Þjóðólfur - 20.04.1918, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.04.1918, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR 65. árgangnr. Reykjayít, 20. apríl 1918. 5. tölnblað. ÞJÖDÓLFUR ketnur út einu sinni í viku. Kostar til ársloka kr. 4,00. Gjald- dagi fyrir lok júlímánaðar. Afgreiðslu annast Björn Bjöfnsson bðkbindari, Laugaveg 18, simi 286. t Sr. friírik jjergmann. Síðastliðinn sunnudag barst biskupi, dr. Jóni Helgasyni, símskeyti vestan um haf, er hermdi þá fregn, að síra Frið- rik Bergmann hefði »andast snögglega og óvænt«. Sím- skeytið var ódagsett, en líkur eru til þess, að hann hafi and- ast næsta dag áður, eða laug- ardaginn 13. apríl. Með síra Friðrik er héðan af heimi genginn sá maður, er fyrir ýmsra hluta sakir má teljast með kunnustu og fremstu mönnum þjóðar vorrar. ()g þó að hann dveldi mestan hluta ævi sinnar vestan hafsins, var hann þó ýmsum kunnur einn- ig hér heima. Sira Friðrik var Eyfirðingur að ætt og uppruna. Foreldrar hans, Jón Bergmann og Hall- dóraBessadóttir,bjuggu í Garðs- vík á Svalbarðsströnd, og þar fæddist hann, 15. apríl 1858. Hann hefir því skort aðeins tvo daga í 60 ára aldur. Hann hneigðist snemma til bókar, og byrjaði að læra undir skóla hjá síra Jóni Austmann. Voru þeir þá samtíða honum þar, einnig við nám, Pálmi yfir- kennari Pálsson, skáldið Ste- phan G. Stephansson og Jón heitinn í Múla. Ekki varð þó af námi síra Friðriks hér. Hann tók að visu inntökupróf í »lærða skólann«, en hann sá ýms tor- merki á því, helzt efnalega, að hann gæti stundað hér nám, og afréð hann að »fara til Ame- riku« og íreista þar gæfunnar. Það var árið 1875. Ævisaga síra Friðriks er við- burðarík, og því eigi unt að að rekja hana hér í þessum minningarorðum nema afar lauslega. Síra Páll Þorláksson var þá nýlega prestvígður til norsku synódunnar, er Friðrik kom vestur, og liðsinti hann honum í því áformi hans, að ganga skólaveginn. Hann gekk því á skóla norsku synódunn- ar í Decorah. Þaðan fór hann til Kristjaníu og stundaði nám þar við hásltólann í 2 ár, en þá var eytt það litla fé, sem liann hafði unnið sér inn til férðarinnar. Fór hann þá vest- ur aftur, og lauk guðfræðinámi í Philadelphia og varð prestur að Garðar, N.-l)ak., árið 1886, 28 ára að aldri. Fram að þessu hafði síra Friðrik verið á vegum norsku synódunnar, en sú guðfræði, sem hún hélt að mönnum, var ákaflega gamaldags. Aldrei feldi hann sig vel við það, en þó stóðst hann ekki alla þessa skólagöngu, og skoðanir hans voru fremur þröngar framan af prestskaparárum hans. Hann komst þá einnig i kast við hóp manna, er voru lítt hlj'ntir kristinni trú eða kirkju, og bar- áttan gegn þeim rak hann lengra inn í bókstafsþjónkan, en hann hefði kosið. En náttúran er náminu rík- ari. Fróðleikslöngun hans hafði ekki hætt, þó að hann væri orðinn prestur og hefði lokið skólanámi, og nú tóku honum að berast utan úr heimi skoð- anir, sem þegar snertu næma strengi hjá honum, og vöklu til lífs það frjálslyndi í hugsun, sem »synóduguðfræðin« hafði svæft. Bar lítið á þessu fram- an af, enda var hann og lengi sjálfur hikandi. Síra Friðrik hafði nú flutst frá Garðar til Winnipeg og tekist þar á hendur kenslu í íslenzku við Wesley College. Þjónaði hann þó jafnframt Tjaldbúðarsöfnuði, sem þá var að miklu leyti i molum. Um aldamótin, eða mjög fljótt eftir þau, fór svo að bera á því, að hann mundi vera nokkru frjáls- lyndari í kristindómsskoðun sinni, en gott þótti með klerk- dómi kirkjufélagsins, og risu brátt út af þvi úfar nokkrir með þeim vinunum, síra Jóni Bjarnasyni, forseta kirkjufélags- ins, og honum. Hafði sira Frið- rik skift um bústað og embætti mest fyrir tilmæli síra Jóns, þvi að skiftin voru að öðru leyti til hins verra fyrir hann. Skal nú fara fljótt yfir sögu. Deilan smáþrútnaði ár frá ári. Sá ágæti foringi og spámaður, Jón Bjarnason, var ekki mjúk- ur við þá, er hann taldi svarta sauði í trúmálunum, og fékk nú síra Friðrik að kenna á þvi. Kirkjuþingið 1908 lagði niður kennaraembættið við Wesley Cnllege, til þess eins, að svifta síra Friðrik atvinnu, en liylja þann ósóma þó nokkurri grímu, og var það ilt verk og ómann- legt. Árið ettir varð svo spreng- ingin mikla á kirkjuþingi. Var samþykt tillaga ein, er þræl- batt meðlimi kirkjufélagsins við þá »stefnu, sem málgagn kirkju- félagsins, Sameiningin, hefir haldið fram á liðnu ári«, en fyrirdæmdi »Breiðablik«, tíma- rit sira Friðriks. Síra Friðrik svaraði með því að ganga af fundi, og fylgdú honum marg- ir fundarmenn. Á næstu dög- um rigndi svo niður úrsögnum safnaðanna. Alls fór h. u. b. þriðjungur meðlima kirkjufé- lagsins burt af þessum sökum, en af prestum aðeins síra Frið- rik Bergmann. Síðan hafa Vestur-íslendingar verið klofnir um þetta mál, sem bezt hefði mátt sameina þá. Verður nú að hverfa frá sög- unni, rúmsins vegna, og vil eg segja nokkuð af síra Friðrik, eftir persónulegri viðkynningu minni.*) Síra Friðrik var bókamaður hinn mesti. Sá sem kom inn í skrifstofu hans, sá þar bæk- ur og aftur bækur. Allir vegg- ir voru alþaktir bókum frá gólfi til lofts, og á miðju gólfi voru einnig bókaskápar. Hann átti meira bókasafn en nokkur annar guðfræðingur íslenzkur, honum samtímis, að því er eg þekki. Og hann las líka bæk- ur sínar. Eg hygg að naum- ast hafi sú bók verið til í safni hans, er eigi bæri nokkur merki þess, að hann hefði lesið hana eða notað, undirstrikanir, merki eða athugasemdir. Hann var með afbrigðum víðlesinn i guð- fræði, en hafði ekki að sama skapi grafist hyld}Tpisveg niður í einstök atriði. Enda vantaði hann þá einhæfni, er til þess þarf. Hann vissi mikið um flest og eitthvað um alt í guð- fræði. Hvergi varð komið að tómum kofunum. Fróðleiks- fýsn hans var óseðjandi. Hann segir sjálfur um sig, þegar hann minnist erfiðleikanna við skóla- námið: »Löngunin var svo sterk, að eg held eg hefði frem- ur gengið í svartaskóla, en fara allri skólamentun á mis«.**) Þessi fróðleiksf5rsn fylgdi hon- um alla ævi hans. Eg get ekkihugs að mér að hann hefði getað »forpokast«. En þrátt fyrir allar þessar bækur og bóklestur, var hann ekki »bókamaður« fyrst og fremst. Hann var framkvæmda- maður í félagslífinu. Þess vegna las hann heldur eitthvað um alt en alt um eitthvað. Hann vildi hvergi vera slypp- ur. En hins gerðist síður þörf, að grafast niður í einstök vís- indaleg viðfangsefni. Eg minn- ist þess, að eg hafði einhverju sinni orð á því, hve mikið hann ætti af bókum, og hve gaman# væri að liggja sí og æ *) Sira F. B. hefir sagt sögu trú- máladeilnanna mjögvel í bók sinni, Trú og pekking, Rvík 1916, bls. 110. Er frásögn lians furðu óhlutdræg af málsaðilja að vera. **) Trú og pekking, bls. 112. í bókum. En svarið var óvænt. »Svo«, sagði hann. »Eru þá þurrar bækurnar skemtilegri en lifandi mannssálirnar. Nei, þær veit eg yndislegastar aflestr- ar«. Hann var sálnahirðir fyrst og fremst. ómögulegt er að hugsa sér erfiðari prestsþjónustu en þá, er hann tók að sér í upphafi. Nýbyggjarnir voru dreifðir yfir ægimikið svæði, fátækir og skuldugir, ýmsir þeirra lítt hefl- aðir og sumir jafnvel andvígir kirkju-starfsemi allri, og öll fé- lagssamtök vantaði. En þetta var nákvæmlega starf eftir hans höfði. Þarna var Ieirinn ómót- aður, og gat orðið úr honum hvort sem var, ker til sæmdar eða vansæmdar, eftir því hvern- ig á var haldið. En hann greip taumana þegar báðum höndum. Starfið var gifurlegt. Hann var altaf á ferðinni í léttum vagni, flesta daga frá morgni til kvölds. Og hann mótaði efnið fljótar og betur, en vænta mátti af jafn ungum manni. Hann mótaði úr leirn- um ker til sæmdar. Söfnuðir hans voru fyrirmyndarsöfnuðir. Eina sögu heyrði eg vestra frá þessum árum hans. Eg man aðalatriðið vel, en auka- atriðin óglögt. Veikindi komu upp á heimili hans, og varð að sóttkvia. Og hvað gerði hann þá? Hann lét loka sig úti, til þess að þurfa ekki að vanrækja söfnuðina. Hann gerðist útlægur af heimili sinu, þegar hann sízt hefði kosið það, til þess að reynast ekki hjörðinni »leiguliði, sem flýr«. Og þó var hann ástrikur heim- ilisfaðir. Hvað skyldu margir hafagert það? Starfshæfileikar hans, þróttur og skipunargáfa kom út á við langbezt fram í kirkjumála- deilunum miklu, sem áður er vikið að. Og má þá sízt gleym- ast, við hvílíkan yfirburða-for- ingja hann átti að etja, þar sem var sira Jón Bjarnason. Mér er nær að halda, að síra Frið- rik hefði dregið kirkjufélagið að mestu úr höndum hvers af hinum prestum þess. Að minsta kosli stóð enginn annar hon- um snúning, og síra Jón ekki heldur er til guðfrœðinnar kom. Þetta er miklu lengra mál en svo að það verði rætt hér. En þó er það sannast, að í raun réttri er ómögulegt að skrifa um síra Friðrik án þess. Því að þá fyrst sjáum vér hvað í honum bjó, er vér horfum á hann einan í þeim eldi og breunisteini, er þá rigndi. Eg segi einan, því að þó að lióp- ur fjdgdi honum fast og drengi-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.