Þjóðólfur - 24.11.1911, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.11.1911, Blaðsíða 1
63. árg. Fánamálið á síðasta þingi. Þeir, sem vilja kynnast stjórnviti »Sjálfstæðis«-leiðtoganna til hlítar, ættu að lesa í Alþingistíðindunum umræður þær, sem fóru fram um fánamálið á síðasta þingi. — Svo sem kunnugt er, hafðist það fram í millilandanefndinni, að I)an- ir viðurkendu fánarjettvorn. Sam- kvæmt frumvarpinu fengum vjer rjett til þess að nota islenskan fána innanlands og þar að auki var oss trygður rjettur til þess að taka upp islenskan siglingafána eftir nokkur ár. Þar með höfðu Danir til fulls látið af kreddum sínum i því at- ■ riði sambandsmálsins, sem þjóð- ernislegri hjegómadýrð þeirra var sárast um. Og íslendingar höfðu unnið þann óvænta og glæsilega sigur, að þurfa ekki framvegis að fara i felur með sjálfstæði sitt frammi fyrir öðrum þjóðum. Ætla mætti, að þessi viðurkenn- ing Dana á fánarjetti vorum hefði átt að geta fært íslendingum heim sanninn um það, hver rjettarstaða landsins átti að vera samkvæmt frumvarpinu. Því að íslenskum kjósendum ætti ekki að vera of- ætlun að vita það, að um víða veröld táknar fáni aðeins eitt og ekkert annað: ríkisvald! Samt sem áður tókst »Sjálfstæð- is«foringjunum að snúa snældunni svo 1908, að þjóðin trúði því, að rjettarbót sú, sem þá var í boði, væri innlimun. Sá kynjaviðburð- ur mun raunar aldrei lyr hafa gerst í sögu þjóðanna, að innlim- unarlög trygðu hinni innlimuðu þjóð sjálfstæðan þjóðfána. En svo vel tókst »Sjálfstæðis«mönnum að æra þjóðina með samviskulausum æsingum í kosningahríðinni 1908, að hún um stund lagði trúnað á slík flrn. »Sjálfstæðis«menn geta þvi hrós- að þeim sigri, að Danebrog er enn- þá þjóðfáni íslendinga! Að sá út- lendi innlimunarfáni blaktir enn- þá efst á stöng yfir hverri einustu íslenskri þjóðstofnun, yfir stjórnar- ráði og alþingishúsi, yfir menta- skóla og háskóla, til háðungar og storkunar við heilbrigða íslenska þjóðernistilfinning. Dannebrogtákn- ar rjettarstöðu landsins, eins og hún er, — rjettarstaða landsins sam- kvæmt frumvarpinu átti að tákn- ast með sjálfstæðum íslenskum þjóðfána. Þar getur Islendingum verið sjón sögu ríkari, hvað það var sem þeir völdu og hvað það var sem þeir höfnuðu við kosn- ingarnar 1908. »Sjálfstæðis«menn munu þó hafa Reykjavík, föstadaginn 24. nóvember 1911. J1$ 45. sjeð einhver missmiði á þeirri póli- tík, að drepa hendi við íslenskum fána, en láta Dannebrog óáreitta. Á síðasta þingi komu þeir því fram með frumvarp um íslenskan fána. Að vísu var þeim kunnugt, að mál- efninu gátn þeir ekkert gagn með þvi unnið, þvi að það var fyrir fram vitanlegt, að efri deild mundi ekki sinna frumvárpinu. Og í öðru lagi hlýtur þeim að hafa verið það Ijóst, að þó að báðar deildir þings- ins hefðu samþykt frumvarpið, þá var óhugsanlegt, að það öðlaðist staðfestingu konungs, — af þeirri einföldu ásiæðu, að fána getum vjer ekki fengið fyr en vjer höfum fengið það, sem fáni á að tákna: viðurkend ríkisrjetlindi landsins! Hvers vegna komu þá »Sjálf- stæðis«menn fram með þetta frum- varp á síðasta þingi? Hvers vegna er verið að hampa miklum og vandasömum málum, sem snerta instu taug þjóðernistilfinningarinn- innar, án þess að nokkrar líkur sjeu til, að þau fái hinn minsta byr, hvort heldur er innan lands eða utan? Þeir sem þekkja stjórnmálaferil »Sjálfstæðis«manna, munu ekki verða í vandræðum með svarið. 1 íslenskum þjóðsögum segir ein- hversstaðar frá fjósastrák, sem hófst til valds og virðingar á einkenni- legan hátt. Hann sá einu sinni óvenjulega mikla mergð af flugum á fjóshaugnum og sletti hann þá rekunni á hauginn og lágu fimtíu flugur dauðar. Pilturinn hagnýtti sjer nú þetta þrekvirki á þann hátt, að hann fjekk sjer gullskjöld og Ijet letra á hana: »Þessi drepur 50 i einu höggi«. Síðan fór hann viða um lönd með skjöldinn við hlið, en hvar sem hann kom í orustur, varð mönnum felmt við á hann að ráða og lögðu flestir á flótta, svo mikill geigur stóð mönn- um af höggum hans. Að lyktum eignaðist hann kongsdótturina og hálft konungsríkið. Og hafði hann þó ekkert þrekvirki unnið annað en þetta, að merja nokkrar flugur á fjóshaug. En hitt hafði hann kunnað, að láta ekki minna yfir verkum sinum en vert var, — enda hefur það gefist vel mörgum fleir- um en honum bæði fyr og síðar. Ekki skal getum að því leitt, hvort þessi flugnabani : og ham- ingjumaður úr þjóðsögunum hefur beinlínis verið fyrirmynd »Sjálf- stæðis«leiðtoganna, en hitt er víst, að 1908j höfðu þeir sömu aðferð og hann gagnvart íslensku þjóð- inni og hepnaðist hún þeim vel. Síðan hefur óll þeirra pólitík ná- lega ekki verið annað en gort og glamur um stórvirki, sem þeir hefðu unnið eða ætluðu að vinna, en nú hafa kosningarnar væntanlega sýnt þeim svart á hvítu, að þeir verða að leita sjer annars ráðs, ef þjóðin á að trúa þeim tyrir völdunum i annað sinn. Hvergi kom þessi furðulega bardagaaðferð »Sjálfstæð- is«manna betur fram en við með- ferð fánamálsins á síðasta þingi. Flutningsmönnum frumvarpsins var fyrst og fremst bent á, að þeir hefðu rifið fánamálið út úr rjettu samhengi og að óvit væri að hreyfa því máli, nema rjettarstöðu lands- ins væri um leið gjörbreytt. Þeir voru spurðir, hvort þeim sýndist vel til fallið, að alþingi færi að samþvkkja lög um siglingatána, meðan stafirnir D. E. (dansk ejen- dom) væru höggnir á hvert einasta islenskt skip! Þeim var sýnt fram á, að siglingafáni ætti að tákna hverju ríki skipið tilheyrði, undir vernd hvaða ríkis það stæði, en ísland væri ekki viðurkent ríki, hvorki utanlands nje innan, og mundi því engin þjóð taka neitt mark á fána, sem vjer tækjum upp að svo vöxnu máli. Þeim var ennfremur bent á, að Danir mundu fjandskapast við málið og konung- ur með öllu ófáanlegur til að stað- festa það, — af þeim ástæðum, sem að ofan eru greindár og mörg- um fleirum! Loks voru þeir spurð- ir, hvað þeir ætluðu til bragðs að taka, til þess að fá fána viðurkend- an, sem þannig væri samþyktur þvert á móti vilja sambandsþjóð- arinnar, þvert á móti vilja kon- ungs og þvert á móti alþjóðavenju og alþjóðalögum! Hverju svöruðu nú »Sjálfstæðis«- menn? Framsögumaður þeirra, Skúli Thoroddsen, var hvorki smá- virkur nje seinvirkur, þegar hann var að slátra andmælum mótstöðu- manna sinna. Hann lýsti þvi fyrst og fremst yfir, að það væri hin mesta fjarstæða, að »vjer þyrftum að fá viðurkenning annara ríkja fyrir fánanuim. (Auðvitað hefur fáni því aðeins nokkurt gildi, að hann sje viðurkendur af öðrum ríkjum!). Um Dani sagði hann, að óþarft væri að óttast mótstöðu þeirra gegn frumvarpinu, þvi að þeir hefðu með stöðulögunum við- urkent fánarjett vorn. Samkvæmt stöðulögunum væru siglingar sjer- mál, »en fáni er eins óskiljanlegur hluti skips, eins og t. d. stgri eða segh!! Einn af andmælendum hans hatði vitnað í rit merkrá þjóðrjett- arfræðinga, — en ekki gat fram- sögumaður »Sjálfstæðis«manna ver- ið að taka neitt tillit til sliks: »Hver þjóð á að haja þann rjett, sem henni þóknasl, og það kem- ur engum við«!! Allar aðrar mótbárur hrakti hann með viðlíka rökum. Er ekki skemtilegt, að sjá for- ingja »Sjálfstæðis«manna byggja rjett vorn til fána, sjálfstœðismerkis, á stöðulögunnm, hinum ótvíræðu innlimunarlögum''? Og er ekkigott til þess að vita, að vjer eigum svo fullhugaða foringja, að þeir treysta sjer til að skapa oss hvern þann rjett, er þeim sýnist, án þess að taka nokkurt tillit til annara þjóða, eða skeyta hið minsta um laga- setning þeirra og rjettarvenjur? Getur nú nokkrum manni bland- ast hugur um, hver meiningin hef- ur verið með öllu þessu fleipri og fimbulfambi? Engum mun þó koma til hugar, að mennirnir hafi haldið þessum fáránlegú fjarstæð- um fram i fullri alvöru. Nei, hitt var, að þeir vissu að þjóðinni er fánamálið hjartfólgið mál, og að hún mundi fyr eða síðar heimta fána sinn af þeim mönnum, sem höfðu gint hana til þess að hafna honum, þegar henni var boðinn hann. Að útvega þjóðinni fána, það vissu þeir að þeir voru ekki menn til. Og því varð þetta fanga- ráðið, —•* að sletta rekunni á fjós- hauginn og fraista svo, hvort ekki mætti takast að telja almenniugi trú nm, að enn á ný hefðu »Sjált- stæðismenn stigið stórt og þýðing- armikið spor i frelsisbaráttu þjóð- arinnar. Þeir höfðu brallað annað eins áður með helst til góðum á- rangri! — Annar höfuðtalsmaður fánafrum- varpsins af hendi »Sjálfstæðis«- manna var Bjarni Jónsson frá Vogi. Hann hóf ræðu sína á þessa leið: »Skáldið lætur Sverri konung segja þessi orð í banalegunni: Breidd skal Sigurflugu sængin svo til hinsta flugs ei vænginn skorti gamlan Birkibein. En hvað mun ljetta þeim flugið, sem engan eiga fánann?«!! Þing- maðurinn heldur svo áfram i sama stíl og flytur langt erindi á fornu máli. Hann játar að visu, að frest- ur kunni á því að verða, að fán- inn fái viðurkenningu, og nú er hann þeim mun vitrari en 1908, að hann skilur, að viðurkenníng á fánarjetti er sama sem viðurkenn- ing á ríkisrjetti. Honum mun hafa verið ókunnugt um þetta, þegar hann prjedikaði sem geystast móti frumvarpi millilandanefndarinnar sem innlimunarfrumvarpi! En þangað til fáninn fær viðurkenn- ingu á hann að tákna vilja vorn og kröfur og vonir! Með öðrum orðum: í stað löghelgaðs þjóðfána frumvarpsins eigum vjer að fá vonarfána »Sjálfstæðis«manna! Er það kyn, þótt mörgum tnanni finnist að sem möru sje ljett af þjóðinni, eftir að hún hefur losað sig undan forustu slikra leiðtoga?

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.