Þjóðólfur - 26.07.1918, Síða 2
74
ÞJÓÐÓLFUR
því máli mæli ekki nema 20
þús. manns, er geti ekki fjölg-
að að miklum mun, þar sem
eyjarnar séu ekki nema 24
fermílur. ísland sé 1900 fer-
mílur, og það sé ólíkt, hve
slíkt flæmi geymi meiri menn-
ingar- og þroskaskilyrði. Yfir-
leitt sé samband Færeyinga
við Dani nú hið ákjósanleg-
asta.
Samningarnir í Danmörku.
Khöfn 22. júlí.
Fregnir hafa komið hingað um
það, að samkomulag sé fengið
milii Dana og íslendinga, og er
þeim tekið hér með fögnuði. En
þar sem orðalag samningsins er
eigi kunnugt ennþá, hafa blöðin
eigi rætt samningana, en ýms
blöð, og þar á meðal „Politiken",
láta þá von í ijós, að viðtæk sam-
vinna verði meðal landanna í
framtíðinni. Slíkum orðum fara og
flest önnur blöð um málið, en
blöð íhaldsmanna bíða fyrst um
sinn frekari fregna.
Aths. ritstj.: Ummælum stjórn-
arblaðsins danska um samvinnu
milli þjóðanna verða stjórnmála-
menn vorir að muna eftir á næstu
árum, og reynir á vitsmuni þeirra
og siðferðisþrek, að hlutur vor og
réttur og heill niðja vorra verði
ekki fyrir borð borinn á tveimur
næstu áratugum.
„Á ferð ogf flugi“.
Þjóðólfi þykir vænt um, að tek-
ið heflr verið eftir bendingum
hans í seinasta blaði, að reisa
ætti leiðarvísa eða leiðarsteina við
helztu vegamót í bygðum og
óbygðum. Sökum þess gerir blað-
ið sér nokkrar vonir þess, að leið-
arsteinar þessir rísi einhvern tíma
í ekki afar-fjarlægri framtíð, t. d.
á næsta mannsaldri. Fyrr er naum-
ast vogandi að vænta þessa lítil-
ræðis, sem ódýrt er að láta eftir
landsins börnum og er fjölda þeirra
til hinna mestu þæginda og þarfa.
í „Morgunblaðinu 24. júlí er
grein eftir einhvern „ferðamann",
þar sem því er haldið fram, að
vegirnir séu „í ófyrirgefanlegri
niðurníðslu" og sýnt fram á það
með glöggum rökum, að mikill
þjóðarskaði sé að því, að vegun-
um sé illa haldið við. Þingið hafl
demt viðhaldi nýlagðra vega upp
á sýslufélög, sem verið hafi
„óyndisúrræði", enda megi ferða-
menn allir nú kenna á þeirri ráð-
stöfun. Nú sé vegurinn úr Reykja-
vík austur í sýslur lítt fær. Af
þessu ólagi stafi hið mesta tjón.
Það sé „lausríðandi, vögnum og
lestamönnum", er um veginn fara,
til tafar, sem auðsætt er. Það hafi
í för með sér „slit og bilun á vögn-
um og öðrum áhöldum, svo þús-
undum króna nemur árlega". „Það
skemmir hestana fyrir tímann,
svo að þeir endast jafnvel miður
nú en þeir gerðu, meðan enginn
vegur né brú var til. Það er þess
valdandi, að hvert vagnhlass verð-
ur að vera hálfu léttara, svo að
tara verður tvær ferðir í staðinn
fyrir eina. Og loks er ótalinn sá
skaðinn, sem ekki er hvað minst-
ur: ástandið á vegunum er þess
valdandi, að bílferðirnar koma ekki
að hálfum notum“. Og því er
haldið fram, að vegirnir hafi átt
sök á því, að ekki var unt að
flytja póstflutning á hraðreiðum.
Segir greinarhöf., að einn hrað-
reiðarstjóri hafi sagt sér, að far-
gjald í þeim gæti verið fast að
því helmingi lægra, en það er nú,
ef vegir væri góðir. „Hvenær ætlí
mönnnum lærist það“, spyr grein-
arhöf., „að ráðlegra sé að leggja
nokkrar þús. kr. í vegina árlega,
en að missa fleiri þús. króna á
hverju ári?“.
Þjóðólfi virtist hér minst á svo
mikilvægt efni, að hann vildi stuðla
að því, að athugasemdir „ferða-
manns“ „Morgunblaðsins" kæmi
sem flestum fyrir sjónir. í grein-
inni um ólag og skipulagsleysi á
hraðreiðaferðum, í síðasta tbl. Þjóð-
ólfs, var vikið að því, hve vegirn-
ir væru slæmir. En þar var ekki
litið á málið af bæjarburst bú-
manns, heldur af sjónarhól ferða-
manna. Sú er skoðun bráðabirgða-
ritstjóra þessa blaðs ■— sem víst
allra skynbærra manna —, að
skilyrði greiðra ferðalaga séu
menningar-krafa, og að þjóð vorri
hefnist þess, ef henni verður ekki
fullnægt. En hér er ekki eingöngu
höfð í huga óhjákvæmileg ferða-
lög, er menn fara nauðsynja sinna,
til aðdrátta eða póstflutninga o.
s. frv., heldur og ferðir tii hvíld-
ar, hressingar og andlegrar nyt-
semdar, sem fjölda landsbúa er
hin brýnasta þörf á. En margur
mætur drengur, þol hans og heilsa,
má kenna raunalega á því, að
stjórnendur vora og vinnuveitend-
ur skortir enn skilning á gagni
og hollustu slíkra ferðalaga. En
„Sumarblaðið", er getið var lítil-
lega í seinasta blaði Þjóðólfs, ber
skýr merki þess, að skilningur vex
á því, að hér eigi í hlut mál, sem
ryðja verður veg inn að því borði,
þar sem velferðar kröfum þjóðar
vorrar er nokkur úrlausn veitt.
Annars liggur í augum uppi,
hvíiík afskapa óhagkvæmni það er,
að leggja vegi og hirða síðan ekkt
um þá, svo að alt lendi eftir nokk-
ur ár í gamla farinu. Með slíkú
lagi er stórfé á glæ kastað.
Og annað má benda á. Vondir
vegir eru þjóð vorri til háðungar,
innræta útlendíngum, vönum
rennisléttum vegum og greiðfær-
um sem salgólfum, lítilsvirðing á
oss, menning vorri og hagsýni.
Bætur og viðgerð á akbrautum og
þjóðvegum hljóta því að vera
áhugamál hvers þess manns, er
ann sæmd lands vors og ber skyn
á, hvað henni má að gagni koma
og menning vor er metin eftir.
Hvar er kornið?
Margt hefir gerzt furðulegt og
komið á óvart nú í stríðinu. Ein
gátan, er hefir ekki tekizt að ráða,
er, livað orðið hafi af korninu í
Suður-Rússlandi.
Frá upphafi styrjaldarinnar hefir
afarmikið verið talað um geysi-
miklar kornbirgðir, er safnazt
höfðu fyrir í Suður-Rússlandi —
i ímyndun manna og í kauphöll-
um. Rúblur hækkuðu í verði er
horfur þóttu á, að Bandamenn
ynnu Hellusund og koinforðinn
rússneski kæmist á markaðinn.
En nú er farið að spyrja: Hefir
þetta korn nokkru sinní verið til?
Nú hafa Þjóðverjar brotizt til
Ukraine og hefðu því átt að ná í
þetta mikla korn, er bandamenn
gerðu sér eitt sinn miklar vonir
um, að þeir næðu i handa brauð-
þurfa íbúum landa þeirra. En lít-
ið gagn hafa Þjóðverjar haft af korn-
inu góða og mikla, er menn hafði
dreymt um, þar sem þeir hafa
orðið að minka mélskamtinn heima
sér, þar til uppskera byrjar í Rú-
meníu og þeir geta fengið korn-
vörur þaðan.
Ýmissa skýringa er leitað á, að
kornið kemur ekki í Ijós, t. d. að
bændur viiji ekki selja nú í bili,
en geymi birgðir sínar, þar til er
meiri öryggi í fjárreiðum öllum
er komin á en nú. Því er og hald-
ið fram, að Rússland hafi því að
eins getað flutt út svo mikið af
korni sem það gerði, að langmest-
ur þorri íbúa þess hafi þolað sult
og skort. Þá er ófriður skall á,
dró hann það á eftir sér,- að
miilíónir manna vóru kvaddar til
vopna og um leið teknar frá ak-
uryrkju. Framleiðsla á korni fór
þverrandi, auk þess sem seðja
þurfti hersveitir Rússa. Mikið korn
hefir og farið að öllu forgörðum í
stormviðrum stjórnbyltingarinnar.
Þjóðverjum hafa, að sögn, ver-
ið það mikil vonbrígði, að kornið
fluttist ekki að frá Rússlandi, er
þeir höfðu sigrast á Rússum. Þeir
hafa ekki búizt við því að verða
nú að minka brauðskamta, sem
raun varð á.
r
Utlendar íréttir.
Stórtíðindi er að herma frá
útlöndum, því að svo virðist
sem hjól stríðshamingjunnar sé
nú að snúast. Sókn Þjóðverja
hin siðasta hefir nú snúizt upp
í vörn, og hafa, þeir víða orð-
ið að láta undan síga. Óvinir
þeirra, bandamenn, hafa tekið frá
þeim ekki óálitlega tölu fanga.
Símað var t. d. frá Khöfn 20.
júlí, að Frakkar sæktu á í Aisne
og Rheims og hefðu sótt fram hjá
Chandun Belleauline og handtekið
16 þúsundir manna. Og enn var
símað sama dag, síðar, að þeir
hefðu náð 17 þús. fanga og 360
fallayssum. Og enn segir í seinna
skeyti, að þeir hafi tekið tvö þús.
fanga. Eftir því hafa þeir nú allra
seinustu dagana tekið nálægt 20
þús. frá Þjóðverjum. Og allra sein-
ustu símfréttir segja sömu tíðindi,
að bandamönnum miði áfram, og
að þeir sæki fast á. Segir í einu
allra seinasta skeytinu, að Þjóð-
verjar veiti „æðisgengið viðnám".
Má marka af því, að þeim þykir
sér velta á miklu að stöðva sókn
óvina sinna.
Sumir eru svo bjartsýnir, að
þeir vona, að nú skiljist Þjóðverj-
um, að þeir eigi ekki framar sig-
urs að vænta í þessu stríði, þar
sem þessi síðasta sókn þeirra virð-
ist hafa algerlega mishepnazt. En
hætt er við, að slíkum vona-köst-
ulum verði hætt við hruni. Og
mjög á Þýzkaland í vök að verj-
ast um þessar mundir, er þeir hafa
orðið að minka brauðskamta (smbr.
grein hér í blaðinu með fyrirsögn:
„Hvar er kornið?“). Og enn virð-
ast þeir þurfa að gæta að sér að
austan, því að sagt er frá í einu
símskeyti, að þeir hafi í hyggju
að senda herdeild til Moskva. En
dýr getur sú sendiför orðið, því
að Maximalistar mótmæla og hafa
í hótunum að skera upp herör í
landinu. — Hins vegar berast
bandamönnum víða bitlingar að.
í símskeyti frá Danmörk, dagsettu
23. júlí, segir, að Brasilía hafi
ráðið að senda her manns þeim
til aðstoðar. Og alt af kemur nú
á vigvöllu þeirra, til hjálpar þeim,
ógrynni liðs úr Bandaríkjum, ólúið,
vel útbúið og vel tamið, og hefir
við útbúnað getað hagnýtt sér alla
hernaðarreynslu stríðsins frá pví
það hófst.
Hve lengi fá Þjóðverjar rönd
við reist?
Czernin, fyrverandi utanríkisráð-
herra Austurríkis, þreytist ekki á
að berjast fyrir friði, og er það
hið mesta fagnaðarefni. Nú vill
hann láta hefja friðarumleitun
fyrir milligöngu hlutlausra þjóða.
Hefir og Austurríkismönnurn veitt
erfiðlega í vor í viðureign við
Ítalíu.
Það virðist nú mega telja víst, að
Nikulás, fyrverandi Rússakeisari, sé
dauður. Segir í símskeyti 21. júlí,
að hann hafi verið skotinn 1 Ja-
katerineburg 16. maí. Maximalist-
ar hafa gert eignir hans upptækar.
1}vað gerðist á alþingi.
Hér fara á eftir þingsályktun-
artillögur þær, er alþingi hefir
samþykt. Fyrsta þingsályktunin
var um sölu Ólafsvallatorfunnar,
og hljóðar hún svo:
Neðri deild alþingis ályktar að
skora á landsstjórnina að nota ekki
heimild laga nr. 50, 16. nóv. 1907,
um sölu kirkjujarða, og laga nr.
51, 11. júlí 1911, að því er snert-
ir Ólafsvelli á Skeiðum ásamt hjá-
leigum.
Tillaga þessi var samþykt af
því, eins og lesendur Þjóðólfs muna
víst, að tekizt hafði að ginna
sýslunefnd Árnesinga, meiri hluta
hennar, til að mæla með sölu torf-