Þjóðólfur - 10.07.1918, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 10.07.1918, Blaðsíða 2
66 ÞJÓÐOLFUR Ii spádóma 09 ný fræði. Defetiscor tormentulis. I. Þessi ritgerð og ýmsar, sem tals- vert hafaveriðmisskildar ennþá, og flestir lesendur þessa blaðs munu hafa séð eitthvað af, eru svolítið spor í áttina að tilraun til þess að breyta hugsunar- hætti mannkynsins. Er mér vel ljóst, að sú tilraun er ekk- ert auðveld, og það er m. a. þess vegna, sem ritgerð, er nú er að koma í »Lögréttu« heitir »Á Bröttubrekku«. Spyrji menn hversvegna mað- ur sem getur, svo skilja megi ritað Qöllesnari mál en ís- len/ka er, sé að reyna slíkt hér í fámenninu, þá er þar til að segja, að hvort sem menn hefja langa göngu eða skamma, þá er upphafið það að stíga eitt spor. Mun eg síðar reyna við íleiri en íslendinga. En gagnvart löndum mínum þyk- ir mér, sem ekki dugi ófreist- að, þó að horfurnar á að mér verði nokkuð ágengt hér, séu ekki miklar. Og ekki er það einungis sjálfs mín vegna, sem mér þætti það æskilegt, að ein- hverjir íslendingar yrðu til að skilja það fyrst, hverskonar tilraun það er sem hér ræðir um. Ber ýmislegt til þess að eg get ætlast til að menn íhugi vel orð mín, og séu ekki mjög fljótir til að dæma um mig líkt og of óvitur samtíð dæmdi um fyrirrennara mina Demo- kritos og Brúnó. Hefi eg varið lifi mínu til náms og rann- sókna, eftir þvi sem orka heíir leyft, og metið það meira, að nota tímann til þess að færa út það svið sem eg hefði vit á, heldur en taka að mér eitt- hvert starf í því skyni að auka óríflegar tekjur. II. Þann misskilning — sem eg rek mig á stundum — að eg hafi umhverfst að hugsunar- hætti og gerst dulrænumaður, verð eg að biðja menn að forð- ast. Dulspekirit hefi eg að visu talsvert stundað nú í nokkur ár, en einungis vegna þess að eg hefi fundið, hvernig gera má bjart á þessu forna þoku- svæði, og leggja það undir yfir- ráð vísindanna. Og má um það starf með sanni segja, að það sé í allra nauðsyn unnið. Extra scientiam nulla salus, er mín setning. Eða með öðrum orðum: það er einungis ein leið til áreiðanlegrar þekking- ar, og það er að nota skyn- semina. Hugboði og >}opinber- unum« verður varlega að treysta. En ekki er það skyn- semi heldur skynleysi (orðið er hér notað í dálítið sérstakri merkingu) að halda að hug- boð, »innblástur« (intuition, inspiration og fleira af því tagi sem sú visindagrein, sem eg nefni epagógík mun fást við) sé eingöngu komið upp í manns eigin heila. í ritgerðinni »Á Bröttu- brekku« og ýmsum öðrum, hefi eg (til bráðabirgða) gert nokkra grein fyrir því hvern- ig draumlífið er til komið. í svefni verður nokkurskonar hleðsla eða magnan taugakerf- isins (fyrir »induktion«; þess vegna kalla eg epagógík eða in- dúktionsfræði) og draumlífið er einn þáttur þeirrar magnanar eða »hleðslu«; annars meðvit- und og annara, kemur i svefni í staðinn fyrir vora eigin. En stundum geta þessi áhrif af meðvitund annars orðið svo rík, að maðurinn gleymi sjálf- um sér og haldi að hann sé orðinn að öðrum, eins og prest- urinn eða farandprédikarinn, sem hafði verið að taka pen- inga í banka, en gleymdi sið- an sjálfum sér, gerðist kaup- maður og rak verzlun í nokkra mánuði áður hann tók sig aft- ur og mundi hver hann var. Að það var einmitt í banka sem þessi sáluskifti urðu, að maðurinn tók kaupmannssál í staðinn fyrir prestssál, getur magnanarfræðin, epagógíkin vel skýrt. ‘III. Þegár menn fara að færa sér í nyt þær uppgötvanir sem hér ræðir um, munu á 10 ár- um verða meiri framfarir í skilningi á »dularfullum fyrir- brigðum« en á 10000 árum áður. Og það munu ekki líða mörg ár áður orð mín sann- ast; því að uppgötvanir þær »liggja nú í loftinu« sem leiða til hinna nýju náttúrufræða er nefna mætti bioradiologi (líf- geislanarfræði), epagógík (sem eg veit ekki ennþá neitt íslenzkt nafn á er mér líki) og astro- biologi (stjörnulíffræði; fræðin um lífið á öðrum stjörnum). Mun hér fara um skilninginn á sambandi lífsins í öllum heimi líkt og um aldamótin 1800, þegar Erasmus Darwin, Oken og Lamarck og fleiri ágætir menn, náðu um líkt leyti hin- um afaráríðandi skilningi á »samhengi lifsins« á jörðu hér. Var það þýðingarmeiri við- burður, þó að lítið væri orð á gert, heldur en allar styrjaldir Napóleons, og úr alt annari átt. IV. Þegar vér erum farnir að átta oss á eðli spádóma, furðar oss ekki á pví, að spáð hefir verið fyrir þessum tíðindum sem hér er á minst. Lít eg á það sem spádóm af því tagi, sem haft er eftir »anda« á bls. 234 í »Raymond«, hinni mjög lesnu bók sem sir Oliver Lodge ritaði til minningar um son sinn. »Okkar megin«, segir »andinn«, »er búist við þvi, að á fáum árum muni verða mikil breyting á þögum manna á SauaTÉlan margeftirspnrðu eru nú komnar aftur í verzlun Andrésar Jonssonar. Eyrarlatta, jarðarsviðinu (the earth-plane). Og úr sömu áttinni er það þegar haft er eftir »andanum« Myers (sömu bók bls. 248) að eftir tiu ár muni (mikil) um- skifti vera orðin á jörðu hér, eða, svo að eg þýði nær orð- unum: verði jörðin orðin ólík- ur staður því sem hún er nú (in ten years from now the world will be a different place). Miklu greinilegri en þetta sem nú er sagt, er spádómur þýzkrar völvu sem kallar sig v. Ferriem; er þá völuspá að finna í riti frá 1905; er þar spáð mjög merkilega um hina miklu styrjöld og sagt að fyrstu 19 árin framan af þessari öld muni verða mjög ófriðsamt; einnig er þar sagt, að rússneska ríkið muni sundurliðast. Segir í þessari þýzku völuspá, að þess verði ekki langt að bíða, að fundin verði ný náttúruvisindi (neue unbekannte Naturwiss- enschaft) og kend við alla há- skóla. Segir völvan, að þessi nýja náttúrufræði muni koma fullkomnum friði á milli vís- indanna og kirkjunnar. Er það nú séð, að völvan mun hér sannspá reynast; þvi að þessi nýja náttúrufræði er einmitt biora'diologian og astro- biologian sem eg gat um áðan. Orðið astrobiologi hefi eg hvergi séð á prenti nema i bókinni Limanora eða Framfaraeyjan eftir próíessor J. Macmillan Brown, sem er málfræðingur og um margt annað stórlega fróður maður, og einhver merkilegasti rithöfundur sem nú er uppi. Þessi bók hans sem eg nefndi, er hin lang- merkilegasta »íramtíðarlýsing« sem eg hefi fcéð, tekur jafnvel fram hinni snildarlegu fram- tíðarbók H. G. Wells’: A mo- dern Utópia. Þegar visindi þau sem eg hefi nefnt, fara að koma að notum, mun vort erfiða og stundum því nær óbyggilega land verða sannnefnd framfara- eyja; mun sumt það hér verða gert, sem jafnvel ennþá betur horfir til réttrar áttar, en um- bætur þær á mannfélagi sem af segir í ritum áðurnefndra snillinga. 28—6-7,—7. Helgi Pjeturss. ,,Á ferð og flugi". Frá því var sagt í síðasta blaði, að yngsti adjunct Mentaskólans, hr. B'öðvar Kristjánsson, hafi sagt af sér embætti sínu og gerist for- stjóri hlutafélagsins mikla, „Kola og Salts“. Þingmaður Y.-ísfirðinga, hr. Matthías Ólafsson, gat þess í þing- ræðu, að hann væri í röð allra beztu kennara Mentaskólans og að skólanum væri skaði að brottför hans, og er það efalaust sann- mæli. Hann er vafalaust einhver allra færasti enskukennari, er nú er kostur á hér á landi. Hann er maður bráðduglegur, þrekmaður, fjörugur, kappsamur og fylginn sér í kenslustörfum, enda hefir hann hlotið nær einróma lof læri- sveina sinna fyrir skýra kenslu og fjöruga. Það kemur ekki kenn- ara í ensku við, heldur reglugerð skólans, að mikilla endursagna er krafizt í nýju málunum, er sumum nemendum hafa líkað illa. Böðvar hefir kent um 10 ár í Mentaskólanum, og unnið þar af- armikið, mátt til sökum lélegra launa. Alþýða manna rennir ekki minsta grun i, hvílík feikn sum- ir starfsmenn landsins mega leggja á sig, og hve iangur er vinnu- tíminn sumra þeirra. Að jafnaði hefir Böðvar kent 6 stundir dag- lega í skólanum. Hann hefir og kent mikið heima seinni hluta dags, og enn er ótalið, að hann hefir orðið að leiðrétta stíla viku- lega. Við þetta verður að bæta tíma þeim, er hann heflr varið til undirbúings undir kenslustundir næsta dag. En kennarar ættu helzt altaf að gera slíkt, hafa hugs- að efni það, er þeir ætla að tala um og hafa hugleitt, hversu þeir fái bezt vakið forvitni og eftirtekt nemenda á því, er þeir viija fræða þá á, hversu kenslan geti orðið sem eftirminnilegust. Eu fæstir kennarar fá komið miklum und- irbúningi við, sökum annríkis og þreytu. Og ofan á þetta heflr bætzt, að launin hafa nú allra seinustu tímana verið allsendis ónóg þrátt fyrir alt erfiðið og stritið. Gái menn að, hverjar kröfur eru gerðar til kennara, hvað nem- endur heimta af honum. Altaf á hann að vera í góðu skapi, sífelt vel fyrir kallaður, fjörugur og svar- fimur, með minni í bezta lagi, aldrei reiðast, hve trega nemend- ur sem við er að eiga, altaf að hugkvæmast nýjar skýringar, er hann verður var skilningsskorts. Enn má minna á, að kensla er að eðlisfari óholl andlegu fjöri og hugkvæmni. Yalda , því iátlausar Álklæði skínandi fallegt nýkomið i verzlun Andrésar Jónssonar, Eyrarbakka.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.