Þjóðólfur - 24.11.1911, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 24.11.1911, Blaðsíða 4
176 ÞJÖÐOLFUR. Hinar margeftirspurðu eru nú nýkomnar, allar stærðir í öllum regnbogans lituin, ásamt mjög mörgu af öðrum vörum, er selj- ast með hinu vanalega lága verði, sem er á öllum vörum í Austurstræti 1. Asg. G. Gunnlaugsson. Ódýrar Jólavörur: Hveiti og alt til bökunar, ásamt flestum nauð- synjavörum, selt með lægra verði en þekst hefur til Jóla. Ennfremur mikið fyrirliggjandi af jóla- kertum, Vaxkertum, Spilum, Tóbaki og Vindlum, og síðast en ekki síst: Póstkort, útlend og innlend og fleiri hundruð tegundir, fyrir yfir IV’ 1000 krónur. Frímerki ávalt til. "Verslunin „"Yíkingur4*. Carl Lárusson. Tóbaksbúðin Dömuklæði. Húsbruni varð í Hafnarfirði fyrri miðvikudags- nótt. Húsið átt Jörgen Hansen kaup- maður. Sölubúðin brann að mestu leyti, en þó varð allmiklu af vörum bjargað. Það vildi til að logn var, ella heíðu eflaust brunnið fleiri hús. Eitt húsið er t. d. svo nærri, að áfast má heita — varla manngengt á milli. En það hús sakaði þó ekki, því að múrstafn var í húsinu sem brann. Tjón á húsum er metið um 4000 kr. en á vörum 5000 kr. Hvorttveggja var vátrygt að sögn. Orsök brunans er ókunn. Brunastöðin hjer í höfuðstaðnum er nú komin undir þak. Er það steypuhús allgervi- legt. Var á því hin mesta þörf að koma brunamálunum í sæmilegt horf, og svo er víðar um land. Skeyting- arleysið er dæmalaust með slíkt, enda sýna verk merkin. Skatturinn af þessum skrælingjahætti í brunamálum er líka ekkert smáræði. Hundruð þúsunda króna renna út úr landinu á hverju ári í vasa okurfjelaganna og við stöndum ráðþrota með hendur í vösum. Væri ekki nær, að landsjóð- ur tæki þessi hundruð þúsunda og stofnaði brunasjóð fyrir landið? Það væri svo sem hægðarleikur að standa straum af því sem brennur hjer árlega á þann hátt. Reykvíkingar hafa reynd- ar sæmileg kjör, enda er þar latið við lenda, rjett eins og fleiri bæir sjeu ekki til á landinu. Á íþróttavelliniim hafa menn verið að búa til svell að undanförnu. Vatni er veitt á völlinn og látið frjósa og þarf því enginn að vera smeikur um að „lenda ofan í", Annars hefur nú þessi svellgerð tek- ist fremur illa og má vera, að það sje því. að kenna, að frost hafa verið lin. Á mánudagskvöldið var völlurinn þó opnaður almenningi og var þar lúðra- leikur til skemtunar. En svellið var víða ójafnt, svo að ótrygt var um að renna. Vonandi tekst það bet- ur næst, er frost kemur. Aðstoðarskjalavarðarstaðan við landsskjalasafnið hefur verið veitt Hannesi Þorsteinssyni íyrrum ritstjóra. Því starfi hefur gegnt hingað til Guð- brandur Jónsson, sonur dr. Jóns Þor- kelssonar skjalavarðar. Aðstoðarbókavarðarstarfið við landsbókasafnið hefur verið veitt dr. Guðm. Finnbogasyni, frá 1. des. þ. á. Bæjarstjórnin. Fundur 18. okt. Ellistyrktarsjóðs- fje úthlutað 247 mönnum, alls 5733 kr. Samþ. að veita eftirnefndum skól- um og Qelögum leyfi til að nota leikfimishús barnaskólans: Kvenna- skólanum og kennaraskólanum, 6 stundir á viku hvorum, Ung- mennaQel. »Iðunhi«, Umgmenna- fjel. pilta og fjelaginu »Skarphjeð- inn«, 2 stundir á viku hverjum, Málleysingjaskólanum, 1 stund á viku, og frk. Ingibj. Brands, 2—3 stundir á viku. Yms skilyrði voru sett um notknn hússins. Samþ. að veita 210 kr. til að leggja vatnsæð niður að vörupall- inum við bæjarbryggjuna og setja vatnshana við norðvesturhorn vöru- Ledige Fater kjöpes. Arthur Andresen, Tönsberg, Norge. Kartöflur góðar íast ætíð hjá Jes Zimsen. Enginn selur ódyrari Skauta en Guðm. Felixson Laugaveg 44. geymsluhússins fyrir ofan vörupall- inn. Ákveðið að borga Ólafi Jónssyni myndamótara 768 kr. fyrir lóð hans við Kárastíg og 75 kr. fyrir vaxtatap. Endurskoðarar ellistyrktarsjóðs- reikninga kosnir P. Guðm. og J. Jensson. Þessar brunabótav. samþ.: Um- bætur á húsi Ingim. Guðmunds- sonar Eskihlíð 5181 kr,; sama á húsi G. Símonarsonar við Óðinsg. 2022 kr. Fundur 2. nóv. Rætt um fje- lagin »Málmur«. Nefndin í því máli lagði til, að málshöfðun gegn »MáImi« eða stjórn þesS fjelegs megi niður falla, ef útlent eða inn- lent fjelag fengist til að taka að sjer að greiða áfallnar skuldir »Málms« og undirgangast skuld- bindingar samkvæmt samningi »Málms« við bæjarstjórnina. Til- laga var samþ. með ýmsum breyt- ingum á samningnum, og ákveðið var, að fjelagið skyldihafa Iiggjandi í áreiðanlegum, hjerlendum banka 5000 kr. fjárhæð, er verði til trygg- ingar gjöldum þeim, er á fjelagið yrðu dæmd fyrir brot á skyldum þess sarnkv. samningnum. Tilboð þetta skyldi standa til janúarloka 1912, og er málinu gegn »Málmi« frestað til þess tíma. Kosinn í heilbrigðisnefnd Kr. Ó. Þorgrímsson. Þessar brunabótav. samþ.: Á húsi G. Egilssonar við Laugaveg 42 50,824 kr., H. J. Hansens bak- ara, Laugaveg 61, 15,555; M. Guð- mundssonar, Skólav.st. 16, 5,740; fjósi og hlöðu E. Briems í Fjelags- garði 15,052, og Guðm. Ingimunds- sonar við Túngötu 8,513. Fundur 15. nóv. Fjárhagsáætl- un fyrir 1912 rædd við 2. umr., en frestað til aukafundar. Dregnir út með hlutkesti til að fara úr bæjarstjórn í janúar næstk.: M. Th: Blöndahl, Guðrún Björns- dóttir, Knud Zimsen, Þ. J. Thor- oddsen og Bríet Bjarnhjeðinsdóttir. Ákveðið að kjósa til niðurjöfn- unarnefndar í lok þessa mánaðar í 3 deildum og kjördeildir kosnar. Kosinn til að mæla þ. á. jarða- bætur JarðræótarfjelagsReykjavíkur Gísli Þorbjarnarson búfr. Þessar brunabótav. samþ.: Hús Sam. Jónssonar við Skólav.st. 6,589 kr.; Kr. Jónssonar við Pósthússtr. 17,331 kr. JiKIMDR" Laugaveg 5. Vjer höfum stærst úrval! Vjer seljum ódýrast: Vindla, Vindlinga, Munntóbak, Neftóbak, Reyktóbak. Munið, að lang-bestu tó- bakskaupin gerast á Lau^aveg 5. Carl íárusson. <Sggort Qlaassen jflrréttarfflálafliitiiiO£2ina0ar. Fésthússtrwti 17.. Venjulega heiœa kL 10—ii og 4—5. Tals. 16. Prentsmiðjan Gutenberg. Og Alklæði. AJar-lágt verð. Sfuría cJonsson Heiðraðir kaupendur blaðs- ins Qær og mer, sem kuuna að hafa fengið — eða fá blaðið fram- vegis — með vanskilum, eru vin- samlegast beðnir að tilkynna af- greiðslumanni sem fyrst hvaða tölublað þ« vantar, og skal þá bætt úr því svo fljótt sem unt er. Alt fynij* hálft verð- Biðjið um vora stóru, eftirtektaverðu Verðskrá með c. 1000 myndum. Sendist ókeypís án kaupskyldu. Mesta úrval á Norðurlöndum af úrum, hljóðfærum, gull- silfurvörum, glysvarningi, veiðivopnum, hjólhestum o. fl. Nordisk Varelmport, Kobenhavn N. Ritstföra „Pfódólfs“ er að hitta í Bergstaðastrœti 9 Hittist venfulega heima kl. 6-7 e. h.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.