Þjóðólfur - 24.11.1911, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 24.11.1911, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 175 er elsta «1; þjódkunnasta blað landsins. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Pálsson saf'iifræðingrur. Afgreiðslu og innheimtumaður: Sigurður Jónsson bóksali. Lindargötu 1 B. Pósthólf 146. Talsimi 209. lleykjarík. Auglýsingar sendast aígreiðslu- manni eða í prentsmiðjnna. á einum stað. Hjer eru þau bæði til samanburðar, hið danska fyrst: »Rektor Universitatis Havniensis cum senatu Academico (L. S.). Qvod felix faustumque sit, in Regia Universitate Havniensi nu- mero civium academicoi’um ad- scriptus est legesque ex formula sibi tradita sancte se servaturum promisit. N. N. In cujus rei íidem' has litteras Havniae...........dedit et nomine subscripto flrmavit«. t*á hið íslenska: »Rector Universitatis Islandiæ cum senatu Academico L. S. Qvod felix faustumque sit, in Regia Universitate Islandiæ numero civium academicorum adscriptus est legesque Universitatis sancte se servaturum promisit. N. N. In cujus rei fidem has litteras Reykjavicæ............dedit et no- mine suhseripto firmavit. U. a. Rector Universilatis«. Hjer sjest, að aðeins orðunum »ex formula sibi tradita« er slept af einhverjum ástæðum. Að öðru leyti eru þau alveg samhljóða. Þetta teljum vjer engau veginn við- unanlegt. Vjer dirfumst eigi að geta þess til, að hið virðulega liáskólaráð hafi eigi treyst sjer til að semja sjálfstæða^ »formulu« á viðunan- legri latínu, jafngóðum vísinda- mönnum og það er skipað. Oss þykir það óviðkunnanlegí í alla staði, að Iáta hinn nýstofnaða há- skóla vorn hefja göngu sína mark- aðan undir danskt mark. Hann sem er og á að vera aðal-miðstöð alls sem íslenskl er! »Qvod felix faustunqe sit« = guð láti gott á vita, er að vísu góð og fögurkveðja, en hún er eigi okkar eign; oss virðist það væri ómótmælanleg sönnun fyrir þvi, að vjer teldum háskóla vorn aðeins (undir-)deild af Hafnarháskóla, ef vjer notum sama tnntökuskírteini framvegis. Það er því tilgangur vor með lín- um þessum, að heina þeirri spurn- ingu allra þegnsamlegast til hins virðulega háskólaráðs, — hvort eigi væri gerlegt að fá öðruvisi orðað háskóla-borgarahrjef, eða, hvort á oss hvíli nokkur skylda að nota j hið danska brjef? Vjer getum eigi stilt oss um að segja, að guð megi láta gott á vita, ef háskóli vor verð- ur framvegis undir þessn marki. Civis academicus. Dáinii er hjer í gærdag Gísli Helgason kaupmaður, eftir langa legu í berklaveiki. Hvað er að frétta? Byltingin í Kína. í síðasta blaði var þess getið að líkur væru til að hán væri að sefast með því að bæði lýðveldismenn og umbótarmenn mundu gjöra sig ánægða með hina nýju stjórnarskrá, sem lof- aði þingbundinni konungsstjórn. En nú heiur frjest að lýðveldismenn eru í miklum meiri hluta og þykjast því ekki þurfa að láta hlut sinn. Sagt er að þeir hafi náð á sitt vald stórborg- unum Kanton Tientsin og Nanking og að höfuðborgin Peking muni að líkindum fara sömu leið. Vuan Shi Kai reyndi að sætta og sameina um- bótarmenn og lýðveldismenn, en það hefur tekist miður vel. Þó vona menn að honum takist að koma á einhverj- um sættum við foringja lýðveldis- manna Liyanchung, því að margir eru hræddir við það að ef stjórnarbylting- in verði of gagngjör, muni samloðun hins stóra ríkis, fara forgörðum og alt leysast upp. — Verði ekki úr sætt- inni mun keisarafólkið reyna að kom- ast á burt úr Peking áður en hættan vex því meir. Cook norðurfari kom til Kaupmannahafn- ar fyrir skömmu síðan og hjelt fyrir- lestur um pólferð sína. Hann hugsar nú auðsjáanlega mest um það að gjóra sjer gróða úr sinni vafasömu frægð, enda mun hann vafalaust fá fult hús, hvar sem hann kemur, því að margir munu vilja sjá þennan margumrædda mann. Hann heldur því einlægt fram að hann hafi verið á heimskautinu, jafnvel þótt það þyki fullsannað að hann hafi aldrei komið þar nærri. — Fyrst er hann ætlaði að byrja fyrirlestur sinn, var honum tekið með pípublæstri og óhljóðum, en síðan er sagt að hann hafi fengið hljóð sínu máli og sfðast verið út leystur með lófaklappi og fagnaðar- látum. Nóbelsverðlannin verða meðal anttars veitt frú Curie sem ásamt manni sínum fann undra- efnið Radfum. Höfðu þau hjónin áð- ur fengið saman einn verðlaunaskerf, en nú fær ekkjan hann óskiftan, enda hefur hún haldið áfram rannsóknum á þessu efni með miklum dugnaði og tókst henni t. d. f fyrra að framleiða Radíummálminn hreinan, en það hafði engum tekist áður. Balfour lávarður kvað hafa sagt af sjer for- mensku íhaldsflokksins á Bretlandi. Hver tekur við í hans stað er óvíst enn. Stjórnarskifti hafa orðið í Austurríki. Frá völd- um fór Gautsch fríherra en Stúrgh greifi tók við. Kanslaraskiftum búast menn nú við hálft í hvoru á Þýskalandi og kenna menn það óá- nægju þeirri sem myndast hefur út af Marokkósamningnum. Segja fregnir að hún fremur magnist en minki. Kanslari er nú sem kunnugt er Beth- mann Hollweg. Ófriðurinn milli ítala og Tyrkja mun vera í sama þófinu og síðast er frjettist. Annars eru fregnir mjög ógreinilegar. Þó halda menn að Itölum veiti miður. Samt hafa þeir upp á mont innlimað Tripolis og Kyrenaika í Ítalíuríki, svona rjett áður en þeir missa alla von um að halda þeim fyrir Tyrkj- anum. »Ceres« fór til útlanda norður um land síð- ast í vikunni sem leið. Meðal far- 1 þega var Bjarni frá Vogi. »Sterling« fór til útlanda á þriðjudagskvöldið 21. þ. m. Farþegar voru meðal ann- ara Bernburg hðluleikari, Hermann Stoll óg Kristjana Jónsd. (Þórarins- sonar). »Konstant« flutningaskip miljónafjelagsins, lagði af stað hjeðan fyrir nokkru með fisk til Spánar, en hrepti illviðri, fjekk sjó í lestarrúmið og kom inn aftur með skemdan farm að einhverju leyti. Úr bæjarstjórninni eiga nú að ganga samkvæmt hlut- kesti: frú Guðrún I ’jörnsdóttir, frú Bríet Bjarnhjeðinsdóttir, Knútur Zim- sen, Magnús Blöndahl og Þórður Thor- oddsen. Laust prestakall. Hof í Vopnafirði er nú auglýst laust til umsóknar samkvæmt hinum nýju prestaiaunalögum með 150 kr. erfið- leika-uppbót. Umsóknarfrestur til 15. jan. 1912. PáSl Einarsson borgarstjóri hjelt brúðkaup sitt á laugardaginn var með ungfrú Sigríði Siemsen dóttur Franz fyrv. sýslumanns. Umsjónannaður áfcngiskaupa hefur verið skipaður Jón Á Egils- son bókhaldari frá Ólafsvík. Hans starf er það, að taka við pöntunum þeirra, er áfengi mega flytja til landsins sam- kvæmt bannlögunum (lyfsala). Mikill forði af áfengi er settur á land hjer um þessár mundir, enda ganga nú bannlögin í gildi um nýár. „Sterling" og „Ceres" höfðu að sögn mikinn farm af áfengi. Svo kom skip Sam. fjel,, „Douro", eingöngu hlaðið sömu vöru og nú kvað eitt skipið enn vera á leiðinni líka sökkhlaðið brennivíni og öðrum lífsins vötnum. Óvíst er, hvort lands- menn hefðu efni á því að veita sjer þessa björg svona í eiilu, ef Danir ekki hlypu hjer drengilega undir bagga. Friðþjófnr frækni á nú að fá minnisvarða mikinn og veglegan á næsta sumri. Ætlar Vil- hjálmur Þýskalandskeisari að gefaNorð- mönnum hann í minningu þess, að Fatnaöir fyrir fullorðna og börn, reiðjakkar og yfirfrakkar af öllum stærðum seljast óvana- lega ódýrt, einnig sjerstakar bux- ur, jakkar og vesti. Sturla Jónsson. pianostemning. Maður, sem vel kann að stilla piano og er duglegur hljóðfærasmiður, hefur í hyggju að koma til íslands, ef hann Setnr gert sjer von um nýja atvinnu. Pantanir eiga að sendast til: Piauo- steininer (>. Igum, Aarhus. hann heimsækir þá í 25. sinn. Sagt er, að varðinn verði 23 metrar a hæð og kosti 200 þús. krónur. Norðmenn eru að dubba sjer upp eimskipalínu til Ameríku, og er nú sagt, að þeir hafi pantað sjer smíði á stærðar skipi í Liverpool til þeirra ferða. — Ein- hversstaðar kom fram sú uppástunga, að vjer Islendingar reyndum að koma á þó ekki væri nema einni eða tveim- ur ferðum á ári til Ameríku til þess að sækja hveiti, sem þar er mjög ódýrt, beina leið, og flytja þangað ís- lenskar afurðir, sem talið er að yrðu þar í afarháu verði. — Væri annars ómögulegt að senda þangað svo sem einn eða tvo botnvörpunga til kaup- ferða, þegar fiskilaust er? Svari nú þeir sem vit hafa á. í Svíþjóð fóru fram kosningar í haust til neðri deildar þingsins. Fengu vinstrimenn og jafnaðarmenn þar mikinn sigur og urðu þá þegar stjórnarskifti. Staaff, nýi forsætisráðherrann, kom því strax til leiðar, að efri málstofan var rofin, og eiga nú að fara fram nýjar kosn- ingar til hennar. Hefur þessi mál- stofa ekki verið rofin áður svo menn muni og þykir þetta því allmikil bylt- ing. Annars eru kosningalög hennar allófrjálsleg; íhanakjósa borgarstjórn- ir og amtsráð í landinu og hefurauð- valdið verið talið að hafa hana í hendi sjer. Þó halda menn nú, að hægri- menn, sem mest hafa skipað þessa deild, muni nú týna allmjög tölu sinni við þessar nýju kosningar. írar kvað nú eiga von á sinni langþráðu heimastjórn. Er sagt, að Asquith yfirráðherra Englendinga ætli að bera upp frumvarp um það í parlamentinu, og launa þannig aðstoð Ira í því að lama veldi lávarðadeildarinnar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.