Þjóðólfur - 25.09.1918, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.09.1918, Blaðsíða 2
110 ÞJÓÐOLFUR eigi heyrst óánægja. Yið hitt, að einnig þurfi 75% kosningabærra manna að taka þátt í atkvæða- greiðslunni, eru sumir eigi óhrædd- ir. En með þessu er þó eigi kraf- ist meira en 9/'i« eða 56,3í#/o allra atkvæðisbærra manna í landinu greiði atkvæði með samningsslit- um. Ótti manna er á því bygður, að eigi muni fást nægur fjöldi kjósenda, því að svo margir muni eigi taka þátt í atkvæðagreiðslu. Með því skipulagi, sem á var 1908 og 1911, er hver maður skyldi koma á einn og sama ákveðinn stað í hreppi hverjum sama dag, var kosningahluttakan þó 75,i°/o og 78,s°/o af öllum þeim, er á kjörskrá voru. Fyrir þeim, sem hræddir eru við þessa kröfu um hluttökuna, mun það vaka, að at- kvæðagreiðslu þurfi að haga eins eg nú er hagað atkvæðagreiðslu við kosningar til Alþingis. Og ef svo væri, væri þá sönnu nær, að svo mikil hluttaka gæti verið erf- iðleikum bundin í víðlendum hrepp- um, eftir að bæði konur og hjú hafá fengið atkvæðisrétt. En það er alger misskilningur, að atkvæða- greiðslan eftir 18. gr. þurfi að fara fram með þeim hætti. íslenzka ríkinu er það alveg í sjálfsvald sett, hvernig það hagar henni, því að í 18. gr. er þess aðeins kraf- ist, að þátt-takan í atkvæðagreiðsl- unni verði svo sem þar segir, en engin skilyrði sett um það, hvern- ig henni skuli hagað. Það má því setja svo marga kjörstaði í hverj- um hreppi sem þurfa þykir, til þess að allir geti sótt. Einnig má láta hvern kjósapda greiða atkvæði á heimili sínu eða þar sem hann er staddur, og er slíkt sjálfsagt um þá, sem eigi eru heiman fær- ir eða utan hrepps síns eða kaup- staðar, eins og nú er um alþing- iskjósendur, samkv. lögum nr. 47, 30. nóv. 1914. Svo má og taka fleiri en einn dag til atkvæða- greiðslu, svo að menn mættu íara til skiftis hver af sínu heimili. Og loks, ef eigi þætti enn nægi- lega trygt, mætti skylda menn til að greiða atkvæði, að viðlögðum háum sektum eða réttindamissi, svo sem dæmi eru til í Belgíu, á Spáni, í sumum sambandsríkum í Svisslandi og víðar. Um 19.gr.verður að láta þess getið, að nefndirnar telja það lífsnauðsyn þjóðarinnar, eftir því sem nú er högum komið í heiminum, að það sé trygt, að styrjaldarþjóðirnar fái sem fyrst, jafnskjótt sem lögin ganga í gildi, tilkynning um það, að Island só fullvalda ríki og lýsi yfir hlutleysi sínu og vilji vera hlutlaust, hvernig sem fari um hlutleysi sambandsríkisins. Af sömu ástæðum liggur í augum uppi, að eigi síðar en öðrum þjóð- um er birt hlutleysisyflrlýsing vor verður og að tilkynna þeim, að vér höfum íslenzkan fána á skip- um vorum, og lýsa honum fyrir þeim. í þessu sambandi skora nefndirnar á stjórnina að sjá um, að gefinn verði út konungsúrskurð- ur um íslenzkan þjóðfána og sigl- ingafána eigi síðar en lög þessi ganga í gildi. t frú Ijelga Dohnsson fædd Thorsteinsson, kona Ólafs Johnson’s konsúls, lézt á sunnu- daginn var (22. þ. m.). Hafði ver- ið fremur heilsutæp undanfarið af sykursýki. HLitt og þetta. Mark Twain og blaðamenskan. Einu sinni var Mark Twain staddur í veizlu í New York. Yar hann þar hrókur alls fagnaðar eins og ætíð hvar sem hann var. Yfir borðum sagði hann meðal annars nokkrar sögur af: „Blaðamensku sinni í Nevada", ein af sögum hans var þetta: „Yið greiddum æfinlega ritlaun fyrir aðsendar rit- gerðir, en það var ekki nærri altaf að við guldum þær í peningum. Venjulegast hljóðuðu viðtökuskír- teini vor eitthvað á þessa leið: „Kæri Jón! Með bréfberanum sendum vér yður 1 pd. af svína- keti fyrir hið góða kvæði yðar um búfjársýningarnar i sveitinni yðar-“ — Eða svona: „Heiðraði herra herdeiidarfor- ingi! Fyrir hinar ágætu ritgerðir yðar: „Það sem landi voru ríður mest á“, höfum vér sent yður 10 potta af kornbrennivíni. Það er af sömu teg. og þér voruð vanir að drekka þegar þér voruð í stríðinu og hafið altaf drukkið síðan. Ger- ið svo vel og látið oss vita hvort sendingin hefir komist ósnert til yðar.“ — Og enft þetta: „Kæra frk.! Fyrir grein yðar um „nýjustu tizku“, sendum vér yður hér með eitt lífstykki “. „Þá var og þetta bréf ekki sízt hjá okkur: „Kæri herra þingmaður! Af því að vér höfum frétt að þér ætlið að fara að halda leið- arþing í kjördæmum yðar, send- um vér yður hér með fyrirtaks haglabyssu og dálítinn forða af skotfærum, sem lítilfjörlega þókn- un fyrir hin íramúrskarandi skrif yðar „Um hið stjórnarfarslega ástand" vort“. Hnerrar. Læknir nokkur í Ameríku mælti einu sinni á þessa leið í fyrirlestri, sem hann hélt: „Þegar menn verða fyrir vögnum á götunni eða hljóta önnur þess háttar meiðsl, er það ætíð að kenna hnerrum: Hafið þér ekki veitt því eftirtekt hvernig menn fara að hnerra? Jú, þeir gleyma öliu umhverfis þá, staðnæmast alt í einu, þrífa upp vasaklútinn — og Hrriti! Já, menn hnerra afar mikið þegar þeir eru með kvef að vetrinum. Oft staðnæmast þeir á miðri göt- unni til þess — Hrrrtí ! segja þeir og áður en þeir eru búnir að ná andanum aftur, — eru vagnar, sleðar og allur fjandinn komið of- an á þá. Auðvitað verða menn að hnerra að vetrinum eins og endra- nær, þegar þess er þörf, — en reynið að hafa það hugfast, að hnerra aldrei meðan þér eruð á leið yfir um þvera götuna, því þá „er fjandinn laus“. Hrrrti“. Spahmæli. Koss sá er konur kyssa hver aðra, er álíka sannur og áletrun á legsteini. „Ertu innbrotsþjófur manni“? sagði húsráðandinn með stýrurn- ar í augunum, þegar hann vakn- aði við að maður var kominn inn til hans um nóttina. „Alls ekki“, svaraði maðurinn, „eg er meðlim- ur í félagi sem setur skorður við ofvexti í auðæfum manna“. Þeim þótti póstvagnin vera nokk- uð hægfara, svo einn af farþegun- um stakk upp á því að fara að tína blóm meðfram veginum. „En líttu á, það eru engin blóm hér“. „Það gerir ekkert til, eg hefi nóg af blómfræi með mér“. Íiiiileiitlíijr ír<5ttii- Shipafregnir. „Lagarfoss' kom úr hring- ferð kringum land á föstudaginn (20. þ. mán.) og mun fara bráð- lega aftur héðan vestur um haf. „ G u 11 f o s s “ kom frá Ame- ríku á sunnudagskvöldið. Hafði farið nokkru fyr frá New-York, en hingað hafði spurzt. „Gullfoss" kom með eitthvað af matvöru og steinolíu auk ýmsra annara vöru- tegunda til kaupmanna. Nokkrir farþegar voru með skipinu að vestan, þar á meðal Nielsen fram- kvæmdarstjóri. Á sunnudaginn kom og „F r a n- c i s H y d e“ frá Englandi. Hafði hrept ill veður í hafi og mist vör- ur (kol) af þilfari. B o t n i a kom frá Kaupmanna- höfn. þ. 20. þ. m. með fjöldan allan af farþegum (um 60), og fór héðan aftur á mánudaginn, en varð að snúa aftur vegna óveðurs og lá allan daginn eftir úti fyrir höfninni hér. Með skipinu tóku sér fari öllu fleiri héðan, en hing- að komu með því frá Khöfn og yrði of langt mál að telja þau nöfn öll. Auk þess flytur það héð- an talsvert af hestum (um 200). L a n d s v e r[z 1 u n i n hefir ný- lega fengið fregnir um að sökt hafi verið fyrir henni kola- og saltflutninga skipi. Hefir hún eigi allfá slík^skip í förum, helst segl- skip að sögn. Hjónaefni. IngibjörgjBjarnadóttir prófasts í Steinnesi í Húnaþingi og Jónas læknir Jónasson^ Rafnar hafa ný- lega birt trúlofun sína. Hitt og J>etta úr útlendnm blöðum. Veiðibrellur. Nú oiðið er almenningur orð- inn margs vísari um aðferðir þær, sem notaðar hafa verið í viðskift- um við kafbátana., — aðferðir, sem öllum er kunnugt að hafa borið góðan árangur. Bandamenn hafa látið ýmislegt uppi af því tagi, einkum nú þessa síðustu mánuði, þar eð þess hefir gerzt minni þörf að halda því leyndu, er Þjóðverjum fór að verða full- kunnugt um hverjar aðferðir voru hafðar til að ráða niðurlögum kaf- báta þeirra. Færði reynslan þeim þar heim all dýrkeypta þekkingu. Enda þótt ýmislegt af þessu tagi hafi verið gert heyrum kunn- ugt, hafa þó tvö atriði viðvíkjandi kafbátahernaðinum verið algerlega myrkri hulin fram að þessu. Bandamenn, eða stjórnir þeirra, hafa aldrei svo mikið sem tæpt á því, hversu margir kafbátar hafa verið eyðilagðir, — eða hvernig þessum „Q“skipum væri varið og það enda þótt alkunna hafi verið, að ýmsir mætir menn hafi verið sæmdir heiðursmerkjum fyrir frá- bæran dugnað á þessum skipum. Hvað opinberar skýrslur áhrær- ir, var það út af hinu alkunna „Baralong“-máli, sem þessi dular- fullu skip voru fyrst nefn á nafn, „Baralong" var þá talið vera eins- konar „hjálpar“-beitiskip. Það var þ. 19. ág. 1915 að „Baralong" náði í kafbát, sem það sókti þeg- ar, var það fáum kl.st. eftir að „Arabic" hafði verið sökt og far- ist höfðu af því skipi 39 manns. Var kafbáturinn að skjóta á brezkt skip, sem hét „Nicosia“ þegar „Baralong“ bar þar að. Þýzka stjórnin undi þessu illa og hélt því fram að skipshöfnin á kafbátn- um hefði verið myrt, — vegna þess að — 1) „Baralong" hefði haft Bandaríkjafánann við hún og eigi hefði á neinn hátt verið hægt að sjá að skipið væri herskip; — 2) að skothríð hefði verið hafin á kafbátinn úr fallbyssum á „Bara- long“, sem eigi hefðu sézt fyr en hleypt var af þeirn. Brezka stjórn- in bauðst til að láta öll gögn í þessu máli og öðrum þvílíkum kafbátahernaðarmálum, koma fyrir óvilhallan (hlutlausan) gerðardóm, en Þjóðverjar skeyttu því eigi. „Báralong“ var eflaust eigi fyrsta tilfellið þar sem þessi veiðibrella var notuð, en eftir það varð það varð það alsiða, að útbúa vopnuð skip eins og meinlaus kaupför og var fjöldi þvílíkra skipa hafður til að granda kafbátum. Blöðin máttu sem minst á þetta minnast, en í sjóliðinu brezka var það talsvert rætt, ásamt ýmsum öðrum þess- háttar kafbáta- „ veiðiaðferðum “. Fyrst framan af voru þetta allrahanda skip, sem voru tekin og útbúin þannig. Aðal tilgangur- inn var sá, — að þau liti alger- lega út eins og kaupför, til þess að lokka kafbátana í gott færi við þau, — láta þeim sýnast sem þar væri auðtekin bráð í boði. Undir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.