Þjóðólfur - 20.04.1918, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.04.1918, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR 19 Frumburðarréttur og flatbaunir. Á nýaístöðnum sýsluíundi í Ár- nessýslu hefir sýslunefnd hent það slys, að samþykt hefir verið með 8 atkv. móti 5, að Ólafsvellir með hjáleigum væru óhæfir til skóla- seturs eða sundurskiftingar í smá- býli. Að vísu hefir sama sýslu- nefnd eða sömu sýslunefndarmenn marglýst yfir því gagnstæða, en tímarnir breytast og mennirnir með. Vitanlega er umsögn síð- asta sýslufundar helber ósannindi, því að hér er um höfuðból að ræða, sem liggur á Skeiða-áveitusvæðinu | og eru þar nú sem stendur 5—6 búendur, en sá, sem kaupa æskir (sr. Br. J.), er búlaus, nema hvað hann er talinn fyrir jörðinni. Ef nokkur jörð í Árnessýslu er kjörin til að vera skólasetur, þá er það þetta höfuðból, en þeir for- sjálu menn, sem lýsa yfir því gagn- stæða, segja ósatt. Þeir hafa eigi hugsað svo langt, að slíkt gæti átt sér stað í tíð niðja þeirra, ef nokkrir eru, en umhyggja fyrir öðrum landsins sonum er senni- lega takmörkuð hjá þeim. Hr. Böðvar Magnússon að Laugarvatni var einu sinni þeirrar skoðunar, að smábýla-búskapur ætti vel við hér á landi, en sennilega hafa breyttar ástæður nú valdið hug- hvarfi hans. Hve mikils virði eign sú er, sem um ræðir hér, má sjá af þeirri skoðun sr. Stefáns Stephen- sens, fyrrum prests að Ólafsvöllum, að hann telur hana eins og hún er nú, áður en áveitan kemur, 60.000 — sextíu þús. — kr. virði. Sr. St. St. var fyrirmyndar-búhöldur á sinni tíð, og eru ummæli hans mikils verð i þessu máli. Gefst nú forsætisráðherra gott tækifæri að velja milli fósturjarð- arinnar og mága sinna, og vænt- anlega lætur alþingi ekki standa á stuðningi sínum, ef umsögn þess gilti nokkuð fyrir ráðherrann. Þess skal getið, að þeir, sem greiddu atkvæði móti sölubeiðni Ólafsvallaprestsins, föður núverandi oddvita sýslunefndarinnar, voru prestarnir: sr. Ólafurí Hraungerði, sr. ÓJ. Y. Briem, Stóra-Núpi, sr. Ólafur í Arnarbæli, sr. Gísli Skúla- son og Ágúst bóndi Helgason í Birtingaholti. Þökk sé þeim! En — ennþá hefir frumburðarréttur- inn lotið í lægra haldi fyrir flat- baununum. Arnesingur. Þjóðólfur var beðinn að fiytja undanfarandi grein í síðasta tölu- blaði, en hún gat þá ekki komizt að sökum rúmleysis. Mál þetta hefir vakið almenna athygli austan fjalls. Einhver merkasti bóndinn þar eystra, hr. varaþingmaður Agúst Helgason í Birtingaholti, hefir skrifað um mál- ið þingmönnum Arnesinga bréf það, er birtist hér á eftir: p. t. Reykjavík 15. apríl 1918. Síðastliðin ár hefir presturinn á Ólafsvöllum haft í huga að ná kaupum á prestsetrinu Ólafsvöllum, ásamt 5 hjáleigum. Eru allar þessar jarðir nú í ábúð annara en hans. Árið 1916 lagði hann fyrir sýslu- nefnd Árnesinga fyrirspurn um það, hvort hún teldi Ólafsvelli til þeirra jarða, sem ræðir unl i 2. gr. kirkjujarðasölulaganna frá 16. nóv. 1907. Svaraði nefndin því játandi með 13 atkv. móti 1 og lagði á móti því, að jörðinni yrði fargað úr opinberri eign. Var þannig komið í veg fyrir í það sinn að Ólafsvellir yrðu seldir. Nú hefir presturinn risið upp I aftur og lagt á ný hina sömu | spurningu fyrir sýslunefndina við- víkjandi Ólafsvöllum, og sýslunefnd- in hefir á nýafstöðnum fundi neit- að með 8 atkv. móti 5 því, sem hún fyrir 2 árum hafði játað nær í einu hljóði, að Ólafsvellir teld- ust til þeirra jarða, sem ræðir um í 2. gr. kirkjujarðasölulaganna. Að fenginni þessari yfirlýsingu sýslunefndar mun presturinn nú leita til Stjórnarráðsins eftir kaup- um á jörðinni. í allmörg ár hefir það verið ríkt í hugum manna á Suðurlandi, að hin mesta nauðsyn væri að koma þar upp góðum alþýðuskóla, og á nýafstöðnum sýslunefndarfundi í Árnessýslu var skorað á lands- stjórnina að undirbúa og leggja fyrir næsta reglulegt Alþingi frum- varp til Iaga um stofnun bænda- skóla á Suðurlandi, austan fjalls. Þegar litast hefir verið um eftir hentugri skólajörð, hefir valið helst lent á tveimur, Skálholti og Ólafs- völlum. Engum kunnugum mun þó blandast hugur um, að Ólafsvellir eru hentugri skólajörð, þó að sögu- legar endurmÍDningar mæli frem- ur með Skálholti, en það er nú í eign einstaks manns og mun ekki liggja á lausu. Þegar áveitan úr Þjórsá yfir Skeiðin, sem nú er tekið að vinna að, kemur í framkvæmd, fá Ólafs- vellir (með hjáleigunum) undir áveitu framt að 1000 teigum, eða nærri x/á af öllu áveitusvæðinu, og er mikið af því landi véltækt. Þá hefir jörðin einnig mikið þur- lendi og óþrjótandi t.únefni. Get- ur því engum dulist, að hér er um mikla framtíðarjörð að ræða. Presturinn, sem sækir um kaup á jörðinni, er aldraður maður og .hættur búskap fyrir mörgum ár- um. Er því bert, að hann ætlar ekki jörðina handa sjálfum sér til ábúðar, Með þvi að eg er einn þeirra manna, sem einlæglega óska þess, að góður alþýðuskóli rísi upp á Suðurlandsundirlendinu, get eg ekki hugsað til þess, að Olafsvellir yrðu nú seldir úr þjóðareign og þeim máske þar með komið í hend- ur bröskurum, sem gera þá óbyggi- lega, leyfi eg mér að snúa mér til yðar, háttvirtu alþingismenn, og biðja yður að flytja nú hið fyrsta á alþingi tillögu um að banna sölu á Olafsvöllum. Af þvi að eg býst við, að ef til vill verði hraðað að leitast eftir kaupum á Olafsvöllum, hefi eg ekki rábrúm til að fá fleiri menn í lið með mér með þessi tilmæli til yðar, en eg vænti, að ekki líði á löngu, þar til fleiri koma fram með mótmæli gegn sölu á umræddri þjóðeign. Bréfi þessu læt eg fylgja út- drátt úr fundargerðum Árnessýslu 1916 og 1918, sem sýnir, hvernig sýslunefndin lítur á þetta mál. Af sérstökum ástæðum, sem ekki koma þessu máli við, hafa sumir nefndarmennirnir skift um skoðun frá fyrri fundinum. Virðingarfylst, Agúst Helgason (frá Birtingaholti). Til alþingismanna Arnesinga, herra Sigurðar Sigurðssonar og Einars Arnórssonar. Útdráttur úr fundargerðum sýslu- nefndar Arnessýslu, er hr. Á. H. minnist á í bréíi sínu, er prent- aður hér á eftir lesendum blaðs- ins til ekki ómerkilegs fróðleiks og þóknanlegrar umhugsunar. Hann. er gott sýnishorn þess, að skoðana-hjól snýst ótt í héraðs- málum, ekki síður en í landsmál- um, eins og við er að búast. Útdráttur úr fundargerðum sýslunefndar Ár- nessýslu á aðalfundi hennar 27. marz til 3. apríl 1916. ---------64. „Nefndin í kirkju- jarðasölumálinux) (tölul. 49 og 50) lagði fram álit sitt á þá leið, að jarðir þessar. yrðu að teljast til jarða þeirra, er ræðir um í 2. gr. kirkjujarðasölulaganna 16. nóv. 1907, og því varhugavert að farga þeim úr opinberri eign. Eftir nokkrar umræður um mál- ið, var tillaga nefndarinnar um Ólafsvelli borin undir atkvæði og samþykt með 13 atkv. gegn 1. En áður en til atkvæöa kæmi um Gaulverjabæ, tók umsækjandi, Skúli Thorarensen, beiðni sína aftur“. Gjörðabók lesin og samþykt. Fundislitið 3. apr. 1916, kl. b^/zsíðd. Eiríkur Einarsson. Ólafur Magnússon. Böðvar Magnús- son. Árni Pálsson. Kolbeinn Guðmundsson. Gunnl. Þorsteins- son. Bjöm Bjarnason. Guðm. Þorvarðarson. Eiríkur Sigurðsson. Júníus Pálsson, G. Sigurðsson. Ól. Y. Briem. Dagur Brynjólfsson. Ágúst Helgason. Ól. Sæmundsson. Guðm. Lýðsson. Réttan útdrátt vottar: p. t. Tryggvaskála 13. apríl 1918. Ólafur Magnússon. ‘) í þesaari nefnd sátu: * Dagur Brynjólfsson, Guðm. Lýðsson og Ólafur V. Briem. Ó. M. Útdráttur úr fundargerðum sýslunefndar Ár- nessýslu á aðalfundi hennar 8.— 13. apríl 1918. — — — 52. Búnaðarmála- nefndin lagði fram álit sitt í mál- inu um sölu kirkjujarða.--------- — — — 2. Um það, hvort Yogsósar heyri undir jarðir þær, sem getur um 2. gr., 1. og 2. lið kirkjujarðasölulaganna, fór fram atkvæðagreiðsla, að viðhöfðu nafna- kalli, þannig, að þeir sem vildu leyfa söluna sögðu já, en hinir nei. — — — 4. Um sölu Ólafs- valla fór fram samskonar atkvæða- greiðsla. Já sögðu: Úolbeinn Guðmundsson Sigmundur Sveinsson Gunnl. "Þorsteinsson Björn Bjarnason Árni Pálsson Guðm. Þorvarðarson Júníus Páisson Böðvar Magnússon Nei sögðu: Ólafur Magnússon Ágúst Helgason Ólafur Briem Olafur Sæmundsson Gísli Skúlason Guðm. Lýðsson, Dagur Brynjólfs- son og oddviti greiddu ekki atkv. Með 8 atkv. gegn 5 var samþykt, að jörðin Ólafsvellir með hjáleig- um heyri ekki undir 2. gr. kirkju- jarðasölulaganna. Réttan útdrátt vottar: p. t. Tryggvaskála 13. apríl 1918. Ólafur Magnússon, skrifari nefndarinnar. Það kann Þjóðólfur seinast af máli þessu að segja, að þingmenn Arnesinga hafa tekið til greina málaleitun hr. Agústs Helgasonar og borið upp tillögu til þingsálykt- unar um, að alþingi skori á stjórn- ina að selja ekki Olafsvelli, og Sigurður Sigurðsson hefir komið fram með tillöguum, að Gaulverja- bær verði ekki heldur seldur. Verða tillögur þessar vonandi sam- þyktar. Er þá vonandi fulltrygt, að ein hin mesta framtíðareign meðal þjóðjarða vorra, verði ekki sama sem bröskurum gefin, eins og hætta virðist á, að því er ráða má af bréfi Agústs Helgasonar. En væri ekki ráðlegt, að þingið athugaði nú, hvaða jarðir eru lík- legar til mikillar verðhækkunar í framtíðinni, eða virðast geta .orð- ið hentug skólasetur, og bannað sölu slíkra jarða, því að lítils virð- ist að vænta af fyrirhyggju og framsýni sýslunefnda í þessu efni? StjórnarfrumYörp. Þar ber fyrst að telja frumvarp til laga um almenna dýrtíðarhjálp. Aðalefni þess felst í 1. gr., er svo hljóðax: „Á tímabilinu frá l.sept. 1918 til 1. sept. 1919 veitist sveitar- og bæjarfélögum heimild til að verja úr sveitar- eða bæjarsjóði, auk venjulegra útgjalda, upphæð, er þó ekki nemi meiru en 15 kr. á hvern mann í sveitarfélaginu, til þess að afstýra verulegri neyð, að dómi sveitarstjórnar, af dýrtíð og fnatvælaskorti. Fé þessu má verja til kaupa á matvælum, elds- neyti og öðrum nauðsynjavörum, eða til niðurfærslu á verði á þess- um vörum“.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.