Þjóðólfur - 08.09.1911, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 08.09.1911, Blaðsíða 2
130 ÞJ OÐOLFUR. ráðið beiðast þess, að þjer látið því í tje skýrslu um ferð yðar til hátíða- haldsins, og um það, á hvern hátt þjer þar hafið rækt erindi það, er al- þingi fól yður, sem sje að sækja há- tíðina fyrir landsins hönd, og væntir stjórnarráðið að fá þessa skýrslu þegar um hæl". Tveim dögum síðar, hinn 6. þ. m., kom svar Skúla. Það hljóðar svo: „Á bréfi hæstvirts ráðherra til mfn, dags. 4. þ. m„ en meðteknu í gær, hefur mig furðað stórlega, þar sem ráðherranum getur eigi verið ókunn- ugt um það, að mér var það einum í sjálfsvald sett, og mitt að ákvarða, hvernig mér þóknaðist að haga móti mínu við hátíðahöldin í Rouen, og kannast eg ekki við, uð ráðherranum beri jafn vel hinn allra minsti réttur til þess að krefja mig nekkurs reikn- ingsskapar í því efni, eða blanda sér í það, sem mér einum bar að taka ákvörðun um. Ekki sfður hefur mig furðað á þeirri ókurteisi í minn garð, er mér virðist lýsa sér í því, er ráðherrann fer að hlaupa eftir þvaðri lítt merkra, og ráðherranum — að eg hygg — vitan- lega mér afar-óvinveittra blaða, ekki sfzt þar sem eg þykist mega ætla, að ráðherrann hafi séð það, sem eg hefi sjálfur ritað um för mína til Rouen, sbr. 30.—31. nr. „Þjóðv." þ. á.; en vilji hann engu að síður vefengja, að eg hafi farið til Rouen — og annað kemur honum alls ekki við, né held- ur öðrum fremur, en mér þóknast —, getur hann leitað upplýsinga í gisti- hósinu „Hotel de la Poste" *í Rouen, þar sem eg bjó, meðan er eg dvaldi þar, — eður og int forstöðumann há- tíðahaldanna eftir því, hvort honum hafi eigi verið kunnugt um þangað- komu mína. Að öðru leyti finn eg eigi ástæðu til, nje tel hina aiira minstu skyldu á mjer hvíla, að svara brjefi ráðherrans frekar, — þessu bréfi, sem mér reynd- ar virðist líkara því, að nota ætti í pólitiskri agitation, eða í hefnileik — þótt eigi sé þess vænt — en að það væri frá ráðherra íslands". Brjef þetta mun vekja hina mestu eftirtekt um land alt. Ritháttur sá, sem þingforseti vor lætur sjer sæma að nota gagnvart stjórnarráðinu er út af fyrir sig ærið umhugsunarefni. En innihaid brjefsins er þó ennþá furðu- legra. Forsetinn dirfist að staðhæfa, að engum komi við, hvernig hann hafi rækt starf það, sem honum var veitt fje til að inna af hendi og lætur rað- herrann vita, að honum komi ekki annað við en það, hvort hann, Skúli, hafi komið til Rúðu. Eins og nokkr- um lifandi manni þyki það máli skifta, hvort Skúli hefur verið í Rúðu eða ekki, iir því að hann hefar með öllu vanrcekt það erindi, sem honum var falið og veitt fje til! Ur því að hann gjörði ekki vart við sig við hátíða- höldin, stendur á einu, hvar hann hefur haldið sig meðan á þemi stóð. Það skiftir ekki máli, hvort hann hef- ur verið meira eða minna nálægur hátíðahöldunum; hitt er mergurinn málsins, hvort hann hafi komið fram sem fulltrúi íslands eða ekki. Og á því getur enginn efi leikið, að það hefur hann ekki gjört. Nærri má geta, að hann hefði fyrir iöngu iagt fram sannanir fyrir sínu máli, ef hon- um væri það á nokkurn hátt mögu- legt. En nú tekur hann það ráð, að svara stjórnarráðinu skætingi. Og hvernig mun almenningi Iítast á þá kenning forsetans, að engum komi við, hvernig menn reki þau er- indi, sem þeim hefur verið veittur styrkur til af almanna fje. Á land- sjóður hjer eftir að vera með öllu rjettlaus gagnvart styrkþegum sínum P Þar sem Skúli víkur að því í brjef- inu, að formanni hátíðahaldsins hafi verið kunnugt um komu hans til Rúðu, þá mun hann þar með eiga við það, að hann — eftir því sem honum sjálf- um hefur sagst frá í „Þjóðviljanum" — hafði látið formanninn vita um væntanlega komu sína til Rúðu, áður en hann fór þangað. En eins og allir sjá, er það ekki að mæta sem fulltrúi íslands við hátíðina! Fróðlegt verður nú að vita, hvort „Sjálfstæðis“liðið færist það í fang, að verja þetta athæfi. * Avarp, sem háskólarektor B. M. Ólsen ílntti Kristjaníu- liáskóla irá háskóla íslands. A aldarafmæli hins konunglega Friðriks Háskóla í Kristjaníu tel- ur hinn nýstofnaði Háskóli Islands sjer það sóma og fagnaðarefni, að eiga kost á að bera fram heilla- og blessunaróskir sínar. íslendingar geta aldrei gleymt þvf, hvaðan forfeður þeirra komu, þeir er fyrstir bygðu Island; og vjer höfum oft- sinnis sjeð þess vott, hversu norska þjóðin minnist og skyldleikans| og lætur ekki góðvildarhuginn fyrnast, nú síðast við stofnun hins íslenska háskóla næst- liðinn 17. júní. Vjer teljum það gæfu- merki, að vor litli háskóli komst á stofn sjálft aldarafmælisár Kristjaníu Háskóla. Minnigar Islendinga og Norðmanna frá söguöldinni og eftirfarandi öldum eru svo samgrónar og fornbókmentirnar á svo margan hátt sameiginlegur fjár- sjóður beggja, að vjer þykkjumst full- vissir um, að Háskóli yðar og Háskóli vor gæti átt og muni eiga mörg sam- hygðarmál á komandi árum, alla þá stund, sem tunga Snorra Sturlusonar er töluð á Islandi, og vonum, að ávallt megi haldast trygt vináttusamband milli vor og yðar. Með þeirri innilegri ósk, að Háskóli Norðmanna, sem á umliðnum hundrað árum hefur unnið svo mikið og bless- unarríkt starf í þarfir þjóðar sinnar og vlsindanna, megi blómgast og eflast á komandi öldum, sendir Háskóli vor há- skóla yðar alúðarfylstn kveðju slna. Guð blessi Kristjaníu Háskóla! Háskólaráð ísland. Reykjavik, 15. dag ágústmánaðar ign. Björn M. Olsen. Jón Helgason. rektor. Lárus H. Bjarnason. G. Magnússon. Leiðangur til Jan Mayen. í byrjun ágúst kom til Seyðisfjarðar enskt skemtiskip sem hafði innanborðs um 20 manns, sem höfðu slegið sjer saman til þess að fara til Jan Mayen. Voru það mest vlsinda- og mentamenn frá Eng- landi, Vmeríku og Þýskalandi, og var í för með þeim Klinckowström barón frá Svíþjóð, sem mikið hefur ferðast hér á landi, og nú nýlega gefið út bók um ísland á sænsku. Sömuleiðis var með í þessari för Ameríkumaðurinn Russell sem hér var á ferð í fyrra, og getið var um í blöðum. Höfðu þessir menn með sér alls konar tæki, bæði til þess a^- taka ljósmyndir með litum, lifandi myné’r og» annað sem þurfti til að sýna góðan á- rangur fararinnar, þegar heim kæmi, en þeim átti nú ekki að verða kápan úr því klæðinu. Þeir hreptu ilt veður alla leið til eyjarinnar, og þar var svo mikill sjó- gangur og brim, að óhugsandi var að komast í land, með því að eyjan var hafnlaus, og urðu þeir að snúa aftur. Komu þeir inn til Seyðisfjarðar á heim- leiðinni, og sögðu sínar farir ekki sljettar. Var með þeim nokkur óeining, því að sumir höfðu viljað bíða lengur við eyna til þess að vita hvort ekki lægði sjóinn, en fengu því ekki ráðið, með því að kolarúm var lítið á skipinu, og birgðir ekki meiri en svo að þeir gátu rúmlega komist til íslands. Urðu þeir því að láta sjer nægja að klifra um fjöllin á Seyðisfirði, taka þar myndir at fossum og safna grösum og steinum. Hjeldu þeir síðan til Færeyja og þaðan til Englands. Eins og kunnugt er, liggur Jan Mayer fyrir norðan og austan Langanes, álíka langt burtu og Færeyjar. Þar búa engar menskar verur, en fult kvað þar vera af refum, selum og bjargfugli. Fáir hafa komið þar á land, enda liggur eyjan ekki á leiðum annarra en norskra sel- veiðara og hvalfangara sem koma þar stundum á ferðum sínum um íshafið. Jan Mayen er nokkrar mílur á lengd, aflöng í lagi, og snýr frá suðvestri til norðausturs. Sá hluti eyjarinnar, sem hingað veit, er lægri, en á norðaustur partinum er geysimikið eldfjall að nafni Beerenberg, uppmjótt eins og keila, og jökli hulið, og er hæð þess hvorki meiri eða minni en 8000 fet, eða á annað þúsund meiri en Öræfajökull. Var það ein af fyrirætlunum leiðangursins fyr- nefnda, að komast upp á þetta fjall, því að þar mun enginn íyr hafa stigið fæti sínum. Má nú búast við því að um það hefjist nokkurt kapp meðal ferðamanna að komast til Jan Mayen og upp á Bjarnarfell, því að eins og mennn vita þá vex kappið með hverjum örðugleika sem kunnugt verður um. Hjer á landi hafa margir haft hug á því, að fara til Jan Mayen, til dæmis var fyrir þremur árum boðað til slíkrar farar með auglýsingu í blöðum og gekkst fyrir því Þorsteinn Jónsson gestgjafi á Seyðis- firði. En það strandaði sem annað fleira á samtakaleysi. — Engin þjóð hefurenn- þá helgað sjer þessa eyju, enda óvíst, hvað upp úr henni væri að hafa, en leg- unnar vegna stæði það oss Islendingum nærri að grenslast eftir um hagi hennar. Hver veit, nema þar sjeu kol eða aðrar námur, ef leitað væri vandlega. H. Hvað er að frétta? Líkneski Jóns Signrðssonar verður afhjúpað á sunnudaginn kemur. Ætlast er til, að athöfnin fari svo fram, að hornaflokkurinn byrji að spila á Aust- urvelli kl. 472. Kl. 5 gengur mannfjöld- inn með lúðraflokkinn í broddi fylkingar undir hergöngulagi upp 1 stjórnarráðsgarð. Þar verður fyrst sungið kvæði, sem Þor- steinn Gíslason hefur ort undir laginu »Eldgamla ísafold«. Því næst afhendir Tryggvi Gunnarsson ráðherra minnisvarð- ann fyrir hönd nefndarinnar. Munu þeir báðir halda ræður, ráðherra og Tryggvi. því næst verður sungið brot úr kvæði Matthíasar til Jóns Sigurðssonar, »Snill- ingur snjalli« (lag: »Sittar i högen«). Ætlast er til, að allir viðstaddir taki þátt 1 söngnum. Þar á eftir verða skemtanir suður á Melum,' sem íþróttafjelagið hefur efnt til. Lappnesk fjölskylda kom hingað með »Ceres« á sunnudag- inn var. Sýndi það fólk listir slnar í Bárubúð á miðvikudagskvöldið, og voru þar mikil býsn og ferleg læíi að sjá og heyra. Höfuðþáttur skemtunarinnar var hjónavíxla. Hempuklæddum presti var draslað inn á leiksviðið í poka, en hjóna- vígslan fór svo fram, að hann sló brúð- gumann með blautri tusku, flaugst á við meðhjálparann og þuldi upp úr sjer ein- hverja vitleysu, sem enginn skildi. Bæði var dansað og leikið á flðlu og var það alt á eina bókina lært, einn hinn fárán- legasti skrípaleikur, sem nokkru sinni hefur sjest hjer. — Ótrúlegt er að fólk sæki oftar slíka skemtun. Björn Jónsson fyrv. ráðherra kvað koma hingað með Sterling hinn 13. þ. m. Eftir því, sem ísafold segist frá, hefur hann nú náð fullri heilsu aftur. Ólafur ritstjóri, sonur hans, kvað undanfarið hafa verið vestur t Barða- strandasýslu til þess að treysta kjósenda- fylgi föður síns. Sjálandsbiskup dáinn. P. Madsen Sjálandsbiskup er nýlega dáinn. Hatin var lærdómsmaður mikill, en einn hinn afturhaldssamasti guðfræð- ingur meðal Dana, og mjög forn og kreddufastur í kenningu sinni. Óvíst er enn, hver eftirmaður hans verður. Afmælishugleiðingar heitir pólitfsk ritgjörð, sem Sigurður sýslumaður Þórðarson hefur samið og nýlega er komin út. Er þar tekið til meðferðar stjórnmálaást-andið, eins og það er nú hjer á landi, á hundrað ára af- mælishátíð Jóns Sigurðssonar. Ritgjörðar þessarar verður ítarlega minnst í næsta biaði. Klúbbarnir. A mánudaginn var mál það dæmt f landsyfirrjetti, sem höfðað hafði verið gegn þeim Emil Strand og Bendtsen út af ólöglegri vlnsölu »í »klúbbum« þeim, sem þeir hafa veitt húsnæði. Dómurinn gekk 1 þá átt, að vfnsala þeirra hefði verið ólögleg, og hefur nú bæjarfógeti innsiglað vínbirgðir þær, sem þeir höfðu undir höndum. »Ceres« kom hingað á sunnudaginn var. Með- al farþega voru J. G. Halberg og frú hans, frú Sigríður Bruun, Jónatan Þor- steinsspn kaupmaður o. fl. — Ceres fór síðan til Vestfjarða á miðvikudaginn. Með henni fóru Jón Jensson yfirdómari og Skúli Thoroddsen til ísafjarðar. „Mormónavillaa". Þótt jeg undirritaður sje ekki sendur hingað til þess að eiga í þrasi og ill- deilum við fréttablöðin, þá álít jeg rjett að rita fá orð á móti grein þeirri, er kom út í »Þjóðólfi« föstudaginn 18. ágústþ. á. með yfirskriftinni: »Mormónavillan«. Sú heiðraða kona (persóna), sem grein- ina hefur samið, virðist mjer skrifa meira af vilja en mætti, því að hún færir eng- ar ástæður fyrir því sem hún segir og hefur ekki þekking á málefninu. Hún minnist á Lorenzo Anderson, er hún segir, að flækst hafi hjer urn land alt. En sannleikurinn er sá, að hann varhjer mjög stuttan tfma og ferðaðist lítið út frá Reykjavík. Hann hafði að nokkru leyti þá reglu, sem tfðkast í útlöndum, nl. að fara frá húsi til húss og bjóða fólki smárit tíl lesturs. Riti því, er sjera Friðrik gaf út á móti Mormónatrúarlærdómi, mun hafa verið vel svarað af íslenska trúboðanum Jóni Jó- hannessyni. Hún talar um e i n n Mormónatrúboða. Við komum hingað t v e i r til Reykjavík- ur 16. júlí í fyrra sumar og gerði jeg reglulega vart við okkur á ísafoldarprent- smiðju. Það er ósatt, að jeg láti mikið yfir, að mjer takist að telja fólk á að fara til Ameríku. Það er ekki mitt verk. Þeim, sem spyrja mig um Utah, segi jeg það, sem jeg veit og þekki eftir 30 ára dvöl þar. Jeg hef oft verið spurður um söfn- uð vorn, sem blómgast á svo yfirnáttúr- legan hátt, og stafar það af trúmennsku við guð og menn og innbyrðis elsku, frið og einingu,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.