Þjóðólfur - 10.07.1918, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 10.07.1918, Blaðsíða 3
ÞJÓÐÓLFUR 67 nýkomið í verzlun Andrésar Jónssonar, Eyrarlialka. endurtekBingar, er sömu atriði í sömu fræðum eða námsgrein þarf að taka fram oft á dag, vetur eftir vetur, ár eftir ár, áratug eftir áratug. Enginn sanngjarn maður getur ætlast til, að óreynd- ir og litt þroskaðir nemendur skilji kennnararaunir og kenslustrit. A námsárum eru menn og harðir í kröfum og hvatir í dómum. Þreytt- ir kennarar mega engrar miskunn- ar vænta, ef út af ber í einhverju. En það er meinið mikla, að á því brestur menn skilning, bæði í sveitum, stjórnarráði og þingsal, að kensla sé þreytandi, eins og þá vanhagar sorglega um skilning, hve óskapiega mikils virði góð kensla er. Merkur prófastur, ein- hver allra bezti maður kirkju vorrar, hefir sagt mér, að sér hafi veitt örðugt að koma fræðslu- nefnd í sveit sinni í skilning um, að kennarar gætu ekki kent lát- iaust frá morgni til kvölds. Fræðslu- nefnd bar það fyrir sig, að bænd- ur gætu staðið og mættu standa við slátt frá morgni til kvölds. Hann kvaðst þá hafa hreyft hand- legginn nokkrum sinnum, beðið þá að leika það eftir sér og segja sér síðan, hvort þeir héldu, að þeir þreyttust ekki, ef þeir ættu áð gera slíkt frá morgni til kvölds. Þetta dæmi sitt hefði skerpt skiln- ing fræðslunefndar ótrúlega vel. Alþinnismönnum, er vorkenna minst kennurum, væri ráðlegt að flytja ræðu 6 stundir með 10 mín- útna hvíld, frá kl. 8 árdegis til 2 Vasa-iir (g-vi.ll og silfu.r> karla og kvenna. Úrkeðjur sterliar og fallegar i verzlun ^æírésar jjénssonar, Eyrarbakka. siðdegis, tala síðan nokkrar klukku- stundir síðdegis frá 4—6 eða 7 og þá heila stund hvíldarlaust. Þetta ættu þeir að gera nokkrar vikur. Segi þeir svo, hvað þeim sýnist um slíkt starf. Þetta mega sumir reyk- vískir kennarar gera og hafa þó ekki svo mikið sem efni á að afla sér nauðsynlegs bókakosts. Fastir kennarar Mentaskólans eru ekki skyldugir til að kenna nema fjórar stundir fyrir þau laun, er þeim eru ætluð. Höfundar þessa ákvæðis hafa kunnað betur skyn á starfi kennara, en sumir lög- gjafar vorir, stjórnendur skóla- mála vorra nú. Það er aðeins galli, að svo hefir verið gengið frá, að flestir kennarar mega fram eftir allri æfi kenna helmingi meira en 4 stundir daglega og hrekkur ekki til samt. Og afleiðingarnar hafa bitnað á nemöndum. Þreyta kenn- arans hefir smitað þá. Ðeyfð og drungi dauðþreyttra stritenda á kennarastóli hefir smogið inn í ungar sálir og valdið áhugaleysi þeirra á námi og andlegum iðk- unum. Að þessu mikilvæga málefni verður síðar vikið. Embættisafsögn Böðvars Krist- jánssonar hefir haft ekki alllítil áhrif á þingmenn vora, þá er finna til ábyrgðar þeirrar, sem á þeim hvílir. Þeir játa, að ríkið hafi mist nýtan starfsmann, er ensku- kennari Mentaskólans fer úr vist þess. Brottför hans úr skólanum færir löggjöfum vorum heim sann- inn um, að það dugir ekki að líta sömu augum á launamál starfs- manna landsins sem litið var á þau um seinustu aldamót. Og því mega löggjafar vorir trúa, að fleiri munu láta af embættisstörfum en Böðvar Kristjánsson, ef kjör þeirra skipast ekki skjótt verulega til hins betra. Sparnaður í launamál- um getur með því móti orðið landinu dýrari en tölum verði talið. nýkominn í miklu úrvali á yngri og eldri. Verðið mjög lágt, t. d. verkmannastígvél kr. 14.50 Skóáburður ,’r“vna,;lar°* mjög góður í verzlun ^nðrésar jónssonar, Eyrarbakka. fást hjá Andrési Jónssyni, Eyrarb. Mentir og fræði. Alfred J. Rdvad: ísienzk húsagerðar- list. islandsk Archi- tektur. Kaupmanna- höfn 1918. (Dansk- islandsk Samfunds- smaaskrifter Nr. 1). 20 bls. Höfundur ofannefnds smáritlings, | Alfred J. Rávad, er húsagerðar- meistari og bróðir hr. Thors Jen- sens. Hann hefir ferðast hér um land og veitt húsagerð vorri eftir- tekt. Og það er gaman að sjá það, að hann heflr í húsagerð vorri fundið snotran vísi til þjóð- legrar listar í þessari grein. -Margir harma það, að torfbæ- irnir íslenzku sýnast ætla að líða undir lok. Með sundum sínum, bröttum þökum og göflum virðast þeir stældir eftir fjöllum vorum með skörðum þeirra og giljum. Og hvort sem það er íslenzkt landsiag eða íslenzkt húsaeíni eða hvorttveggja, er sniðið hefir bæ- ina, þá er það víst, að þeir eiga mjög vel við íslenzka náttúru, bæði að efni og gerð. Er fallegt að líta heim á suma reisulega totfbæi, þar er blasa við mörg stafnaþil, ekki sízt ef bærinn stend- ur hátt, eins og í Stóradal í Húna- vatnssýslu, þar sem eg hefi svip- mestan torfbæ séð. Aftur verður því ekki neitað, að timburhús, bæði í sveit og kaupstað, eru mörg næsta tilkomulitil, og að þau eiga einkum illa við í sveitum og stinga 4 lengi, að jafnvel hið rólega Indíánaeðli hennar stóðst nú ekki lengur mátið: „Hvað ætlar faðir minn Alþabaska að gera“? spurði hún. „í iðjuleysinu linast vöðvarnir og stálharkan hverfur úr arm- inum“. „En þegar hugsanirnar eru harðar sem steinn, er líkaminn harður eins og líkamir hinna voldugu manna í Kimash hæðum. Þegar boginn er löngu bentur, ber að varast örina". „Það er ekkert svar“, sagði hún, „hvað ætlar faðir minn að gera“? „Þeir voru úr gulli, sem aldrei ryðgar", sagði hann. „Fullir aðdáunar voru menn minir, er þeir stóðu frammi fyrir mér, og aðrir þjóðflokkar litu þá öfundarauga, er þær fóru hjá. Nú eru horfin hundrað tungl og einn rauður sumarmáni, síðan hið vold- uga félag festi þá á axlir mér. Létt var að bera þá, en þó var sem bæri eg heilan her. Enginn höfðingi mátti við mig jafnast. Þessu er öllu lokið. Þegar þjóðflokkarnir fara hjá, munu þær hlæja, og mínir menn munu fyrirlíta mig, ef eg kem ekki út til að fagna þeim með gullskúfana á öilunum“. „En hvað ætlar faðir minn að gera“? spurði hún enn. „Eg hefi hugsað margt, og um nætur hefi eg ákallað and- ana, sem ríkja. Ofan af tindi Grafarhæðar he,fi eg barið hina hljómþýðu bumbu, hefi ákallað, og sungið ijóðið, sem vekur hina sofandi anda, og eg kann ráðið". „Hvert er ráðið"? í augunum brá fyrir ótta og áhyggju, og mörgum sinnum hvarflaði hún augUnum af föður sínum til verzlunarhúsanna og aftur á föður sinn. En höfðinginn þagði. Þá leiftraði reiðin á andliti hans. „Hví þorir faðir minn ekki að tala við barn sitt“? sagði hún. „Eg skal tala skýrt. Eg elska manninn, en eg elska föður úiinn líka“. AXLASKUFARNIR EFTIR SIR GILBERT PARKER Gamli Aþabaska, höfðingi Indíánaflokksins „Little Gree“, sat við kofadyr sínar, og starði niður í dalinn, þar sem Penteeost verzlunarhúsið stóð, og Mítawawa dóttir hans sat hjá honum, og togaði ólundarlega í kögrið á fallegu skinnúlpunni sinni. Og >að var von, að hún væri áhyggjufull, því að Fyles, verzlunar- stjóri, hafði svívirt föður hennar mjög. Verzlunarstjóra einum í Pentecost hafði fyrir tuttugu árum þótt Aþabaska góðs makleg- ur, og gefið honum í launaskyni tvo axlaskúfa, sem einhver liðs- foringi í þjónustú Englandsdrotningar hafði skilið þar eftir. Þetta voru góðir, sterkir og vandaðir axlaskúfar, er vel þoldu slitið í hinum miklu veizlum og embættisvastri Aþabaska, sem jafnan bar þá við slík tækifæri. Þjóðflokkur hans dáðist að þeim, þeir voru furðuverk í augum annara, og margir höfðingjar litu þá öfundarauga. Það var mælt, að Aþabaska bæri þá með sæmd, og væri jafn rólegur og hátíðlegur í framkomu sem sá maður skal vera, sem öðrum fremur heflr verið sómi sýndur. En árin liðu, og til verzlunarinnar í Penecost kom maður, sem ekki þekti Aþabaska. Hann var ungur, hár vexti og hraust- ur, bráðlyndur var hann og, en þekti 'ekki vitund mannlegt eðli;

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.