Þjóðólfur - 01.09.1911, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 01.09.1911, Blaðsíða 3
1 ÞJOÐOLFUR. 127 Pilskipaafli 1911 i Reykjavík. Hjer er í i. lið talinn afli á vetrarvertíð, þá á vorvertíð, og svo sumarafli. I. Frd Duus-verslun: vetur vor sumar 1. Sæborg . . • 4L5°° 16,000 19,000 (P. Bjarnason). 2. Björgvin . . . 35>ooo 11,000 22,000 (E. Schram). 3. Svanur . . • 35.ooo 14,000 16,000 (Sig. Guðm.). 4. Keflavík • 30.000 -D 0 Ln 0 0 21,000 (E. Þórðarson). 5. Milly . . . . 30,000 17,500 0 8 tF (Jóh. Guðm.). 6. Ása . . . 4^ O Ut 0 O 27,000 33,000 (Fr. Ólafsson). 7. Sigurfari . . . 30,000 21,000 22,000 (J. Magnússon). 8. Iho . . . . . 21,000 15,000 15,000 (B. Þorkelsson). 9. Hákon . • . 20,000 13,000 19,000 II. Sjdvarborgarskipin (frá Edinborg); 1. Geir .............45,000 22,000 26,000 (Kr. Brynjólfsson). 2. Jósefína . . . 24,000 11,000 17,000 (Jóh. Einarsson). 3. Guðrún Zoéga . 23,500 16,500 18,000 (Jaf. Sigurðsson). 4. Fríða .... 28,000 11,500 15,000 (Ól. Ólafsson). 5. ísabella . . . 16,000 12,000 (J. Arnason). III. Frd P. J. Thorstánsson & Co.\ 1. Portland . . . (Eir. Eiríksson). 2. Greta .... (Ól. Kristófersson). 3. Ragnheiður . . (Ól. Teitsson). 4. Guðrún . . . (Sig. Oddsson). 5. Tojler .... (Þ. Þórðarson, síðar 6. Björn Ólafsson . (Ingv. Lárusson). 7. Langanes . . (J. Matthíasson). 8. Skarphjeðinn (G. Pjetursson). 9 Sljettanes . . (Erl. Hjartarson). 23.500 13,000 18,500 27,000 16,500 15,000 34.500 17,000 22,000 35,000 12,000 19,000 16,000 12,000 23,000 D. Jónsson). 33,000 18,000 22,000 38.500 18,000 18,500 30.500 18,000 15,000 21,000 10,000 19,000 IV. Frd Brydes verslun: 1. Valtýr .... 34,000 24,000 16,000 (P. Sigurðsson). 2. Níels Vagn . . 15,000, haetti svo. ISt. Bjarnason). 1 I V. Frd Th. Thorsteinsson-. 1. Margrjet . . . 28,500 14,500 23,000 (F. Finnsson, meðeigandi í skipinu). 2. Guðrún Soffia . 19,000 9,000 9,500 (Á. Gunnlaugsson). VI. Skip Jóns Laxdals: Hildur . . . 40,000 28,000 32,000 (G. Guðnason). VII. Frd L. Tang d tsafirdi: Haraldur . . 32,000. Eftirþaðgert (Jóh. Guðmundsson). út frá ísafirði. VIII. Skip Sig. Jónssonar i Gördunutn: Haffari . . . 35>°°°, hætti svo. (Sig. Jónssoi^ eigandinn). IX. Skip Guðrn. Ólafssonar, Nýjabce o.fl.: Bergþóra . . . 27,000 9,000 21,000 (Bergþ. Eyjólfsson). • X. Skip Jóns Þórðarsonar íRdðagerðiO-fl-: Seagull . . . 44,000 15,000 I9,5°° (J. Þórðarson, eigandinn). XI. Skip Jóns Ólafssanar skipstj. o. fl.: Hafsteinn . . 30,000 14,000 14,500 (J. Ólafsson, eigandinn). XII. Skip P. J- Thorstcinssons: Ester .... 20,500 16,500 14,500 (Sig. Mósesson). Um dóccntsembffittið í guðfræði við háskólann saekja þeir Guðmundur Einarsson prestur í Ó'afsvík og kand. theol. Magnús Jónsson. */ívað er að frétta? Prófessor í frönsku hefur Frakkastjórn boðist til að senda hingað til þess að kenna frönsku við há- skólann, og vill hún greiða laun hans að mestu eða öllu leyti. Það mun ekki vera óvenjulegt, að Frakkar styrki þannig út- lendar vísindastofnanir og fjelög til þess að efla og útbreiða þekkingu á franskri menningu og franskri tungu. Alliance Francaise I Kaupmannahötn, fjelag sem vinnur að því að auka þekkingu Dana á Frakklandi, hefur þannig notið styrks frá Frakkastjórn. Óhugsandi er annað en að þetta boð verði þegið með þökkum, en þó kvað ekkert vera afráðið um það enn. Jón Jónsson sagnfr. er nú að búa ritgerð sína um Skúla fógeta til annarar prentunar. Ætlar hann að auka hana talsvert og endurbæta, og á hún að koma út á tveggja alda afmæli Skúla, sem verður 13. des. nú í haust. Margir munu óska að Jón hljóti kenn- araembættið í sögu við háskólann. Það embætti ætti einmitt að skipa manni, sem hefur tök á því að vekja áhuga al- mennings á sögulegum efnum og laða menn að fyrirlestrum sinum, því að ekki má búast við að margir fari fyrst um sinn að gefa sig að vísindalegu sögunámi hjer, en einmitt að þessu leyti gæti em- bættið haft mikla þýðingu. En til slíks starfs er Jón Jónsson mjög vel fallinn. Hrafninn í Gaulvcrjabæ. Hrafn sá, sem trygð hafði tekið við kirkjuna í Gaulverjabæ og gert sjer þar hreiður í, vor hefur nú verið sviftur þessu hæli sfnu af hjátrúarfullum safnaðarfull- trúa þar, sem rjeðist á hreiður krumma í sumar við annan mann og ruddi því niður úr kirkjuturni. Þetta var mjög á móti skapi bóndans að Gaulverjabæ Jóns Magnússonar frá Elliðavatni og fyr kaup- manns hjer í bæ og sömuleiðis sjera Runólfs. En fortölum þeirra var ekki sint. Safnaðarfulltrúanuin var annara um sáluhjálp sína eða sinna en svo, að hann Ijeti aftra sjer frá þessu verki, en hann hefur eflaust óttast reiði drottins (eða djöfulsins) ef hreiðrið sæti. Hrafnarnir höfðu þann sið í sumar, að þeir komu ætíð að áliðnum degi og sett- ust ungarnir í hreiðrið en foreldrarnir hvíldu sig á kirkjubustinni þar hjá, voru þeir svo farnir aftur um fótaferðatíma. Kvöld það, sem þeir komu að niður- rifnu hreiðrinu, voru þeir mjög hryggir ( bragði, en samt hafa þeir komið 1 sama mund að kirkjunni síðan. Búast menn nú við, að hinn hjátrúarfulli safnaðar- fulltrúi komi einhvern dag alvopnaður og vegi að þeim. En — hver borgar fyrir hrafninn? (Eftir Vísi). Húsbrunar. Stórt hús, sem Islands banki átti, brann nýlega á Akureyri. Sömuleiðis brann ný- lega veitingahúsið á Hvammstanga, stórt hús og vandað. Til Viðeyjar fór gufubáturinn Ingólfur skemtiferð á mánudaginn. Pjetur hótelstjóri Gunnars- son hafði boðið til þeirrar ferðar þjón- ustufólkinu af »Hótel ísland« ög nokkr- um fleiri og urðu um 40 manns I ferð- inni. Úti 1 Viðey hjelt Þorvaldur bóka- afgreiðslutnaður Guðnrundsson fyrirlestur um sögu Viðeyjar. Þeir, sem voru í ferð- inni, skemtu sjer hið besta. í Snðurmúlaprófastsdænii er skipaður prófastur sjera Jón Guð- mundsson í Nesi í Norðfirði 1 stað sjera J. L. Sveinbjarnarsonar á Hólmum. »Reykjavíknr banki«. Ditlev Thomsen konsúll hefur sett hjer á stofn banka, sem svo á að heita. Þetta á að vera hlutafjelagsbanki, en ekki er hlutafjeð fyrst um sinn meira en 50 þús. krónur, en auka má það alt upp í 1 milj. kr. Ekki mun bankinn taka til starfa fyr en í haust, og mun hann þá hafast við í húsi Thomsens, þar sem steinolíu- fjelagið danska hefur skrifstofu sína. Þáttur Gunnars sterka Halldórs- sonar á Skarði. [Saminn af Sveini prófasti Nielssyni]. (Niðurl.). Margar sögur hefi jeg um það heyrt, hve þarflega hann oft neytti afls síns, þegar hann var þar viðstaddur, sem mönnum barst á í lendingu; eða þegar þurfti hjálpar við, að koma skipum undan brimsjó. Einkum hef jeg heyrt orðlagða framgöngu hans og handtök, þegar Rifsar einu> sinni hleyptu alment til lendingar á Sandi, en stórviðri var og brim. Sögðu menn að hann hefði þá e i n n dugað betur í manna- og skipa- björgun, en margir til samans aðrir, eins og líkindi eru til, þegar nokkurra manna afl er í eins manns höndum. Ræðari var hann svo góður, að það skip gekk ætíð rjett, sem hann var á, hvernig sem mannað var. Oftar en einu sinni sýndi hann það, að honum var auð- velt að róa á móti fjórum fullgildum mönnum. En þegar hann reri á 2 árar, sögðu menn skipið gengi eins og góðar 3 árar væri á hvert borð, en svo var hann lagræður, að sjaldan braut hann ár eða keip. En alsagt er, að þegar hann sá, að hann mundi þurfa á meiri en vana- legum róðri að halda, þá hafi hann bund- ið hlunn við keip sinn, til að treysta hann gegn átaki. Það var fullyrt, að Gunnar gæti sitj- andi haldið svo hægri hendi á knje sínu, að enginn einn gæti hrært hana. Maður hjet Jón Þórarinsson, knár maður og mik- ill á lofti. Hann kemur til Gunnars og biður hann að lofa sjer að reyna, hvort hann geti ekki komið hönd hans af knjenu. Gunnar var tregur til, en lætur það þó eftir honum; setst á rúm sitt, en Jón kem- ur með gildan snærissnúning á langri lykkju, leggur annan lykkjuendann í lófa Gunnari, og biður hann beygja höndina á knje sjer, sem hann og gerði, en smeygir hinum lykkjuendanum yfir herðar sjer, tekur á með báðum höndum og spyrnir fótum í rúmstokkinn, en gat ekki hrært hönd Gunnars hið minsta; reyndi hann þetta lengi, því hann ætlaði að Gunnar mundi þreytast 1 hendinni, en honum reyndist það ekki og gafst hann svo upp við þann leik. Það var öðru sinni, að tveir menn, honum mjög samrýmdir, Sveinn Jónsson og Jón Þórðarson, báðir hraustmenni til burða, fengu af Gunnari eftir langa bón, að reyna þannig afl við sig. Gunnar svaf 1 rúmi um þveran gafl uppi á lofti; biti lá um þvera baðstofu, rúma alin frá rúm- stokknum. Gunnar sat á lágum sessi fyrir framan bitann þannig, að bitinn væri fyrir neðan brjóst honum, en þeir báðir, Sveinn og Jón, settust á rúmið. Nú tóku þeir digurt band og gerðu af lykkju; smeygði Gunnar báðum höndum í annan lykkjuendann og hjelt höndunum ofan á bitanum föstum við brjóst sjer; en í hinn lykkjuendann ljetu þeir kefli, sem þeir tóku um báðum höndum sinn hvorum megin við bandið, og spyrna til fótum í bitann og leituðust við að draga hendur Gunnars frá brjóstinu og innar af bitan- um, en þeim tókst það ekki, svo þeir gáfust upp við það. Þá segir Gunnar: Nú vil jeg vita, hvort jeg get hrært ykk- ur nokkuð á leið til mín með annari hendi, en þeir spyrntust við með sömu tökum af öllu megni, en gátu ekki við- nám veitt, og kipti hann þeim í fyrsta átaki fram á bita, og spyr um leið: Gerðuð þið nú, hvað þið gátuð ? Þeir kváðu svo verið hafa. Þá furðaði mjög hans ofurafl og þóttust varla báðir til samans hafa haft afl við aðra hendi hans. Þannig hafa þeir báðir, sinn I hvort sinn, sagt frá atviki þessu í mín eyru. Það var einu sinni, að hann eftir mikla áleitni ljet til leiðast, að halda hægri hendi á knje móti fjögra manna átaki, en þó með því skilyrði, að þeir gerðu enga rykki; en svo leyfði hann að bættust við aðrir 4, en þá slitnaði bandið, en hönd hans gátu þeir ekki hrært af knjenu. Þessa ótrúlegu sögu sagði greindur og skrumlaus sjónarvottur, einn af þessum 8, og kvaðst með eiði voga að sanna hana. Það var stundum leikur hans, þegar hann var í veri og menn voru í lándi og úti staddir, að hánn gekk að tveim mönn- um, tók í bak þeim, sinn með hvorri hendi, hóf þá nokkuð frá jörðu, rjetti handleggi beint út frá öxlum og gekk þannig með þá spölkorn í höndum sjer, upprjetta. Líka Ijek hann sjer stundum alllanga stund í senn að brennivínstunnu, eða lýsistunnu, fyrir ofan höfuð sjer, og sagði þeim er á horfðu, að tunnan væri tóm, en hún var raunar jafnan full. Framanritaðar aflraunasögur eru allar hjer sagðar eins og sjónarvottar hafa mjer sagt. Ekki allfáar sögur þessum líkar hef jeg af Gunnari heyrt, en þó fáar þeirra af munni sjónarvotta. Ein af sjónarvottasögnum er sú, að hann ljek sjer að því að setjast á liggjandi tjöru- tunnu fulla, standa upp með hana, bera hana stundarkorn áfram og aftur á bak fyrir aftan sig og láta hana síðan á sama stað og hann tók hana. Önnur sjónar- vottasaga er sú, að hann bar á herðum sjer yfir klungur og stórgrýti brimil dauð- an; vóg spikið af honum 20 fjórðunga og hefur hann þá verið þungur í fullu líki, eins og Gunnar bar hann. Einn merkur maður, Þórður Jónsson á Rauðkollsstöðum, sem dó 1866, og var lengi samtíða Gunnari og reri nokkrar vertíðir á sama skipi og hann, sagði við mig, þegar jeg mintist við hann á nokkr- framanritaðar sögnr og spurði hann, hvort hann, sem manninum gagnkunnugur, hjeldi, að nokkuð væri ýkt í þeim, — kvaðst hann álíta þær allar sannar, og bætti við þessum orðum: »Jeg þekti Gunnar svo vel, að jeg mun ekki heyra svo ólíkindalegar sögur af afli' hans, að jeg trúi þeim ekki, og mun roega fullyrða, að hann vissi ekki sjálfur afl sitt og því síður aðrir, því það kom aldrei fyrir, að hann þyrfti að taka á öllu sínu afli«. Þá sagði jeg: »Mun hann ekki hafa beitt því, sem til var, við Odd — skipið, sem þegar er áminst — um árið?« Þórður: »Jú, það held jeg, enda var hann eftir það þrekvirki nokkuð bólginn um bakið, því hann beitti bakinu við skipið«. Það, sem hjer er sagt, hygg jeg nægi til að sýna, hvílíkur afburðamaður Gunn- ar var að afli. En nú vil jeg lítið eitt frekar á hann minnast. Hann var vel meðalmaður á hæð, um 65 þumlungar, og mjög þrekvaxinn og manna útlima- gildastur og vöðvamikil, handþykkur og holdugur, þykk- og rauðleitur í andliti; greindur og góðmannlegur á svip. Hann var manna lundbestur og sást aldrei skifta sinni sínu; manna greiðugastur og sást ekki fyrir. Að öllum jafnaði mjög fátal- aður, en þó greindur og viðræðugóður, þá hann var tekinn tali. Honumvarsvo sýnt um að reikna í huganum, að æfðir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.