Þjóðólfur - 09.01.1912, Síða 2

Þjóðólfur - 09.01.1912, Síða 2
2 ÞJOÐOLFU R. í Gnllnar vonir. Lát þá vola, lund til þess er hafa, láttu maurasegginn grafa sitt í jörð með svíðingstár! Þótt hann fylti allar íslands skjóður ormabóli — slíkur sjóður honum findist helst til smár! Líttu þá, er þjást af maurasýki, þeyta burt með slægð og ríki öllu er hindra auðinn kann! Lít þá blindu ræfla’, er tískan teymir, — tískan sú, er einatt gleymir þvi, er skapar mætan mann — tískan sú, er trúir blind á gullið — teigar ölvuð synda-fullið, fylt af böli fátæks manns — veitir heiður engu, nema auðnum — eignar sjálfum heimskum sauðnum það, að erfði’ hann eigna-fans! Sláðu glatt á strengi hjartans, maður! stilíu þína hörpu glaður! sel þig aldrei Mammons maur! Gerðu’ ei hugsjón þína! að gróðabralli, gerðu’ ei sálina að okurkarli, níddu’ ei andann nið’rí saur! Sestu þar, er sólin skín í heiði, sittu undir grænum meiði, hlýddu þar á svanasöng! Náttúrunnar halla þjer að hjarta, helst um sumarnóttu bjarta upp við foss í fjallaþröng. Náttúrunnar raddir reyndu’ að skilja, rósin smá og fögur lilja hjala máli hjartans kann. Undu þar, sem önd þín frjálsust reikar! Ei skal hræðast vofur bleikar: hjartalausa og heimska menn! Þótt þú eigir ekkert, nema frelsið, áttu nóg — og maura-helsið fjötrar þá aldrei anda þinn. Láttu ekkert Ijettum hlátri spilla! Láttu fagrar vonir gylla lífs þíns heiðan himininn! Trúðu mjer, sá tími eitt sinn kemur, »tögl og hagldir« burt er nemur úr klóm á heimsins kvölurum. Jeg vil trúa’ á sigur þess hins sanna — sólskin jafnt til allra manna — einhverntíma á öldunum! B. P. Gröndal. Metramálið. Nú hefur landlæknir skipað stór- skotaliðinu fram: Sveinn Sölvason, móðurmálsmorðingjar og dansk- mentaðir. Jeg kalla þá móður- málsmorðingja, sem ætla sjer að »smámurka lífið úr íslenskunni«, eins og landlæknirinn kemst að orði. Jeg hjelt, að það þyrfti ekki svona mikils við; jeg hjelt, og held enn, að hjer sje aðeins um það að gera, hvort taka beri upp í íslensk- una tiltekinn flokk nýrra orða, sem aðrar þjóðir hafa tekið upp í sitt alþýðumál. Mjer hefur aldrei kom- ið hitt til hugar, að steindrepa ís- lenskuna þegar i stað og taka upp nýtt mál, eða að smámurka úr henni lífið; og jeg veit ekki hverjir þeir »sveinar« eru, sem hann þar á við. En jeg þekki ýmsa, sem ef til vill eru ósammála landlækni um það, á hvern hátt sje hættast við að murkað verði lífið úr ís- lenskunni. Jeg fyrir mitt leyti teldi j það vera íslenskunni til mikils ! hnekkis, ef þverbanna ætti að taka upp í hana nokkurt orð úr útlend- um málum; því að það væri að meina miklum fjölda manna, að setja hugsanir sínar fram á málinu, þar á meðal mjer og mörgum mjer betri, enda eru til úí- lend orð, og þau sjálfsagt mörg, sem alþýða manna notar í íslensku. Jeg tek til dæmis orðið »pólitík«, sem er á hvers manns vörum, orðið »stúdent« eða orðið »gram«, sem landlæknir geipist svo á móti; jeg heí margoft heyrt alþýðufólk nefna »50-gramma-glas« o. s. frv. og það meira að segja án þess að afbaka það neitt. Um metramálið sjálft skrifar land- læknirinn annars lítið sem ekkert í þessari grein; því að þessir »50 santipjetrar af silki« geta naumast talist annað en það, sem þeir dansk- mentuðu mundu kalla »billega vittí- hið« Jeg get þess vegna leitt það hjá mjer i þelta sinn og haldið fast við mínajjfyrri afstöðu gagn- vart nýju nöfnunum. j \ Aðeins vil jeg geta þess, að þar sem land- læknir ætlast til að ritað sje »flat- artugstika«, en ekki fertugstika, þá man jeg ekki betur, en að for- skeytið »fer« sje lögleitt. Jeg kynni að vísu betur við hitt, sökum sam- ræmisins við forskeytið »rúm« í í rúmmálinu. En mjer er nær að halda, að engin heimild sje í lög- unum til að breyta þessu. Það er eitt í grein landlæknis, sem jeg —því miður — verð að taka til mín. Jeg á sammerkt um það við marga stúdenta, að í daglegu tali vanda jeg ekki mál mitt sem skyldi; þó einungisí kunningja hóp, því að annars geri jeg það eftir megni. Þetta er, eins og landlæknir veit, vani — eða óvani — frá skólaárun- um, og er það reyndar engin furða, þó að slíkt eigi sjer stað þar, með því að flestar námsgreinar eru þar kendar á danskar bækur. Því er ekki lieldur kent á enskar bækur eða franskar, ef ekki er hægt að koma sjer upp islenskum? Það er í rauninni satt, að við erum dansk- mentaðir, og það er landlæknir líka, þó að minna beri á, því að hann hefur öðrum fremur tamið sjer orðfimi á íslenska tungu. Annað en þetta finst mjer ekki snerta mig í grein landlæknis, og jeg veit eiginlega ekki, hvert henni er stefnt, því að jeg hef aldrei heyrt getið um, að nokkur íslend- ingu hafi viljað leggja niður móður- mál sitt, nema Sveinn Sölvason. En hann er dauður, eftir því sem jeg best veit. Ef jeg á að segja rjett eins og er, finst mjer hálft í hvoru að landlæknirinn sje að fara í krók við sjálfan sig. En þá er mjer sama hvor hefur betur. Ólafur Daníelsson. Bökafregn. Sigfús Einarsson: Alþýðusönglög. Bók þessi er nýlega komin út í Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar og er frá- gangur allur hinn vandaðasti og bóka- verluninni til sóma, og innihaldið þá ekki síður höfundinum til sórna. Lögin eru »útsett« ýmist fyrir kórsöng, harmóníum (eða piano), eða einsöng með undirspili. Kórlögin eru: »Jón Sigurðsson«, »Lág- nætti«, »Svanfríða fold«, »Grænlandsvís- ur« og »Kvennaslagur«. Af þessum lög- um finst mjer mest um »Lágnætti« og »Grænlandsvísur«. Einsöngslögin eru: »Um haust« og »Vísa«. Hið fyrra er samið við eitt af fegurstu kvæðum Ben. Gröndals, og fellur kvæði og lag svo vel sarnan, að það hlýtur að hrífa hvert söng- eyra. »Vísa« (Bólu-Hjálmars) er fyrir- taks smellið lag og gefur kvæðalögum af fyrstu skúffu ekkert eftir. Fyrir harmóní- um: »Morgunvers« —, gullfallegt lag—, »Vorhiminn« — hefur verið sungið af söngflokki Sigfúsar og hafa mjer færari pennar hælt því á hvert reipi — og loks »Þei-þei-og-ró-ró«, skínandi falleg vöggu- vísa, sem sjálfur Brahms ekki þyrfti að skammast sín fyrir. Öll lögin eiga sammerkt í því, að ís- lenska kvæðalagið er hornsteinninn undir þeim öllum, og þótt einhverjum kunni að virðast svo sem tónskáldið geri of mikið af því að hafa endaskifti á dúr og moll á einstökum tónum, þá finnst mjer sem tónskáldið einmitt með því bendi á og undirstyki eitt af sjerkennum kvæðalaga- stýlsins — það, hvað hann kærir sig koll- óttan um dúr og moll. Joachim út í Babylon. jfý reglagjðrð fyrirt, Landsbankann. Samkv. lögum nr. 14, 18. sepL 1885, um stofnun Landsbanka, og lögum nr. 12, 9. júlí 1909, um breyt- ing á þeim lögum, hefur landsstjórn- in, 18. okt. f. ár, gefið út endurskoð- aða reglugjörð fyrir bankann. Þó nú reglugjörð þessi sje geíin út í B-deild Stjórnartíðindanna, þá er hún samt í svo fárra manna hönd- um, að ástæða virðist til að birta hana í blöðunum, einkum 2. kafl- ann, er fjatlar um lánveitingar, með því það getur orðið mörgum til leið- beiningar á ýmsan hátt. Kaflinn urn lánveitingar hljóðar, þannig: II. kafli. U m lánveitingar. 11. gr. Bankinn veitir lán gegn tryggingu með 1. veðrjetti í jarð- eignum, þar á meðal ræktuðum erfðafestulöndum með húsum, og húseignum með lóð i kaupstöðum og verslunarstöðum; þó má í ein- stökum tilfellum veita lán gegn 2, veðrjetti, ef sjerstakar ástæður mæla með því. 12. gr. Til þess að menn geti fengið lán úr hankanum gegn fast- eignarveði, verða þeir að fullnægja þeim skilmáluin, er nú skal greina: a. Útvega virðingargjörð sam- kvæmt eftirfylgjandi: Eignir þær, er setjá skal að veði, skulu 2 óvilhallir menn, dómkvaddir eða tilnefndir af hlutaðeigandi lög- reglustjóra, þeir er nauðsynlega þekk- ingu hafa á slíku, virða á kostnað lánsækjanda. Þó getur stjórn bank- ans, þegar henni eftir ástæðum finst ástæða til þess, sjálf nefnt til menn þá, er virða skulu. Eignirnar skal meta til þess verðs, sem þær eftir bestu vitund virðing- armanna hafa í kaupum og sölum, og skal virða þær með kvöðum þeím, eráþeim hvíla, sköttum eða afgjöld- um. í virðingargjörðinni skal eignun- um ítarlega og greinilega lýst, og fram tekin öll þau atriði, kostir og gallar, er áhrif geta haft á verðið. Sje það jarðeign, skal tilgreina dýrleika hennar, hve mörg kúgildi henni fylgi, upphæð afgjaldsins, hlunnindi hennar og kvaðir þær, er á henni kunna að hvíla. Ennírem- ur skal taka fram alt það, er lýtur að ásigkomulagi jarðarinnar í heild sinni, og ræktunarástandi hennar, hvernig viðhaldi bygginga á jörð- inni sje varið, og önnur sjerstök atvik, er hljóta að hafa áhrif á verðmæti jarðarinnar, svo sem hvort hún liggur undir skemdum af vatna- gangi, skriðum, sandfoki, snjóílóði o. fl. Þess skal getið hver hús sjeu á jörðinni og hvað þau sjeu virt hvert fyrir sig, og eins skal fram tekið virðingarverð jarðarinnar sjálfrar, án húsa. Þegar virtar eru húseignir, skaf nákvæmlega lýsa hverri einstakri byggingu, tílgreina stærð hennar, hve

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.