Þjóðólfur - 09.11.1917, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 09.11.1917, Blaðsíða 2
112 Þjoðolfur h|f Eimskipaíélag Islands. Hlutafé. Með því að hlutafé það sem boðið var út 16. desember 1916 er nú nærfelt feng- ið, og með því að ekki er unt sem stend- ur að hækka skipastól félagsins, höfum vér ákveðið að taka eigi að syo stöddu Yið áskriftum að nýju hlutafé og innborg- unum lengur en til i. desember 1917. cTdlagssíjórnin. í rigningum sumar og haust, svo hest.ar liggja á kviði; holklaki á vordag og hörsl á vetrardag, þeg- ar ekki er snjór til mýkinda, og yfirleitt verður vegurinn ófær miklu lengri tíma á árinu en hann.er fær. Yiðgerðin ekki annað, en að fyila upp göt á veginum og síðan að moka ieðju ofan í ieðju, og kémur sú aðgerð fyrir lítið. Fað segir sig sjálít, að við svo bnið rná ekki standa. Mismunur- inn á jarðaverði á undanförnum á’rum, eftir því hvort jörðin liggi ur vei eða illa við samgöngum, er bersýnilegasta sönnunargagnið fyrir því, hvert tjón er að vega- leysinu. Og nú er því svo varið á Suðurlandsundirlendinu, að ein- rnit't þær jarðir, sem mest fram> leiðsluskilyrðin hafa, liggja illa við vegum. Og afleiðingin er vir.an- lega sú, að þessar jarðir framfleyca litlu einu af þvi, sem þær gætu gert og myndu gera, ef samgöngu- skilyrðip væru betri. Menn tala um járnbrautarlagningu, með það fýrir augum ekki sízt, að margi falda framleiðslumagnið. Skal það mál ekki rætt í þessu sambandi, en hitt hlýtur að liggja í augum uppí, að hvórt sem járnbrautar svo verður lengra eða skemra að bíða, þá er nauðsynin á akfærum vagnvegum altaf hin sama, Hun er knýjandi eins og er, og verður þí^ð ekki síður þó járnbraut komi. Er það því meira en furða, að ýpusir. þeirra manna, sem helst hafa þarist fyrir járnbraut, skuli hafa taiið það nauðsynlegan und- irbúning þess^máls, að gera hér1 uðunum ókleift að hafa sæmilega vegi og auka þá eftir þörfum. Til þess að héruðunum verði unt að leggja sæmilega vegi og hálda þeim vel við, verða þeir ekki aðeins að vera e i n s v e 1 gejpii í upphafi eins og landssjóðs- vegirnir er.u nú, heldur m i k 1 u b e t u r . Menn eru nú farnir að fipna til þess, að engin eign er í þeim vegum, sem ekki eru púkk’ aðir, en 'fyrir hinu er þegar fengin sorgleg reynsla, að púkkið í lands- sjóðsyegunum hrekkur skamt; þessi þunna grjóthúð gengur upp undan vagnhjólunum, svo að laut- ir myndast í veginn, nærri því samstundis og farið er að nota haim, og ekki iíður á, löngu, áður en þessar lautir eru orðnar ófæri ar. Hánn er ekki beisinn að von inu í, þessu eíni, Flóayegurinn mijli brúnna. Að vísu er miklu meiri umferð a þessum vegUm, en Vmöta má á öðrum innanhér- aðs^yegum, en þótt umferðin sé minni, ber engu að síður nauðsyn til ,að vegirnir séu góðir, syo við-r haldið verði þeim mun minna. En slíka vegi mun vart unt að byggja nema með góðum verkfær- umv vélum, sem mola grjótið í púkk og salla til ofaníburðar. Það mu’ti.nú standa til, að l'andssjóðup eighist slík verkfæri, og var þar sannarlega mál til. komið. En þetVt,. er ekki nóg; hvert það hér- að, sem nokkra vegi hefir, verður iika að eignast þau til sinna vega, þá fyrst er þess að vænta, Sðkuin þess að pappir hefir yantað, en ekki ycrið hœgt að fá flutning á honum, hefir útkoma þcssa hlaðs dregist, ------ að héruðin íái kraft til þess, að annast lagningu og viðhald þeirra vega, sem eru lífsskilyrði fyrir þau, fyrir menningu þeirra og efnalega framför. Minsfu kröfurnar, sem héruðin í vegamálinu geta gert tib landssjóðs, eru þær, að viðhald aðalveganna verði lótt.af þeim og það strax, og að landssjóður ieggi hérúðunum til þau verkfæri og vólar, sem nauðsynlegar eru til þess að gera góða vegi. Myndi og kostnaðurinn við þetta ekki nema meiru en þyí, sem ranglega heflr verið af hóruðunum haft, til þeim óviðkomandi vegaviðhalds, í allmörg undanfarin ár. Að sjálfsögðu má vænta þess, að ef héruðin tækju upp eins fulb komna vegagerð og hér er farið fram á, þá myndi vegalagning þess sækjast fremur seint. En ekki dugir að horfa í slíkt, Káki ið ■ verður altaf dýrast, og betra er að komast minna áfram og gera betur það sem gert er, svo vel, að tjl frambúðar sé, og áriegur eða nærri áriegur viðhaldskostm aður, verði ekki eips mikill og stofnkostnaður,. eins og nú stapp- ar nærri. f*að sem hór ríður á, er að gera svo góða. vegi, að þeir ekki altaf krefjist sifeldra endur- bóta, og séu þó nærrj ófærir meiri hluta ársins. Yegamálið má ekki vera rekið með, jafn viðbjóðslegu sleiíarlagi hér eftir eins og hingað til, enda myndi það nú þegar komið í betra hprf, ef löggjöfin hion siðasta áratug hefði ekki leg- ið eíns og mara ofan á öilum framk-væmdum. Hvenær betra horí kemst á, , er fyrst og íremst komið undir löggjafarvaldinu,. og. er ekki að sjá, að alþingisfénaður- inn, sem nú er uppi, taki fyrin rennurum sínum fram að þessu leyti fremur en öðru. En svo mikið er víst, að dráttur á um- bótum gerir alla aðstöðu margfalt erfiðari, og svo getur farið, að umbæturnar ekkl fáist fyr en um seinan, þegar menn eru flúnir úr sveitunum og bestu jarðirnar standa auðar, og væri þá ekki til einskis beðið. Vegamálið er alment, viðurkent eitt af stórmálum þjóðfélagsins. Verður og seint, tekið ofdjúpt í árinni, ef útmála skal þýðingu þess. Og hjá því verður ekki komist, að kröfurnar til vega fari sjvaxandi, ef hér á nokkur fram- tið að vera.. Þess vegna má ekki seinna vera, að menn fari að gera sér ijósar þær kröfur til vega, sem rnenn. hljóta að gera, og.eins hverj- ar leiðii'i eru hugsanlegar til þess, að koma. þeim kröfum í framx kvæmd. Mun síðar vikið nái.ar að því máli hér í blaðinu. Y erzlunarráð íslands er stofnað var á fundi 17. sept. síðastliðinn, heflr nú sent út lög sín. Virðist tiigangur verzlunar' ráðsins vera sá, að vera sams- konar stofnun fyrir verzlunarstétt- ina eins og Búnaðarfélagið og Fiskiveiðafélagið eru fyrir landbún' að og sjávarútveg. Er það gleði- efni, að kaupmannastétin skuli hefjast handa til þess að sameina krafta sj'na og fylgjast sem best með tímanum, því að vissulega hefir sú stétt betri tök en margir aðrir á því .að berjast fyrir ýms> um þeim framkvæmdum, sem til framfara og viðreisnar getur horft fyrir land og lýð. Og hér á ís- landi er, óplægður akur, ekki síður í verzlunarmálunum en annars- staðar. Sú var tiðin, að kaupmanna- stéttin var ilia séð hér á landi, þótti bæði harðdræg og sórdræg, og eimir enn eftir af slíkum skoði unum. En nú etu menn þó al- ment farnir að skilja, að hún á líka rétt á ' sér í mannfélagmu, eins og hver önnur stétt, og get- ur gert stórmikið gagn. Væri þá vel farið, ef hið nýstoínaða verzl- unarráð fylgdist sem best með kröfum tímans — sem ekki má blanda saman við kröfur „Tímans" — og ynni sem kappsamlegast, að sjálfstæði og viðgangi íslenzkr- ar verzlunar, svo að hún geti orð ið sem hollust bæði fyrir verzlan- ir og skiftavini, því að vafalaust er það illri meðferð að kenna, ef hagsmunir þeirra þurfa að rekast á. Vonandi verður það hlutverk verzlunarráðsins að reka sem best á eftir samgöngumálunum, bæði til lands og sjávar, svo það leggi i sem minstar hömlur á verzlunina. Væri þá óskandi, að forgöngumenn þess, bæði í, því máli og öðrum( gætu hafið sig frá altof einhliða Reykjavíkursjónarmiði, enda er verzlunarráðið stofnað fyrir landið alt. Verzlurrarráðið er skipað 7 mönm um kosnum til þriggja ára, og heldur það fundi 1. og þriðja þriðjm dag hvers mánaðar. Helsta lagai greinin er 7. greinin, er hljóðar svo: Verksvið ráðsins er: a) Að svara fyrirspurnum frá Alþingi, stjórnarvöldum og öðrum um verelunar-, vátryggingar-, toll- og samgöngumál og annað það, er varðar atvinnugreinir þær, sem ráðið er fulltrúi fyrir. Ráðið skal einnig af sjálfsdáðum, ef þörf þyk- ir, gera tillögur eða láta í ljósi álit sitt í þessum efnum. b) Að vinna að því, að koma á festu og samræmi í viðskifta- venjum. c) Að koma á fót gerðadórm um í málum, er varðar þær at* vinnugreinir er hér um ræðir. d) Að safna, vinna úr ogbirta skýrslur um ástand þessara at- vinnugreina, eftir því sem föng eru á. e) Að fylgjast með breyting* um á erlendri löggjöf og öðrum atburðum, er kunna að hafa áhrif á atvinnuvegi landsins. f) Að gefa. út blað þegar fært þykir, er skýri frá því markverð- asta í viðskiftamálum innanlands og utan. í blaðinu skulu einnig birt lög og stjórnarfyrirskipanir er snerta atvinnumál. Á hverju ári skal gefin út greini- leg skýrsla um atgerðir ráðsius og reikningur um fjárhag þess undanfarið ár*

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.