" sem skipi „verklega hyggna stjórn". Slík stefnuskrá gengur næst brjefinu hans Skúla. Þesskonar skraf getur verið gott í kirkju eða kirkjublaði, og er vafalaust vel lagað til að flytja hugann inn í draumanna og hugsjón- anna land, en í daglegu lífi og sjer- staklega í pólitíkinni verður það álíka haldgott og híalínið forðum daga, það • er hjegóminn einber. En hugsum okkur nú að vjer frum- varpsmenn hefðum það á valdi okkar að halda sambandsmálinu utan við kosningabaráttuna. Ættum vjer þá að gjöra þaðf Ættum við að skoða sambandsmál- ið dautt að sinni, éins og kirkjublað- ið telur það vera „hvað sem hver segi“, Má jeg spyrja: hví skyldi mál ið skoðast dautt að sinnif Hví skyldi ekki mega — og jeg vil segja eiga — að „taka það upp“, halda því enn fram. Vjer skulum athuga stuttlega hvað gjörst hefur: 1908 bjóða Danir oss að láta oss fá uppfylling allra þeirra óska um rjettarstöðu lands vors og samband við Danmörku, sem vjer höfum árang- urslaust verið að klífa á um 60 ára tíma fyrirfarandi og þó enn fyllri rjettarbætur í raun og veru. Vjer íslendingar erum þá svo óláns- samir sem oftar að eiga menn, sem eru svo samviskulausir, að þeir nota sjer fákunnáttu þjóðarinnar og arfgenga tortryggni við Dani, til að innbyrla henni, að verið sje að svifta hana frelsi um aldur og æfi, og gera hana hrædda við tilboðið eða frumvarpið, og hún felur þeim að fá lagaða gallana á frumvarpinu, en taka því ekki að öðr- um kosti. Þegar þessir menn eru svo kosnir á þing og búnir að ná völdunum, bjóð- ast þeim bætur á flestum þeim göll- um frumvarpsins, er kjósendunum höfðu þótt ískyggilegir, en þeir köst- uðu þeim bótum frá sjer. Til málamynda aðeins gerðu þeir Dönum kosti um samband, sem þeir vissu iyrirfram, að Danir myndu ekki líta við. Danir höfðu gefið sig að samningn- um við oss, af því að þeim hafði af þingmönnum vorum verið tjáðar kröf- ur þær, er vjer myndum gera á hend- ur þeim, og þeir þóttust geta tekið þær til athugunar. Þeir bjóða sig síð- an fúsa til að uppfylla allar óskir vor- ar, töluvert rífari en vjer nokkurntíma áður höfum látið uppi. Svo þegar til íslensku þjóðarinnar kom, lætur þjóðin þessa gleiðgosa, sem áður eru nefndir, hræða sig til að fela þeim að gæta hagsmuna sinna í samningunum. Þeir gera það svo, að hinn aðilinn, Danir, vill ekki líta við málinu. Þeir gera alveg nýjar kröfur á hendur Dönum, sem engum manni á íslandi hefði áður í alvöru komið til hugar að gjöra. Með því varð málið að engu í höndum þeirra. Frelsisaukning íslands, sem því stóð til boða, var hrundið frá því, og það sat áfram í sama rjett- leysinu. Bótum þeim á rjettarástand- inu, er þeir höfðu lofað þjóðinni og talið auðfengnar án samninganna, gátu þeir ekki fram komið. Nú, 1911, kemur aftur til kasta þjóðarinnar. Nú eiga þeir, er feldu sambands- lagafrv. og fóru svo í samningana við Dani, að þeir kiptu að sjer hendinni aftur, að standa þjóðinni reikningsskap gerða sinna. Nú er tækifærið komið til að sýna þjóðinni, að þeir hafa svikið hana. Eigum við, frunxvarpsmenn, ekkert að gera til að opna augu þjóðarinnar, kenna henni að þekkja þessa pilta? Eigum við að láta þá hafa frið og næði til að villa þjóðinni sýn aftur og fá hana til að fela þeim nýtt umboð til að bægja frelsi og friði frá þjóð þessari ? Eigum vjer að gerast þeim sam- sekir, með því að þora ekki að verja hinn góða málstað fyrir þeim. Eigum vjer að láta það spyrjast um íslendinga til annara þjóða, að nú sjeu þeir allir svo heimskir, að þeir þekki ekki hvað frelsi sje? Eigum vjer þá að láta sambands- málið afskiftalaust í þessum kosning- um, eigum vjer að skoða það dautt ad sinni r Nei, vjer eigum að vita það og skilja — og ekki gefa gaum orðum þeirra er annað segja, þvf þeir skilja ekki hvað er að gerast — að um sam- bandsmálið munu snúast og eiga ad snúast kosningar þær, er í hönd fara, og vjer eiguin að vera samtaka um að bægja þeim frá kosningu, sem ekki vilja stuðla að því, að samningar tak- ist sem fyrst við Dani, á þeim grund- velli sem oss stóð til boða 1908 og 1909*). Frumvarpsmaður. * Það er þó ekki skoðun mín — jeg tek það fram til að fyrirbyggja misskiln- ing — að samninga við Dani ætti að út- Yerðlaun á Iðnsýningunni. Viðauki þessi bætist við skrá yfir 2. verðlaun á Iðnsýningunni 1911, eins og hún var prentuð í blöðunum „Lögrjettu", „Þjóðólfi" og „Reykja- vík“: Guttormur Jónsson járnsm. Rvík, fyrir dengingarvjel. Guðmundur Sigurðsson á Helluhóli undir Eyjafjöllum, fyrir herfi. Helga Guðjónssdóttir, Borg, Sauð- árkróki, fyrir tóvinnu. Þennan viðauka eru hin blöðin beðin að taka upp. Reykjavík 29. ág. 1911. Jón Halldórsson. Hristján Jónsson rádlierra er nýkominn úr kosningaleiðangri ofan úr Borgarfirði. Hann hefur haldið þar 6 fundi með kjósendum sínum, á Leirá, Grund, Varmalæk, Steindórsstöðum, Stóra-Ási og Akranesi. Þegar á fyrsta fundinuin kom Einar Hjörleifsson fram sem umboðsmaður „Sjálfstæðis"-skrif- stofunnar í Reykjavík. Kvaðst hann mundu bjóða sig fram gegn ráðherra, ef innanhjeraðsmaður fengist ekki til þess; en um það kvaðst hann þá hafa góða von, þótt ekkert gæti hann sagt með vissu um það fyr en á fundinum á Grund. Á Grundarfundinum lýsti Einar svo yfir, að fyrv. skólastjóri Hjörtur Snorrason mundi verða fram- bjóðandi „Sjálfstæðis“flokksins í kjör- dæminum og mundi hann koma á Varmalækjarfundinn. Á þeim fundi voru þeir og báðir, Einar og Hjörtur, en hvorugur mælti þar orð af vörum. Eftir fundinn fór Hjörtur heim til sfn og er hann úr sögunni. Á Steindórs- fundinum lysti Einar þv/ yfir, að ekk- ert mundi verða úr framboði Hjartar, en að hann sjálfur mundi að líkindum freista hamingjunnar. — Auk ráðherra og Einars Hjörleifssonar býður sig fram Þorsteinn bóndi Jónsson á Grund á Akranesi. Mælt er að rýrt muni verða kjósendafylgi hans. Meira um hjúkrunarfyrir- komulagið. • í „Þjóðólfi" frá 18. ágúst þ. á. er grein um hjúkrunarfyrirkomulagið á íslandi, og a.*tla jeg að leyfa mjer að minnast á nokkur atriði í henni. í greininni er stungið upp á, að landssjóður kostaði til sem svaraði 1000 kr. á ári, til þess að styrkja ungar stúlkur til þess að nema hjúkr- unarfræði. Vafalaust mandi þetta ekki vera rjetta aðferðin til þess að tryggja sjer góðar hjúkrunarkonur, vegna þess, að enginn veit fyrir fram, hvaða stúlkur eru hentugar til hjúkrunarstarfa. Ur því verða góðir spftalar að skera. Á spítölum í Englandi, Svíþjóð og Danmörku er venjan nú á tímum sú, að hjúkrunarnemar skuldbinda sig, þegar þeir eru teknir, að vera 3 ár í kljá á næsta þingi eða yfir höfuð án þess að þjóðin fengi að sjá þá samninga, er í boði væru, ef nokkrir yrðu, og greiða at- kvæði um þá, enda mun vera búið að búa svo í haginn fyrir nýjum samningum við Dani með undanfarinni hegðun sjálf- stæðismanna, að það tekur t(ma, að fá nýtt samningstilboð frá þeim; en það ætti að vera hlutverk næsta þings og þeirrar stjómar, er það kemur á laggirnar. spítölunum, en spítalinn áskilur sjer rjettinn til að velja úr og vfkja burtu eftir mánaðar til þriggja mánaða reynslutíma, þeim sem taldar eru ó- hæfar til þessa starfa. Menn viija þar eingöngu kenna þeim sem hafa nauð- synleg skilyrði til þess. Öðru vísi er ástatt með hjúkrunar- nema, sem gefa með sjer. Stúlkur þessar fá að vera sinn ákveðna tíma í hverri sjúklingadeild, hversu ódug- legar sem þær eru. Enginn heimtar neitt sjerstakt af þeim, en þær fá held- ur eigi neina kenslu. Menn skoða þær sem áhorfendur, og fá þær, ef til vill, leyfi til að hjálpa til, ef á liggur, helst við ræstingu, en öllu meira trúa menn þeim ekki fyrir. Svona er hjúkrunarnáminu varið, og þess vegna er það best fyrir ís- lenskar stúlkur, sem langar til að verða hjúkrunarkonur að afla sjer sjálfar nauðsynlegrar fræðslu í hjúkrunarfræði. Kostnaðurinn yrði alls ekki voðalegur. í flestum spítölum, að minsta kosti f Danmörku, fá fastráðnir hjúktunarnem- ar hversdagsföt ókeypis og nokkuð af námstímanum kaup, þótt þær sjeu ó- launaðar nokkuð af tfmanum. — Lfk- lega mundu þessar ungu stúlkur fá af- slátt á ferðakostnaði eins og annað námsfólk, sem siglir til að læra. Lfklega væri þó enn hentugra, að stofna námsskeið á spítölum þeim, sem eru hjer fyrir, handa hjúkrunar- nemum þeim, sem ættu þá að vera sinn ákveðna tíma í hverjum spftala. Auðvitað yrðu þær svo á eftir að fullkomna sig í útlöndum. í stað þess að styrkja stúlkur með landssjóðsfje til að læra hjúkrunar- fræði í útlöndum, ætti heldur að stofna sæmilega launaðar hjúkrunarkvenna- .stöður við íslensku spftalana og í sveit- um uppi, þar sem hjúkrunarkonurnar að loknu námi gætu fengið atvinnu. Á þennan hátt mundi landið, ef til vill eftir nokkur ár, eignast heilan hóp af duglegum íslenskum hjúkrunarkon- um. K. Christensen. yfirhjúkrunarkona. Miklayatnsmýri í Árnessýslu er nú búið að rannsaka til áveitu. Hafði Talbitzer verkfræðingur gert ráð fyrir að áveitukostnaður (úr Þjórsá) yrði um 30 þús. krónur. Nýlega eru þeir Sig. Sigurðsson ráðanautur og Sig. Thoroddsen verkfræðingur komnir úr þriggja vikna ferð.að austan. Voru þeir þann tíma að marka legu áveifci- skurða og ransaka jarðvegsdýpt að til- hlutun Búnaðarfjel. Islands. Áveitustæðið er 2020 hektarar og eiga það um 30 bæir. Er talið að engjar á þessu svæði verði að mun grasbetri eftir áveituna og sljettar von bráðar svo að slá megi með sláttuvjel. Slðasta alþingi heimilaði sýslunni 20 þús. króna lán úr viðlagasjóð, og er skoð- un Sigurðar ráðanauts, að það fje muni hrökkva langt til. Verður væntanlega tekið til starfa við áveitu þessa á næsta vori. (Vfsir). Lúðrafjelagið hafði á sunnudaginn stofnað til skemti- ferðar til Akraness á gufubátnum Ingólfi. Aðsóknin varð svo mikil, að báturinn varð að fara tvisvar. Á Akranesi skemtu menn sjer við dans og lúðraspil og láta þeir hið besta af ferðinni, sem í henm voru, enda var veður gott, blæjalogn 0.5 sólskin allan daginn. /

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.