Þjóðólfur - 20.04.1918, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.04.1918, Blaðsíða 2
18 ÞJÓÐÓLFUR lega, þá hvíldi þó öll forusta málsins á herðum hans eins. Og það er ef til vill betra eft- irmæli en ílest annað, hve kynja illa andstæðingunum gekk að svíða utan af honum, ekki aðeins prestsskrúðann heldur jafnvel minstu hvers- dagsflík. Síra Friðrik var ekki mikill fyrir mann að sjá. Heilsuleysi og sífeld ofvinna hafði gert hann grannan og beinaberan, þunnhærðan og gráhærðan löngu fyrir tímann. Líkaminn var alls ekki samboðið hús þeirri sál, sem í honum bjó, eða hæft verkfæri fyrir áhuga hans. En augun voru hvik og snör og sí-tindrandi. Einkum þó þegar hann talaði og talaði af áhuga, eins og hann oftast gerði. Eg minnist eins slíks atviks. Það var þegar kirkjumálið mikla var fyrir rétti í Grand Forks í N.-Dak. Síra Friðrik var þá í Islandsferð, en brá við, þegar er bann frétti hvað við lá. Hann kom heim til sín (til Winnipeg) meðan réttar- höldin stóðu yíir. Þar beið hann að eins eftir næstu lest, og þaut svo til Grand Forks. Þangað kom hann seint um kvöld, staðuppgefinn af þriggja vikna ferðalagi, og illa fyrir kallaður. Daginn eftir var hann tekinn fyrir réttinn, og var þar mikinn hluta dagsins, þaul- spurður flækjuspurningum af grimmum lögmönnum, sem vissu, að hér var höfuð-vígið að vinna. Mér var starsýnt á hann þá, einkum er líða fór á daginn, þar sem hann sat í vitnasæt- inu. Hann var út-taugaður af erfiði og vökum. En leiftrin í svörum hans og fimleikinn í orðaskilmingum var aðdáan- legt. Mér fanst þessi vesæli líkami hans vera orðinn að engu. Hann var eintóm sál, eintómar gáfur og eldmóður. Eg hefi aldrei séð slíkt bál kynt á jafn-hrörlegum kveyk. Annríki hans hefir vafalaust valdið því, að ekki liggja eftir síra Friðrik fleiri bækur en raun er á, auk þess, hve erfitt er að fá gefnar út á íslenzku guðfræðibækur. En hann skrif- aði samt afar-mikið. Hann var lengi ritstjóri »Aldamóta«, og átti þá margt í þeim. Hann gaf út »Breiðablik« i 8 ár, og skrif- aði að mestu sjálfur. Hann skrifaði ferðabók »ísland um aldamótin«. Fyrirlestrar nokkr- ir eftir hann voru prentaðir og nefndi hann þá »Vafurloga«. Auk þess ýms smákver, svo sem nokkrar prédikanir, er hann nefndi »Eina lífið«, fyrir- lesturinn »Hvert stefnir« og fyrirl. »Viðreisnarvon kirkj- unnar« og eitthvað fleira. En merkasta bók hans er sú, er hann ritaði út af kirkjumálinu vestur-íslenzka og kallaði »Trú og þekking«. Kemur hann þar víða við, og er hún sannur minnisvarði yfir fróðleik hans og yfirburða-þekkingu í guð- fræði. Ættu menn að lesa þá bók miklu almennar en virð- ist vera gert á landi hér. Stílsmáti hans var einstak- lega lipur og reiprennandi. Lesarinn steytir hvergi fót sinn við steini, og efnið flýgur upp í fang manni. Maður tók varla eftir því, hve fagur stíllinn var, af því hve auðveldur hann var og látlaus. Þó þótti mér hann skemti- legri sem ræðumaður en rit- höfundur. Honum var afarsýnt um að tala. Mér þótti hann prédika betur blaðalaust en af blöðurn, og er það þó óvenju- legt. En það er vottur sam- vizkusemi hans og vandlætis við sjálfan sig, að á síðustu árum sínum var hann farinn að ski'ifa allar prédikanir sín- ar, af þvi að honum fanst þær verða með því efnisríkari og skipulegri. Þó var honum svo létt sem frekast er unt, um að tala blaðalaust, en hitt var geipiverk i viðbót við öll önn- ur störf hans, að skrifa tvær langar prédikanir fyrir hvern helgidag, tvær stórar postillur á ári! Hann talaði einnig mjög oft á fundum og samkomum, og aldrei heyrði eg hann tala um svo lítilíjörlegt efni, að hann ekki gæti komist í móð, og látið aðra finna nokkurn yl líka. Fátt eitt hefir nú verið sagt af síra Friðrik Bergmann. Hann hafði míklu fleiri hliðar en þær, sem hér eru nefndar. En til- gangurinn með þessum minn- ingarorðum er heldur ekki að gefa neina tæmandi lýsingu á honum, heldur aðeins bregða upp nokkrum endurminning- um um hann. Bókelska hans og gáfur hefðu án efa getað gert hann að ágætum vísinda- manni. En þá hefði hann kyrkt það, sem hann átti enn ágætara, lægnina í umgengni við menn og foringjahæfileik- ann í baráttunni fyrir andlegu frelsi. Hann vann starf sitt að minni skoðun á mjög óheppi- legum stað, rneðal þjóðar, sem er á hverfanda hveli, og mun starf hans fyrir það miklu fyr fyrnast en ella mundi. En hitt á eg þó eigi síður við, að straumarnir í trúar- og kirkju- lífinu liggja í aðrar áttir vest- ur þar en hérna megin hafs- ins. Hér er slík hreyfing, sem hann vakti, timans barn. En þar er það þvert á móti. Og því er hætt við, að straumur- inn, sem hann klauf, lykist saman skömmu eftir, að gröf hans verður moldu orpin. Hann lifði því að nokkru leyti ein- angraður, eins og álftarunginn í andagarðinum, og eg efast um, að hann hefði borið þá raun, ef hann hefði ekki sótt samúð og styrk frá samherj- um sinum hér heima. En mikið og gott starf verður þó aldrei unnið fyrir gíg. Og hvar sem minst er gáfaðrá manna með þjóð vorri, hvar sem minst er starfsmanna og einkum þó hvar sem minst er þeirra, sem berjast gegn ofurefli fyrir and- legu frelsi sínu og annarra — þar má nefna nafn síra Frið- riks Bergmanns. Magnús Jónsson. Alþingi. Setningarfundi alþingis var frest- að til mánudags 15. þ. m. Liðu því fimm fyrstu dagar þingtímans svo, að ekkert var gert, nema brætt og bruggað að tjaldabaki, sem hætt er við, að lítinn ávöxt beri. Þrífast allskonar „makk- bakteríur“ vel í slíku næði, sem virðulegum löggjöfum var veitt mestan hluta fyrstu þingvikunnar. Fingsetningarfundur hófst kl. 1 e. h. á mánudaginn 15. þ. m. Aldursforseti þingsins, Ólafur Briem, steig í stóiinn‘ og stýrði fundi, þar til er kosinn var for- seti sameinaðs þings. Mintist hann með nokkrum orðum fráfalls Tryggva Gunnarssonar, er lengi hafði setið á alþingi. Þá skýrði forsætisráðherra frá því, að fyrsti landkjörinn þing- maður, Hannes Hafstein, heíði skrifað sér, að hann gæti ekki setið á þingi, sökum heilsulasleika, og óskað þess um leið, að vara- maður sá, er koma ætti í stað sinn, yrði kvaddur til þingsetu. Það virðist því upphaflega frá Hannesi Hafstein komið, að Sig- urjón Friðjónsson sitji nú á þingi í stað hans. Umræður spunnust nokkrar um, hvort honum skyldi leyfð þingseta, og hversu skilja bæri orð stjórn- arskrárinnar um þetta efni. Hafði Bjarni frá Vogi orð fyrir þeim, er banna vildu Sigurjóni þingsetu, Pétur Jónsson fyrir hinum. Kvað Bjarni það með öilu ólöglegt, að Sigurjón ætti setu á þingi. Eng- inn þingmaður heíði farið frá, ekkert sæti væri autt. Þingmenn yrðu því 41, ef samþykt yrði, að Sigurjón tæki sæti á þingbekkjum. Eftir stjórnarskránni væri tala þing- manna 40. Sagðist hann hafa setið í stjórnarakrárnefnd 1913. Hefði það alls ekki verið hugsun löggjafa á þvj þingi, að varamað- ur kæmi í stað landkjörins þing- manns, er þannig stæði á sem nú. Ákvæðinu um varaþingmenn hefði aðeins verið skotið inn til* þess að komast hjá landkosningum, er væri mjög umsvifarniklar, ef land- kjörinn þingmaður færi eða félli frá. Þá talaði Pétur Jónsson. Vísir segir frá ræðu hansþannig: „Hann áleit, að andi stjórnarskrárinnar væri sá, að flokkarnir nytu jafnan bolmagns síns á þingi i hlutfalli við kjósendafjölda. En ef sæti ætti að verða autt á þennán hátt, hlyti það hlutfall að raskast. Svo gæti staðið á, að fleiri þm. for- fölluðust, t. d. við það, að þeir væru fjarverandi í mikilsvarðandi erindum fyrir landið og væri þá illa til fallið, að neyða þá til að segja af sér þingmensku. Sæti kvaðst. hann hafa átt í stjórnar- skrárn. á þingi 1913, en ekkert muna eftir neinu tali um þetta þá. En það kvaðst Bjarni muna betur“. Þá þykir hlýða að greina hér frá efninu í ræðu Einars Arnórs- sonar (eftir frásögn Vísis), svo að lesendur geti séð ástæður þær, er báðir aðiljar töldu máli sínu til gildis. Einar Arnórsson kvað stj.skr. ekki tæmandi um þetta atriði. Það væri fyrirskipað, að varamenn skyldu taka við þingmensku, er aðalmenn féllu eða færu frá, en þar með væri ekki sjálfgefið, að þeir mættu ekki setjastí þingsæti, þegar svo stæði á sem nú. Stjórm arskráin væri í ýmsum greinum ekki tæmandi, t. d. væri svo fyr- ir mælt í henni, að kostoað við ferðir ráðherra á konungs- f u n d skuli greiða úr Landssjóði, en af því væri ekki dregin sú ályktun, að hann ætti sjálfur að greiða kostnað af öðrum embætt- isutanferðum. Þegar svo stendur á, að stjórnarskráin eða önnur lög eru ekki tæmandi, taldi hann rétt að skýra þau á þann hátt, sem skynsamlegast væri“. Nokkurt þjark var um málið auk þess, er hér er frá sagt, en þykir ekki skifta máli. Lesendur blaðs vors hafa nú áreiðanlega heyrt aðalástæður með og móti beiðni Hannesar Hafsteins um, að fyrsta landkjörnum varaþingmanni yrði leyft að taka sæti á þingi, Varð þingið við þeirri beiðni með 20 atkv. gegn 16. Heimastjórnarmenn ogLangsum- menn allir sögðu já, og auk þeirra Einar Árnason og Jón Jónsson á Hvanná. Sigurður Jónsson, ráð- herra, og Björn KristjánssoD, fyrv. ráðherra, greiddu eigi atkvæði; Þversum og Framsókn sögðu nei. Kosningar forseta. Forseti sameinaðs þings varð Jöhannes Jóhannesson með 19 atkv. Kristinn Daníelsson hlaut 18. — Varaforseti Magnús Torfa- son, eftir hlutkesti milli hans og Einars Arnórssonar, er báðir hlutu 18 atkv. Skrif&rar sameinaðs þings urðu Sigurður Stefánsson og Þorleifur Jónsson. Forseti í efri deild varð Guð- mundur Björnsson og Ólafur Briem í neðri deild. Skrifarar efri deildar: Eggert Pálsson og Hjörtur Snorrason. — I neðri deild: Gísli Sveinsson og Þorsteinn Metúsalem Jónsson. jfo£ Alla^ afgreiðslu Þjóðólfs annast Björn Björnsson bókbind- arl, Laugaveg 18, Sími 286. — Hann tekur við öllum auglýs- ingum og hefir á hendi öll reikn- ingsskil blaðsins. Ef vanskil verða á því, eru menn beðnir að snúa sér til hans.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.