Þjóðólfur - 10.07.1918, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.07.1918, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFUR 65. árgangur. ÞJÓÐÓLFUR kemur út einu sinni í viku. Kostar til ársloka kr. 4,00. Gjakl- dagi fyrir lok júlímánaðar. Afgreiðslu annast Björn Björnsson bókbindari, Laugaveg 18, simi 286. Prestastefnan 1918. Prestastefna var haldin hér í bænum dagana 26.—28. júní. Hófst hún með guðsþjónustu í dómkirkjunni miðvikudag 26., kl. 12 á hádegi. Prófastur Jón Sveins- son, Akranesi, prédikaði. Kl. IV2 hófust fundahöldin í sal K, P. U. M. Voru þar saman komnir þessir andlegrar stéttar menn auk biskups: prófastarnir Árni Björnsson, Görðum, Eggert Pálsson, Breiðabólsstað, Jón A. Sveinsson, Akranesi, Kjartan Helga- son, Hruna, og Magnús Bjarnason, Prestsbakka; prestarnir: Erlendur Þórðarson, Odda, Ólafur Finnsson, Kálfholti, Þorsteinn Benediktsson, Krossi, Ólafur V. Briem, Stóra- núpi, Gísli Skúlason, Stóra-Hrauni, Ólafur Magnússon, Arnarbæli, Prið- rik Jónasson, Útskálum, Árni Þor- steinsson, Kálfatjörn, Brynjólfur Magnússon, Grindavík, Magnús Þorsteinsson, Mosfelli, Bjarni Jóns- son, Rvík, Einar Thorlacius, Saur- bæ, Eiríkur Albertsson, Hesti, Sig- urgeir Sigurðsson, ísaflrði, Sigurð- urður Stefánsson, Vigur, Friðrik Friðriksson, Rvík; háskólakennar- arnir: S. P. Sivertsen og Magnús Jónsson; þeir pastores emeriti: Sigurður próf. Gunnarsson, Skúli próf. Skúlason, Þorvaldur próf. Jónsson og Jóhannes L. L. Jó- hannesson og kandídatarnir: Sig- urbj. Á. Gíslason, Halldór Gunn- laugsson, Sig. Ó. Láiusson, svo og nokkrir guðfræðinemar. Seinna bættist í hópinn séra Einar Frið- geirsson á Borg. Eftir að sálmur hafði verið sunginn, flutti biskup bæn, setti síðan fundinn með ávarpi til fund- armanna og bauð þá alla vel- komna. Skýrði þvínæst frá því hver mál lægi fyrir prestastefn- unni að þessu sinni og hvernig fundarhöldum yrði hagað. Tilnefndi hann fundarskrifara þá prófessor S. P. Sivertssen og séra Friðrik Jónasson, Útskálum. Var þá gert fundarhlé til kl. 4J/2. Kl. 4V2 var fundur settur að nýju. Gaf biskup ítarlegt yfirlit yfir heiztu viðburði umliðins árs, mintist látinna presta hérlendra (séra Kr. E. Þórarinssonar á Tjörn og séra Gísla Jónssonar á Mosfelli)og erlendis (séra Friðriks J. Bergmanns í Wínnipeg) svo og 5 prests- ekkna. Gerði þvínæst grein breyt- inga, sem orðið hefðu innan presta- stéttarinnar (7 prestar hefðu tek- ið lausn, 5 nýir bæst við, 2 að- Reybjavík, 10. júlí 1918. 16. tölublað. stoðarprestar orðið sjálfstæðir sóknarprestar, 1 embættislaus ver- ið settur í prestsembætti, 2 nýir prófastar skipaðir), gat nýmæla í lögum snertandi prestastéttina, skýrði frá yfirreið sinni á næst-. liðnu sumri, útsendingu hirðis- bréfs, feraldarminning siðbótar Lúters og frjálsri kirkjulegri starf- semi. Þá voru samþyktar tillögur bisk- ups um úthlutun styrktarfjár til uppgjafa presta og prestsekkna (samtals kr. 6290.00), skýrt. frá hag prestsekknasjóðs (í árslok 1917|: kr. 34476.28) og gjöfum til hans á árinu (kr. 307.83) og samþykt að úthluta 1300 kr. af vöxtum hans næsta ár. Út af áskorun frá safnaðarfundi á ísafirði var samþykt svolátandi yfirlýsing: „Synodus telur fylstu þörf á að núverandi ísafjarðar- prestakalli verði skift í 2 sérstök prestaköll (þ. e. Bolungarvíkur- sókn gerð að sérstöku prestakalli). Kl. 8^/2 um kvöldið flutti docent Magnús Jónsson fjölsóttan fyrir- lestur í dömkirkjunni urn Jóhann- esar guðspjall, en sálmur var sung- inn fyrir og eftir. Fimtudaginn 27. júni kl. 9 árd. hófst fundur að nýju. Var sálmur sunginn og biskup flutti bæn. Þá flutti séra Friðrik Friðriksson er- indi: Prestarnir og œskulýðurinn, og urðu út af því langar umræð- ur, er sér í lagi snerust um ferm- ingarundirbúninginn. Þá gaf biskup yfirlit yfir messu- gerðir og altarisgöngur árið 1917: Flestar messugerðir í hlutfalli við tölu prestakalla höfðu verið fluttar í Kjalarnesprófastsdæmi: alls 371 í 7 prestaköllum, en fæstar í Strandaprófastsdæmi: alls 67 í 4 prestaköllum. í 21 presta- kalli höfðu verið undir 20 messur (fæstar i Stöðvar- (8) og Setbergs- (10) prestaköllum), en yfir 40 í alls 37 prestaköllum (flestar 1 Stokkseyrarprestalli 63, í Reykja- víkur (tveir prestar) 118, Nesþinga [Ólafsvíkurj 59, Akureyrar 59, Grundarþinga 58). Messur samtals á öllu landinu 3910 (árið 1916: 3835). Tala altarisgesta á öllu landinu var 4224 (árið 1916: 4444) af ca. 54500 fermdra. Flestir alt- arisgestir, í hlutfalli við fólksíjölda í prófastsdæmi 602 af 4169 fermd- urn í Árnesprófastsdæmi, fæstir 12 af 1304 fermdum í Stranda- prófastsdæmi. Flestir í hlutfalli við fólksfjölda í prestakalli, 83 af 224 í Hrunaprestakalli, flestir að tölu til í Reykjavíkurprestakalli: 725. í 15 prestaköllum höfðu altaris- göngur fallið niður, sumpart vegna messuvínsleysis sökum aðflutnings- banns og erfiðra samgangna. Kl. 41/? siðd. flutti séra Gísli Skúlason, Stóra-Hrauni, erindi um altarissahramentið og notJcun }ess. Síðan fóru fram umræður um það l“\IITuri3 (höfuðbækur) af ýmsum litum nýkomið í verzlun yínðrésar jónssonar, * Eyrarbakka. mál og var þeim ekki lokið er fundi var slitið kl. 71/*. Kl. 81/2 flutti biskup fyrirlestur í dómkirkjunni: Maðurinn Jesús Kristur. Þá var aftur gengið til fundar- staðar og haldið áfram umræðum um altarissakramentið og leiðirn- ar til að stemma stigu fyrir frek- ari afrækslu þess í söfnuðunum. Var fundi slitið V* stundu fyrir miðnælti. Föstudag 28., kl. 9 árd., var fundur settur með sama hætti og áður. Skýrði biskup frá málaleitun frá „Komité for Samvirke mellem Nordens Folkekirker", sem sett hefði verið á fót næstliðinn vetur fyrir forgöngu dr. N. Söderbloms, erkibiskups Svía — um hluttöku íslenzku þjóðkirkjunnar (sem hinn- ar 4. af þjóðkirkjum Norðurlanda) í norrænu bandalagi til samvinnu á komandi tíð og um tilnefningu sérstakra fulltrúa fyrir ísland í miðstjórn þessa samvinnubanda- lags, ef menn óskuðu þess. Kvaðst biskup þegar hafa svarað þeirri málaleitun til bráðabirgða á þá leið, að íslenzka kirkjan svo sem sjálfstæð þjóðkirkja væri með í þeim fólagsskap og ætti sína sér- stöku fulltrúa í miðstjórninni. Hefði hann tilnefnt þrjá (S. P. Sivertsen próf., séra Gísla Skúla- son og sjálfan sig) fulltrúa, en áskilið sér að auka þá tölu ef synodus fyndi ástæðu til. Var þessu máli vel tekið af presta- stefnunni, og hvað fulltrúatöluna snertir, látið sitja við það, sem biskup hafði gert í því. Enn gerði biskup grein tilrauna, sem í undirbúningf væru, til að koma á fót nánara sambandi milli dönsku og íslenzku kirkjunnar og starfsmanna þeirra, fyrir forgöngu prestanna, Þórðar Tómassonar og Arne Möllers, til eflingar safnað- arlífinu og til samúðarauka með þjóðum beggja landanna. Var því máli tekið ágæta vel og samþykt nefndarkosning til þess af vorri hálfu, að styðja að framgangi þessa máls. í nefndina voru bosnir auk biskups þeir, Eggert próf. Pálsson, Bjarni Jónsson, Gísli Skúlason og Friðrik Friðriksson. Loks var rætt um stofnun ís- lenzks prestafélags fyrir land alt, til þess að gæta hagsmuna ís- lenzku prestastétþarinnar. Reifðu málið þeir séra Gísli Skúlason og docent Magnús Jónsson, og urðu um það hinar fjörugustu umræð- ur, er allar hnigu að því, að halda fram mikilli nauðsyn slíks alls- herjarfélagsskapar presta landsins, en fundurinn entist ekki til að lúka máli, og var því umræðum frestað til fundar síðdegis. Kl. 4Vs flutti prófessor S. P. Sívertsen fyrirlestur: 1 hvaða merkingu og hversvegna nefndi Jesús sig „mannsso7iinn“? Að fyrirlestrinum loknum var haldið áfram umræðum um stofn- un prestafélagsins, og lauk þeim svo, að samþykt var nú þegar að setja slíkt félag á stofn, kjósa framkvæmdarnefnd til bráðabirgða, til þess að greiða fyrir málinu, semja lög 0. s. frv. I þessa fram- kvæmdarstjórn voru kosnir með biskupi þeir, séra Eggert Pálsson, séra Magnús Jónsson, próf. S. P. Sívertsen og præp. hon. Skúli Skúla- son. Gengu allir viðstaddir fund- armenn þegar í félagið. Enn hreyfði biskup nauðsyn þess að stemma stigu fyrír sölu prestsetursjarða í landinu í presta- köllum, sem lögð væri niður eða stæði til að leggja niður með sam- einingu, vegna hugsanlegrar end- urreisnar slíkra prestakalla á kom- andi tíð. Var samþykt tillaga um að óska þess, að hætt væri allri slíkri sölu prestsetursjarða. Þá skýrði biskup frá samskot- unum til Hallgrímskirkjunnar á liðnu ári, er fengið hefðu beztu undirtektir hér sunnanlands. Skor- aði fundurinn á presta landsins að halda áfram þeirri fjársöfnun. Ennfremur var minst á 200 ára dánarminning Jóns biskups Vída- líns á næsta ári, og hve vel hefði farið á, að honum hefði þá verið reistur minnisvarði (í líkingu við Hallgrímsvarðann við dómkirkj- una) í því tilefni. Biskup hefði í sínum vörzlum ca. 120 kr., sem gefnar hefðu verið í því skyni, en hrykkju skamt nema viðbót feng- ist. Að síðustu þakkaði biskup fund- armönnum góða fundarsókn og — setu, og árnaði fundarmönnum heilla og blessunar drottins. Var þá lesinn kafli úr ritning- unni, flutt bæn (séra Fr. Fr.) og sálmur sunginn — og með því fundi slitið, Bróðerinsar í miklu úrvali nýkomnar í verzlun Andrésar Jónssonar, Eyrarbakka.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.