Þjóðólfur - 28.09.1917, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.09.1917, Blaðsíða 1
LXIV. árg. Eyrarbakka 28. september 1917 Nr. 24 f’jóðóifur k*mur venjulega út hvern fostudag. Argangurinn kostar innanlands 4 kr. til næstu ársloka en 5 kr. erlendis. Atgreiðslu og iunheimtu annast pó«t- afgre’ðslumaður Sigurður Ctuðmunds- son en afgr. á Eyrarbakka annast verzlm. Jóhannes Kristjánsson og á Stokkseyri Guðrri. Guðmundsson. Aug- lysingar í blaðið verða að vera lcomnar til Jóh. Kristjánssonar, verzlm. áþriðju- dagskvöld. Fræðslumálin. --- Frh. IV. Mcntaskólinn. Jafnvel þótt ráð væri gert lyrir þvi, að mentaskólann sæktu yfln leitt ekki aðrir nemendur en þeir, sem ætluðu sér að ganga embætt- isleiðina, eða komast í aðrar til svarandi stöður, þá verður menta- skólinn þó alt að einu að teljast með þeini skólum, er halda uppi 'ninni aimennu mentun. Hvaða erabætti setn menn svo hugsa til að búa sig undir, og hverja leið sem þeir svo vilja ganga af þeim, sem heimta æðri sérmentun, þá verður þessi skóii þó sameiginieg- ur fyrir alla, og sú fiæðsla serm hann veitir þannig löguð, að hún getur verið undirstaða hvaða náms sem vera skal. En að J>ví leyti hlýtur mentaskólinn, eða lærði skól- inn eins og hann áður hét, að veva ólíkur öðrum almennum mentastofnunum, að hann verður að hafa þann aðaltilgang að und' irbúa nemendur sína undir æðri skóla, og þess vegna leggja mikia áherslu á að venja þá við og búa þá undir vísináalegt nám. Og þetta eitt ev ærin ástæða til þess, að óhæfa er að blánda saman gagn- fræðanámi, og „lærðri" mentun. Mentaskólinn verður að vera stofn> un út af fyrir sig með sínum eig- in inntökuskilyrðum og sínu eigin námi, svo framarlega sem hann á ekki að dragast niður á við og láta sér nægja að veita þeim er æðri skóla vilja sækja, ófullnægji andi fróðleiksgutl sem undirstöðu- nám. Maður ætti að visu að mega vænta þess, að framfaraspor hafi verið stigið hér á árunum, þegar gagngerð breyting var gerð á skóh anum; lærði skólinn lagður niður, en i hans stað stofnaður „almenn- ur mentaskóli" með gagnfræða deild og lærdómsdeild. Og svo mikið er víst, að síðan sú breyti 'ng komst á, heflr stúdentatalan stórurn aukist frá því sem áður var, vist nálega tvöfaldast. En | hitt er spuming, hvort nokkur j framför er i þessu. Áriega við- konian af stúdentum er miklu meiri en til eftirspurnar svari, og j myndast með þvi hæt.ta á þvi að í landinu skapist heill flokkur af atvinnulausum mentamönnum, því j að vaila er hugsanlegt, að þingið haldi út til eilífs nóns að búa til bitlinga handa þeiin. Þetta er veruleg hætta, sem alveg óhætt j j er að benda á, og menn hafa j fundið til í öðrum löndum. Fyrir | tveim eða þrem árum gátu blöð þess, að rektor háskólans í Kaup mannahöfn hefði við inntökuhátíð nýrra stúdenta ráðið þeim frá að leggja fyrir sig lög og iæknisfræði, og þetta hafði hann gert eftir ósk hlutaðeigandi háskóladeilda. Pró- fessorarnir skildu það, að aukin viðkoma a þessum svæðum hefði ekki annað að gera, en jeta út á húsganginn þá sem fyrir voru, án þess þó sjálf að hafa lífvænlega stöðu. Skyldi ekki mega segja hið sama hér á íslandi? Öft var talað um það áður, meðan gamla skólareglugerðin var í gildi, og stúdentaviðkoman helm- ingi minni en nú, að þeir væru alt of margir sem gengju „lærða veginn". Útlitið var litið fyrir því, að þassir menn fengju nokkuð að gera þegar þeir væru búnir að ijúka sér af. Hvað skyldi þá mega segja nú? Við breytingu á skóla reglugerðinni verðurmiklu auðveld- ara en áður aÖ ná stúdentsprófi; menn sem ef til viil fara í skói- ann til þess að afla sér almennr- ar mentunar, freistast til að ganga lengra og fylgja félögum sínum, fyrst. gegnum mentaskóla, og sið- au á háskóla., og afleiðingin verð- ur urmull af kandidötum í öllum greinum, sem ekkert hafa að gera. Séð frá þessu sjónarmiði — og það er vel þess vert, að það sé tekið með, er enginn vafi á því, að óhappaspor heflr verið stigið með hinni nýju reglugerð. En engan veginn er þetta svo að skiija, að þetta sé eina hættan, sem af reglugerðarbreytingunni leiðir. Hitt er mikiu alvarlegra, að sú undirbúningsmentun, sem mentaskólinn veitir, hefir stórum sett niður frá því sein áður var. Nemendurnir ná miklu skemra nú en áður, bæði læra minna, og ná ekki nándanærri þeim almenna þroska, sem þeir áður feugu. Þetta er líka mjög eðlilegt. Fyr á tím• um krafðist skólinn n. m. k. 7 ára fræðslu, 6 ára í skólanum sj&lfum og ekki minna en eins árs til undirbúnings undir skólann, auk almennrar fræðslu, er svarar til góðra.r unglingaskólamentuiiar | nú, en nú geta efnileg barnaskólai börn staðist inntökupróf í gagm fræðndeiidina, og þegar þangað er komið, reynir vist, mjög iífið á nemenduvna gegnuni alla gagn- fræðadeildina. Þegar á alt er iit. ið, mun það því nær sanni, að skólinn hafl verið styttur um tvö ár en eitt, þegar undirbúningstími er talinn með og hæfilegur frá- dráttur gerður fyrir það sem minna er kent, í þrem neðstu bekkjum skólans en áður var. Það er auðséð, að slíkt á illa við nú á tímum, þegar lífið gerir sivaxandi kröfur til manna. Þeir menn sem á sínum tima eiga að verða leiðandi menn þjóðar sinn- ar, mega ilia við því, að missa af undirbúningsmentun sinni. Og þjóðiimi er áreiðanlega betur borg' ið með því að hafa færri lærða menn og betur að heiman búna, en að hafa þá marga, en með ekki meiri mentunai þroska, en vænta má af sæmilegum kraim húðaipilti. Ef hin núgildandi skólareglu- gerð er borin saman við þá er áður gilti, er munurinn auðsær. Grískan er feid í burtu, latínan stórum takmörkuð, latneski still- inn afnumimr, og á móti öllu þessu, er hvergi aukið við það sem áður var, nema í ensku eingöngu. En borgar þetta sig? Nát.túrlega er gott að kunna ensku, þótt engan veginn sé það slíkt alísherjarskil- yrði, sem -sumir vilja vera láta; hún er vifanlega ómissandi, ef menn hugsa sé>' aðalatvinnu menta- lýðsins í því fólgna að fyigja út I lendum ferðamönnum. En fyrir fræðimenn er þýzk tunga í raun- inni mikiu nauðsyniegri og ineira ómissandi. Látum nú samt svo vera, að mikið só fengið með auknu enskunámi, þá var vissu- lega vel hægt að auka við það, án þess að þurfa að nokkru veru* leyti að draga frá þeim náms- greinum, er áður voru kendar. En hitt eru skrítnar umbætur, að láta enskuna kosta afnám stórrar nárosgreinar og takmörkun annara. Annars var enskunámið í gamla j daga það mikið í skólanum, að j auðvelt var þeim, sem sérstaklega j þurftu á ensku að halda, að auka j þekkingu sína svo af eigin ranii leik, að til fullra nota mát.ti koma það hefir reynslan margfaidlega sýnt. það sein þó er ennþá verra en alt þetta, er að hinn almenni þroski, sem nemendurnir fá, er miklu ininni en áður var. Etiskan geti ur hvergi nærri komið í stað gömlu málanna, þegar urn rnálið er að ræða sem þroskameðal. Að- almótbárui nar gegn gömlu málun- um eru og voru þær, að með námi þeirra væri veittur dauður fróðleikur; merin hefðu enga þörf á því fyrir lifið að læra latínu og grísku, enda gieymdu menn fljótt aftur því litla, sem þeir hefðu lært, ef þeir ekki sérstaklega legðu þess- ar greinar fyrir sig. Þetta kann satt, að vera. En mönnum sást yfir hitt, að tilgangur gömlu mál- atina var alls ekki sá, að gera menn íæ'a um að lesa latneska og griska höfunda á frummálun- um, né heldur að gera menn færa um að rita latínu, heldur átti að- altilganguvinn að vera sá, að gera menn hæfa til vísindalegs náms, auðga anda þeirra og skilning, veita þeim vísindalegan „skóla“. Gömlu málin áttu ekki tilgang sinn í sjálfum sér, fremur en pall- ar og þrep, sem reist er utan um hús sem er í smíðum. Og þessi um tilgangi náðu gömlu málin svo vei, að ekki þurfti um að kvarta. Stúdentar frá hinum gamla, Reykjavíkurskóla gátu stund- að hvaða nám sem var, en nú kveina háskólakennarar Dana (t. d. prótessor Rovsing) undan undx irbúningsmentun stúdentanna, áem tsé svo léleg, að varla sé mögulegt að kenna þeim. Og til munu þeir vera íslenzku prófessorarnir, sem taka i sama strenginn. Áður fyrri voru það aðailega tvær námsgreinar, sem framar öðrum studdu að þroska nemend- anna og veittu þeim undirbúning undir visindaiegt nám. Var ann- að latneskur stíll og hitt skrifleg stæiðfræði. Munu þeir piltar hafa verið fáir, sem nokkuð dugðu til náms á antiað bovð, að þeir ekki gæt.u nokkuð í annaii hvorri þes3- ari námsgrein. En nú er latneski stíllinn afnumiun, og enskur still getur að þessu leyti engan veginn gengið í hans stað; skriflega stærð- fræðin er auðvitað eftir, en hún ei of einhliða; tilsvarandi þroska> meðal vantar fyrir þá nemendur, sem ekki eru hneigðir fyrir stærð- lræði. Og auk þess segir dr. Ól- afur Daníelsson, að í stærðfræði nái nemendur mentaskólansskemra nú, en utidir hinni gömlu reglu> gerð, þ. e. a. s. fái minni stærð- ftæðilegan „skóla*. Er það og mjög sennilegt, þegar gagnfræða* deildirnar hljóta að fá alt öðru visi lagaða stærðfiæðikenslu, en tíðkaðist í gam a skólanum. Af mentamönnum eru þeir sennii lega nú í allnriklum meiri hluta, sem telja skóiann hafa beðið geysi, rr ikinn skaða við hina nýju regiu- neið. Muu húu og haf.i verift

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.