Þjóðólfur - 09.11.1917, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.11.1917, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR Þjóðólfur kemur venjulega út hvern föstudag. Argangurinn kostar innanlands 4 kr. til næstu ársloka en 5 kr. erlendis. Atgreiðslu og innheimtu annaat póst- afgreiðslumaður Sigurður Guðmundg- son en afgr. á Eyrarbakka annast verzlm. Jóhannes Kristjáneson og á Stokkseyri fruðm. Guðmundsson. Aug- lýsingar i blaðið verða að vera komnar til Jóh. Kristjánssonar, verzlm. áþriðju- dagskvöld. Héraðsmálin á Alþingi. B. Yegamálið. Frh. Annað það mál á síðasta þingi, er héruðin varðar miklu er vega- málið1 Ekkert þing síðan 1907 mun hafa verið ha^dið svo, að ekki hafi verið samþyktar einhverj ar breytingar á vegalögunum, en allar eru þessar breytingar svo smávaxnar að þær hafa litla sem enga þýðingu. Eitthvert þýðing arlaust breytingarkák var þannig gert á vegalögunum á síðasta þingi. Hitt mun af þingsins hálfu hafa verið talið þýðingarmeira spor, að samþykt var þingsályktun, þar sem skorað var á stjórnina að leggja fyrir næsta þing ákveðnar breytingartillögur um vegamálið. En þar sem slíkar tillögur hafa verið áður samþyktar og stjórnin haft þær að engu, má búast við að um framkvæmdir verði ekki rneira nú en fyrri daginn.’ Höfuðliðurinn í þessari þingsá- lyktunartillögu hljóðar eitthv^ið á þessa leið: Áthuguð sé krafa frá Árnesingum og Rangæingum um að létt verði af héruðunum viðhaldi flutningabrautarinnar frá vegamót- unum við Ingólfsfjall að Ægissíðu. Sennilega er þessi liður tillögunn- ar kominn frá þingmönnum hluti aðeigandi kjördæma, en mjög sést þeim yflr ef þeir halda að umbjóð- endur þeirra geri sig ánægða með írammistöðu þeirra, þótt þeir hafi fengið jafnkátlega tillögu samþykta. Miklu fremur getur ekki hjá því farið, að kjósendur þeirra furði á, að þrátt fyrir alt sem á undan er farið, skuli þetta mál ekki vera komið lengra en svo að það enn einu sinni skuli þurfa að „athug' ast“ af stjórninni — eða með öðr- um orðum, verða stungið undir stói. Þær stjórnir, sem setið hafa að völdum hér á lancu siðan 1907, geta vissulega ekki komist hjá að vita vel um þá afarmiklu óánægju, sem er í Árnes og Rangárvalla- sýslu með hin gildandi vegalög. Þær geta ekki heldur komist hjá að vita, að þessi óánægja er á fylstu rökum bygð, og að lögin eru öllum þeim sem hafa ungað þeim út til óafmáanlegrar skamm' ar og háðungar, og þessi skömm og háðung hefir gengið að erfðum til allra þeirra, sem síðan hafa s^tið á þingi og haldið lögum þess- um óbreyttum í öllum aðalatrið- um. Má það teljast furðanlegt, að jafn 6infait mál skuli enn ekki vera þingmönnum vorum skiijan- legt, og bendir það óneitanlega á mjög svo lélegt gáfnafar. Og und- arlegt er það, ef engin nýtileg at> hugun i vegamálinu hefir legið fyrir þinginu í ráðherratið Einars Arnórssonar, því að enginn getur vænst þess af honurn, að hann hafi brugðist svo trúnaði kjósenda sinna, að ekkert gerði til þess að hrinda í framkvæmd því máli, sem hann vissi að var þeirra aðal áhgamál, og marglýsti yfir fylgi sínu við á þingmálafundum. Sjálft aðalatriðið í vegalögunum, það að demba vegunum á sýslui sjóðina til viðhalds, er svo heimsku- legt og ranglátt, að undrum sætir að jafnvel Alþingi íslendinga skuli geta látið slíkt frá sér farat Yeg- irnir eru afhentir héruðunum í upphafi illa gerðir og illa vandaði ir og þar á eftir með margra ára rýrnun og sliti, hverju héraði er gert . að skyldu að viðhalda^þeim vegum er innan þess liggja, enda þótt vegirnir í upphafi séu bygðir með annari notkun en íbúa ]>ess héraðs fyrir augum, og séu sann- anlega til litils eða einskis gagns fyrir það hérað, er viðhaldsskyldx una hefir. En það sem þó tekur út yfir er það, að á móti þessari skyldu, eru héruðunum ekki fengn- ir neinir nýjir tekjustofnar, og var það þó t. d. í augum Jóns Þor' lákssonar landsverkfræðings, sjálf- sagt skilyrði fyrir því að t.il af- hendingar á végunum gæti komið. Hvergi kemur þetta eins hart nið- ur eins og á Suðurlandsundirlend' inu, þar sem hafnleysið gerir vegai þörfina svo tilflnnanlega, og þar sem búskapariagið gerir meiri kröf- ur til vega en á sér stað í öðrum landsfjórðungum. Þess vegna er það engin tilviljun, þótt kröfurnar ,um gagnerða breytingu á vegalög- unum komi einkum frá Suður- landshéruðunum, því að auk þess sem ' vegaþörfln er þar mest, eru vegirnir þar elstir og þarafleiðandi verstir, og víðhaldið því miklu erfiðara og dýrara en annarsstaðar. Samt er þingið enn ekki komið lengra en svo, að það enn einu sinni vill láta stjórnina athuga málið. Það verður víst skárra eftir! í stað þess að bæta sem fyrst úr þeim lögum, sem eru ekki annað en rangindi og vitleysa, er altaf farið lengra og lengra, alt sem héruðunum viðkemur látið reka á reiðanum, og ef einhverra útgjalda þarf með, þá er þeim sí- felt bætt á héruðin, án þess að taka neitt ettir því, hver hætta og kyrstaða stafar af þessu. Væri vegaviðhaldinu létt af hér- uðum — og koma þar þó eingöngu til mála aðalvegir, æðar, sem liggja gegnum héruðin og sameina þau, bæði innbyrðis og við kaupstað- ina, þá þyrfti þingið engan kvíð- boga að bera fyrir því, að héruðx unum spöruðust þau útgjöld, sem nú ganga til þessa vegaviðhalds. Síður en svo. Það sem liggur til grundvallar fyrir óánægju manna með vegalögin er alls ekki það, að þurfa að leggja á sig þá skatta, sem viðhaldið heimtar, heldurhitt, að vera gerðir ófærir til þess að auka við veganetið eftir því sem þörfin krefur. Fví að eins og vænta má eru þær kröfur sívaxandi, sem menn gera til nýrra vega. Breytt- ir búskaparhættir og vaxandi hjúa- ekla veldur þvi, að mönnum verð- ur sífelt erfiðara um vik með ferðalög, bæði til aðdrátta og eins til þess að koma búsafurðum sínr um á markað. Pörfin fer sívax- andi eftir hægum og þægilegum flutningatækjum, og er auðvitað að á. slíku er enginn kostur, þar sem ekki eru þeir vegir, sem vel séu vagnfærir, ekki aðeins í þurka< tíð á sumardaginn, heldar allan ársins hring, þegar ekki banna snjóþyngsli, og þau verða sjaldan því til fyrirstöðu, að ekki megi fara allra sinna ferða um vandaða upphleypta vegi, sem liggja í bygð- um. Menn reyna og hafa reynt að bæta úr þessnm þörfum, sum- part með ruðningum og sumpárt með illa gerðum og ódýrum vega- spottum, en hvorugt af þessu er nema kákið eitt, eins og ekki er von, þegar alt á að spara, og ekk- ert gert til neinnar frambúðar. En svo langt er þó komið nú, að menn finna til þess, hvað nauð> synlegt er að hafa góða vegi, og vilja leggja fram mikil útgjöld tii að fá þá. En þá kemur það und- arlega: löggjöfin bannar mönnum þetta. Vitanlega 'ekki með bein' um bannlögum, heldur með því sem verkar bet.ur en bannlög, með því fyrirfiam að binda allan kraft héraðanna til þess að viðhalda aðalvegunum, sem þegar eru gerðx ir, og það svo illa gerðir, að við- hald þeirra verður miklu meira en nokkurri átt getur náð. Vegna þess að þessi rangláta viðhaldsi kvöð liggur á héruðunum, er all* ur þeirra kraftur lamaður til þess að gera nýja vegi þar sem nauð- syn krefur, og afleiðingin veiður sú, að þegar komið er út fyrir áðalvegina, verða allir vegir ófser* ir eða lítt færir til vagnaumferðar, nema þegar alt er þurt á sumar- dag. Það er meira en blöskran- legt að sjá, hvernig allmikið fé er gert að engu, með því að leggja það í þessar veganefnur. En hór er hægra um að tala en í að komast; menn eru neyddir til að notast þó við þetta, heldur en ekki neitt, en til hins er engin geta að koma upp sæmilegum vegum, svo er vegalögunum fyrir þakkandi. Á þvi er enginn vafi, að þegar sá kraftur losnaði, sem nú er bundinn við hið rangláta viðhaid aðalveganna, þá myndi þegar hat- ist handa með vegagerðir. Því að þar liggja verkefnin allstaðar fyrir, og fyrst þegar vegagerðin er kom> in í sæmilegt horf, er þess að vænta, að bændur geti hagað bú- skap sínum eftir þvi sem helst er við hæfi ábýla þeirra, og sparað þann mikla kostnað^ sem liggur í því að verða að notast við illa vegi eða jafnvel vegleysur. Og gæti sýslufélagið lagt fram, þótt ekki væri meira fé en það, sem nú gengur til vegaviðhaldsins, til þess að leggja nýja vegi, er væru svo vel gerðir, að hreppsfélag það er hlut ætti að máli, gæti risið undir viðhaldinu, myndi ekki liða langur timi, að vegamálunum væri komið í svo sæmilegt horf, að sumar bestu jarðirnar þyrftu ekki lengur að vera, annaðhvort óbygð ar, eða í svo miklum lamasessi af vegaleysi, að þær ekki geta notið sin. En þetta á sér þó stað nú, og er það sannarlega meira en ískyggilegt. Hvort umbæturnar fást eða ekki, er nú komið undir athugun stjórnarinnar og vilja þingsins. Bara að betur gangi með hvorttveggja þetta, hér eftir en hingað til. Ef maður í framtíðinni hugsaði sér það fyrirkomulag, að nýir veg- ir væru lagðir af sýslufélaginu, en haldið við að hlutaðeigandi sveit eða sveitum, þá segir það sig sjálft, að til slíkra vega verður í upp- hafi að vera miklu betur vandað, en nú er gert. Ekkert hrepps- félag myndi nú — innan sinna eigin takmarka — geta risið und- ir viðhaldi hinna svokölluðu sýsiu' vega. Þeir vegir líta líka alt anm að en glæsilega ut: aur ogbleyta LXIV. árg. Eyrarbakka 9. nóvember 1917 Nr. 29

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.