Þjóðólfur - 08.09.1911, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 08.09.1911, Blaðsíða 1
63, árg. \ Reykjavík, Föstudaginn 8. september 1911. 34. Rnðuborgarför Skúla Thoroddseus. Eins og kunnugt er, hefur mönnum um land alt orðið mjög tíðrætt um Rúðuborgarferð Skúla Thoroddsens og hefur margt borið til þess. Það hið fyrsta, að fjárveitingin til fararinnar hafðist fram með beru broti á þing- sköpunum. í öðru lagi var hirðisbrjef forsetans til allra íbúa jarðarinnar allvel fallið til þess að vekja athygli manna og umhugsun. Brjefið er bæði að efni og formi til eitt hið furðulegasta skjal, sem nokkurn tíma hefur sjest á prenti í nokkru landi. Þingforseti einnar minstu og máttlausustu þjóðar í heim- inum stefndi þar öllum íbúum jarðar- innar fyrir dómstól sinn og sagði þeim til syndanna. Ófrelsi, kúgun, ójöfn- uður, rangsleitni, kvalir og pintingar — í stuttu máli alt „hið illa og djóý ullega", — átti að hverfa úr heiminum. Svo vildi hann vera láta, alþingisfor- seti íslendinga! Og lagði hann síðan mannkyninu ráðin, hvernig það ætti að koma þessu lítilræði í framkvæmd. Það er sannast að segja, að mönn- um leist ekki á blikuna, þegar brjef þetta var birt í „Þjóðviljanum". Jafn- vel „Sjálfstæðis“-kapparnir hrukku við. Þeir berjast að vísu sigursælli baráttu móti „hinu illa og djöfullega" hjer á landi, svo sem raun hefur borið vitni um undanfarin ár. En nú þótti þeim foringi sinn færast helst til mikið í fang, að þenja þannig pólitfk sína út yfir allan hnöttinn. Og „ísafold" lýsti því yfir, að Skúli einn bæri ábyrgð á brjefinu. En ekki var nóg með þetta. Það fór að kvisast hjer um bæinn skömmu eftir að Skúli kom heim úr Rúðuför- inni, að hann mundi aldrei hafa komið fram við hátíðahöldin og að Guð- mundur Finnbogason hefði mætt þar einn sem fulltrúi íslands. Flestum þótti þetta ótrúlegt í fyrstu, svo mikið ofur- kapp sem Skúli og flokksmenn hans höfðu lagt á það, að hann færi för þessa og knúð fram fjárveitinguna til hennar að ólögum. En þar kom þó, að tvær grímur fóru að renna á marga. Skúli gaf ekki neinar skýrslur um hluttöku sína í há- tíðahöldunum, hvorki í „Þjóðviljanum" nje annarstaðar, og þótti öllum það furðu sæta. í annan stað lýsti Guð- mundur Finnbogason yfir því, að hann hefði hvergi getað orðið var við Skúla meðan á hátíðahöldunum stóð. Þótti mönnum þetta hvorttveggja all-ískyggi- legt og jókst nú orðrómurinn mjög. Hinn 15. ág. mintist blaðið „Ingólf- ur“ á orðróm þennan og gaf í skyn, að hann mundi á rökum bygður. Stjórnarráðið taldi það nú skyldu sína, eins og vonlegt var, að komast fyrir sannleikann í þessu máli. Og hinn 16. ág. símaði það því svohljóð- andi fyrirspurn til „Hotel delaPoste" í Rouen, gistihúss þess, sem Skúli Thoroddsen tjáðist hafa búið í: »Avez vous eu hotel durant fetes Normandie Islandais Skuli Thor- oddsen ?«. Á íslensku: Hafið þjer hýst í gistihúsi yðar íslending að nafni Sk. Th. meðan Normandí-hátíðin stóð?" Daginn eftir barst stjórnarráðinu svohljóðandi svar: »Skiili Thoroddsen pas des- cendm. Á íslensku : „Sk. Th. hefur ekki búið hjer“. Það var ekki furða, þótt stjórnar- ráðinu fyndist nú ástæða til þess að leita sjer nánari upplýsinga um málið. Það sneri sjer því til danska ræðis- mannsins í Rouen með eftirfarandi til- mælum: »Skaf paalidelige Oplysninger om Aliingets Formand Skuli Thor- oddsen opholdt sig Rouen uiuier Festtighederne. Foregiver have boet Hotel de la Postea. Á íslensku: Utvegið áreiðanlegar upplýsingar um það, hvort alþingis- forseti Skúli Thoroddsen hafi verið í Rouen meðan hátíðahöldin stóðu yfir. Kveðst hafa búið á Hotel de la Poste". Ræðismaðurinn svaraði daginn eftir: »Saa vidt har kunnet oplyse findes intet Spor af Altingets For- mand under Festerne her. Brev fölgera. Á íslensku: Eftir því, sem jeg hef getað komist næst, hefur enginn snefill sjest af alþingisforsetanum meðan hátíðin stóð hjer. Brjef kemur seinna. Brjef þetta, sem er dagsett í Rouen 21. ág., kom hingað með „Ceres" hinn 3.- þ. m. Þar segir ræðismað- urinn: Strax efter Modtagelsen af Ministeriets Telegram, forhörte jeg mig personlig baade paa Hotelde la Poste, hvor man meddelte mig ligeledes athavemodtagettelegrafisk Forespörgsel fra Ministeriel, paa hvilket el negativt Svar var givet, men ligeledes paa alle de större Holeller her, paa Mairiet, Secre- tariatet for Festerne, men overalt med det samme Resultat. I sin Tid under Festerne mod- tog jeg Indbydelser for Altingets Formand til de forskellige Banque- ter, men da disse intet Steds blev benyttede, har jeg sendt dem iil- bage til Secretariatet. Á íslensku: „Samstundis sem jeg hafði fengið skeyti trá Stjórnarráðinu, ■leitaði jeg sjálfur upplýsinga bæði á „Hotel de la Poste", þar sem mjer var tjáð, að það hefði einnig fengið sím- aða fyrirspurn frá stjórnarráðinu og hefði svarað henni neitandi, og einn- ig á öllum hinum stærri gistihúsum hjer í bænum, á ráðstofunni og á skrifstof- unni fyrir hátíðahöldin, en alstaðar með sama árangri. Meðan hátíðahöldin stóðu yfir, tók jeg við boðseðlum handa alþingis- forsetanum í ýmsar hátíðaveislur, en þar eð þeir voru hvergi notaðir, sendi jeg þá aftur á hátíðaskrifstof- una". Þessi skilríki virtust taka af öll tví- mæli. „Hotel de la Poste" hafði tví- neitað, að Skúli hefði þar komið, og ræðismaðurinn í Rouen hafði ekki, þrátt fyrir ítarlega eftirgrenslun, getað fundið nein merki þess, að Skúli hefði komið nálægt hátíðahöldunum. „Lög- rjetta", sem kom út í gær, ályktaði því af skilríkjum þessum, að það væri „fullsannað að hr. Sk. Thoroddsen hefði ekki búið á „Hotel de la Poste" í Rouen, að hann hefði ekki verið við Normandí-hátíðirnar sem fulltrúi ís- lands og að hann hefði aldrei til Rúðu- borgar komið". En í fregnmiða, sem blöðin „Þjóðólfur" og „Reykjavík" sendu út, var það talið sannað, að Skúli hefði aldrei komið á hið marg- nefnda gistihús og að hann hefði „ hvergi gert vart við sig í Rúðu“. Skúli neitar og leggur fram reikning frá Hotel de la Foste. Skömmu eftir að „Lögrjetta" og fregnmiði blaðanna hafði verið borinn um bæinn, sendi Skúli Thoroddsen, sem þá mun hafa verið kominn á skips- tjöl á leið til ísafjarðar, út svohljóð- andi fregnmiða: „Algjörð ósannindi eru það, sem blöðin Reykjavík, Lögrjetta og Þjóð- ólfur bera út í bæinn nú rjett á þeirri stundu, sem jeg er að leggja af stað vestur á land, að jeg hafi ekki verið í Rúðuborg á þeim tíma, sem jeg hafði sagt og búið á því gistihúsi, sem jeg hafði nefnt. — Þessu til sönnunar get eg lagt fram reikninga frá Hotel de la Poste (yfir dagana 3.—10 júní) °g liggur einn þeirra til sýnis á skrif- stofu Sjálfstæðis-flokksins" — Hjer er nú það fyrst að athuga, að í fregnmiða „Þjóðólfs" og „Reykja- víkur" var hvergi sagt, að Skúli hefði ekki komið til Rúðu. Hitt var full- yrt, að hann hefði hvergi gert vart við sig par (þ. e. við hátíðahöldin). Það er og furðulegt, að i fregn- miða sínnm víkur Skúli ekki að því með einu orði, að hann hafi nokkurn tírna komið fram sem fulltrúi Islands við hátíðaköldin. Hann lætur sjer nægja, að staðhæfa það eitt, að hann hafi verið í Rúðu og búið á því gisti- húsi, sem hann áður hafði tilgreint. Og því til sönnunar býðst hann til að leggja fram reikning frá gistihúsinu. Reikningur þessi var og lagður fram í gærkveldi, fyrst á „Sjálfstæðis"skrif- stofunni og síðan á Hotel ísland. Var þar vandlega um alt búið, reikning- urinn settur f ramma og hengdur upp á vegg. Þar stóð Sigurður Lýðsson nálægt, eins og kerúb á verði, og gætti dýrgripsins. Þess skal nú fyrst getið um reikn- inginn, að hann er ekki gefinn út á nafn Skúla Thoroddsens. Hann er nafnlaus, og mundi því reynast ljettur á metunum sem lagalegt sönnunar- gagn. En hitt er satt, að hann er stimplaður með stimpli gistihússins og kvittaður. Hjer horfir því svo kynlega við, að gistihúsið hefur tvívegis neitað fyrir- spurnum frá stjórnarráðinu og hinum danska ræðismanni í Rouen um það, hvort Skúli hafi búið þar, en hins vegar leggur Skúli fram reikning, sem að vísu er gallaður sem lagalegt sönn- unargagn, en mun þó verða að skoð- ast sem sönnun þess, að hann hafi búið í gistihúsinu. Ekki treystir Þjóðólfur sjer til, að gefa neiqa skýringu á, hvernig í þessu liggur. Þetta atriði málsins er all- myrkt og torskilið sem stendur, en væntanlega verður þó ráðning gátunn- ar fundin fyr eða síðar. En mergurinn málsins er alls ekki það, hvort Skúli hefur búið á gisti- húsi þessu eða ekki, heldur hitt, hvort hann hefur rekið erindi það, sem al- þingi fól honum, að mæta sem fulltrúi íslands við hátíðahöldin. Til þess var honum veitt fje (með þingskapabroti) og á því bæði stjórnarráðið og þjóð- in í heild sinni fulla heimting á að fá að vita, hvernig hann hefur leyst það erindi af hendi. Það er ljóst af brjefi ræðismannsins í Rouen, að enginn þar veit neitt til þess, að Skúli hafi sýnt sig nokkurs staðar við hátíðahöldin; Guðmundur Finnbogason varð hans og hvergi var meðan á hátíðunum stóð. Ennfremur má geta þess, að hans var hvergi getið í frásögnum útlendra blaða af hátíðahöldunum, en aftur á móti var víða minst á Guðm. Finnbogason. Þar með virtist nú í rauninni fengin nokkurn veginn áreiðanleg vissa fyrir því, að Skúli hafi með öllu vanrækt það starf, sem honum var falið á hendur. En til þess að fá fulla vissu í þessu efni, var Skúla hinn 4-‘þ. m. sent eftir- farandi brjeý frá stjórnarráðinu. „Stjórnarráðið hefur látið greiða yð- ur, herra alþingisforseti,. 1200 kr. úr landsjóði samkv. fjáraukalögum fyrir árin 1910—1911 sem ferðastyrk til þess „fyrir landsins hönd að sækja þúsund ára þjóðhátíð Normandís". Þar sem þess nú hvergi er getið í skýrsl- um þeim um hátíðina, er stjórnar- ráðið hefur sjeð, að þjer hafið mætt við hátíðahöldin fyrir landsins hönd og þar sem það jafnvel hetur komið opinberlega fram (í blöðunum), að þjer eigi hafið verið í Rouen eða í París, meðan á hátíðinni stóð, vill stjórnar-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.