Þjóðólfur - 09.11.1917, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 09.11.1917, Blaðsíða 3
Þjoðolftjr 118 Sérstakan heiður hefir háskólinn í Kaupmannahöfn sýnt Jóni biskupi Kelgasyni, þar tem hann hefir kjörið hann heið- ursdoktor í guðfrceði. Er þetta hinn mesti sómi, því að Khafnai háskóli er mjög fastheldinn á þesskonar viðurkenningai, og einkum þó guð- fræðideildin. Heiðursdöktorar í guðfræði munu ekki hafa orðið áður við Khafnar. háskóla, af íslenzkum mönnum, nema hinir nafnkunnu feðgar, Finnv.r og Hannes, biskupar. Pét- ur biskup, sem var dr. theol., disputeraði fyrir nafnbótinni. fað má vera þjóðinui gleðiefni, þegar starfsemi íslenzkra menta- manna vekur eftirtekt og sætir viðurkenningu í öðrum löndum. Þessar ágætu skilvindur fást í verzlun cHnérésar <3onss. Frá Balkan og Rúmeníu frótt ist ekbert. Á vígstöðvum Rússa er ekki barist. Pjóðverjar hafa hætt viö að halda áleiðis til Pétursborgar, enda fer vetur í hönd og snjóar og frost í vændum, en ráðist hafa þeir með herskipum á borgina Reval, en ekki náð henni. Ekkert heflr heyrst um, hvað orðið hefír um flota Rússa. Á Rússlandi mislar innanlands óeiiðir af hálfu Maximalista, en sá flokkur mun nálgast stefnu gjörbyltingamanna. Að líkindum kveður litið að fram- kvæmdum Rússa á vigveilinum fyrst um sinn. A Þýskalandi kanslaraskifti, Michaelis farinn frá, en sá heitir Hertling, sem tekið heflr við af honum, og er það fyrsti kanzlar* inn, sem þing Þjóðverja heflr sjálft kjörið í það embætti; hina hefir keisarinn sjálfur tilnefnt. af kven- og telpu- taukápum af kvenregnkápum 1 verzlun Andrésar Jónssonar Ófriðurinn. Af vesturvígstöðvunum eru held* ur litlar fréttir. Að vísu hafa komið skeyti um, að E’jóðverjar hafi orðið að halda iiði sínu und' an á 20 kilometra svæði hjá Che- min des Dames á Frakkiandi, er þar sem skeyti hafa einnig borist um, að stórskotaorusta standi yflr hjá Soissons, norðaasur frá París, er auðsætt, að þar er enn barist á likum stöðvum og verið hefir. Bretar hafa nýlega hafið mikla; sókn í Belgiu og náð þar nokkrt um þorpum á sitt vald, en yfir allri viðureign þar vestra er sama gangleysið og áður. Bandamenn vinna smámsaman litlar skákar, en á þessum herstöðvum eru iitl- ar breytingar, sem til úrslita horfi. Af vigstöðvum ítala eru aðal- tíðindin. Eftir símskeytum að dæma hafa Fjóðverjar og Austur- ríkismenn geit harða hríð á.miðj- ar herstöðvar ftala og brotist þar í gegn suður úr fjöllum alla leið ofan á Pósléttu. Afleiðingin heflr orðið sú, að hægri fylkingararmur ítala, sem sótti fram að austan- verðu, hafði bæinn Görtz á sínu valdi og ætlaði sér að taka borg ina Triest, hefir lent í herkví, Pjóðverjar komist að baki honum og tekið 200 þúsundir ítala hönd- um. og náð af þeim 1840 fallbyss- um. Er her ítala algerlega rek- inn burtu úr Adriahafsbotni og fjöilunum þar, og þegar síðast fréttist stóð stórskota orusta við ána Tagliamenta, en hún rennur úr Alpafjöllum í Pófljótið. Hafa Miðveldin nú norðaustur horn Ítalíu á sínu valdi. —-----<ý*O~0--- Flóaáveitan. Samkvæmt lögum um Flóaáveih; una, hafa nú í öllum hreppum áveitusvæðisins vsrið kosnir fu|l« trúar til undirbúnings stofnfundii áveitufélagsins. Verður aðalhlut* verk þessara manna, að semja at» kvæðaskrár undir stofnfundinn og, boða hann svo öllum aðilum, Verður siðan stofnfundurinn vænt* anlega haldinn hið bráðasta, enda veitir ekki af tímanum, ef byrja á framkvæmd verksins á komanda vori. Annars eru ákvæði laganna, einkum um atkvæðisrétt á stofn* fundi, svo óljós og heimskuleg að furðu gegnir, en. vonandi verður það þó ekki málinu til falls eða tafar. 80 hve sælt yrði, að fá að Vera altaf hjá honum, og hann hygsaði líka um hana, en þó kom það fyrir, að stórfengilegu myndinni af föður hans brá fyrir í huga hans, og þá var eins og sú mynd vildi bægja Sigríði í burtu. Svo leið að því að Sigríður varð að fara heim. Hann fylgdi henni upp undir sel, og þau gengu þögul hvert við annars hlið. Alt í einu stóð hann við og sagði: „Þegar við finnumst næ3t þurfum við aldrei framar að skilj- ast, þvi þá verðui presturinn með í ferðinni“. En Sigríður dró að sér hendina sem hann hélt utan um, og flýtti sér heim að seli án þess að líta aftur. Guðleifur kallaði á eftir henni: „Vert.u sæl Sigríður, elsku konan mín“. Næsta sunnudag sat Sigríður í kirkju hjá hinum stúlkunum, og var ekki laust við að hún fengi hjartslátt þegar presturinn lýsti til hjónabands með henni og Guðleifi. Henni fanst ,það svo kynlegt, að hún gat varla trúað því, að það væri hún sem prest- urinn átti við. Allir horfðu þangað sem hún sat, og Guðleifur, sem sat þar beint á móti, horfði meira á hana en á prestinn. Það voru ekki auðug hjón, sem gengu frá kirkju heim í litla húsfð, en gleðin skein úr augum brúðurinnar og það gleði- skin var meira virði en gull. Brúðguminn var að vísu líka glaður i bragði, en gleði hans var ekki nógu mikil og óblandin til þess að hann gæti notið fullra sælu, því að í hjarta fians brá fyrir kvíða og ótta; honum var það ljóst, að á þessari stundu hafði hann að fullu og öllu sagt skilið við föður sinn og gamla heimilið. Sigríður tók okki eftir baráttunni milli kvíðans og gleðinni ar í hjarta Gaðleifs; hún var svo gagntekin af sælu, að henpi 77 í sveitinni sóttust allir eftir vinnu Guðleifs og hafði hann því meir en nóga atvinnu; ekki vildi hann þó ráðast í vist, held* ur vann. hann daglaunavinnu; þóttist hann á þann hátt afla sér meira fjár og hafa meira frjálsræði. Hann fór nú að svipast um eftir húsnæði handa sér, en það var ekki auðfengið því aö bændur vildu ekki hafa ókunnan rnann á heimilum sínum. Loksins rakst hann á litið hús, sem stóð autt og yfirgefið; það var að vísu hrörlegt, en hann gat þó leitað þar skjóls á nótt* um, og þótt innanstokksmunir væru lélegir, mátti bjargast við þá. Gamall maður sem hann hitti gat frætt hann um það, að Sigríður ætti húsið, og eftir það fanst honum það miklu viðkunn* anlegra, honum þótti sem sólin skini þar bjartar og hlýjar en en annarsstaðar og jafnvel trébekkurinn í stofunni fanst honum mjúkur. Svo fór hann nú að hugsa um leiguna fyrir húsið og hvern*. ig hann ætti að borga hana. Ekki í peningum fanst honuro, þótt hann ætti enn ósnerta peninga þá sem Hans hafði fengið honum að skilnaði. Hann æt.laði heldur að gera við húsið og prýða það, og rækta garðinn umhveifls það; þá gæti Sigríður séð það næst þegar hún kæmi ofan frá seli, að hann væri sífelt með hugann hjá henni. Hann settist að í húsiuu án þess að leita leyfis nokkurs manns. Fyrir sólaruppkomu byrjaði hann að vinna og eyddi öllum þeim peningum, sem hann átii, til þess að gera húsið sem snotrast og vistlegast. Úr garðinum reif hann alt illgresi, stakk hann upp og sáði í hann hlómum og matjurtum og þegar þær stundirpkomu yfir hann að ha.nn saknaði gam a heimilisins á Furugörðuin og foreldranna, bægði hann þeim söknuði fiá sér með því að hugsa til Sigriðar, og þótt. aldvei yrði aí því aðhann

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.