Þjóðólfur - 08.09.1911, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.09.1911, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. Hún segir, að jeg nú hafi fengið ann- an mann til þess að hjálpa mjer við trú- boðið. Sá maður, sem hún á við, And- rew Jenson, kom ekki hingað til þess að hjálpa mjer. Hann er hámentaður mað- og historíuskrifari og hefur farið kringum jörðina í erindum Jesú Krists kirkju, er sumir nefna Mormónakirkju. Það var hans erindi hingað, að fá fyrstu og áfram- haldandi skýrslu af trúboði öldunganna, sem hingað hafa verið sendir til að prje- dika náðarboðskapinn og útfæra hans atriði. Hún segir, að bæði Andrew Jensson og Josep Smith hafi reynt að þræta fyrir, að þeir lifðu í fjölkvæni. Þetta er að öllu leyti ósatt. President Josep F. Smith hefur aldrei borið á móti þvi, að hann ætti fleiri konur. Hann hefur opinber- lega kannast við það fyrir veröldinni og Bandaríkjastjórninni, að hann væri giftur 5 konum bæði fyrir tíma og eilífð, og að þær hefðu verið hans konur yfir 27 ár og hann eignast með þeim yfir 40 börn. Flestir munu vita, að það eru 20 ár síðan, að fjölkvæmið var með lögum af- numið í Utah og á sjer ekki stað sfðan. Fáeinir eru þó enn lifandi, sem áttu fleiri konur og eiga þær enn. Jeg kom til Utha árið 1877 frá Can- ada og annar Islendingur sama ár frá Kaliforníu, og hef jeg átt heima þar síð- an og hef jeg aldrei verið krafinn til að borga kirkjunni eða ámintur um að borga til hennar einn eyri. Þess háttar kröfur eiga sjer ekki stað. Engin Mormóna- kennimaður tekur neitt fyrir embættis- verk sín. Jeg og margir aðrir borga tí- und til kirkjunnar, því að jeg veit og trúi, að það sjeu lög frá upphafi. Við höfum enga ölmusumenn í Jesú Krists kirkju og engan sveitarómaga. Aldrei hefur þurft að taka nokkurs manns eign til kirkjunn- ar. Jeg er frjáls að gefa af mínu, hverj- sem jeg vil. Jeg sem aðrir borga eigna- skatt til sýslunnar; það má og er tekið lögtaki, ef ekki er borgað. Það er ekki nýlega tilkomið, að vjer sjeum ofsóttir. Það hefur svo til gengið sfðan guð aftur uppreisti sfna kirkju. Jacob B. Johnson. Gjafir lil PjDðmenjasafnins árið 1910. F’jóðmenningarsafnið (Forngripasafnið). 5/i Dr. Jón Þorkelsson skjalavörður: Bókarkápa gömul úr skinni með bæki- spjöldum, at Dihlers Reisupostillu (Skál- holti ióqo); með allmiklu verki þryktu. 7/2 Forstöðumaður safnsins: Spávala með formála og skýrslu. ,3/j Sigurður Sigurðsson, Reykjavík: Glertala forn, frá landnámstíð, svört með hvltum böndum og þremur smábólum á, sem eru grænar í miðju, en hvftar og rauðar umhverfis. Fundin í Viðey sum- arið 1909. I3/a Valgerður Hannesdóttir, Reykja- vík: Brókarhaldshnappur steyptur úr kopar, með fallegu verki, gröfnu, en frem- ur algengur. “5/a Guðbrandur Jónsson, Reykjavfk: Skúfhólkur úr silfri, allgamali, lítill. 6/3 Jón Björnsson, Ögmundarstöðum: Hamólahringjur einar úr kopar, þófagjarð- arhringja úr kopar, þornlaus; brókarhalds- hnappur, steyptur úr kopar, með gröfnu verki, fóðraður. aS/3 Náttúrugripasafn íslands: Tala af talnabandi eða hálsfesti, útskorin úr svörtu efni (surtarbrandi?), forn. 24/., Oddur Oddsson gullsmiður, Eyr- arbakka: Skæri íslensk, handföng úr kopar, blöð úr stáli. Ia/s Jún hreppstjóri Jónsson, Hafsteins- stöðum : Krókstokkur úr kopar, steyptur, af belti eða úr hempupari; á honum eru mótuð englahöfuð. Fundinn í gömlum öskuhaugi. l8/s ^tefán Jónsson, Munkaþverá: Ljáir 4 með hinni gömlu gerð, allmjög eyddir. A þjóunum eru þrír deplar og önnur merki, sem munu vera smiðs- merki. 3/6 Magnús Erlendsson gullsmiður í Reykjavík: Draglöð gömul, íslensk, úr dragsmiðju. i4/ó Gísli silfursmiður Gíslason, Reykja- vík: Nautajárn, til að binda undirfram- fætur á nautgripum, er fara skal með á ís. Frá Núpsstað í Fljótshverfi. 2I/6 Jón Borgfirðingur, Reykjavík: Ljós- mynd af Katanesdýrinu (1874) gerð eftir teikningu eftir Ben. Gröndal. 25/ö Sigríður Pjetursdóttir, Hlíðarhýs- um í Rvík: Hvalbeinshlunnar 2; fiska- krókar; ýsuklóra; seilarnál úr hvalbeini og önnur úr beykitrje; kúlur 7 af mastur- böndum, rendar úr beykitrje, kallaðar »klúðar« (þ. e. Kloder). 27/ö Filippía Sæmundsdóttir, Þingskal- um: Döggskór gamall úr eirblendingi; af sverðslfðrum eða hnífskeiðum. J9/7 Björn prestur Jónsson, Miklabæ í Blönduhlíð: Leifar af hófhringju úr járni, fremur lítilli, brot tvö af annari; járn- naglar tveir, hausstórir; járnmolar, ókenni- legir að svo stöddu. Alt fundið 1 fornri dys á Miklabæ. Ennfremur: gjarðahringja úr járni ferskeytt með miðbandi og þorni á. Sögð fundin á sama stað, en virðist ekki forn. 3I/7 Breiðabólstaðarkirkja í Vesturhópi: Skarbftur ur járni, með einkennilegri gerð, svipaður skærum. Virðist ekki gamall. 31/7 Sjera Hálfdán Guðjónsson, Breiða- bólstað: Kotrutöflur tvær, rendar úr hvalbeini, önnur hvft, en hin græn. Sagð- ar úr kotrutafli Finns biskups Jónssonar. 2/s Þorsteinn smiður Hjálmarsson, Hvammstanga : Skyrtunálar tvær úr silfri, steyptar af Jakobi Snorrasyni á Húsafelli. z/8 Sigurður Árnason í Kirkjuhvammi: Beislishöfuðleður gamalt úr íslensku leðri með stöngum úr járni; paramát (til þess að búa til krókapör með), beislisstöng úr eirblendingi, gömul; sjálfskeiðingur gam- all úr járni. Fundinn uppi á afrjetti. Sami: Fjöl úr furu, útskorin með stór- gerðri leturlínu og rósastreng undir; stendur á henni með gotnesku smástíls- letri, líku höfðaletri: farid ut um all- a n h e [iminn]. Að líkindum partur af vindskeið af kirkju í Kirkjuhvammi; hún fanst þar undir kirkjugólfi. s/8 Sauðafellskirkja: Skarbítur úrkop- ar með samsettum töngum. Húsið með pressuðu verki. l8/io Sigurjón Kjartansson frá Drangs- hlíðardal: Kertiskragi úr kopar af ljósa- hjálmi með gotnesku lagi. Fundinn 1 moldarbarði skamt frá Lágafelli í Mos- fellssveit um 3’ í jörðu. "9/xo Jón hreppstj. Jónsson á Hafsteins- stöðum : Snældusnúður úr rauðum steini, óvenjulega stór, hálf-kúlumyndaður. Mun hafa verið hafður á hrosshárssnældu. Fundinn f jörðu. Ingigerður Símonardóttir: Altaris- brún blá með kögri, gamalleg; grafskrift yfir Björn Ólafsson (-j- 1823)0^ Ingibjörgu Jónsdóttur (-{- 1820) frá Tungufelli. 14/u Moritz Halldórsson læknir, Park River, N. D.: Vínbikar (-skál) lftil úr eiri, nær hálfkúlumynduð, hvylft upp í botninn. Uppi við barnana er stungið að utan með venjul. snarhandarletri: Trinck mich aus: Leg mich nieder: Steh ich auf: So Fúll mich Wieder: — M-7-3- Vfnskál þessi er komin til Ameríku frá íslandi; hún hefur lengi verið sögðaðhafa verið ferðakaleikur prests eins á Ríp í Skagafirði. 14/u Jóhannes Kjarval málari, Reykja- vlk: Steinlampi, höggvinn úr gráu mó- grjóti, kringlóttur að ofan, en að neðan ganga út eyru beggja vegna og eru göt á þeim; í götin hefur verið dregin ól eða band og lampinn getað orðið hengdur upp. Innan f skálinni er svört skán eftir Ijósmetið. Fundið um 3 álmr í jörðu í Geitavlk í Borgarfirði eystra. Sami: Tveir steinlampar af líkri gerð. Annar kringlóttur og flatur, hinn hnött- óttur og ílangur nokkuð. Á honum er 1 skálarbarminn skarð fyrir kveikinn. Fundn- ir á sama stað. — Það virðist nú öld- ungis vafalaust, að þessir og aðrir líkir bollasteinar, er víða hafa fundist hjer á landi, sjeu lampar frá fornöld. '9/u Thora Melsteð, Reykjavík: Hnakk- ur Páls Melsteðs sagnfræðings. Mun vera frá því um miðja síðustu öld. '9/11 Ásgeir Sigurðsson, Reykjum í Lundarreykjadal: Látúnshnappur flatur, með gagnskornu verki, í lfkingu við blóm. 2fi/11 Jón Jónsson, Möðrufelli, Eyjafj.s.: Fjalir með útskurði, fimm að tölu, fornar úr byggingu. Gerðin á þessum útskurði er helst í gotneskum stfl eða svipuð honum. Ef til vill eru íjalirnar úr kirkju- byggingu í nágrenninu. Þær munu naum- ast yngri en frá 14 öld. 29/n Stefán Sigurðsson, Hvítadal: Tóbaksbaukur úr mahogni, með nýslifur- hringum um stútinn og tappann, og silf- urhring um botnopið; T er skorið á töppina; baukinn átti Tómas Guðmunds- son, er nefndur var víðförli. 14/t2 Dr. Jón Þorkelsson skjalavörður: Upphafsstafa-uppdráttur, stafirnir P. T. D. skrautlega uppdregnir með bleki á pappfr. Fundinn í gamalli bók. 24/i2 Ólafur Halldórsson, Fróðastöðum : Snældusnúður úr fitusteini, hálfkúluroynd- aður. Fundinn á Ásbjarnarstöðum í Mýra- sýslu. 24/i2 Óviss gefandi: Svuntuhnappur gamall úr silfruðu látúnsvíravirki. Ennfremur hafa safninu bætst þessir gripir ókeypis: 25/ö Steinasörvi fornt, eða leifar af því. Trjebútar ryðfullir og járnbútar. 8 met úr blýi. Leifar af spjótsoddi; falurinn nær allur með geirnaglanum og leifum af skaftinu. Járnnaglar og ryðklumpar. Leifar af trje (máske spjótskafti). Spjóts- oddur, mjög ryðbrunninn, en heldur þó allvel laginu; þungur og sver, geirnagl- inn er í og leifar af skaftinu. Ryðkekkir tveir. 3 blýmet. Hnoðsaumur úr báti; um 50 naglar með róm ; naglabrot og ryð- molar um 100 st. Trjeflísar og viðarmold úr sama báti. Hringja lítil úr járni, þornið vantar. Kápunæla tvöföld að of- an, úr bronze; hefur verið gylt; þornið er í og um það leifar af tvenskonar vefnaði og fljettuðum böndum. Hnífur með trjeskafti, Járnbútar 3. Brot af stein- potti (grýtu) úr gráleitum steini. Járn- hringja með þorni. Brot af annari. Járn- naglar 3. Viðarkolamolar, lítill járnbútur og beinflís. Töflur úr hnefatafli 19 alls, fáar heilar, allar úr beini, kringlóttar, rendar. Járnmolar 3, litlir. Brot af járn- mjelum. Brýnisbútur lftill. Leifar af steinasörvi. Ennfremur töluvert af manns- beinum, hestsbeinum og hundsbeinum. — Allir þessir gripir eru úr dysjunum við Dalvík, og afhentir safninu af próf. Fipni Jónssyni1). 27/ó Prjónar 2 úr messing. Nálar 2 úr járni. Öngull úr járni. Broddar 2 með hólk eða fal á öðrum enda; munu vera af tjaldsúlum. Saumhögg (eða skeifu- skafl?) úr járni. Hnífsblöð tvö úr járni, lítil og eydd. Forsteypa úr kopar. Brot af barmi af keri (eða klukku?) úr ljósleitum málmblendingi. Húfa lítil úr messing (af nælu?). Laðarbrot úr járni. Brot af keri úr prinsmetalli. Snúður, brotinn, úr fitusteini. Brýnisbútur. Járn- plata með gagnskornu verki. Saumnál úr eiri, oddbrotin. Járnkrókar þrír litlir, máske önglar. — Alt þetta er fundið á Austasta-Reyðarv. og 1 Kongshól, eyði- býli, sem er að blása upp skamt frá Ysta- Reyðarvatni. (Allir þessir síðasttöldu 20 gripir komu til safnsins fyrir allmörgum árum, en ekki skrásettir fyr). Járnmjel stakt, með hring; lengd 9,5 sm. Fundið við Rangá þar sem þeir Gunnar börðust. (Löngu komið til safnsins). Húfa úr bronze, smákrossar á hliðum og enda; trjeleifar (af hnífskafti?) eru innan í. Fundin við Knafahóla. s/7 Brot úr altaristöflu allmörg; taflan hefur verið úr eik, olíumálað spjald af krossfestingunni. Umgjörð í »borok«-stíl 1) Sja ennfr. skýrslu hans og Daníels Bruuns í Aarb. f. nord. Oldkh. og Hist. 1910, bls. 62—100. 131 með ártali 1644. — Frá Stafafellskyrkju. Hökulkross forn, frá sömu kirkju. 9/7 Höklar þrír, gamlir. Bútar tveir af fornri stólu, einkar vel saumaðir með gullvlr og silkiþræði. Altarisklæði úr gyllileðri, í »barok«-stíl. Altarisdúkur úr silkidamaski. — Alt frá Hólakirkju í Hjaltadal. 19/7 Hnífblað Ktið úr járni. Rónagli úr járni. Fundið í dys á Miklabæ í Bl,- hl. — Afhent af fornmenjaverði. 28/7 Mannsbein fáein og mjög fúin, hauskúpa, handleggir o. fl. Hrossbein allmörg og nokkrar leifar af hundsbein- um. — Ur dysjunum hjá Dalvík. Afh. af próf. Finni Jónssyni. 4/8 Kvarnarundirsteinn úr gljúpu hraun- grjóti. Netsteinar 10. Brýnisbrot 4. Bein- typpi lítið (ef til vill úr hnefatafli). Greiðubrot 3. Hnffblöð 2 úr járni. Járn- naglar og brot af járnverkfærum, alls 22. Tennur 2 úr stórgrip. — Afhent safninu af H. Erkes frá Köln. Kveðst hafa tínt það úr rústunum hjá Sandmúla 11. júlf 1909 (sbr. Árb. Fornb.f. 1909, 24—31). Brot af vefjarskeið úr hvalbeini. Snældu- snúður úr rauðleitum steini. — Afh. af sama; segir það fundið fyrir 5 árum á sama stað af Jóni Þorkelss. frá Jarlsstöð- um. Hólkur úr látúni með blýbotni í öðrum enda. Frá sama, sagður fundinn í sama skifti af J. Þ., en virðist ekki forn. 29/8 Steinn með boruðu gati í gegnum annan endann, úr grágrýti. Líklega gam- all lóðarsteinn. Fundinn í Rvík. Afh. af tornmenjaverði. Vidalinssafn. Prófessorsfrú Helga Matzen, áður frú Jóns Vfdalíns konsúls, hefur með brjefi sínu til forstöðumanns safnsins, dags. 30. júlí 1910, tilkynt, að hún vildi þegar af- henda safninu þá gripi, tilheyrandi Vída- línssafni, sem hún hafði áskilið sjer rjett til að hafa undir höndum til æfiloka, og samkvæmt brjefi sínu 3. september af- henti hún gripina Jóni Krabbe, skrif- stofustjóra íslensku stjórnarráðsskrifstof- Unnar í Khöfn, sem veitti þeim þar mót- töku fyrir hönd forstöðumanns safnsins, og sendi safninu þá með brjefi dags. 10. s. m. Gripirnir komu til safnsins 21. september og eru þessir, sem nú skal greina: Söðuláklæði, 6 að tölu, glitofin, Veggskápur, útskorinn að framan, synda- fallið á hurðinni, og stendur »H e a 1 m a r« uppi yfir í rúnum. Skápurinn vafalaust eftir Hjálmar skáld Jónsson á Bólu. Altaristafla, útskorin úr eik, Kristur á miðju sem konungur himins og jarðar. Verkið og gerðin öll(»barok«-stíll) bendir helst á, að taflan sje útskorin af Guð- mundi smið Guðmundssyni 1 Bjarnastaða- hlíð, sem gerði skfrnarfontinn í Hóla- kirkju og nokkra af legsteinunum þar. Altaristafla (predella?) með kvöldmál- tfðinni ámálaðri mjög illa. Spjöld úr prjedikunarstól, 5 að tölu, með ámáiuðum Kristi og guðspjallarnönn- unum, fremur gott verk; öll sett saman í eina umgerð. Trafakefli, yfirkeflið, allvel útskorið úr beykitrje; á því er með höfðaletri upphaf af erindinu: »Heiður sje guði himnum á« o. s. frv. Brauðmót, skorið annarsvegar. Á því stendur með latínuletri: Guð blessi brauð- ið. V. Páskalamb, útskorið úr beykitrje, kross- fáni í hægra framfæti, geislakróna um höfuð. Á því stendur: »Paska Lamb Vjer Heilagt Höfum«. Virðist ekki gamalt. Lár, dálítið útskorinn, loklaus. Horn, útskorið, látúnsbúið; á hettunni, sem skrúfuð er yfir stútinn, er mynd Krist- jáns konungs 4. Stafirnir G. G. eru grafn- ir á hornið; gamalt drykkjarhorn; máske einnig notað fyrir púður. Horn, útskorið og silfurbúið, opið í vfð- ari endann, eftir Hjálmar Lárusson. Á það eru skornir fuglar og dýr og nöfn þeirra neðan undir, en nöfnin mynda sljettubönd: Haukur. Lóa. Álka. Örn. Æður. Spói. Krákur. Gaukur. Tóa. Boli. Björn. Brimill. Kjói. Fákur. Tintarfnur, tvær með eyrum, lokábáðum. Hornspónn, íslenskur, nýlegur, sljettur.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.