Þjóðólfur - 25.09.1918, Blaðsíða 1
ÞJOÐOLFUR
65. árgangnr
Reykjavík, miðvikndag 25. sept. 1918.
27. tölnblað.
Þ.TÓÐÓLFUR kemur út einu sinni í
viku. Kostar til ársloka kr. 4,00. Gjald-
dagi fyrir lok júlímánaðar. Afgreiðsl-
an er í Hafnarstræti 16 (níðri). Opin
kl. 1—4.
Sambanðslðgin nýju.
NoJckur atriöi úr nefndaráliti
„Frá meiri hluta sameinaöra full-
veldisnefnda Efri- og Neöri-deilda
Álpingis 1918“. Nl.
„Kunnugt er það, að vér höfum
hingað til deilt við Dani um rétt
vorn. Eftir vorum skilningi var
þeim alla tíð skylt, og þá eigi
síður nú, að viðurkenna allan þann
rétt, sem sannað var hér að ofan
að viðurkendur væri í frv. En
Danir töldu sér það eigi skylt,
og fyrir því vildu nú samninga-
menn þeirra eigi gera það, nema
Dönum væru veitt ýms fríðindi í
staðinn. Samningamönnum vorum
í sumar þótti eftir atvikum rétt
að fara svo langt í þessu sem í
frv. stendur, heldur en verða af
viðurkenningunni, er hún bauðst
án frekari kostnaðar eða áhættu.
En nú líta nokkrir menn svo á
þetta mál, að viðurkenning full-
veldis vors í konungssambandi við
Dani sé of dýru verði keypt. Fyr-
ir því telur meiri hluti nefndanna
rétt að fara nokkrum orðum um
þau atriði og skýra greinar frv.
að því leyti, sem það hefir eigi
verið gert.
í. 1. málsgr. 6. gr. segir, að
danskir ríkisborgarar njóti að öllu
leyti sama réttar á íslandi sem
íslenzkir ríkisborgarar fæddir þar,
og gagnkvæmt.
Þetta ákvæði segir fyrst og
fremst, að -hVort ríki hafi sinn
ríkisborgararétt, sína ríkisborgara,
eins og sagt er í aths. dönsku og
íslenzku samningamannanna við
þessa grein, enda leiðir slíkt bein-
línis af fullveldi landsins, að það
hafi sína þegna (ríkisborgara). ís-
land ákveður því sjálft um veizlu
þessa réttar, hvaða réttindi og
skyldur honum séu samfara og
hvernig menn missi hann. Enda
þótt þegnar annars ríkisins hafi
jafnrétti við þegna hins ríkisins
samkv. þessari málsgrein, skiftir
það afarmiklu máli, að þegnrétt-
ur er hvoru ríki sérstakur, auk
þess, sem þegar er sagt, að þegn-
ar eru eitt grundvallarskilyrði þess,
að ríki megi til verða. Skal hér
skýrt nokkuð, hvaða þýðingu sór-
stakur þegnréttur heflr að öðru
leyti.
Út á við, gagnvart öðrum ríkj-
um, kemur þetta skýrt fram. Ef
t. d. annað ríkið áskildi þegnum
sínum, eftir að sambandslögin eru
í gildi gengin, sérstök réttindi, t.
ú- atvinnuréttindi, tollfrelsi, fram-
færslurétt í öðru ríki eða legði á
þá sérstakar skyldur öðru ríki til
handa, þá væri slíkt óviðkomandi
þegnum hins ríkisins. Þess vegna
birtist aðgreining þegnréttarins
ljóst í milliríkjaskiftum.
Inn á viö, í skiftum þegna ann-
ars ríkisins við hitt, kemur að-
greiningin einnig glögt fram í
framkvæmdinni. Ef Danmörk og
ísland gerðu t. d. gagnkvæman
samning um framsal afbrotamanna,
sbr. 12. gr., mundi hvort ríki um
sig undanskilja þegna sína fram-
sali, eins og venja er að gera í
slíkum samningum. Danmörk
mundi t. d. eigi undirgangast að
framselja danskan þegn, sem hefði
framið hér glæp, né ísland íslenzk-
an þegn, er framið hefði glæp í
Danmörku. Danskur þegn rnundi
eigi sæta refsingu í Danmörku
fyrir svikræði við ísland, því að
hann yrði ekki dæmdur eftir IX.
kap. danskra hegningarlaga um
landráð, því að þau ákvæði eiga
aðeins við ríkið Danmörk, en eigi
ríkið ísland. Slíkt hið sama væri
um íslending, er fremdi svikræði
við Danmörk. Þar á móti gæti
verknaðurinn heyrt undir X. kap.
hegningarlaganna, ef hann miðaði
til að svifta konung konungdómi
eða breyta ríkiserfðunum, því að
það væri jafnframt brot á sam-
bandslögunum, sem bæði ríkin eru
bundin við. Mörg fleiri dæmi mætti
nefna, en þetta nægir til þess að
sýna aðgreininguna milli þegna
ríkjanna.
Skal þá vikið að jafnréttisá-
kvæðinu sjálfu. í því felst það,
að íslendingar hafi jafnrétti við
Dani, ef þeir fullnœgja þeim skil-
yrðim ollum, er dönsk löggjöf set-
ur gagnvart sínum pegnum um
nautn hverrar réttindagreinar.
Öldungis samsvarandi gildir um
jafnrétti Dana við íslendinga. Dan-
ir verða að fullnœgja sömu skil-
yröum og sæta sömu takmörkun-
um sem sett eru eða sett veröa
um réttindanautn íslenzkra þegna
í hverri grein. Til þess að njóta
kjörgengis og kosningaréttar þarf
maður samkv. löggjöf beggja ríkja
að vera búsettur í landinu, og
getur hvort ríkið um sig sett þau
skilyrði, að hver sá þegn þess,
er slept hefir heimilisfangi í rík-
inu eða hefir aldrei haft það, skuli
ennfremur hafa verið þar heimil-
isfastur óslitið ákveðinn tíma, áð-
ur hann mega neyta téðra rétt-
inda, t. d. að hver maður verði
að hafa átt fast heimili 5 ár í
Danmörku til að njóta þar kosn-
ingarréttar og kjörgengis, hvort
sem hann væri danskur þegn eða
eigi. Mundi íslenzkur þegn verða
að sæta því, að hann fengi sama
rétt í þessu efni, að uppfyltum
sömu skilyrðum sem danskir þegn-
ar. Öldungis samsvarandi gildir
um hitt ríkið. í Danmörku er bú-
seta í landinu skilyrði til ýmis-
konar atvinnurekstrar, og er sýnt,
að íslenzkir þegnar verða að full-
nægja þeim skilyrðum. Danir geta
t. d. gert búsetu í löggjöf sinni
að skilyrði til þess að eignast
fasteignir í Danmörku, sbr. grvl.
Dana 5. júní 1915, 50. gr. 2. mgr.
og yrðu íslenzkir þegnar jafnt og
danskir annarsstaðar búsettir að
sæta því. Að því leyti, sem
samsvarandi ákvæði eru í löggjöf
vorri, sbr. t. d. fossalöggjöfina,
eða verða sett, verða danskir þegn-
ar einnig að fullnægja þeim. Ef
sett verður í íslenzka löggjöf það
ákvæði, að föst búseta sé skilyrði
til þess að mega verzla hér, yrðu
danskir þegnar að sæta því. Til
þess að verða t. d. dómari í Dan-
mörku þarf lagapróf frá Kaup-
mannahafnarháskóla. íslenzkur
þegn getur þá því að eins orðið
þar dómari, að hann hafi slíkt
próf. Dómari hór verður meðal
annars að kunna íslenzka tungu
og hafa lagapróf frá háskóla vor-
um. Þessum skilyrðum yrðu
danskir þegnar einnig að fullnægja
til þess að verða hér dómarar. Að
eins gildir það eftir 6. gr. 3. mgr.
um fiskveiöarétt í landhelgi ríkj-
anna, þar á meðal landhelgi við
Grænland, þegar hún verður heim-
il dönskum þegnum — og þar
með íslenzkum — til fiskveiða,
að þar má hvorugt gera búsetu
að skilyrði. Þar á móti getur
hvort rikið sett reglur bæði þegn-
um sínum og öllum um veiði-
aðferðir, sbr. fiskveiðasamþyktirn-
botnvörpuveiðalöggjöfina, um með-
ferð aflans í landi o. s. frv.
Sem dæmi takmarkana um rétt-
indanautn, er þegnar ríkisins verða
að sæta, má nefna hið skilyrðis-
lausa bann við botnvörpuveiðum
í islenzkri landhelgi. Sömu tak-
mörkun verða og danskir þegnar
að hlíta, því að þeir hafa eigi
meiri rétt en íslenzkir þegnar,
heldur jafnan, sbr. 6. gr. 3. málsgr.
„að jöfnu8, í danska textanum:
„i lige Grad“.
Ákvæði 6. gr. 4. málsgr. um
jafnrétti skipanna felur það í sér,
að dönsk skip á íslandi og íslenzk
skip í Danmörku greiði t. d. jöfn
hafnargjöld, vitagjald o. s. frv.
Samskonar fyrirmæli er eigi eins-
dæmi í ríkjasamningum.
6. gr. 5. málsgr. hefir samskon-
ar fyrirmæli að geyma sem marg-
ir aðrir ríkjasamningar. Af þess-
ari málsgr. leiðir það, að ef vér
t. d. hétum einhverju öðru ríki en
Danmörku tollfrelsi á einhverri
vöru þaðan, fluttri hingað, ætti
danska ríkið rétt á því, að sama
vara þaðan, flutt hingað, yrði
einnig tollfrjáls. Samsvarandi gild-
ir um íslenzka vöru, flutta til
Danmerkur. Þessi málsgrein hefir,
í almennum orðum sagt, að geyma
það ákvæði, að hvort ríkið ívilni
hinu um vörur, afurðir og afrek
svo, að réttur þess verði að þessu
leyti eigi lakari en nokkurs ann-
ars 'ríkis.
Þeir menn, sem telja viðurkenn-
ing fullveldis vors of dýru verði
keypta, einkum sakir 6. gr., sem
nú hefir verið skýrð, munu telja
hana svo skaðvænlega í atvinnu-
og fjárhagsmálum vorum, að hún
ónýti fullveldið. Því er rétt að líta
á, hvort sú skaðsemi hefði orðið
minni, ef eigi hefði verið gengið
að þessum samningi. Tvent var
til, ef eigi hefði orðið úr samn-
ingum: Annað hvort hefði leitt af
því skilnað milli landanna, eða alt
hefði setið við sama. Hugsum oss,
að vér hefðum lýst yfir skilnaði
við Danmörku og fengið viður-
kenning annara ríkja. Þá hefðu
þessar réttindaveizlur reynst óþarf-
ur tilkostnaður frá vorri hlið, ef
þeir, sem þá viðurkendu oss, hefðu
eigi sett oss skilyrði, sem eigi
væru hagfeldari. En hefði nú alt
verið látið sitja við hið sarna sem
nú er, þá verður að telja þessa
ráðstöfun hyggilega. Því að þá
hefðu Danir haft öll þessi réttindi
um óákveðinn tíma, en vér ekk-
ert í staðinn. Og stafi oss stór
hætta af þessum ákvæðum, þótt
vér séum fullvalda ríki og getum
sett þau lög oss .til varnar, sem
oss eru fullnægjandi, og það leyfir
samningurinn, þá mundi hún þó
verða margföld án fullveldisins.
Því að þá mundum vér hafa feng-
ið synjanir, í stað þess, að nú,
þ. e. eftir frv., erum vér fullvald-
ir um löggjöfina. Fyrir því geta
engir lastað þessa ráðstöfun, nema
þeir menn einir, sem staðráðnir
voru að skilja heldur við Dani en
að veita þeim nokkrar ívilnanir.
En auk þess hvílir á þeim sönn-
uuarskylda þess, að skilnaður hefði
gengið fram og viðurkenningin
minna verði keypt. ....
Samningsslit samkvæmt 18. gr.
orka því, að samfélag um konung
einn yrði eftir. Ríkin hefðu þá felt
burt jafnréttisákvæðin í 6. gr., um-
boðið samkv. 7. gr. og önnur at-
riði samningsins, sem haldist kynnu
að hafa næstu 25 árin og eigi er
ákvæði um til fullnaðar í honum,
svo sem skuldaskiftin í 13. gr. og
sjóðirnir í 14. gr. Danir telja, að
samningsslitin hljóti að valda skiln-
aði, og samningamenn þeirra ósk-
uðu því, að þau færu eigi fram,
nema sýnt væri, að eindreginn
þing- og þjóðarvilji stæði á bak
við. íslenzku samningamennirnir
létu til við þá svo langt sem
greinin segir, og nefndirnar geta
eigi séð, að þar af þurfi að stafa
nein hætta. Um atkvæðamagn í
þinginu er sama krafa gerð sem
um samþykt laga í sameinuðu Al-
þingi Og vegna kröfunnar um það,
að 75°/o greiddra atkvæða verði
að vera með samningsslitum, hefir