Þjóðólfur - 24.11.1911, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.11.1911, Blaðsíða 2
W4 ÞJOÐOLFUR. Einn íslenski botnTörpungurmii sokkinn vii Skotlaud. í morgun kom skeyti frá> Aberdeen um það, að „Lord Nelsson", sem er eign Marsfjelagsins hjer í bænum, hefði orðið fyrir árekstri annars botnvörp- ungs einhversstaðar við strendur Skot- lands og sokkið að vörmu spori. All- ir mennirnir björguðust þó á þriðja skipið, sem kom þar að og mun það skip vera á leið hingað með Hjalta skipstjóra og skipshöfnina alla og má búast við þeim á hverri stundu. Hitt skipið, sem rakst á „Nelson", hefur farið til Skotiands og borið fregnina, sem hingað kom í skeytinu. — Auð- vitað er ómögulegt að segja nákvæm- lega, hvernig þetta hefur atvikast, en sjálfsagt hefur þetta skeð í þoku og hitt skipið að líkindum rekið stafninn í hliðina á „Lord Nelson" úr því að hann varð svona miklu ver úti. Ann ■ ars hafði hitt skipið Iaskast eitthvað líka, en þó ekki meira en svo, að það hefur komist ferða sinna. Sagt er, að „Lord Nelson" hafi ætlað að leggja af stað hingað um síðustu helgi og mun hann því hafa verið kominn tölu- vert áleiðis, ef til vill norður að Orkn- eyjum. Hafi svo skipið, sem bjarg- aði skipshöfnini á Nelsson, haldið beint þaðan hingað, þá getur ekki orðið langt að bíða eftir nánari fregnum.— Skipið var auðvitað vátrygt, en samt getur ekki hjá því farið, að mikið beint og óbeint tap hljótist af þessu slysi. BrjefkafLar frá Gömlum sveilabónda. . . . Jeg sný mjer svo að öðru. IJað eru þrjú mál, sem jeg er ofl að hugsa um og velta fyrir mjer á ýmsar lundir. Aður en jeg segi hver þessi mál eru, verð jeg að segja að þetta eru, eftir minni tilfinningu, landsmál, þjóðnauðsynleg mál, i fremstu röð nauðsynjamála vorra. Það er fleira matur en feitt kjöt. Það eru til fleiri þjóðnauðsynleg má en blcssuð pólitíkin. Málið sem jeg hugsa mest um þennan mánuðinn, er Steinsteypan. Allir vita hvað steinsteypa er. Margir hafa sjeð steinsteypuvegg eða steinsteypubrú eða steinsteypuhús, þótt æði fátt muni vera um þessa hluti i sumum hjeruðum landsins. Steinsteypa er líklega merkasta verklega nýungin hjer á landi um þessar mundir. Jeg segi nýjung, því það er stein- steypan. Annað mál er það, þótt einstaka hús væri hygt úr steini endur fyrir löngu, svo sem eins og Hólakirkja (1757—1763). Hvernig höfum vjer bygt tilskamms tíma? Jeg meina yfirleitt. Itist torf úr blautum mýrum, ilutt það heim hlautt, hlaðið úr því blautu, hlaðið ofan á grundvöllinn eins og hann var. Allir vita hvernig þ^tta hefur reynst og enst. Svo fórum vjer fyrir tiltölulega skömmum tíma að byggja timburhús. Allra fyrst voru þau góð að efninu til, því þá var bygt úr ósviknum sænskum við, oft úr ófúagjörnum reka- eða rauðavið. En þetta stóð ekki lengi; þegar timburhúsabyggingarfýknin tók að vaxa, kom hinn svokallaði norski viður til sögunnar. Norski«)Gráninn« er alkunnur. Hvað hafa þessi timburhús enst lengi. Hvað hefur viðhald þeirra og vátrygging kostað? Einhver allra athugulasti og greind- asti maður sem jeg þekki, sagði við mig fyrir skömmu: »Það var að stíga úr einum eld- inum í annan, þegar íslendingar völdu timburhúsageriina í stað torf- bæjanna«. Maðurinn talaði frá sjónarmiði sveitamanna. Það eru eklci tómar öfgar þetla. Slæmar, skammstæðar byggingar eru eldur í eigum manna. Jeg þekki mann, sem hefur bygt bæjarhús sín þrisvar á sinni búskapartið, síðast timburhús, og iðrast líklega mest eftir því. Það er leiðinlegt og jafnvel sorg- legt að hugsa til slíks. En það er bót í böli, að nú virðist vera að lýsa af nýjum steipsteypualdarmorgni yfir þjóð vorri. En það ei aðeins fyrsti inorgunroðinn sem vjer sjáum enn. Jeg veit ekki, hvort jeg er draumóramaður eða loflkastalamað- ur; en hvað sem því líður, jeg er ekki hræddur við að láta þá von í Ijósi, að eítir svo sem 50 ár verði varla borið við að gera hlöðuvegg eða túngarð eða hesthúskofavegg úi öðru en steinsteypu. Guð og náttúran bendir á, að gijótið sje byggingarefni íslendinga. Afar víða á íslandi eru lækjarfar- vegir, árfarvegir gamlir og nýir, fullir með ágætasta byggingarefni. Sama er að segja um Iiolt og holtajaðra ] og malarkamba. Enda sumstaðar þar sem graslent er, þarf ekki að stinga nema pálstungu niður, þá opnast þar steinsteypumalarnáma. Þannig liggur Iiyggingarefnið víða ónotað rjett við hendina, en það er sama sem fólgið fje. Augu manna voru áður svo haldin, að þcir sáu það ekki, og sumra augu eru lokuð fyrir þessu enn, en það þarf að opna þau. Jeg man ekki til að jeg hafi sjeð nokkurn mann láta það opinberlega í ljósi, að grjót væri bónda fjemæt eign, nema Guðmund bónda á Lundum í Mýrasýslu hjer um árið, og hafi hann þökk fyrir atliyglina. Steinstevpan á tvo óvini að berj- ast við á framrás sinni, að minsta kosti nú í byrjuninni. Annar óvinurinn er hleypidómur um ókleyfan kostnað. Hinn óvinur- inn ímyndun um að verkið sje svo vandasamt. Sannleikurinn er, að steinsteypuveggir eru, þegar á alt er j litið og rjetl er að farið, ódýrastir | allra veggja. Aftur er það líka sann- j leikur og sögn reyndra og glöggra manna, að það er ekki meiri vandi, að hiaða steinsteypuvegg eðs steypa j hann, en að hlaða vegg úr strengj- um eða snyddu, eigi það að vera j sæmilega gert. í stutLu ináli, stein- steypa er ekki vandlærðari en hvert annað verk, sem menn vinna. Meinið er: Menn þekkja þelta ekki. Ef menn þurfa að sækja stein- smið í aðra landsfjórðunga og vinna alt verkið með leigðum höndum — þá verður byggingin dýr. En þetta er það sem ekki á að gera. Þær sveitir, þau hjeruð, sem enga menn eiga sín á meðal, þurfa að senda menn í skóla til að læra þetta verk. Það skólanám þyrfti ekki að vera langt eða dýrt. Svo lærir hver af öðrum, rjett eins og menn læra aðra vinnu hver af öðr- um. Markmiðið á að vera, að hver verkfær maður kunni steinsteypu eigi miður en aðra vinnu. Heimiliu geta þá unnið sjálf með litlum að- fengnum vinnukratti að liúsagjörð sinni. Efnið dregið að fyrir fram, þegar annir eru minstar. Fyrst byrj- að á því, sem vandaminst er eða minna tjóni veldur, þó smíðalýti eða galli verði á, svo sem fjenaðarhús- um, útihúsum og hlöðum, og siðan, þegar æfingin er fengin, að ibúðar- húsum, því vel má það vera, og er enda sjálfsagður hlutur, að stein- steypuhúsagjörð er enn ekki búin að ná þeirri fullkomnun, sein hún á fyrir hendi að ná, þegar meiri reynsla og þekking er fengin. Jeg lek upp aftur. Þetta er mark- miðið, sem keppa verður að, að allur þorri manna um land alt verði fær um að byggja sín steinhús sjálfur, þar sem nokkur tök eru á grjóti. Það atvik ælti og mjög að ýta undir, að nú lcostar steinlíms- tunnan lítið meira en V3 hluta þess, er hún kostaði fyrir hjer um bil 20 árum síðan og að nú er reynslan búin að sýna, að mikfu minna þarf af steinlími en áður þótli nauðsyn- legt, og er livorttveggja þetta sparn- aður mikill. Það er annað en skemtilegt, að byggja hús, sem maður veit að hryn- ur eða fúnar áður en langt um líð- ur. Næsti afkomandinn hlýtur má- ske að jafna yfir rústirnar, ef þess þá þarf ekki fyr. En hins vegar.er það skemtileg tilhugsun, að mega ganga út frá því, að verkið, sem verið er að vinna, stendur öldum saman óhaggað. Það segja fróðir menn að eigi sjer stað með stein- byggingar. Heynslan, það sem hún nær, virðist Iienda á það. Hefði Ingólfur Arnarbur bygt fyrsta hibýlið á Arnarhóli úr sleinsteypu, mundu líklega veggirnir liafa staðið enn, eí ómildra hendur liefðu ekki eyðilagl það. Hefði Snorri goði reist stein- bygging á Helgafelli eða í Sælings- dalstungu, mundu þess menjar sjást enn í dag. Jeg er kannske búinn að rausa ' of mikið um þetta. En vita vil jeg láta þann eða þá, sem þella lesa, að ekki er jeg steinsmiður og þarf ekki aí þeim sökum að láta mjer ant um þetta mál. Þá kem jeg að öðru málinu á dagskrá minni. Það mál kalla jeg Heyverkunarinálið. Allir vita hvernig hey landsmanna eru og hafa verið verkuð. Þau hafa, þegar búið hefur verið að slá og raka grasið, þurkuð og ílutt svo í tóftir eða hlöður þar sem þær eru. Þau hafa verið þurkuð en ekki fyr en þurkur hefur íengist á þau. En það getur dregist daga, vikur enda mánuði. Hvern sólarhring sem heyið liggur úti óþurkað, skemmist það afarmikið. Eftir l. d. viku er það orðið stórskemt. Afarmikil vinna gengur í þurkunartilraunir seni oft verða árangurslausar og stundum fer mikið hey alveg for- görðum vegna þerrileysis. Mikið af stríði sveitabóndans er oft stríð sem hann á í með að þurka heyin sín. Stórfje tapast nálega á hverju ári vegna misbresta með heyþurk og það er svo stór upphæð beinlínis og óbeinlínis að jeg treysti mjer ekki til að telja það tölum þegar miðað er við land alt. Er nú engin bót til við því böli sveitabóndans sem af mislyndi veðr- áttunnar og misbresti heyþurks staf- ar á sumrum? Jú þvi fer betur að það er til bót við þessu böli, bót ef ekki að öllu leyti þá samt að stórmiklu leyti, en því fer miður að íslendingar eru undarlega seinir á sjer að hagnýta sjer þessa stór þýðingar miklu bót, þetta happaráð til að forða sjer frá erfiðleikum og afarmiklu fjárhags- legu tjóni. Allir munu skilja við hvað jeg á. Jeg á við súrheys- gjorðitia og jeg er ekki meira hissa á öðru en því hvað henni, þessu mikla nauðsynjamáli landsins, er lítill gaumur gefinn og hvað sveita- bændur eru sofandi i því tilliti. En ritstjóri góður, blaðið er þrot- ið, dagur er að kveldi kominn, jeg þreyttur af hita og þunga dagsins og læt lijer staðar nema að sinni. Með yðar góða leyfi held jeg áfram á morgun, ef svo vill verða, á nýj- um miða um þetta annað og hið þriðja áhugamál mitt. „6nð láti gott á vita“. 17. júní voru mikil aldahvörf í sögu vor íslendinga. Þá lögðum vjer hyrningarsteininn undir and- legt og raunverulegt sjálfstæði vort. — Þá stofnuðum vjer háskóla ís- lands. — Það var helg og örlaga- þrungin athöfn, er vjer kveiktnm hinn helga eld á aðalarni íslenskr- ar menningar og framþróunar. Þá bjuggum vjer oss nýjar skyldur og lögðum oss auknar byrðar á herð- ar; háskólanum eigum vjer að helga krafta vora eftir fremsta megni, og hans heiður teljum vjer vorn heiður, líf hans, vöxtur og viðgangur er vort eigið. — Þar er fjöregg vor íslendinga. Þegar háskólinn tók til starfa 2. okt. i haust, brugðust oss náms- mönnum, allmörgum að minsta kosti, vonir að mörgu leytj. Það var fyrst skólasetningin; — viðhafn- arlítil og tómlætisleg athöfn afallra hálfu, er hlut áttu að máli. Jafn- vel háskólaráðið sjálft var eigi alt viðstatt — ekki að tala um stúd- enta, sem komu sárafáir. l'æpan fjórðung stundar slóð hin fyrsta háskólasetning á íslandi. En þó tók út yfir, er oss var afhent há- skólaborgarabrjef vort. Þar höfð- um vjer búist við að sjá frumlegt og viðhafnarmikið skjal, — hina fyrstu kveðju háskólans til vor, er vjer skrifuðum oss undir merki hans, kveðju, er væri stofnuninni lil sóma, en oss til ánægju og upp- örfunar. Það var þó á annan veg. Kveðjan var d ö n s k! Frágangur- inn var ólastanlegur að visu; en vjer höfðum talið o s s háskólann, en eigí Dönum, af j)ví brá oss, er vjer kendum þef þann. Brjefið er orðrjett tekið upp úr hinu danska háskólaborgarabrjefi, nema að nokkrum orðum er slept

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.